Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Page 47
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992. 59 Afmæli Þorleifur Þorláksson og Ríkey Sigurbjömsdóttir Þorleifur Þorláksson og Ríkey Sig- urbjörnsdóttir, Langhúsum í Fljót- um í Skagafirði, eiga gullbrúðkaup í dag en þau gengu í hjónaband í Barðskirkju í Fljótmn árið 1942. Fjölskylda Þorleifur er fæddur 10.10.1914 að Gautastöðum í Stíflu og ólst þar upp. Ríkey er fædd 27.11.1922 að Ökrum í Fljótum og ólst upp þar og í Langhúsum. Þorleifur og Ríkey hafa búið allan sinn búskap í Lang- húsum. Böm Þorleifs og Ríkeyjar: Sigur- bjöm, f. 2.7.1944, maki Bryndís Alfreðsdóttir, þau eru búsett í Langhúsum og eiga íjögur böm, Ríkeyju, Guðbjörgu, Bimu Magneu og Þorlák Magnús; Guðný, f. 15.5. 1947, maki Elías Þorvaldsson, þau eru búsett á Siglufirði og eiga þrjú böm, Þorleif Gunnar, Líneyju og HaUdóru Maríu; Jóhanna, f. 18.4. 1961, maki Hallgrímur Vilhelms- son, þau eru búsett á Siglufirði og eiga tvö böm, Guðnýju Björk og Grétar Braga. Þorleifur og Ríkey eiga fimm bamabamaböm. Systkini Þorleifs á lífi: Stefán, f. 30.7.1923; Viðar, f. 8.7.1926, maki Sólborg Sveinsdóttir, þau eiga átta Þorleifur Þorláksson. börn og eina fósturdóttur; Mjall- hvít, f. 8.5.1932, maki Sigmar Ey- jólfsson, þau eiga þrjú böm; Jenn- ey, f. 25.12.1933, maki Ólafur Ólafs- son, þau eiga fjögur böm; Trausti, f. 30.3.1938, maki Guðbjörg Magn- úsdóttir, þau eiga fiögur börn. Systkini Ríkeyjar á lífi: Jósef, f. 11.6.1908, hans kona var Jóhanna Eiríksdóttir, látin, þau eignuðust tvö börn; Lovísa, f. 20.1.1914, henn- ar maður var Sigurður Magnússon, látinn, þau eignuðust tvö börn; Guðbrandur, f. 18.2.1914, maki Hulda Jónsdóttir, þau eigafjögur Ríkey Sigurbjörnsdóttir. böm; Hermína, f. 4.8.1916, maki Hallgrímur Mámsson, þau eiga fimmbörn. Foreldrar Þorleifs voru Þorlákur Magnús Stefánsson, f. 1.1.1894, d. 4.11.1971, og Jóna Sigríður Ólafs- dóttir, f. 27.6.1893, d. 16.12.1976, þau bjuggu á Gautastöðum í Stiflu og í Gautlandi í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar Ríkeyjar voru Sigur- björn Jósefsson, f. 5.1.1884, d. 11.5. 1968, og Jóhanna Gottskálksdóttir, f. 5.8.1884, d. 6.10.1952, Sigurbjöm og Jóhanna bjuggu á Ökmm og í Langhúsum í Fljótum. Sigrun Guðjónsdóttir, Suðurgötu8, Seyðisfirði. 80 ára Rósa S. Kristjánsdóttir, Suimuvegi 19, Reykjavík. 75ára Guðrún Magnúsdóttir, Fossi, Saurbæjarhreppi. 60 ára Sigurgeir Jónsson, Fagurhólsmýri II, Hofshreppi. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sæbóli 42, Grundarfirði. Guðrún Sigurðardóttir, Flókagötu 23, Reykjavík. Kristín Jónsdóttir, Skarðshlíð II, A-Eyjaíjallahreppi. Arne Guðbjörn Magnússon, Síðumúla 21, Reykjavík. Óskar Jónsson, Melabraut 19, Seltjamarnesi. Hanneraðheiman. Eria Eiísdóttir, Vestursíðu 38, Akureyri. Stefanía Guðmundsdóttir, Hallskoti, Fljótslúíöarhreppi. 50ára Margrét Lárusdóttir, Grenilundi 11, Garðabæ. Sigurður Jónsson, Lagarfossi, Hjaitastaöarhreppi. Þórný Björnsdóttir, Laugarbrekku 1, Húsamk. Eyjólfur Þorkelsson, Lindarflöt28, Garðabæ. Guðmundur Árnason, Duggugerði 10, Kópaskeri. Auðbjörg Elísa Stefúnsdóttir (á afmæli 25.5.), Ljósalandi 5, Bolungarvík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu sunnudaginn 24. maí eftir kl. 15. Hrönn Pétursdóttir, Bæjargili 92, Garðabæ. Hjördís Jónsdóttir, Grundartanga 56, Mosfellsbæ. Hörður Jónsson, HofilLHólahreppi. Ingibjörg Ólafsdóttir, Bólstaöarhlíð 52, Reykjavik. Hallfríður Eria Guðjónsdóttir, Stiðholtsvör 3, Bessastaðahreppi. Einar Björnsson, Ingunnarstöðum, Kjósarhreppi. Þorgrímur Aðalgeirsson, Háagerði 14, Húsavík. Matthías Eydal, Állheimum 58, Reykjavík. Rósa Steinsdóttir, Granaskjóii 40, Reykjavík. Merming Bíóhöllin - Hugarbrellur: ★ Sýndarveruleikinn skoðaður Hugarbrellur er fyrsta kvikmyndin er fjallar um nýja tækni sem á eftir að gerbreyta heiminum eins og við þekkjum hann. Tækni þessi nefnist sýndarveru- leiki (Virtual Reality á ensku ) og er byggð á þeim forsendum að nota tölvu til þess að „plata“ öll skilning- arvitin til þess að halda að tölvutilbúin veröld sé raun- vemleg. í dag er hægt að „plata" augu og eyru og jafn- vel snertiskyn fingra þannig að maður í þar til gerðum búnaði sér, heyrir og getur snert hluti sem eru ekki til nema í tölvuheimi: sýndarrými (Virtual Space). Tækni þessi er enn á fmmstigi en í þessari kvikmynd er okkur sýnd túlkun kvikmyndargerðarmanna á því hvað gæti verið framundan. Jeff Fahey leikur andlega þroskaheftan mann, sláttu- manninn, sem viljandi gengst undir tilraunir hjá vís- indamanni (Pierce Brosnan) sem ætlar að nota sýndar- veruleika til þess að þjálfa hugann og auka greind. Ríkisstjómin er ekki á sama máh. Hún vill nota tækn- ina til þess að auka árásargimi og breyta forsendum tilraunarinnar án hans vitundar. Sláttumaðurinn öðl- ast ofurgreind en núna vill hann nota hana til þess að hefna sín á öllum sem honum mislíkar við. Hugarbrellur á að vera „byggð“ á smásögu Stephens King, Sláttumaðurinn, en því fer fjarri. Hér er aðeins verið að misnota nafn Kings enn einu sinni. Hugarb- rellur er misheppnuð mynd, illa skrifuð og leikin og aldeilis óspennandi. Tölvubrellurnar em eina vitglór- an í myndinni enda eins vandaðar og tæknin leyfir í dag. Það er bara verst hve sagan misnotar þær og af- bakar tæknina sem hún þykist vera að byggja á. Sýnd- Kvikmyndir Gísli Einarsson arveruleiki verður bara enn ein tæknigrýlan sem þarf að sprengja upp í endann svo hann veröi farsæll. The Lawnmower Man (Band. 1992) 105 min. Handrit: Brett Leonard, Gimel Everett byggt á sögu Stephen King (einmitt!). Leikstjórn: Leonard. Leikarar: Jeff Fahey (White Hunter, Black Heart), Pierce Brosnan (Mister Johnson), Jenny Wright (Young Guns II), Maik Bringleson, Geoffrey Lewis. f* ’ - - HLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - allt í einni ferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.