Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Page 2
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992.
4
Fréttir
DV
Ráðstefna um ríkissjóðsvandann:
Margt hægt að gera án
þess að hækka skatta
„Á ráðstefnunni var staðfest að
það er hægt að gera margt til að
styrkja stöðu ríkissjóðs án þess að
hækka skatta, til dæmis með sölu
eigna, bættri innheimtu, auknum
útboðum og breyttum áherslum í
starfsmannamálum. Þau viðhorf
sem þama komu fram munu koma
að gagni almennt séð í ráðuneytinu,
ekki bara við fjárlagagerð heldur
einnig í þeirri miklu vinnu að sjá til
þess að fjárlögum sé hlýtt. Á því hef-
ur verið mikili misbrestur," sagði
Friðrik Sophusson fjármálaráöherra
eftir ráðstefnu um ríkissjóðsvand-
ann, sem SUS, Landsmálafélagið
Vörður og skattanefnd Sjálfstæðis-
flokksins stóðu fyrir á laugardaginn.
Á ráðstefnunni, sem bar yfirskrift-
ina „Á skal að ósi stemma“, voru
tekjur og útgjöld ríkisins krufin til
mergjar. Ráðstefnan var vel sótt og
þótti takast vel. Ráðstefnustjóri var
- segir Friörik Sophusson fl ármálaráðherra
Ólafur Öm Klemensson, formaður
Varðar.
í upphafi ráðstefnunnar íjallaði
Ingvi Harðarson hagfræðingur um
fmmvarp ríkisstjómarinnar um
samræmda skattlagningu eigna- og
tekjutekna en hann sat í nefnd er
undirbjó frumvarpið. Fram kom í
máh hans að ekki væri ætlunin aö
auka tekjur ríkisins með þessari
skattabreytingu. Markmiöið væri
fyrst og fremst að gera þessa skatta
réttlátari og samræma þá skattlagn-
ingu annarra landa.
A ráðstefnunni ræddi Steingrímur
Ari Arason hagfræðingur um nauð-
syn hallalausra Ijárlaga, Einar Hálf-
dánarson endurskoðandi um bætta
skattheimtu og Ari Edwald, vara-
formaður SUS, um sölu ríkisfyrir-
tækja. Fram kom í máh Ara að þó
að ríkisstjómin hefði farið sér hægt
í sölu eigna þá væri ekki útilokað að
Rikissjóðsvandinn var krufinn til mergjar á ráðstefnu sem Landsmálafélag-
ið Vörður, SUS og skattanefnd Sjálfstæðisflokksins stóðu fyrir um helgina.
Fjármálaráðherra segir ráðstefnuna hafa verið gagnlega og þau sjónarmið
sem þar komu fram nýtast sér í ráðuneytinu. DV-mynd GVA
henni tækist það ætlunarverk sitt að
losa allt að 8 milljarða á seinni hluta
kjörtímabilsins.
Benedikt Jóhannesson tölfræðing-
ur ræddi starfsmannamál ríkisins og
vakti erindi hans mikla athygli.
Hann kvað afar mikilvægt að fá rik-
isstarfsmenn til að starfa á sambæri-
legan hátt og í einkafyrirtækjum.
Meöal annars benti hann á að með
launahvetjandi kerfi mætti auka
ábyrgðarkennd ríkisstarfsmanna og
bæta starfsandann.
í máli Þorleifs Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Landssambands ís-
ienskra iðnaðarmanna, kom fram að
stórauka mætti útboð hjá hinu opin-
bera. Máli sínu til stuðnings benti
hann á að nýleg könnun hefði sýnt
að hjá Reykjavikurborg mætti auð-
veldlega bjóða út verk og einkavæða
aht að 20 prósent af rekstri borgar-
innar. -kaa
Nýjar úthlutunarreglur hjá LÍN í burðarliðnum:
Lán vegna bóka og
barna skorin niður
- búið að dragast nógu lengi, segir Gunnar Birgisson
„Lán vegna bóka og bama verða
lítils háttar skorin niður, hvor stuð-
ull um samtals 100 mihjónir. Megin-
breytingin á úthlutunarreglunum
felast í auknum kröfum um náms-
framvindu. Fyrir 100 prósent náms-
framvindu fá námsmenn fuht lán og
75 prósent lán fyrir 75 prósent nám.
Sé framvindan undir 75 prósent fá
þeir ekkert nema eitthvaö óvænt
komi upp, svo sem veikindi, slys eöa
að þeir lendi í því að eignast bam,“
segir Gunnar Birgisson, formaður
stjómar Lánasjóðs íslenskra náms-
manna.
Nýjar úthlutunarreglur voru
kynntar námsmönnum i stjóm LÍN
í síðustu viku. Fundað var um regl-
umar í stjórninni í gær og annar
fundur hefur verið boðaður í dag.
Reglumar byggjast á breyttum lög-
um sem meðal annars gera ráð fyrir
að námsmenn fá ekki fyrirfram-
greidd námslán eins og verið hefur.
Þá verður ferðastyrkjum breytt í
ferðalán og skerðing lána vegna at-
vinnutekna minnkuð.
Að sögn Gunnars tryggir þessi
breyting að lán verða í samræmi við
námsframvindu og réttar tekjur. Nú
geti námsmenn ekki lengur gefið upp
vitlausar tekjur th að fá hærri lán.
„Námsmenn óskuöu eftir að fá að
skoöa þessar reglur nánar. Við höf-
um verið að ræöa máhn vítt og breytt
í stjóminni en vonandi tekst okkur
að afgreiða þessar reglur í vikunni.
Námsmenn verða að fá þetta í hend-
ur sem fyrst. Þaö er búið að dragast
nógu lengi,“ segir Gunnar.
-kaa
Málþing um stöðu karla í breyttu samfélagi:
Engar jafnréttiskonur að agnúast út í umræðuefnið
- segir Ari Skúlason hagfræðingur
„Umræðumar fóra ekki út í neitt
karp. Þama vora engar jafnréttis-
konur að agnúast út í umræðuefnið.
Máhð er aö jafnréttismál era ekki
bara mál kvenna heldur hka karla.
Markmiðið með þessu málþingi var
að skapa umræður um þetta og það
virðist hafa gengið mjög vel,“ segir
Ari Skúlason hagfræðingur. Hann á
sæti í nefnd sem fjallar um stöðu
karla í breyttu samfélagi og stýrði
málþingi um þetta efni um helgina.
Á þriðja hundrað manns sátu mál-
þingið en þar var haldinn fjöldi er-
inda um stöðu karla í samfélaginu.
Þau fjöhuðu meðal annars um breytt
þjóðfélag og breytt hlutverk karla,
lagalega stöðu karla, fyrirmyndir
drengja og ímyndar- og tilfinninga-
kreppu karla. Sérstaka athygh vakti
erindi Ásþórs Ragnarssonar sálfræð-
ings en hann fjallaði um gjald karl-
mennskunnar. Þar kom meðal ann-
ars fram aö drengir þurfi mun oftar
en stúlkur á sálfræðhegri hjálp að
halda.
„Þetta málþing á eftir að nýtast
okkur í nefndinni mjög vel en hlut-
verk okkar er aö skoða þessi jafnrétt-
ismál út frá öðra sjónarhomi heldur
en gert hefur verið. Væntanlega
munum við skila af okkur skýrslu
meö haustinu," segir Ari.
-kaa
Á þriðja hundrað manns sóttu málþing um jafnréttismál karla sem haldin
var um helgina. Að sögn stjómenda málþingsins var þingið málefnalegt.
DV-mynd GVA
Fra sjavarutvegsráðstefnu Sambands ungra framsóknarmanna sem haldin
var um helgina. Þar kynntu ungir framsóknarmenn tillögu sem felur í sér
að kvóta og veiðileyfagjaldi verði blandað saman. Um er að ræða skemmti-
lega tillögu, að mati Steingrims Hermannssonar, formanns flokksins.
Veiöileyfagjald rætt á ráðstefnu ungra framsóknarmanna:
Kratar að linast
í sínum kröf um
- segir Steingrímur Hermannsson
„Mer fannst það athyghsvert aö
Þröstur Ólafsson boðaði ekki veiði-
leyfagjald í sinni ræðu. Hann sagði
að það væri ekki hægt að leggja álag
á sjávarútveginn núna. Ég hélt nú
að það væri stefna Alþýðuflokksins.
Reyndar sýnist mér stefna í það aö
kratar séu eitthvað að hnast í sínum
kröfum um að lagt veröi álag á sjáv-
arútveginn,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, formaöur Framsóknar-
flokksins, eftir sjávarútvegsráð-
stefnu sem ungir framsóknarmenn
stóðu fyrir um helgina.
Samband ungra framsóknar-
manna hélt ráöstefnu um sjávarút-
vegsmál á laugardaginn var. Meðal
framsögumanna á fundinum vora
Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður ut-
anríkisráðherra, Einar Oddur Kristj-
ánsson útgerðarmaður og Árni
Gíslason, fulltrúi samtaka sem vhja
breytta sjávarútvegsstefnu.
Að sögn Steingríms tókst vel til
með ráðstefnuna þó þar kæmu ekki
fram skýrar hugmyndir um hvemig
breyta mætti núverandi kvótakerfi.
Á hinn bóginn hefði komið fram rétt-
mæt gagnrýni sem menn hljóti að
taka tillit th.
„Mér fannst ungu mennimir koma
fram með nokkuð skemmthega th-
lögu. í henni er veiðileyfagjaldi og
kvóta blandað saman. Af þeirra hálfu
var þessi ráðstefna þó ekki boðuð th
að taka afstööu heldur ætla ungir
framsóknarmenn að nota hana th að
mynda sér skoðun í haust.“
Athygh vakti á ráðstefnunni
hversu mikla áherslu Einar Oddur
lagði á minnkun flotans niður í þá
stærð sem sóknin þolir. Að öðra leyti
varði hann núverandi kvótakerfi og
undirstrikaði það sjónarmið að sala
á kvóta myndi auica hagræðingu í
sjávarútvegi. -kaa