Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Side 6
6 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. Fréttir Anna Mary Snorradóttir 1 vel heppnaða lungnaskiptaaðgerð: Engin alvarleg vandamál uppi „Aögerðin gekk mjög vel, liffærin starfa eölilega og engin- alvarleg vandamál uppi. Aögerðin, sem gerð var aðfaranótt laugardagsins, er ipjög viðamikil og erfið, enda skipt um bæði lungu. Tæknilega séð er þetta erfiðari aðgerð en að skipta um hjarta. Það er enn of snemmt að segja nákvæmlega enn hver útkoman verður en það lofar allt mjög góðu,“ sagði Jón Baldvinsson, sjúkrahús- prestur í London, í samtaÚ við DV. „Anna Mary Snorradóttir var flutt frá Brompton-sjúkrahúsinu yfir á Harefield-sjúkrahúsið þar sem að- gerðin var gerö. Hún er enn í öndun- arvél en allir sem fara í lungna- skiptaaðgerö verða aö eyða næstu dögum í öndunarvél til þess að vera öruggir um aö lungun starfi eðlilega. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLANÖVERÐTRYQGÐ Sparisjóðsbækur óbundnar 1 Allir Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 1,25-1,3 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 2,25-2,3 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 0,5 Allir Sértékkareikningar 1 Allir VlSITÖLUBUNDNIR reikningar 6 mánaða uppsögn 2 Allir 1 5-24 mánaða 6,25-6,5 Allir nema Sparisj. H úsnæðissparnaðarreikn. 6,4-7 Landsb., Búnb. Orlofsreikningar 4,75-5,5 Sparisjóðir Gengisbundnir reikningar í SDR 6-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8-9 Landsb. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 2-3 Landsb., Búnb. Överðtryggð kjör, hreyfðir 2,75-3,75 Landsb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantlmabíls) Vísitölubundnir reikningar 1,75-3 Landsb. Gengisbundir reikningar 1,25-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 4,5-6 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör 5-6 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,7-3 Landsb., Búnb. Sterlingspund 8,25-8,9 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8,25 Landsbankinn Danskar krónur 8,0-8,3 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%> lægst OTLAN óverðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 11,5-11,75 Landsb., Búnaðarb. Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Allir Almenn skuldabréf B-flokkur 10,85-11,5 Islandsbanki Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir ÚTLÁN verðtryggð Almenn skuldabréf B-flokkur 8,75-9,25 Islandsbanki afurðalAn Islenskar krónur 11,5-1 2,25 Islb. SDR 8,25-9 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,2-6,5 Sparisjóðir Sterlingspund 1 2,25-1 2,6 Landsbanki Þýsk mörk 11,5-12 Búnb.,Landsbanki Húsnœðlslán 4.9 Ufsyrissjóðslán 5-9 Dréttarvextir 20,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf maí 13,8 Verötryggð lán maí 9,7 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala maí 3203 stig Lánskjaravísitala júní 3210 stig Byggingavísitala maí 1 87,3 stig Byggingavísitala júní 188,5 stig Framfærsluvísitala maí 1 60.5 stig Húsaleiguvísitala apríl = janúar VEBO Bft £FA$ JÖÐIR HLUTABRÉF Sölugengi bréfa Sölu- og kaupgengi á Vorðbrófaþingi islands: veröbréfasjóöa Hagst. tilboð Lokaverö KAUP SALA Einingabréf 1 6,252 Olís 2,19 1,85 2,19 Einingabréf 2 3,336 Fjárfestingarfélagið 1,18 1,18 Einingabréf 3 4,105 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,04 1,10 Skammtímabréf 2,078 Islenski hlutabréfasj. 1,20 1,14 1,20 Kjarabréf 5,868 Auðlindarbréf 1,05 1,05 1,10 Markbréf 3,160 Hlutabréfasjóðurinn 1,53 Tekjubréf 2,136 Ármannsfell hf. 2,15 Skyndibréf 1,810 Eignfél. Alþýðub. 1,33 Sjóðsbréf 1 3,008 Eignfél. lönaðarb. 1,75 1,64 2,10 Sjóösbréf 2 1,955 Eignfél. Verslb. 1,35 1,25 1,40 Sjóðsbréf 3 2,070 Eimskip 4,6 4,60 4,90 Sjóðsbréf 4 1,752 Flugleiðir 1,70 1,38 1,71 Sjóðsbréf 5 1,263 Grandi hf. 2,80 2,80 Vaxtarbréf 2,1096 Hampiðjan 1,00 1,60 Valbróf 1,9773 Haraldur Böðvarsson 2,94 Islandsbréf 1,314 Islandsbanki hf. 1,45 Fjóröungsbréf 1,151 Islenska útvarpsfélagið 1,05 Þingbróf 1,311 Olíufélagið hf. 4,40 5,45 öndvegisbréf 1,294 Sildarvinnslan, Neskaup. 3,10 Sýslubréf 1,332 Sjóvá-Almennar hf. 4,30 6,50 Reiðubréf 1,265 Skagstrendingur hf. 3,80 4,00 Launabréf 1,028 Skeljungur hf. 4,00 4,40 Heimsbréf 1,220 Sæplast 3,26 Tollvörugeymslan hf. 1,25 Útgeröarfélag Ak. 3,90 1 Viö kaup á viöskiptavíxlum og viöskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miöað við sérstakt kaupgengi. K = Kaupþing, V = VIB, L = Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum. Anna Mary Snorradóttir gekkst undir vel heppnaða lungnaskiptaaðgerð aðfaranótt laugardagsins. Ég talaði við eiginmann hennar fyrir stuttri stundu og þróunin er talin eðlileg, Anna er vöknuð og meðvituð um allt. Prófessor Yacoub gerði sjálfur aðgerðina og hann fer fram á þriggja mánaða eftirmeðferð sem tilskilinn tíma. Allir sem gangast undir aðgerð af þessu tagi verða fyrir höfnunarein- kennum. Það sem skiptir máli er að bregðast rétt við þeim í hverju til- felli og því er mikilvægt að sjúkling- urinn sé undir mjög ströngu eftirliti fyrstu 3 mánuðina. Anna Mary var búin að bíða í 11 'A mánuð eftir nýjum lungum. Þessi aðgerð á henni virkar eins og víta- minsprauta á Halldóru Ingólfsdóttur sem einnig bíður eftir að komast í svona aðgerð," sagði Jón. -ÍS Keyptur kvóti rekstrarkostnaður: Við höf um líka haldið þessu fram frá upphafi - segirKristjánRagnarsson,formaðurLÍÚ „Þessi úrskurður er í samræmi við okkar afstöðu alveg frá upphafi," sagöi Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, um úrskurð Ríkisskatta- nefndar sem birtur var fyrir helgina. Þar er úrskurðað að þeim sem kaupi langtíma aflakvóta beri að skrá hann sem rekstrarkostnað en ekki eign. Ríkisskattstjóri hefur frá upphafi tal- ið að keyptan langtímakvóta beri að bókfæra sem eign. „Við teljum okkur hafa afnot af þessum réttindum en eigum þau ekki. Ef sú hefði orðiö niðurstaðan að menn ættu að eignfæra kvóta fannst okkur þaö rangt að það ætti aö afskrifa hann vegna þess að hér væri um endurnýjanlega auðlind að ræða en ekki rýmandi. Þess vegna töldum við úrskurð ríkisskattstjóra um að eignfæra skyldi kvótann ekki geta staðist með neinum hætti. Jafn- vel þótt það væri útgerðarmönnum til óhagræðis að mega ekki afskrifa eign,“ sagði Kristján Ragnarsson. Þorleifur Pálsson, hjá Hrönn hf á ísafirði, sem gerir út togarann Guð- björgu ÍS, sagði að miðað við álits- gerð Sigurðar Líndals lagaprófessors um málið heíði þessi niðurstaða Rík- isskattanefndar ekki komið sér á óvart. Það var einmitt Hrönn hf sem skaut úrskurði ríkisskattstjóra til Ríkisskattanefndar. ,Við gengum frá okkar kvótakaup- um á sama hátt og Ríkisskattanefnd hefur nú úrskurðað. Við höfum alltaf litiö svo á að kvótakaup væm ekki annað en réttur til að afla sér tekna. Ríkisskattstjóri áleit að miðað við að telja kvóta eign bæri að afskrifa hann um 8 prósent á ári. Á sama tíma er svo kvótaskerðingin við úthlutun þorskkvóta fyrir þetta ár 15 til 16 prósent. Rýmun veiðiréttarins er því miklu meiri en afskriftarreglur ríkis- skattstjóra," sagði Þorleifur Pálsson. -S.dór Vigdís verður sjálf kjörin Vigdís Finnbogadóttur verður sjálfkjörin sem forseti íslands næsta kjörtímabil en það hefst þann 1. ág- úst næstkomandi og stendur til jafn- lengdar 19%. Framboðsfrestur rann út á mið- nætti þann 22. maí, fimm vikum fyr- ir kjördag, og barst ekkert mótfram- boð gegn frú Vigdísi en hún hefur gegnt embætti forseta íslands í 12 ár. -J.Mar Mikill fjöldi þátttakanda vár í Je- súgöngunni. DV-mynd S Jesúgangaí miðbænum í þrjátíu löndum fór fram svo- kölluð Jesúganga á laugardaginn og hér á landi var gengið um miðbæinn. Á annað þúsund tóku þátt í göngunni, að sögn þeirra sem stóöu fyrir henni. Tilgangur- inn er að minna á Jesú Krist og kynna hann sem frelsara. Göngu- menn bára ýmis spjöld sem minntu á trúna og Jesú, mátti þar sjá slagorð eins og Jesús lifir, Þekkir þú Jesú, í stuði með Guði, ísland fyrir krist og Lifðu líflnu lifandi, veldu Krist. Á Lækjartorgi var síðan úti- fundur þar sem mætir menn tóku til máls. Þótti gangan takast mjög vel. Akureyri: Mikil ölvun Mikil ölvun var á Akureyri aðf- aranótt laugardags og sunnu- dags. Fjöldi aðkomumanna var í bænum og gengu menn ekki til náöa fyrr en komið var fram á rauðamorgun. 10 manns gistu fangageymslur lögreglunnar, 2 voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur og 6 voru teknirfyrirhraðakstur. -J.Mar Umdeilt Ráðhúsmálverk: Strípalingi stillt upp til sýnis Listasafn Reykjavíkur hefur ákveðið aö hafa hið umdeilda málverk eftir Helga Þorgils, Ríki Poseidon, til sýnis í Geysishús- inu, á horni Aðalstrætis og Vest- urgötu. Málverkið var tekið niö- ur af vegg í Ráðhúsinu fyrir skömmu þar sem það þótti ögra skrifstofustúlkum um of og pirra aðra sem leið áttu um húsið. Að sögn Þorbjargar Gunnars- dóttur, safnaleiðbeinanda Reykjavíkurborgar, er öllum fijálst að skoða þetta umdeilda málverk sem sýnir sjávarguðinn Poseidon í allri sinni nekt. Ekki hafi staðið til að hylja það augum fólks í dimmum geymslum á Kjarvalsstöðum. Um er að ræða sýningu sem Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir í samvinnu við Árbæjarsafn í nýjum húsakynnum Upplýs- ingamiðstöðvar Ferðamálaráðs íslands. -kaa Stakk sig í kviðinn Rannsóknarlögregla ríkisins var kölluð í hús í Fossvogi aðfara- nótt sunnudag. Þar haíði maður stungið sjálfan sig í kviðinn með hnífi. Meiðsli mannsins munu ekkihafaveriðalvarleg. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.