Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992.
Útlönd___________________
írakargefaleyfi
tðlaðleitaað
stríðsföngum
írakar hafa gefiö Rauöa hálf-
mánanum leyfi til að leita hvar
sem er í landinu aö stríðsfóngum,
sem yfirvöld i Kúveit halda fram
aö séu ennþá þar í haldi.
„írakar hafa ekkert á mótl því
aö leyfa embættismönnura frá
Rauöa hálfmánanum aö leita að
Kúveitum, sem enn eru sagðir
týndir," sagði Akram al-Witri hjá
utanríkisráöuneyti íraks. „Við
erum reiðubúnir aö heimila þeim
takmarkalausan aögang aö fang-
elsum og öðrum stöðum þar sem
fangar gætu hugsanlega verið.“
Ekki liggur fyrir nákvæmlega
hversu margir Kúveitar eru enn
í írak eftir aö Persaflóastríðiö.
Sagði Witri aö um 4000 manns
hefðu gefiö sig fram með kúveisk
vegabréf.
Átti 900 milljónir
Komiö hefur í ljós að Freddie
Mercury, söngvari hljómsveitar-
innar Queen, skildi eftir sig 900
milijónir. Mercury dó úr eyðni í
nóvember síðastliðnum.
Meirihluti þessarar flárhæðar
rennur til vinkonu Mercury,
Mary Austin, en auk þess gaf
hann fyrirmæli um að elskhugi
hans, vinir, fjölskylda og starfs-
fólk fengi sitt. Meðan hann var
enn á lífi lét hann stórar fjárhæð-
ir renna til rannsóknar á sjúk-
dómnum sem dró hann tO dauöa.
Tyson sakaður
umfilrauntðl
nauðgunar
Hnefaleikakappinn Mike Ty-
son, sem þegar hefur veriö
dæmdur í sex ára fangelsi fyrir
nauögun, var um helgina sakað-
ur um tilraun til nauðgunar. Það
var hin 24 ára dóttir Bili Cosby,
Erinn Cosby, sem þaö gerði í
sjónvarpsviðtali.
Sagðist Erinn svo frá að árið
1989 heföi henni og tveimur öðr-
um vinkonum verið boöið i heim-
sókn til Tyson. Hann heföi boöist
til aö sýna henni húsið og þegar
þau voru inni í svefnherberginu
gerði hann sér litiö fyrir, iæsti
dyrunura og reyndi að nauöga
henni. Erinn tókst að kalia á hjálp
og þá sleppti hann takinu á henrú.
Sá hún mjög eftir því aö hafa
ekki borið vitni gegn Tyson þegar
réttarhöldin yfir honum fóru
fram.
Karlmaður
barnshafandi
Karlmanni á Filippseyjum hef-
ur tekist að rugla lækna þar í
landi laglega í riminu. Hann er
nefnilega kominn sex mánuði á
leið. Maðurinn, sem starfar sem
hjúkrunarfræðingur, er tvíkynja,
þ.e. hann hefur bæði kynfæri
karla og kvenna.
Þaö hefur komiö manninum í
talsveröan bobba að vera bams-
hafandi þar sem hann á ekki rétt
á barnsburðarleyfi. Hann hefur
einnig hug á því að gjftast elsk-
huga sínum en það getur hann
ekki þar sem kirkjuyfirvöld á
Filippseyjum leyfa ekki slíkt.
Rekinnfyrir
siðspillingu
Kennari við háskólann í Teher-
an í íran hefur verið látinn fara
þar sem hann talaði viö nemend-
ur sína um kynlíf fyrir hjóna-
band. Höföu nemendumir kvart-
að undan honum. Kennarinn
mun einnig hafa hvatt nemendur
sína til að temja sér vestrænan
lífsmáta.
Reuter
DV
Verkföll boðuð um alla Ítalíu í dag eftir lát Giovanni Falcone:
Mafían drepur með
tonni af dínamíti
Vegfarendur virða fyrir sér brakið af bil Giovannis Falcones rannsóknardómara sem mafían myrti á Sikiley á laug-
ardag. Símamynd Reuter
Búist er við að milljónir verka-
manna um alla Ítalíu taki þátt í verk-
fallsaðgerðum í dag til að mótmæla
moröinu á Giovanne Falcone rann-
sóknardómara, helsta baráttumanni
landsins gegn mafíunni.
Falcone var sprengdur í loft upp
með gífurlega öflugri sprengju þegar
hann var á leið til heimilis síns í
Palermo á Sikiley á laugardag. Eigin-
kona hans og þrír lífverðir létu einn-
ig lífið. Útför Falcones fer fram síðar
í dag.
Helstu verkalýðsfélög Ítalíu sögðu
að þau mundu hvetja til átta klukku-
stunda verkfalls á Sikiley og einnar
klukkustundar verkfalls annars
staðar í landinu.
Hundruð manna söfnuðust saman
inni í dómshöll Palermo í gær til
þess að votta hinum látnu viröingu
sína. Líkkistur fimmmenninganna
voru sveipaðar ítölskum fánum og
heiðursvörður stóð umhverfis þær.
Nær allir syrgjendumir undirrit-
uðu áskorun um að bundinn yrði
endi á ofbeldi skipulagðra glæpasam-
taka sem hefur verið landlægt á Sik-
iley í marga áratugi.
Falcóne var drepinn meö stærstu
sprengju sem ítalska mafían hefur
nokkru sinni sprengt. Eitt þúsund
kíló af dimamíti voru falin við vegar-
brúnina á hraðbrautinni milli Pal-
ermo og Trapani og sprengjan
sprakk þegar brynvarinn bíU Falcon-
es fór hjá.
Sprengingin, sem var að minnsta
kosti tuttugu sinnum öflugri en fyrri
sprengingar mafíunnar, myndaöi
fimmtíu metra gíg á hraðbrautinni
og klæðning hennar rifnaði af á
hundrað metra löngum kafla.
Jóhannes Páll páfi var meöal
þeirra sem fordæmdu tilræðið. „Það
eru ekki til orð sem lýsa hryllingi
þessa glæps,“ sagði hann í gær.
Sextándu umferö forsetakosning-
anna í þinginu var frestað fram til
mánudags vegna atburðarins.
Nokkrir stjórnmálamenn sögðu að
stjórnarkreppan, sem hefur verið á
Ítalíu frá því í kosningunum í síöasta
mánuði, hafi hvatt tilræðismennina
til dáða.
Giovanni Spadolini, starfandi for-
seti, flaug til Palermo í gær til að
stjóma neyðarfundi lögreglustjóra.
Hann sagði að Falcone heföi verið
æðsta tákn endalausrar baráttunnar
gegn mafímmi.
Falcone var 53 ára þegar hann lést.
Honum haföi margsinnis verið hótað
lífláti og að minnsta kosti ein tilraun
hafði verið gerð til að ráða hann af
dögum. Hann komst efst á aftökulista
mafíunar fyrir fimm árum þegar 338
mafíubófar voru dæmdir til fangels-
isvistar í fjöldaréttarhöldum. Reuter
Bandariska strandgæslan ætlar framvegis að flytja flóttamenn frá Haití aft-
urtil síns heima. Teikning Lurie
George Bush:
Flóttamennina frá Haítí heim
George Bush Bandaríkjaforseti
fyrirskipaði bandarísku strandgæsl-
unni í gær aö hefja heimflutning
flóttamanna frá Haítí sem hirtir eru
upp á hafi úti þar sem flóttamanna-
búðir á bandarísku herstööinni í
Guantanamoflóa á Kúbu væru orðn-
ar troðfullar.
Judy Smith, talsmaður Hvíta húss-
ins, sagði í gær að mikill fjöldi flótta-
mannanna hefði skapað hættulegar
og óviðráðanlegar aðstæður. „Við
eigum ekki annarra kosta völ en
flytja þá aftur heim sem við hirðum
upp úti á sjó,“ sagði hún.
Bandaríska strandgæslan hefur
bjargað meira en 34 þúsund flótta-
mönnum frá því að fyrsta lýðræðis-
lega kjörna forseta Haítí, Jean-Bertr-
£md Aristide, var bolað frá völdum í
byltingu í septemberlok í fyrra. Á
undanförnum vikum hefur fólks-
flóttinn frá Haítí aukist til muna
vegna síversnandi lífskjara í land-
inu.
Allt þar til á fimmtudag fór strand-
gæslan með alla flóttamenn sem
teknir voru í hafi til flotastöðvarinn-
ar á Kúbu. Þar eru nú 12.500 flótta-
menn og komast ekki fleiri fyrir. Um
helgina haföi strandgæslan aðeins
afskipti af flóttamannabátum sem
voruíbráðrihættu. Reuter
Tæland:
Suchinda f arinn frá
Tælenskir herforingjar, sem sak-
aðir eru um að hafa myrt lýðræðis-
sinna, héldu sigí fiarlægð frá þinginu
í morgun, meðan fjöldinn allur af
fólki safnaðist fyrir utan og hrópaði:
„Þið getið hvergi falið ykkur.“
Þingflokksmenn stjómarandstöð-
unnar klæddust sorgarbúningum
eða gengu með svört sorgarbönd um
handlegginn. Þingfundurinn kom í
kjölfar afsagnar forsætisráðherra
landsins, Suchinda Kraprayoon, sem
komst til valda í valdaráni hersins í
fyrra. Breytingamar, sem þingiö
hyggst koma í gegn, myndu koma í
veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig
þar sem aðeins sá, sem kjörinn hefur
veriö, getur orðiö forsætisráðherra.
Er breytingunum ætlað að vera
málamiölun og binda enda á verstu
óeiröir í Tælandi í tvo áratugi.
Tælendingar eru ævareiðir yfir því
að Suchinda tókst að gefa þeim, sem
bera ábyrgð á morðunum í síðustu
viku, eftir sakir áður en hann sagði
af sér. Vill landslýður að hann, mág-
ur hans og yfirmenn hersins verði
dregnir fyrir dóm og látnir svara til
saka.
Reuter
Berlín:
Jaðarf lokkar vinna á
Þýsku miðflokkarnir era nú í sár-
um eftir slæma útreiö í fylkiskosn-
ingum í Berlín um helgina. Þriðjung-
ur kjósenda greiddi jaðarflokkum til
hægri og vinstri atkvæði sitt.
Repúblikanaflokkurinn, sem er
lengst til hægri, fékk 8,3 prósent at-
kvæði samkvæmt opinberum tölum,
flokkur lýðræðislegra sósíalista sem
er kommúnistaflokkur fékk 11,3 pró-
sent og græningjar og mannréttinda-
baráttuflokkar 13,3 prósent.
Kristilegir demókratar, flokkur
Kohls kanslara, fékk hins vegar að-
eins 27,5 prósent atkvæða í þessum
fyrstu fylkiskosningum sem haldnar
vom í allri borginni frá því árið 1946.
Jafnaðarmenn fengu flest atkvæði,
eöa 31,8 prósent.
Mikið góðviðri var í Berlín um
helgina og kosningaþátttaka ekki
nema 61,2 prósent sem er öllu minna
en venjulega.
Fréttaskýrendur segja að vel-
gengni jaðarflokkanna megi rekja til
óánægju almennings með frammi-
stöðu stjórnar landsins í málefnum
innflytjenda. Reuter