Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Page 12
12
Spumingin
Hvað ætlar þú að gera í
sumar?
Anna María ÞorsteinsdóttinÉg ætla
eitthvaö til útlanda en þaö er óákveö-
iö hvert.
Böðvar Sveinsson: Það veltur á því
hvort ég næ mér í vinnu.
Gunnar Jóhannsson: Stunda mína
vinnu. Ég hef ekki tekiö mér sum-
arfrí í sex ár.
Sigrún Baldursdóttir:Ég fer á nám-
skeið á Úlfljótsvatni og í sveit á Flat-
eyri.
Auður Jörundsdóttir: Ég fer í sumar-
búðir á Úlfljótsvatni og í veiði í Hallá.
Davíð Björgvinsson: Ég fer í sveit
rétt hjá Borgamesi.
Lesendur
Alþingi:
Ófærtadskerða
ræðutímann
Konráð Fríðfinnsson skrifar:
Eldhúsdagsumræðurnar eru ár-
viss atburður. Hæstvirtur forsætis-
ráðherra gagnrýndi stjórnarand-
stöðuna harðlega fyrir sleðagang í
ræðu sinni. Hann taldi að þessir
„langhundar" hennar í ræðupúlti
þýddu fráleitt hið sama og vit eða
speki. Ráðherrann lagði til að þing-
skapalögum yrði breytt til að koma
framvegis í veg fyrir svona langlok-
ur.
Auðvitað eiga aðfmnslur valds-
mannsins rétt á sér.Það er hins veg-
ar engin ný bóla á íslandi að stjórnar-
andstaða „þvælist fyrir“ afgreiðslu
stjómarfmmvarpa og mér fmnst
persónulega meira en sjálfsagt að
hún beiti þessu vopni í hvert sinn
sem henni þykir ómaklega að sér
vegið af hálfu stjómarliða.
Eg minnist í svipinn eins þing-
manns, er gegnir nú mikilvægu emb-
ætti í núverandi stjórn, hvemig hann
þvældist svo fyrir málum að maður
hélt eitt augnablik að maðurinn væri
ekki með réttu ráði. Og er hann var
beðinn um að stytta mál sitt varð
hann fýldur mjög og talaði a.m.k. í
hálftíma til viðbótar. - Þó er rétt að
geta þess að sem ráðheira hefur
hann staöiö sig með prýði og komist
lipurlega frá mörgum málum. Má
þar nefna sölu Ríkisskipa, þótt hún
hafi veriö umdeild og jafnvel ónauð-
synleg, að mínu mati.
Þannig má sjá að fráfarandi stjóm
glímdi við svipað vandamál og ríkis-
stjómin í dag gerir að umkvörtunar-
efni. Að vísu er ég sáttur við þann
.Stendur hugur þeirra til lýðræðis eður ei?“
nýja stíl er forsætisráðherra hefur
tileinkað sér í þinginu, þ.e. að tala
stutt og segja hnitmiðaöar setningar.
En þó kemur ekki til greina að
skammta þingmönnum tíma með
nýrri löggjöf. Eða halda menn að
slíkt ráðslag veröi til að styrkja lýð-
ræðið? - Ég segi nei.
Ég þykist vita að kjósendur vilji
ekki sjá einhverja skoðanalausa já-
bræður sitja á Alþingi. - Það sem
kjósendur fýsir að sjá eru hugrakkir
þingmenn með hugsjónir sem þeir
þora að halda á lofti og fylgja eftir á
heiðarlegan hátt. Slíka menn heftum
við ekki með þeirri aðferð að draga
úr þeim tíma er þeir sjálfir telja sig
þurfa til að koma skoðunum sínum
á framfæri. Ööru nær. - Og menn
verða að gera upp viö sig hvað þeir
vilja 1 þessum efnum. Stendur hugur
þeirra til lýðræðis eöur ei? Ef svo er
skulu þeir líka átta sig á að horn-
steinn lýðræöis er einmitt óskert
málfrelsi, hvar og hvenær sem er.
Vöruverð á Flórída
Jón Ásbergsson, framkvstj. Hag-
kaups, skrifar:
Á Neytendasíöu DV mánud. 18. maí
er farið lofsamlegum orðum um úr-
val og gæði grænmetis í verslunum
Hagkaups. Sá böggull fylgir þó
skammrifi, að mati blaöamannsins,
að verölag á „sjaldgæfari tegundun-
um“ sé mun hærra þar en í stór-
mörkuðum á Flórída. - Telur blaða-
maðurinn sjálfgefið að skýra þann
verðmun með að: „enginn annar að-
ili er með sumar þessar tegundir til
sölu, og samkepprin því ekki til stað-
ar til að halda veröinu niðri".
Um þessa ályktun blaðamannsins
er það að segja að innflutningur og
sala á grænmeti er frjáls og engar
hindranir sem raska samkeppnisað-
stööu á markaðnum. Þar hefur Hag-
kaup enga sérstöðu aðra en þá að
leggja metnað sinn í að bjóða ávallt
bestu gæði og mikið úrval. Sú stað-
reynd að sumar sjaldgæfari tegundir
fást eingöngu í Hagkaupi er vísbend-
ing um að kaupmenn telji þessi við-
skipti ekki sérlega ábatasöm.
Til aö bera saman verðlag á þessum
vörum hér á landi og suöur á Flórída,
þarf að tilgreina þá kostnaöarliöi
sem ekki falla á grænmetið í Banda-
ríkjunum en eru verulegur þáttur í
verðmyndun þess hér á landi. - Þeir
eru: 1) flutningsgjald með flugi til
íslands frá Evrópu eða USA. 2) 30%
tollur á cif verð grænmetis, þ.e. er-
lent kostnaðarverð og flutnings-
kostnaö. 3) 25% virðisaukaskattur
ofan á alla kostnaöarliði og álagn-
ingu kaupmannsins. - Við faglega
umfjöllun á virtri neytendasíðu hefði
verið eðlilegt að getið væri um þessar
forsendur áður en hlaupið er til og
stórir dómar felldir um óeðlilega við-
skiptahætti.
Það er nokkuð mikO einfóldun að
kenna ávallt um gróðafíkn kaup-
manna eða skorti á samkeppni. Það
má t.d. kaupa eftirmiðdagsblöðin í
Lundúnaborg úti á götu fyrir 30
pence, eða sem svarar 31 krónu.
Sams konar blað og DV kostar á ís-
landi 115 krónur. - Varla ætlar blaða-
maður Neytendasiðunnar að halda
því fram að þennan verðmun megi
eingöngu skýra meö því að hér skorti
samkeppni í útgáfu eftirmiðdags-
blaða?
Skattalækkun og betri skattskil
Siguijón Sigurðsson skrifar:
Mörgum mun blöskra að heyra um
þær upphæðir sem við íslendingar
eigum útistandandi í sköttum hjá
vanskilamönnum og vegna undan-
skots af ásettu ráði. Ef upphæðirnar
nálgast á annan tug milljarða króna
eða meira þá er hér um svo gífurlegt
misferli að ræða að á því verður að
taka með einhverjum hætti. Viö les-
um um það í blöuum að marga mán-
uði, stundum ár eða meira, tekur að
rannsaka meint skattsvik og venju-
lega flækjast svo margir í eitt einasta
mál að enginn vill eða þorir að ýta á
eftir rannsókn.
En hvers vegna að vera að búa til
þetta vandamál í skattheimtunni
þegar hægt er að leysa þetta allt með
einföldum hætti? Hvers vegna má
Skattar á neysluvörur, þjónustu, lúx-
usvörur - þá greiða allir skatta eftir
efnum og ástæðum.
ekki hér á landi sem viða annars
staðar leggja skatta á neysluvörur -
þjónustu - lúxusvörur, svo að hver
greiði sinn skatt eftir efnum og
ástæðum. Þar sem þetta kerfi er við
lýði hefur það reynst vel og skatt-
svikum verður varla við komið í
þannig kerfi.
Ef ekki er þörf á svona kerfi hér á
landi þá hvergi. Það er einmitt vegna
fámennis og náinna samskipta meðal
manna, þar sem flestir þekkja hver
annan, að skattsvik er hægt að
stunda í svo miklum mæli sem raun-
in er hér á landi. Skattalækkun og
betri skattaskil er það sem lengi hef-
ur verið stefnt að hér og það er engin
afsökun fyrir þvi að taka ekki upp
einfaldara skattkerfi og fá um leið
betri og tryggari skattaskil.
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992.
Úrsögn
Ragnheiðar
Kristín Magnúsdóttir skrifar:
Ég tel að Alþýðuflokkurinn hafi
gert mjög rétt f því að kjósa nýjan
aðalmann i menntamálaráð í stað
þess að láta varamann, Ragnheiði
Davíðsdóttur, ganga upp í sæti
aðalmanns. Það er nú einu sinni
þannig aö þeir sem vilja gefa kost
á sér í starf með sfjómmálaflokk-
um verða að geta unnið í sam-
ræmi við vilja meirihluta flokks-
manna. Annað gengur hreinlega
ekki í stjómmálastarfi. - Hafi við-
komandl ekki þann félagslega
þroska verður hann a.m.k. að
víkja sæti í trúnaðarstöðum. Búið
var aö ákveða að leggja bókaút-
gáfu Menningarsjóðs niður og
þaö veröur ekki aifturkallað héð-
an af.
Hagvirki Klettur
velkomið
Gunnar hringdi:
Ég met kjark og bjartsýni Jó-
hanns, forstjóra Hagvirkis, sem
kom fram í sjónvarpsfréttum sl.
miövikudag. Hann vill enn freista
þess að byggja hér ódýrari íbúðir
en S.S. Byggir. Við hér á svæðinu
bjóðum fyrirtækið Hagvirki Klett
velkomið hingað norður. Þaö er
rétt þjá Jóhanni; okkur veitir
ekkert af meiri umsvifum hér, og
þó kannski á byggingasviðinu
umiram allt annað.
Mér finnst það afar dularfullt
að taka hærra tilboði eftir að
lánastofnun neitar fyrirgreiðslu
við það fyrirtæki sem lægra býð-
ur í verkið.
Aðgangurað
ÁTVR-gðgnum
Stefán Sigurðsson hringdi:
Fyrirtækið Sproti hf. gerir at-
hugasemdir við útboðsgögn
vegna sölu á framleiðslutækjum
og vöruheitum ÁTVR. Hefur m.a.
verið farið fram á að endurskoð-
andi fái aðgang að upplýsingum
um rekstur ÁTVR vegna kostn-
aðar og afkomumats á þeim
rekstrarvörum sem selja skal.
Ekki hefur veriö birt svar for-
stjóra ÁTVR varöandi þessa
beiöni Sprota hf. en í viðtali við
forstjóra ÁTVR i útvarpsfrétt
fánnst mér svörin væru í eins
konar kansellistíl. Það er kannski
ekki óeðlilegt. - Ríkisfyrirtækið
ÁTVR er ekki í takt viö breytta
tíma og breytta viöskiptahætti.
Hverjireru
láglaunafólk?
Halldór Ólafsson skrifar:
i Þjóðarsálina hringdu nýlega
nokkrir aðilar sem ræddu mennt-
unarmálin. Þeir voru ekki með
framhaldsmenntun af neinu tagi
og voru sárir yfir þvf að mennta-
menn skuli ekki greiða eins kon-
ar gjald sem hinir hafa orðið aö
bera í sköttum sínum sem m.a.
fara til menntamála.
Stjórnandi þáttarins spurði
hvort menn vildu hafa hér
ómenntað fólk í láglaunastörfum.
Góð spurning. En ég spyr: Hveij-
ir eru láglaunafólk? Það eru ekki
endilega þeir sem ekki hafa
menntunina. Sjómenn eru t.d.
ekki almennt langskólagengnir,
en hafa meiri tekjur en flestir
menntamenn hér á landi. Mennt-
un og há laun fara sjaldnast sam-
an hér.
Ofháar
fánastangir
E.M. hringdi:
Víða eru fánastangár utan dyra
úr samrænú við það sem viðtekin
regla segir til um. Aðeins eitt
dæmi: Fyrir utan Hótel ísland eru
fánastangir sem eru alltof háar,
og eru a.m.k. 7-8 sinnum fána-
breiddir á hæö. - Lengdin skal
vera 5 sinnum breidd fánans.
Flöggin á stöngunum voru
einnig áberandi óhrein Þaö er
vanvirða aö fara ekki eftir regl-
um um notkun þjóðfánans.