Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Síða 32
48
MÁNUDAGUR 25. MAf 1992.
IÐNAÐARMENN
ÍÞRÓTTAFÉLÖG
ÍÞRÓTTAHÚS
Vinnulyfta 324 er sérstak-
lega hentug fyrir ýmiss
konar verkefni, þægileg í
flutningum, smýgur vel í
gegnum allar venjulegar
dyr.
Lyftihæð 7,5 metrar.
Vinnuhæð 9,5 metrar.
Hagstætt verð.
«
HAFNARBAKKI
Tœkjadeild
Höfðabakka 1, 112 Reykjavik
Pósthólf 12460, 132 Reykjavík
S. 676855, fax 673240
Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11
Sviðsljós
Leikritið Elín, Helga, Guðríður í Þjóðleikhúsinu:
Hundrað og þrjátíu afkomendur
Elínar mættu á leiksýningu
Ein aöalpersónan í Elínu, Helgu,
Guöríði, leikriti Þórunnar Sigurðar-
dóttur sem Þjóðleikhúsiö sýnir um
þessar mundir, er Elín sem var ást-
kona Bjama Thorarensen. Saga
hennar er mikil harmsaga eins og
þeir sem séð hafa leikritið gera sér
grein fyrir.
Elín á margra afkomendur og einn
þeirra, Einar Magnússon, safnaði
hiuta af þeim saman, eða rúmlega
130 manns, og stefndi þeim á eina
leiksýningu á verkin. Afkomendur
Elínar komu alis staðar að af landinu
og sagði Einar að það hefði tekið
nokkurn tíma að hafa samband við
alla en hann hefði notið góðrar að-
stoðar. Afkomendumir voru síðan
myndaðir í sal Þjóðleikhússins
ásamt þeim tveimur leikkonum sem
leika Elínu, Halldóru Björnsdóttur
og Kristbjörgu Kjeld. Einar vildi taka
það fram að allir vora mjög ánægðir
með sýninguna. -HK
Afkomendur Elínar í sal Þjóöleikhússins ásamt Kristbjörgu Kjeld og Halldóru Björnsdóttur sem leika ættmóður þeirra.
Þarftu aö komast i form fyrir sumarið?
Við getum aðstoðað með Trim Form,
sogæðanuddi og megrun. Uppl. í
World Class, s, 35000, Hanna Kristín.
Sungið fyrir
matargesti
Þeir sem lögðu leið sína til að borða
á skemmtistaðnum Ömmu Lú föstu-
dags- og laugardagskvöld fengu al-
deilis gott eyrnakonfekt. Bandaríska
djasssöngkonan Deborah Davis, sem
meðal annars hefur sungið með stór-
sveitum Lionels Hamptons og Clark
Terry, söng þar fyrir gesti. Tókst
henni það vel upp að gestir drifu sig
út á gólf og dönsuðu við söng hennar
en ásamt henni voru við hljóðfærin
liðsmenn úr úrvalsdeild djassins hér
á landi, Sigurður Flosason, Tómas
R. Einarsson, Þórir Baldursson og
Pétur Grétarsson. Aðaltónleikar De-
borah Davis vom síðan í Púlsinum
f gærkvöldi og þar sýndi hún hvað
hún getur en ekki minni menn en
Art Blakey, Benny Green og Freddie
Hubbart hafa sóst eftir að nýta sér
hæfileika hennar.
Matargestir og aðrir, sem voru snemma á ferðinni í Ömmmu Lú um helg-
ina, brugðu sér á dansgólfuð og fengu sér snúning undir laufiéttum tónum
Deborah Davis. DV-myndir GVA
Subaru E10 1987 skutla til sölu,
fjórhjóladrif, 5 gíra, með sætum íyrir
farþega, skoðaður ’93. Upplýsingar í
síma 91-650545.
M. Benz 310, árg. '90, með eða án stöðv-
arleyfis, ekinn 18 þúsund km, topp-
bíll. Upplýsingar í síma 91-641213 og
á kvöldin í 91-682291.
Toyota LandCruiser, turbo, dísil, árg.
’88, upphækkaður, ný 38" dekk, læstur
að framan og aftan. Uppl. hjá Bílasöl-
unni Bílakaup, Borgartúni 1, sími
686010.
Toyota Corolla GT 1600 ’84 til sölu,
nýupptekin vél, allur yfirfarinn, í
toppstandi. Skipti á ódýrari eða
skuldabréf koma til greina. Til sýnis
og sölu á Bílasölunni Bílaport, Skeif-
unni 11, sími 91-688688.
Toyota Hilux dísil, árg. ’83, til sölu. Til-
boð óskast, skipti á fólksbíl hugsan-
leg. Upplýsingar í síma 91-657811
kvöld og helgar.
Til sölu Nissan Patrol disil turbo '87,
háþekja. Uppl. í síma 91-681666,667734
og 985-20005.
1962 Thunderbird Landau til sölu, bíll-
inn er með öllum aukaútbúnaði og
leðurklæddur, óryðgaður og í góðu
lagi. •Einnig til sölu Fiat Panda 4x4,
árg. ’85, ekinn 31 þ. Sími 91-32106.
Toyota Corolla XL Touring 4x4, árg. '90,
til sölu, ekinn 50.000 km. Nánari uppl.
í síma 91-52983 e.kl. 13 sunnudaginn
24. maí.
■ Þjónusía
■ Ymislegt
M. Benz 309 meö palli, árgerð 1988, til
sölu, vökvastýri, læst drif, lítill flutn-
ingakassi getur fylgt með. Uppl. í síma
91-73955 og 985-21051.
Ford Econoline, árgerð 1985, 4x4, dísil,
6,9 lítra, 14 manna, farangurskerra
fýlgir. Upplýsingar í síma 98-64401 og
985-20124.
Torfæra til íslandsmeistara verður
haldin á Hellu, laugard. 6. júní.
Keppendur skrái sig miðvikud. 27. maí
frá kl. 17-21, fimmtud. 28. maí frá kl.
17-21, föstud. 29. maí frá kl. 17-21, og
laugard. frá 13-16, í síma 98-75940.
Flugbjörgunarsveitin Hellu.
■ Líkamsrækt
Viltu megrast? Nýja ilmolíu-, appelsínu-
húðar- (cellul.) og sogæðanuddið
vinnur á appelsínuhúð, bólgum og
þreytu í fótum. Trim Form vöðvaþjálf-
unartæki til að stinna og styrkja
vöðva, um leið og það hjálpar þér til að
megrast, einnig árangursrík meðferð
við gigt og íþróttaskaða. Bjóðum einn-
ig upp á nudd. 10% afsl. á 10 tímum.
Tímapantanir í síma 36677. Opið frá
kl. 10 til 22. Heilsustúdíó Maríu,
Borgarkringlunni, 4. hæð.
TiSkusynmg á sumarklæönaöi fyrir ungar stulkur var i verslunmnt Saufj-
án i gær og mættu reykviskar unglingsstúfkur vel. Horfðu þær dreym-
andi á fagurlimaðar sýningarstúlkur sýna glæsilega kjóla. DV-mynd GVA