Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Page 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00
Fossvogsdalur:
Maðurvopnaður
hnífi gyrti
niður um sig
- annarleitaðiástúlku
Lögreglan leitaði um helgina að
manni sem sýnt hafði mjög ósiðlega
og ógnandi framkomu við stúlku í
landi Skógræktar ríkisins í Foss-
vogsdal. Maðurinn gyrti niður um
sig fyrir framan stúlku og var hann
vopnaður hnífi. Um höfuðið hafði
maöurinn peysu en þó sást í andlit
hans. Athæflð var tÚkynnt lögregl-
unni í Kópavogi en maðurinn háði
að komast undan. Málið er í rann-
sókn.
Lögreglan í Reykjavík leitaði í gær-
kvöldi að manni sem talinn er um
tvítugt, sem leitaði á stúlkubam í
húsagarði við Hringbraut. Maðurinn
var talinn hafa tælt stúlkuna til sín.
Lögreglan telur ekki útilokað að
sami maður hefði verið við svipað
athæfi í sama hverfi þann 8. maí síð-
astliðinn. Ekki hefur náöst til
mannsins ennþá.
-ÓTT
** Unglingar
stálu fjórum
skotvopnum
- náðueinrLLghnífum
Tveir piltar, 16 og 18 ára, viður-
kenndu í gærkvöldi að hafa stolið
fjórum skotvopnum, hnífum og skot-
færum í geymslum í fjölbýlishúsi við
Engihjalla nýlega. Piltarnir sögðust
hafa ætlað að selja vopnin.
Upphaf málsins varð með þeim
hætti að piltar sáust vera að grafa
byssu í jörð í Kópavogi. Þegar farið
var að rannsaka málið lék grunur á
að byssan væri stolin og aö fleiri
byssur hefðu horfið. Þegar böndin
beindust að fjölbýlishúsi við Engi-
hjalla kom í ljós að sami eigandi
saknaöi fjögurra skotvopna. Einnig
varð ljóst að skotfæri og veiðihnífar
höfðu horfið auk þess sem eigendur
að öðrum geymslum söknuðu ýmissa
hluta eins og viðlegubúnaðar.
Þegar leit var gerð heima hjá pilt-
unum og víðar komu þrjár byssur í
viðbót í leitirnar. Piltamir sögðust
hafa komist yfir lykla sem voru í
óskilum í umræddu fjölbýlishúsi og
þannig fikrað sig áfram með hvar
þeir pössuðu. Áður en yfir lauk höfðu
þeir náð að stela skotvopnunum íjór-
um, skotfærum og ýmsu öðru. Rann-
sóknadeild lögreglunnar í Kópavogi
telur málið að fullu upplýst.
-ÓTT
LOKI
Veióibændur verða vænt-
anlega að laxera!
staðið yf ir í 20 tíma
/1 * /
Verkfall stýrimanna á farskipum
í Faxaflóahöfhum kom til fram-
kvæmda á miðnætti síðastliðnu
þrátt fyrir að samningaviðræður
stæðu yfir. Akraborgin hefur feng-
ið undanþágu frá verkfallinu og
mun því sigla áfram um óákveðinn
tíma.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari sagði í samtali við DV
í morgun að samningaviði-æður,
sem staðið hafa yfir frá klukkan
14.00 í gær, væru enn á afar viö-
kvæmu stigi.
„Það hefur vissulega mjakast
nokkuð í nótt en það getur enn
brugðið til beggja vona. Samninga-
fundi verður haldið áfram, alla
vega fram eftir deginum, meðan
von er að samningar takist," sagöi
Guðlaugur Þorvaldsson.
Það er gömul saga og ný í samn-
ingaþófí sem þessu að sáttasemjari
setur ekki af stað slíkan maraþon-
fund sem þennan nema hann eygi
von um samninga. Það er lika
reynsla fyrir því að ef upp úr slitn-
ar, eftir svo langan samningafund,
hleypur mikil harka í aðgerðir og
erfitt að koma samningaviðræðum
í gang aftur.
Takist ekki samningar i dag fer
áhrifa verkfallsins að gæta strax á
morgun. Þau farskip sem koma til
hafnar í Reykjavík fara ekki út aft-
ur meðan verkfallið stendur. Von
er
á allnokkrum farskipum til
Reykjavíkur í þessari viku, einkum
skipa Samskipa hf.
í samningaviðræðunum er tekist
á um nokkru hærri kauphækkun
en var i miðlunartillögu ríkissátta-
semjara á dögunum. Stýrimenn
hafa fallist á nokkur hagræðingar-
atriði sem þeir segja að minnki
vinnu þeirra og laun að sama skapi.
Þetta vilja þeir að einhverju leyti
fá bætt í dagvinnulaunum. -S.dór
Veðriðámorgun:
Sólskin
og hlýja
Á morgun verður suðaustan-
eða sunnanátt, víðast gola eða
kaldi við suöurströndina, skýj-
að og dálítil súld með köflum
suðaustanlands og með suður-
ströndinni en léttskýjað annars
staðar. Hlýtt verður í veðri,
11-16 stig.
Veðrið í dag er á bls. 52
Framkvæmdir á Vellinum:
Niðurstöðu
aðvænta
íBrussel
Niðurstöðu mun vera að vænta um i
áframhaldandi starfsemi íslenskra
aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli.ii
Vegna deilna í Mannvirkjasjóði
NATO um einkarétt verktakanna á
vellinum var umfangsmiklum fram-
kvæmdum frestað, þar á meðal frá-1
gangi á olíuleiðslum, byggingu
tveggja flugskýla og áhafnaskýlis.'
Talið er að allt að 200 manns geti.
misst vinnuna náist ekki sakomulag;
um verkefnin.
Samkvæmt heimildum DV mun
málið verða rætt á fundi varnar-|
málaráðherra NATO í Brussel í dag.
Róbert Ámi Traustason, skrifstofu- Í
stjóri varnamáladeildar, og Stefán
Friðfinnsson, forstjóri íslenskra að- s
alverktaka, eru nú staddir í Brussel |
til að fylgjast með framvindu mála.
-kaa
HelgarskákmótáFlateyri: .
Karl Þorsteins-
son sigraði
Sumarið er greinilega komið og hér sjást ungar stöllur njóta veðurbliðunnar í Reykjavík. Það hitnaði vel í gær
enda njótum við nú veðurs frá Evrópu þar sem hefur verið hlýtt að undanförnu. Veðurfræðingar spá áframhald-
andi bliðu næstu daga. DV-mynd GVA
Karl Þorsteinsson varð einn efstur
á helgarskákmótinu á Flateyri. Hann
sigraði Helga Ólafsson í síðustu um-
ferð og hlaut 6'A vinning af 7 mögu-
legum. í öðru til fimmta sæti urðu
Helgi Ólafsson, Jón L. Ámason, Héð-
inn Steingrímsson og Guðmundur
Halldórsson með 5 'A vinning. -ÍS
ltlO'BlLAS^ó(
ÞRÖSTUR
68-50-60
VANIR MENN
Í