Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Qupperneq 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Auglýsingar - 632700 Frjaist,óhaö dagblað MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 1992. Hjálmurinn hað pina w w sem eg S3 „Ég vissi af drengjunura flórum þar sem þeir voru að leika sér fyrir utan húsið og ég var öðru hverju að gefa þeim auga. Mcr varð svo skyndilega litið út um gluggann og sá þá hvar drengurinn féll aftur yfir sig út í ána. Ég hljóp niður stig- ann og óð inn í íbúðina hjá Helga og öskraði á hjálp. Við æddum svo út, ég á sokkaleistunum en Helgi gaf sér tíma til að fara i skó. Viö fórum beint niður aö ánni þar sem ég sá drenginn fara niður. Viö hlupum eftir árbakkanum og ég fylgdist með drengnum berast nið- urliana. Ég heid að lrann hafi tvisv- ar náð að komast upp úr og anda,“ segir Anna Helga Hallgrímsdóttir á Selfossi. Það var Helgi Jónsson sem vann þaö mikla þrekvirki að bjarga Ing- vari Emi Eiríkssyni, þriggja ára dreng, frá drukknun í Ólfusá skömmu eftir hádegi í gær. Ingvar litli var með hjálm á höfðinu þar sem hann haíði verið aö leika sé á hjólinu sínu. Hjálmúrinn er ein angraöm- með pressuðum korki Það er taliö aö hann hafl haldi honum á floti á meöan hann var ánni. Ölfusá er í vexti núna og æði fram kolmórauð og ljót og þyki afrek Helga einstætt. Honum tóks aö komast framfyrir drenginn oi um 100 metra frá þeim stað þar sen óhappið varö, á móts við Vöruhú KÁ, óð hann út í ána. : „Ég óð á annan metra út i án. en þar náði vatnið mér í mitti. Ég greip í hjálminn, sem Ingvar var með á höfðinu, en hann var það eina sem ég sá. Hjálmurinn losnaði af en í sama mund náði ég að grípa í höndina á honum. Það var eins og hann hefði náö tii botns á þess- um stað því hann stoppaöi eitt augjtablik,“ segir Helgi. „Ég haföi engan tíma til að verða hraíddur. Ef ég hefðí haft tíma til Helgi Jónsson og Anna Helga Hallgrimsdóttir á bakka Ölfusár. Anna sá hvar þriggja ára drengur, Ingvar Örn Eiríksson, féll í ána en skjót viðbrögð hennar og Helga urðu til þess að drengnum var bjargað frá drukknun. DV-mynd JAK þess hefði ég aldrei farið út í ána. Það vannst bara ekki timi til að hugsa um slíka hluti. Ég áttaði mig ekki áþvi hvað hafði gerst fyrr en ég var búinn að fara í bað. ' Mér finnst þaö stórkostlegt aö mér skyldi auðnast að bjarga barn- inu áöur en verr fór. Þessi á skilar yfirleitt ekki því sem hún lekur,“ sagði Helgi. Þegar Helgi var kominn meö Ing- var að bakkanum haföi fleira fólk drifið að til bjargar, þar á meðal lögreglan sem fór með drenginn heim. „Ingvar var alveg blár í framan þegar þeir kotnu. Ég dreif hann undireins í heitt bað og að því búnu undir hitateppi. Ég haföi svo sam- band við lækni. Hann taldi ekki ástæðu til að aðhafast neitt enda líkamshitinn farinn að hækka og skjálftinn að minnka," sagði Ingi- björg Eva Arnardóttir, móðir drengsins. Þegar DV heimsótti fjölskylduna i gær var Ingvar hinn hressasti og vildi endilega fá að fara út að leika sér. Móðir hans telur að hann hafi ekki sopið neitt vatn á meðan hann var í ánni enda drengurinn alvanur að leika sér í sundi og hvergi bang- inn þegar vatn er annars vegar. -J.Mar LOKI Hann hefur eitthvað mis- skilið mannfórnir í skák- inni þessi! Mismunandi nið- urstöðurum EES í skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnimar fyrir Sjónvarpið voru 51,7% þeirra sem afstöðu tóku fylgj- andi aðild íslands aö EES. 48,3% voru henni andvígir. Á undan þessari spumingu spurði Félagsvísinda- stofnun um afstöðu til aðildar að EB og voru 31,2% fylgjandi og 68,8% andvígir af þeim sem afstöðu tóku. Niðurstöðumar um EES stangast á við niðurstöður í skoðanakönnun DV sem var birt í helgarblaði DV. Af þeim sem afstöðu tóku í skoðana- könnun DV voru 37,4% fylgjandi að- ild að EES og 62,6% andvígir. Ein skýring á mismuninum gæti veriö að í skoðanakönnun DV hafi fólk ruglað saman EB og EES, en Félags- vísindastofnun hafði spurningu um EB á undan spumingu um EES. Hafa skyldi þó í huga að í þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að EES yrði aðeins ein spuming, og fólk yrði að taka afstöðu tíl hennar án nokkurrar frekarihjálpar. -HH Veðriðámorgun: Suðlæg átt meðskúrum Á hádegi á morgun verður suð- læg átt, dálitil rigning eða súld á suðausturlandi og ef til vill vestur með suðurströndinni, þokuloft við Austfirði en skúrir vestan- lands. Bjart veður verður áð mestu norðanlands og allt að 18 stiga hiti um hádaginn en 8-12 stiga hiti sunnanlands og vestan. Veðrið 1 dag er á bls. 52 Mikilölvun Mikil ölvun var í Reykjavík aðfara- nótt hvítasunnudags. Lögreglan þurfti í 97 skipti að fara í útköll í heimahús auk þess sem hún þurfti að hafa afskipti af fjölda manns sem vom ölvaðir á götum úti. Brotist var inn í íbúð við Ásgarð og þaðan var stolið hljómflutnings- tækjum og myndbandstæki á meöan heimilisfólkið var í fasta svefni. Lík- legt er talið að íbúarnir hafi gleymt aðlæsaútidyrunum. -J.Mar Það var mikið um dýrðir í Vestmannaeyjum i gær þegar nýja ferjan, Herjólfur, kom i fyrsta skipti til heimahafnar í kjölfar þess gamla sem þjónað hefur Vestmannaeyingum í 16 ár. Flestir bæjarbúar voru á bryggjunni þegar Herjólfur lagðist að eftir móttökuathöfn. Skipið var smíðað i Flekkefjord í Noregi og var smíðatíminn rúmir 13 mánuðir. Herjólfur er 70,5 metra langur og er knúinn tveimur 2400 kW aðalvélum. Hann getur tekið 480 farþega, 62 fólksbíla eða 39 fólksbíla og 5 vöruvagna. DV-mynd Ómar Garðarsson Fánaberinn ífangelsi Maður sá sem bar íslenska fánann við setningu ólympíuskákmótsins í Manila á Filippseyjum hafði á orði að sýna Corazon Aquino, forseta Filippseyja, tilræði með fánastöng- inni. Fánaberinn var færður í fangelsi þar sem hann sagðist aðeins hafa verið að grínast. -sme Banlla Mest selda pasta á Italíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.