Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. 7 Fréttir Varð gjaldþrota upp á nærri 160 milljónir króna: Var beittur blekkingum „Eg var beittur blekkingum," sagöi Haildór H. Kristinsson, en hann varö gjaldþrota fyrr á árinu. Kröfur í bú hans voru 157 miiljónir króna. Engar eignir voru til á móti kröfunum. Halldór var hluthafi í Kjötmiðstöð- inni en ekki stjómarmaður eins og sagði í DV í síðustu viku. „Ég var ekki stjómarmaður í Kjötmiðstöðinni heldur hiuthafi. Það kom til vegna þess að ég seldi fyrir- tækinu mjög mikið af vörum til Kjötmiðstöðvarinnar. Það safnaðist upp mikil skuld þeirra við mig. Það varð til þess að ég keypti hlut í fyrir- tækinu. Síðan gekkst ég í ábyrgðir fyrir Kjötmiðstöðina sem hluthafi. Þegar ég gekk inn í fyrirtækið var mér sýndur ársreikningur og áætl- Pólverjarnir hættir hjá SS á Hvolsvelli Pólverjamir tuttugu og fimm, sem unnu hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelh, hættu um síðustu mán- aðamót. Að sögn Leifs Þórssonar verksmiðjustjóra, var átta mánaða ráðningarsamningur þeirra útrunn- inn. Áhugi var ekki fyrir endurráðn- ingu þar sem nóg var af innlendu sumarafleysingafólki. Leifur útilok- ar ekki að í haust þurfi að ráða er- lent vinnuafl á ný í vinnslustöð SS á Hvolsvelli. „Það er atvinnuleysi í gangi og hægt að fá nóg af vinnuafli. En ég geri ráð fyrir að ástandið verði slæmt í haust, þó ekki eins og síðasta haust, þar sem hlutfall skólafólks er hátt hjá okkur. Það er ekki fyrirséð hvort við þurfum að fá útlendinga aftur,“ sagði Leifur í samtali við DV. Að sögn Leifs verður byrjað að auglýsa eftir fóstu starfsfólki í lok næsta mánaðar. „Þá munum við sjá viðbrögðin næstu fjórar til fimm vikur á eftir. Að því loknu verður tekin ákvörðun um erlent vinnuafl. í fyrra auglýst- um við vikulega í nokkrar vikur en fengum engin viðbrögð hér heima. Við erum aö sækjast eftir framtíðar- fólki en ekki tímabundnu. Ef viö fáum umsóknir frá íslendingum munum við frekar ráða þá en útlend- inga,“sagðiLeifur. -bjb Víðistaðaskóli: Fagleg sjón- fyrir pólitísku ofstæki Starfsmenn Víðistaðaskóla í Hafn- arfirði telja að veita hefði átt Magn- úsi Jóni Ámasyni skólastjórastöð- una í ofangreindum skóla og átelja, að „fagleg sjónarmið voru látin víkja fyrir póhtísku ofstæki við afgreiðslu málsins,“ eins og segir í samþykkt frá fundi þeirra á fimmtudagskvöld. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra setti sem kunnugt er Eggert J. Levy skólastjóra í skólanum. Á fundinum var samþykkt að víta' harðlega öll vinnubrögð mennta- málaráðherra í máhnu. í fyrsta lagi hefði tekið óeðlilega langan tíma að afgreiða máhð. í öðru lagi heföi Magnús Jón verið látinn gjalda fyrir póhtískar skoðanir sínar. I þriðja lagi væri ekki stórmannlegt hjá mennta- málaráðherra að forða sér úr landi um leið og umrætt „ógæfuverk" hefðiveriðunnið. -JSS anir sem reyndust vera út í bláinn. Þetta reyndust vera blekkingar. Þeir sem áttu fyrirtækið gerðu þetta vís- vitandi," sagði Halldór H. Kristins- son. Hahdór sagðist hafa átt tíu prósent hlut í Kjötmiðstöðinni. Hluti af þeim peningxnn, sem hann átti hjá Kjöt- miðstöðinni, hefði farið til að greiða hlut hans í fyrirtækinu og eftir að hann eignaðist hlut í fyrirtækinu jukust lánaviðskipti hans og Kjöt- miðstöðvarinnar. „Þetta var langstærsti markaður- inn sem ég hafði aðgang að. Þetta var aðahega svínakjöt. Á þessum tíma seldi ég meira af svínakjöti en Þor- valdur Guðmimdsson í Shd og fiski. Það þurfti stóran markað og skuldir hlóðust upp. Ég gekkst í ábyrgðir tengdar þessu og viðskiptaskuldir hlóðust áfram upp og hljóðuðu upp á tugi mihjóna. Það var þá sem ég keypti kjötvinnsluna, en eftír stóðu ábyrgðir, sem ég losna ekki við. Per- sónulega skulda ég engum neitt," sagði Hahdór H. Kristinsson. Eftir þetta sagöist hann hafa hætt öhum viðskiptum við Pétur Bjöms- son og Ármann Reynisson í Ávöxtun og Hrafn Bachmann í Kjötmiðstöð- inni. -sme riNISSAN BJÖÐUIÍ ÖNNUR 25 EINTÖH RF NISSRN SUNNV ES Hin 25 eintökin af Nissan Sunny ES seldust upp á augabragði. Nú hafa Nissan verksmiðjurnar samþykkt að lækka verð á 25 eintökum af Nissan Sunny ES til viðbótar MHHMM | ROTRULEGR mmm HRGSTfEÐU VERfll! Komið, skoðið, reynsluakið og sannfærist. Góðir bílar á góðu verði. Einnig fáanlegir sjálfskiptir. . 1 INNIFRLIÐ T VERÐI Anseah Útvarps- □g kasettutæki með fjórum hátölurum. Nissan álfelgur, léttar og fallegar. IMissan mmmmm, m Nissan zJmm mottur þykkar Voggoöa, ■ :m ingvar Sævarhöfða 2 Helgason ht simi 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.