Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. Konunglegt ástarævintýri of dýru verði keypt - skuggi Camillu, ástkonu Karls prins, er hnífurinn í hjónabandi hans og Díönu Diana prinsessa. Á þessum tíma grunaði hana ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér. Anna Bjamasan, DV, nórída: Bókin „Diana, Her True Story“ eft- ir Andrew Morton, fyrrverandi blaðamann, er nýlega komin út í Bretlandi og Bandaríkjunum og hef- ur vakið feikilega athygli. Bókin íjaUar á opinskáan hátt um líf Díönu prinsessu og hjónaband hennar og Karls ríkisarfa. Bæði bresk og amer- ísk blöð hafa keppst við að birta kafla úr bókinni. Bóldn mun koma út hjá Almenna bókafélaginu eftir nokkrar vikur. Það hriktir í breska konungsveld- inu sem á því ekki að venjast að innstu leyndarmál fjölskyldunnar séu borin á borð fyrir almenning, þó íjölskyldan hafi jafnan orðið að þola ónæði af blaðamönnum sem fylgjast með hverju spori hennar allrar. í sumum borgum í Bandaríkjunum er fyrsta sending bókarinnar upp- seld. Rætt er um bókina í fréttaþátt- um aUra sjónvarpsstöðva. í frétta- tíma CNN-stöðvarinnar 17. júní var kunnur sálfræðingur spurður áUts á því af hverju almennum.borgurum þættu frásagnir af vandræðum kóngafólks svo eftirsóknarverðar. Svar hans var á þá leið að sennUega þætti almennu fólki, sem oft ætti í erfiðleikum í sinni lífsbaráttu, fróun í því að lesa um vandræði og erfið- leika þeirra sem æðstir eru taldir og auðugastir. Skilnaðarbam Bókin rekur lífssögu Díönu. Hún er yngst af fjórum bömum greifans af Althorp, sem síðar varð jarUnn af Spencer. Hún var aUn upp við aUs- nægtir en fór á mis við öryggi og ástúð. Foreldrar hennar skUdu er hún var aðeins sex ára gömul: „Díana Spencer sat í neðsta þrepi á köldum steintröppum á heimUi sínu í Norfolk. í kringum hana var ys og þys. Hún heyrði að faðir henn- ar raðaði ferðatöskum í bU. Svo heyrðist fótatak móður hénnar, Francis, þegar hún stormaði yfir for- garðinn, settist upp í bíUnn, skeUti bUhurðinni og ók í burtu. Hún heyrði hvemig vélarhljóðið fjarlægðist. Móðir hennar ók um hUðið á Park House og út úr lífi Díönu, sem var á viðkvæmasta aldri." Enn í dag man hún vel eftir sárs- aukafuUum tilfmningum um höfn- un, trúnaðarbrot og einangrun vegna skilnaðar foreldra sinna. Það em margar aðrar minningar sem leita á hana. Tár móöur hennar og þögn föður hennar, sem var mjög einmana, óteljandi bamfóstrur sem hún gat ekki feUt sig við, endalausar ferðir miUi foreldranna, grátur bróð- ur hennar Karls, þegar hann grét sig í svefn og sektarkennd yfir því að hún skyldi ekki hafa verið drengur. Ekki skorturá veraldlegum gæðum heldurandlegum í uppvextinum skorti hana ekkert af veraldlegum hlutum, en þeim mun meira aUt sem varðar túfinningalífið. Þegar hin háæmverðuga Díana Spencer fæddist 1. júU 1961, þriðja dóttir greifahjónanna af Aithorp, var ekki farið í launkofa með vonbrigðin yfir því að þetta skyldi ekki vera langþráður sonur og erfingi sem gæti viðhaldið Spencer-nafninu og tekið við jarlstigninni seinna meir. Átján mánuöum áður hafði móðir Díönu eignast bam sem var svo van- skapað og veikburða að það lifði aö- eins í tíu klukkutíma. Þetta var erfið- ur tími fyrir hjónin. Það var mikill þrýstingur einkum frá eldri fjöl- skyldumeðUmum um að komast að raun um hvað væri eiginlega að kon- unni fyrst hún héldi áfram að eign- ast bara stúlkubörn. Fyrir átti hún tvær dætur. Lafði Althorp, sem var aðeins 23 ára gömul, var send til London í alls konar rannsóknir. Sonur hennar, Karl, núverandi níundi jarUnn af Spencer, sem fæddist þremur árum síðar, hefur sagt: „Þetta var hræði- legur tími fyrir foreldra mína og sennfiega rótin að skilnaði þeirra, því ég held að þau hafi aldrei komist yfir þetta.“ Díana og systkini hennar voru hjá föður sínum eftir skUnaöinn, en þeg- ar móðir þeirra hafði gifst aftur, Pet- er Shand Kydd, og sest að í London heimsótti Díana hana oft. Skilnaðurinn hafði mikil áhrif „Hveming sem fjölskyldan reyndi að núlda sjokkið, sem skUnaðurinn oUi, hafði hann gífurleg áhrif á börn- in. Af og tU hafa Díana og elsta syst- ir hennar, Sara, átt við truflaðar matarvenjur að stríða, bæði ofát og sjúklegt lystarleysi. Díana segir: „Foreldar okkar vora uppteknir af því aö finna út úr sínum eigin tilfinn- ingum. Ég man efitr gráti móður minnar. Pabbi talaði aldrei um þetta við okkur. Við gátum aldrei spurt neins. Þetta var aUt afar óstöðugt." í augum gestkomandi virtist Díana vera hin ánægðasta. Hún hafði sífeUt eitthvaö fyrir stafni, var snyrtíleg Ut- il stúlka. Á kvöldin gekk hún um húsið og aðgætti hvort gluggatjöldin væru dregin fyrir gluggana og kom öUum loðnu, uppstoppuðu dýranum, sem hún hafði í rúminu sínu, fyrir af mikiUi natni. Einstöku sinnum kom það fyrir að faðir þeirra drakk te sitt í barnaherberginu hjá þeim. Sonur hans minntist þess að „hann var miður sin eftir skUnaðinn. Hann sat eiginlega alltaf á skrifstofu s:nni“. Klunnaleg, feimin og ósköp hversdagsleg Þegar Díana var níu ára gömul var hún send í heimavistarskóla og síðar í menntaskóla í West Heath, þar sem systur hennar vora við nám. Hún var taUn klunnaleg, feimin og fjarska hversdagsleg í útUti og komst ekki með tæmar þar sem systur hennar höfðu hælana hvað varðar námsár- angur. Díönu þótti gaman að því að vera eins konar heimiUshjálp fyrir Söru systur sína, sem var mikU sfjama í samkvæmislífinu. í skóla- fríum hjálpaði hún Söru að taka upp úr töskunum þegar hún kom úr ferðalögum, lét renna í baðkerið fyr- ir hana og tók tU í herberginu henn- ar. Árið 1978 hætti Díana námi við svissneskan menntaskóla eftir að hafa nauðað í foreldrum sínum að fá að lifa sjálfstæðu lífi í London og þá fyrst byrjaði hún aö blómstra. Díana hitti Karl ríkisarfa fyrst þeg- ar hún var aðeins 16 ára gömul. Hann var þá að stíga í vænginn við Söra systur hennar sem var að jafna sig eftir misheppnaö ástarævintýri með lávarðinum af Westminster. Hún var ekki sérstaklega upprifin yfir prinsinum og er haft eftir henni: „En hvað þetta er sorgbitinn mað- ur.“ Haldinn var dansleikur heima hjá systranum tU heiðurs ríkisarfan- um. Sara var ekkert hrifin af því að Utla systir hennar væri að flækjast fyrir svo Díana hafði hægt um sig. En eitthvað hefur Díana þó haft áhrif á prinsinn því eftir matinn bað hann hana að sýna sér málverka- safnið á óðalssetrinu. Sara vUdi hins vegar sjálf sýna honum safnið svo Díana hvarf á braut. Um þetta leyti þjáðist Sara af sjúk- legu lystarstoli. Einn vinur kemst svo að orði um hana: „Sara vUdi allt- af vera fremst á öllum sviðum. Hún vildi aðeins það besta, besta bOinn, skemmtUegustu skopsögumar og hún vildi vera best klædd af öllum. Megranarkúr var einn liðurinn í þessari keppni hennar um að vera alltaf best í öllu. Hún vildi vera grennst af öUum.“ Systumar í afmælisveislu Söra var boðið í 30 ára afmæUs- veislu Karls ríkisarfa og henni til mikiUar undrunar var Díana einnig viðstödd. Veislan var haldin í Buck- inghamhöll í nóvember 1978. Þetta var skömmu eftir að Díana yfirgaf svissneska menntaskólann. Hún hafði í raun enga menntun, ekki neina sérstaka hæfúeika, aðeins óljósa hugmynd um að hana langaði tU þess að vinna með börnum. Fjölskyldan lagði ekki sérstaka áherslu á að Díana fyndi sér ein- hvem starfsvettvang en lagðist á móti því að hún fengi sér íbúð og byggi ein í London. Henni var sagt að hún fengi ekki íbúð fyrr en hún yrði 18 ára. Á meðan var hún „lánuð út“ til vincifólks. Hún var þrjá mánuði hjá Whitaker-hjónunum í Hampshire, leit eftir dóttur þeirra, eldaði matinn og þreif húsið. Hún þráði mjög að komast til London og þrábað foreldra sína um leyfi. Loksins var komist að samkomulagi. Móðir hennar, mrs. Shand Kydd, var mestan hluta ársins á setri sínu í Skotlandi svo íbúðin hennar stóð auð. Díana bjó þar í eitt ár með tveimur vinkonum sínum. Díana og stöllur hennar bröUuðu ýmislegt á meðan þær bjuggu saman. Þær áttu það tU að gera símahasar, hringja í fólk, sem hét undarlegum nöfnum, sem þær fundu í síma- skránni. Ef einhver gerði eitthvað á hlut þeirra hefndu þær sín grimmi- lega. Þær hringdu dyrabjöUum um miðja nótt, vöktu fólk upp fyrir allar aldir. Fyrir kom að þær Umdu klístr- að Umband yfir skráargöt á bílum vina sinna og einu sinni hafði einn ekki mætt á stefnumót með Díönu og var þess hefnt grimmilega. Þær stöUur kUndu hrærðum eggjum á bUinn hans og stráðu svo hveiti yfir allt saman. Þetta var eins og steypa á bílnum þegar aumingja maðurinn kom út um morguninn. Díana fékk boð um að koma tU veiðihelgar í Sandringhamhöll með konungsfjölskyldunni. Hún ræddi um þessa spennandi helgi við sam- býUskonu systur sinnar, á meðan hún lá á fjórum fótum og þvoði eld- húsgólfið. „Hvað heldurðu, mér er boðið að eyða helginni í Sandringhamhöll,“ sagði Díana. „Ja, hérna,“ svaraði Lucinda. „Þú átt kannski eftir að verða næsta drottning Englands?" „Ég efast stórlega um það,“ svaraði Díana hlæjandi. „Geturðu séð mig fyrir þér í baUkjól með skinn- hanska?" Það var ekki fyrr en ári seinna sem Karl ríkisarfi fór að stíga alvarlega í vænginn við Díönu. Þeim var boðið í helgarfrí til vinafólks og fór vel á með þeim. Karl þurfti að sinna sínum málum í London og bað Díönu að koma með sér á laugardeginum. Hún afþakkaði það, sagðist ekki geta sýnt gestgjöfum sínum svo mikla óvirð- ingu. En hið konunglega ástarævintýri var nú komið á skrið. Hann fór sér þó aö engu óðslega. Hann bauð Díönu á hljómleika í Albert Hall, að hlýða á Sálumessu eftir Verdi. Móður- amma hennar, lafði Fermoy, kom með sem siðgæðisvörður og eftir hljómleikana var þeim boöið að snæða kvöldverð í íbúð ríkisarfans í Buckinghamhöll. Eftir þetta fékk Díana hvert boðiö á eftir öðru. Svo kom að því að henni var boðið til Balmoral-hallar. Hún var skelfingu lostin og kveið því að haga sér ekki samkvæmt öllum regl- um. TU allrar hamingju þurfti hún ekki að gista í aðalhöUinni heldur gat hún verið hjá Jane systur sinni, sem bjó í húsi þar skammt frá, þar sem maður hennar var einn af riturum drottningarinnar. Karl prins hringdi í hana á hverjum degi og bað hana að koma með sér í gönguferðir. Taugatrekkjandi tími Þótt Karl hefði lúmskt gaman af þessu var þetta erfiður tími fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.