Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. Linda Pétursdóttir vinsæl fyrirsæta í London: „Þaö hefur margt veriö aö gerast hjá mér á undanfomu ári. Ég starf- aöi um tíma sem fyrirsæta í Tokyo og kunni mjög vel viö mig þar. Síðan fór ég til Mílanó og loks til London þar sem ég hef verið nánast frá ára- mótum,“ segir Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur árið 1988, en nú eftir- sótt fyrirsæta í Englandi. LífLindu hefur breyst mikiö á örfá- um áram eða frá því hún var saklaus heimasæta austur á Vopnafirði fyrir fjórum árum. Linda fór þá fyrir til- viljun í fegurðarsamkeppni íslands en á hana hafði veriö bent. Hún er fyrsta stúlkan sem sigrar í þeirri keppni frá þeim landshluta. Þetta var í maí árið 1988 og Lindu fannst líf sitt hafa breyst á einum degi á þeim tíma. Hún ætlaði sér að vera í hótelvinnu í heimabyggðinni um sumarið en titillinn breytti því. Um haustið 1988 urðu enn meiri breytingar í lífi Lindu er hún sigraði í Miss World-keppninni. í heilt ár ferðaðist hún um allan heim, auk þess sem hún sá um margvisleg land- kynningarstörf fyrir íslendinga. Það starf hélt áfram í eitt og hálft ár eftir að Linda hafði skilað titlinum frá sér í Hong Kong árið 1989. Undirbýr fyrirsætunámskeið Núna býr Linda Pétursdóttir í Lon- don á heimili Morley-hjónanna sem reka Miss World-keppnina. Þau buðu henni að búa hjá sér þegar þau fréttu af henni í Lundúnum. Undanfarið hefur Linda verið tals- vert á ferðinni milh íslands og Eng- lands enda er hún að setja upp fyrir- sætunámskeið á Holiday Inn-hótel- inu fyrir breskan tískuskóla. „Ég er að skipuléggja námskeið á vegum The Fashion Bureau í London sem er ætlað öllum sem hafa hug á að leggja fyrirsætustörf fyrir sig, jafnt stelpur sem stráka. Þátttakendur fá leiðbeiningar um fyrirsætustörf, jafnt betri sem verri hliðina. Einnig verða þeir farðaðir og ljósmyndaðir. Þeir sem koma vel út eiga möguleika á að verða ráðnir til starfa á umboðs- skrifstofu EUte/Premier í London. „Þetta námskeið tekur allan minn tíma núna. Mér finnst gott að geta tekið mér frí frá fyrirsætustörfunum og komið hingað heim þó að veðrið sé ekki ákjósanlegt,“ segir Linda. Kunni ekki við Mílanó Eins og margar ungar stúlkur reyndi Linda fyrir sér sem ljós- myndafyrirsæta í Mílanó. Þar eru bestu ljósmyndaramir og staðurinn því eftirsóttur. Lindu gekk vel og hafði nóg að gera. Hins vegar kunni hún ekki viö sig á staðnum. „Mér fannst Mílanó drullug og leiðinleg borg. Það var ekki hægt að ganga um götur fyrir hundaskít. Ég bjó í pínu- lítilli íbúð ásamt þremur öðrum stúlkum og allur aðbúnaður. var hörmulegur," segir hún. „Það varð til að ég ákvað að fara til London og ég dró aðra stúlku með mér.“ Linda segist ekki hafa haft nokkurt sjálfstraust til að ganga inn á um- boðsskrifstofuna Elite Premier í Lon- don. Vinir hennar, sem hún kynntist ,a péWtS° Vj\eða' „*,< sdötf'f" eftir að ég var valin Miss World en margt hefur breyst. Núna þekki ég borgina miklu betur og umgengst frekar jafnaldra mína. Á Miss World-tímabilinu var ég yfirleitt í hópi eldra fólks. Þá var ég miklu bundnari og mátti ekki fara það sem ég vildi. Núna er ég fijáls." Ekki sakar að Linda á kærasta ytra og segist vera ástfangin upp fyrir haus. Hann starfar einnig sem fyrir- sæta og þau kynntust í Tokyo. Hann hefur komið hingað til lands einu sinni og Linda á von á honum aftur á næstu dögum. Vinnurfyrir MissWorld Auk fyrirsætustarfanna hefur Iinda einnig unnið talsvert með þeim Juliu og Eric Morley. Hún fór nýlega með þeim til New York ásamt Miss World þessa árs sem er frá Ven- esúela. „Þau voru að kynna keppn- ina í Bandaríkjunum með góðgerðar- Á kærasta í London „Ég kann ofsalega vel við mig í London og hef hug á að vera þar áfram. Reyndar þoldi ég ekki London samkomu. Ég þurfti nánast ekkert að gera annað en að borða góðan mat og hafa það gott,“ útskýrir hún. „Næsta Miss World-keppni verður í Suður-Afríku og áætlað var að ég færi með þeim þangað núna í júní en því var frestað.“ Linda segir að það hafi ekki komið annað til greina hjá Morley-hjónun- um, þegar þau fréttu af henni í Lon- don, en að hún byggi hjá þeim. „Þau eiga risahús í London svo að það er nóg pláss hjá þeim. Það liggur viö að maður verði einmana í þessu stóra húsi,“ segir hún. „Mér fmnst alltaf mjög gott að koma heim en hka að komast burt,“ útskýrir hún. „Sjálf hef ég breyst og Linda og Ninibeth, Miss World þessa árs, ðsamt Eric Morley i New York á dögunum. fyrst í Tokyo, sáu um þann hlutann. •Ekki var að sökum að spyrja, hún var ráðin samstundis og hefur haft nóg að gera. Síðasta verk Lindu var að gera stóran tískuþátt fyrir sjónvarpsstöð- ina MTV. „Þetta voru fot fyrir til dæmis Vivian Westwood sem er einn vinsælasti hönnuður Breta um þess- ar mundir. Skómir hjá henni voru með mjög háum klumpbotnum eins og voru í tísku um 1970 nema hvað þeir voru heldur hærri,“ segir Linda og brosir. Hún hefur einnig verið aö vinna í hárgreiðslusýniiigum og við hin ýmsu bresku tímarit. Linda þykir ekki hafa útlit fyrir vörulista sem margar íslenskar stúlkur hafa fengið vinnu við og þess vegna hefur hún ekki unnið í slíkum verkefnum. T LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. 39 þroskast á undanfömum árum. Þaö kemur fyrir einstöku sinnum að ég sakna aúra þeirra ferðalaga sem ég fór í sem Miss World. “ Linda hefur minnisstætt andlit og margir muna enn eftir henni sem Miss World. Það sannaðist í vikunni þegar hún kom inn á hótel í London en þá gekk einn starfsmaður að henni og spurði hvort hún hefði ekki verið Miss World árið 1988. „Ég var alveg hissa,“ segir Linda. Hún hefur verið fengin sem dómari í fegurðar- samkeppni í Bretlandi og vekur at- hygh hvar sem hún kemur, blaöaúr- klippur sýna það. Ætlar í fjölmiðlanám Þó að Linda hafi haft nóg að gera undanfama mánuði sem fyrirsæta er það ekki framtíðarstarfið. Hún hefur alltaf haft áhuga á að mennta sig í fjölmiðlun og ætlar að láta verða af þvi í haust. „Það er verið að kanna fyrir mig skóla og ég býst ekki við aö það sé of seint að innrita sig. jíf svo reynist fresta ég náminu til ára- móta,“ segir hún. „Það er ágætt að starfa sem fyrirsæta meðfram skól- anum,“ segir Linda. „Mig langar mjög mikiö að vinna við sjónvarp og ætla að læra eitthvað í sambandi við það. Ég er 22 ára og verð ekki fyrirsæta í mörg ár enn. Það er því kominn tími til að gera eitthvað," segir hún. „Mig langar líka að fara að takast á við hluti," bætir hún við. Foreldrar Lindu eru fluttir til höf- uðborgarinnar og hún býr hjá þeim í Breiðholtinu núna. Linda er nýbúin að selja íbúð sem hún átti í Smá- íbúðahverfinu enda taldi hún sig ekki hafa þörf fyrir hana lengur. „Ég ætla frekar að ávaxta peningana á annan hátt,“ segir hún. Bróðir Lindu er í sambúð á Nýja-Sjálandi þannig að miklar breytingar hafa orðið hjá fjölskyldunni. Tískuborgin í uppsveiílu Tískuheimurinn í London hefur tekið miklum stakkaskiptum á und- anfómum ámm og þar hafa komið upp heimsfrægir hönnuðir eins og Katherina Hamnett og Vivian Westwood. „Lífið í London er líka mjög skemmtilegt núna,“ segir Linda. „Mér fimist sérlega gaman að sitja á kaffihúsum úti á götu og fylgj- ast með mannlífinu. Ég elska ind- verskan mat og fer oft á veitingahús á kvöldin enda ódýrt að borða á þess- um stöðum. Fólk situr frekar á mat- sölustöðum en að fara á diskótek." Linda segist ekki vita til að fleiri íslenskar fyrirsætur séu starfandi í London um þessar mundir. „Þær koma og fara,“ segir hún. Fyrirsætu- störf voru aUtaf á hsta Lindu yfir það sem hana langaði til að prófa. „Það var samt aldrei ætlunin að vera í þessu í fullu starfi í lengri tíma. Kost- urinn við starfið er að maður kynn- ist mörgu skemmtilegu fólki. Þó eignast maður enga nána vini og því er starfið oft einmanalegt. Sam- keppnin er hins vegar hörð og í henni nenni ég ekki að standa. Ég er ekki sú manngerð sem potar sér áfram. Maður er í raun að sækja um vinnu á hveijum degi og sumar stelpur nota alla töfra til að fá starfið. Þeir verða bara að vega mig og meta eins og ég er,“ segir Linda. Starfmu fylgir heilbrigt líferni og fyrirsætur þurfa stöðugt að hugsa um útiitið. „Það hjálpar mér mikið hvað ég geng mikið," útskýrir Linda. „Maður labbar um aUa borgina og er því í góðri þjálfun." Magnaðar kjaftasögur Frægðinni fylgir ókostur sem Linda hefur ekki farið varhluta af. Það em kjaftasögumar sem virðast stöðugt grassera hér á landi. Linda segir að margar þessar sögur verði til þó að hún sé óralangt frá íslandi. „Það er sjúkt hvemig fólk hér á landi getur búið til sögur," segir hún. „Ég á marga góða vini og vinkonur en ég á víst að vera með þeim öUum,“ bætir hún við. „Þetta er hvimleitt þó að ég reyni að láta það ekki á mig fá. Ég fékk hringingu héðan tU ítahu þar sem spurt var hvort ég væri að fara að gifta mig. Það er alveg ótrúlegt hvemig sumar sögumar em og hvemig þær verða til. Ég fór að borða á Hard Rock ásamt þremur góðum vinkonum mínum og frétti það dag- inn eftir að við hefðum verið tvær saman mjög ástfangnar. Hvemig er hægt aö verjast sUkum sögum?" spyr Linda. Hafnaði Hrafni Gunnlaugssyni Hún fékk tilboð um að leika í nýrri kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar en hafnaði því. „Mig langaði að prófa að leika og gæti vel hugsað mér það. Ég las yfir handritið hjá Hrafni en missti áhugann þar sem um nektar- senu var aö ræða. Á slíku hlutverki hef ég engan áhuga," segir hún. Linda átti að baða sig nakin í dögg- inni á Seltjamamesi úti við Gróttu. Ekkert varð því úr kvikmyndaleikn-' um hjá henni í þetta skiptið. Það em þó önnur tilboð í gangi og Linda hefur nýlega skrifað upp á samning við íslenska-austurlenska um auglýsingar á Oroblu sokkabux- um og undirfatnaði. Þessa dagana er það þó fyrirsætu- námskeiðið sem Linda er að und- irbúa af fullum krafti. Líklega mun hún einnig fara með hópnum um Bretland þar sem sams konar nám- skeið verða sett upp. - Það er þá ekkert brúðkaup á næst- unni? „Nei, ekki á næstunni," svarar hún. „Ég á eftir að gera heilmargt áður en að því kernur." -ELA Linda og Ninibeth ásamt hjartveiku barni frá Hondúras á góðgerðarsam- komu í New York. Linda var meöal þeirra sem gáfu peninga til hjálpar barninu sem átti skammt eftir ólifað. Ásamt kærastanum Les í boði hjá Juliu og Eric Morley í London fyrir stuttu. Helgi K. Einarsson 1 Steinunn Jósefsd. b. Leifsstööum húsfr. Leifsstööum 1 Friöbjörn Jónsson b. Kaöalsstöðum } Guörún Jónatansd. húsfr. Eyvindará Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannas. íslands Linda Pétursdóttir Jón Hólmgeirsson skrifstm. Grindavík Gísli Jónatansson kaupfst. Fáskrúösf. Ása D. Hólmgeirsd. húsfr. Rvk Hólmgeir Jónatanss. útvb. Sigtúni Flatey Jónatan Jónsson b. Brekku í Fjöröum Jónatan Arnason útvb. Flatey Hólmgeir Árnason útvb. Flatey Jóhanna Jónsdóttir húsfr. Knarrareyri Jón Eiríksson b. Eyvindará Sigríður Sigurbjörnsd. húsfr. Flatey Árni Tómasson Tómas Guðmundss. 1 b. Knarrareyri b. Knarrareyri Sigurbjörn Sigurjónss. 1 Sigurjón Jósefsson 1 b. Vargsnesi b. Naustavík Petrína 1. Jóhannesd. 1 frá Bakka Tjörnesi | Úr frændgarði Lindu Pétursdóttur Matthías Bjarnason alþingismaður Bjarni Bjarnason vegaverkst. ísafiröi Jónas Bjamason vegaverkst. Þórsh. Sigríöur Guömundsd. frá Brún Svartárdal Bjami Kráksson Hraunshöfða Öxnad. Pétur Olgeirsson framkvst. Meitilsins Ragnheiöur Jónasd. húsfr. Húsavík } Kristjana Þorsteinsd. frá Engimýri K Þorsteinn Jónasson b. Engimýri Öxnadal Olgeir Sigurgeirsson útgm. Húsavík } Sigurgeir Pétursson búst. Húsavík HPótur Guömundsson I b. í Álftageröi Björg Jónsdóttir húsfr. Húsavík Anna Jónsdóttir Skútustöðum III hundrað ára í fyrra Jakobína Jónsdóttir húsfr. Húsavík 1 Kristín Kristjánsd. húsfr. Höskuldsst. Jón Olgeirsson Höskuldsst. Reykjad. KGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.