Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992.
Sérstæö sakamál
Þegar Cormac Galligan, sem var
þá sextíu og tveggja ára, kom heim
til konu sinnar, Mabel sem var
fjörutíu og íjögurra ára, og dóttur-
innar, Ursulu sem var átta ára, á
Þorláksmessu 1983 beið hans ekki
beinlínis sú hlýja sem einkennir
flest heimili fyrir jólin. Hins vegar
kom til atburðar sem varð ekki að
fullu skýrður fyrr en þremur árum
eftir réttarhöldin sem fylgdu í kjöl-
farið.
Við yfirheyrslu hjá lögreglu
skýrði Mabel svo frá að þegar kom-
ið var fram á kvöld á Þorláksmessu
hefði maður hennar komið drukk-
inn heim. Það hefði hins vegar ekki
verið neitt nýtt að hann gerði það
þá daga sem hann fékk útborgað.
Venjulega hefði hún farið snemma
að hátta að kvöldi þeirra daga til
þess að komast hjá því að rífast við
hann og sæta þeirri grimmilegu
meðferð sem því hefði oft fylgt. En
þetta kvöld hefði hún enn verið á
fótum.
Hún sagðist hafa ætlað aö bíða
hans til þess að láta hann standa
reikningsskil fyrir að hafa ekki
staðið við það loforð sitt að koma
beint heim til hennar með launin
svo þau gætu gert síðustu jólainn-
kaupin saman, en þau hefðu þá átt
eftir að kaupa gjöf handa dóttur-
inni, Ursulu.
Átökin
Cormac Galligan hafði komið
heim þegar klukkan var tuttugu
mínútur gengin í tólf um kvöldið
og Mabel sagöist strax hafa séð að
hann var drukkinn, enda hefði
hann farið úr vinnunni klukkan
hálfsex. Hún hefði beðið hann um
að láta sig fá það sem eftir væri af
laununum og jólakaupbótinni en
hann hefði neitað því og hefði hún
þá litið svo á að hann hefði verið
búinn aö drekka út féð. Til rifrildis
hefði komið og hefði Cormac slegið
sig. Hefði það verið dropinn sem
fyllti mælinn.
En Mabel, sem var sterkleg kona,
sagðist hafa tekist að hrinda manni
sínum í gólfið áður en hann fengi
tækifæri til að slá hana aftur. Síðan
hefði hún sest ofan á brjóstiö á
honum. Meðan þau hefðu verið í
þessum stellingum á gólfinu hefði
Cormac komið auga á hamar sem
hefði legið þar skammt frá. Fyrr
um daginn hefði hún verið að
hengja upp jólaskraut og þá hefði
hún skilið hamarinn eftir þama.
Nú hefði Cormac reynt að seilast í
hann en Mabel sagðist hafa gert sér
Ijóst hver hætta væri á feröum
tækist honum að ná í hann. Því
hefði hún tekið um háls hans og
hert nokkuð að.
Þegar Cormac hefði hætt að
streitast á móti hefði hún losaö tak-
ið í þeirri trú að hann hefði fallið
í yfirlið. Hún hefði hins vegar ótt-
ast reiði hans þegar hann rankaöi
við sér og þess vegna hefði hún
hringt á lögregluna svo hún fengi
vemd.
Mildur dómur
Tíu mínútum síðar komu lög-
regluþjónamir og varð þeim strax
Ijóst aö Cormac Galligan var ekki
lengur á lífi. Dánarorsökin var Ijós
því á hálsinum mátti sjá greinileg
merki þess að hann hafði verið
kyrktur. Því var farið með Mabel
Galligan á lögreglustöðina til yfir-
heyrslu.
í fyrstu neitaði hún að trúa því
að hún hefði orðið honum aö bana.
Hún hélt því fram að dánarorsökin
hlyti aö hafa veriö hjartabilun sem
Hávaði og...
Næstu nágrannar þeirra Mabel
og Ursulu, Dan og Una Fowler,
heyrðu skömmu síðar aö þær
- mæðgumar rifust heiftarlega. Var
ljóst að Ursula hafði vakað eftir
móður sinni en þegar þær höfðu
skipst á skammaryrðum í um tutt-
ugu mínútur varð skyndilega þögn
í húsinu. En Fowler-hjónin höfðu
áður heyrt þær mæðgur rífast og
töldu ekki að neitt óeðlilegt væri á
ferðinni.
Mabel Galligan sagði lögreglu svo
frá aö næsta morgun, þegar hún
hefði ætlað að koma dóttur sinni í
skólann hefði hún fundið hana
dána í rúminu, í skólabúningnum.
Þá hefði hún flýtt sér að kalla til
lækni en hann hafði aðeins skoðað
líkið í stutta stund þegar hann
gerði lögreglunni aðvart. Ummerk'
á hálsi Ursulu sögðu honum hvað
gerst hafði.
Mabel viðurkenndi að hafa orðið
Ursulu að bana og sú skýring á
atburðinum sem hún gaf var á
margan hátt lík þeirri sögu sem
hún hafði sagt fjórum árum áður
þegar hún skýrði frá því hvemig
maður hennar, Cormac, hefði dáið.
Skýringin
Mabel sagði svo frá að hún hefði
lent í rifrildi við. dótturina þegar
hún hefði komið heim af kránni.
Samband þeirra Ursulu hefði þá
verið slæmt um tíma ög hefði dótt-
ir hennar stundum kallað hana
„ljótum nöfnum". Það hefði hún
líka gert í þetta sinn og hefði hún
þá tekið um háls hennar til að
stöðva skammaryrðaflóðið. Þegar
hún hefði svo sleppt takinu hefði
Ursula verið meðvitundralaus en
hún hefði reiknað með að einungis
hefði liðið yfir dótturina og því
hefði hún lagt hana á rúmið. Um
morguninn, þegar hún hefði svo
ætlað að vekja hana og senda í skól-
ann hefði henni orðið ljóst að hún
var dáin.
Eins og þegar hún hafði kyrkt
mann sinn reyndi Mabel nú með
lygum að koma því þannig fyrir að
hún yrði ekki ákærð fyrir morð en
í þetta sinn fór á annan veg en þeg-
ar hún var dæmd fyrir að hafa orö-
ið manni sínum, Cormac, að bana.
Þegar lögreglurannsókn hafði farið
fram og skýrsla um hana lá fyrir
var hún send saksóknaraembætt-
inu. Það komst svo að þeirri niöur-
stöðu að um morð hefði verið að
ræða og var það á engan hátt tahð
Mabel til málsbóta að hún hafði
verið ölvuð þegar atburðurinn átti
sér stað.
Seinni dómurinn
Enn á ný hófu vinir og kunningj-
ar Cormacs Galligan máls á því
hver mistök hefðu verið gerð þegar
Mabel var dæmd fyrir að hafa orð-
ið honum að bana. Nú gætu allir
séð að Mabel væri versta morð-
kvendi og hefði hún fengið þann
dóm sem hún hefði átt skilið árið
1984 væri Ursula enn á lífi.
Annar dómari kvað upp dóminn
en í fyrra sinnið. Hann lét ekki
blekkjast til að sýna mildi þegar
hann tilkynnti hvaö biði Mabel
Galhgan í þetta sinn. Hann sagði
ekkert tekið til greina af því sem
hún hefði haldið fram sér til máls-
bóta og lýsti andúð sinni á þessari
konu sem hafði kyrkt bæði mann
sinn og dóttur. Dómurinn var
lengsta fangelsisvist, sem lögin
leyfa, án möguleika á reynslu-
lausn.
rekja mætti til þess ástands sem
hann hefði komist í þegar þau fóru
að rífast og síðar aö takast á. Lík-
skoðun leiddi hins vegar í ljós að
Cormac hafði verið við bestu
heilsu. En framburður Mabel varð
aftur til þess að hún var ekki ákærð
fyrir morð heldur „ofbeldi sem leitt
hafði til dauða".
Þegar máhð kom fyrir rétt í júlí
1984 lýsti hún sig seka en skýrði
síðan frá þvi hve ömurlegt hjóna-
band hennar hefði veriö vegna
drykkjuskapar manns síns sem
hefði ætíð sest að drykkju með fé-
lögum sínum á útborgunardögum
og látið sig engu skipta hvemig
fjárhagur heimilisins var.
Dómarinn tók mark á þessum
yfiriýsingum Mabel Galligan og
hún fékk mildan dóm, þriggja ára
fangelsisvist.
Reiði vina
og kunningja
Cormacs Galhgan fylgdi í kjölfar
dómsuppkvaðningarinnar. Þeir
héldu því margir fram að dómarinn
hefði látið blekkjast eins og reynd-
ar fleiri. Sannleikurinn væri sá að
Cormac Galhgan hefði verið dauð-
hræddur við konu sína. Reyndar
sýndi það sem gerst hefði kvöldið
sem hann týndi lífinu hvort þeirra
hefði veriö sterki aðilinn á heimil-
inu. Cormac hefði nær undantekn-
ingarlaust farið beint heim til sín
þá daga sem hann hefði fengið út-
borgað og afhent konu sinni launa-
umslagið og þaö hefði nær aldrei
komið fyrir að hann hefði farið út
með félögum sínum. Þorláks-
messukvöld hefði hann þó gert
undantekningu en þeir sem þá
höfðu setið á kránni með honum
sögðu að því hefði farið viðs fjarri
að hann hefði verið mikið ölvaður.
Væri greinilegt að framburður
Mabel væri argasta lygi.
En þessar yfirlýsingar komu of
seint. Mabel var búin að fá sinn
dóm og yrði ekki dregin aftur fyrir
rétt til að svara til sömu saka.
Ursula.
Frjáls á ný
Mabel hafði setið í varðhaldi í sjö
mánuði þegar dómurinn féh og var
hún látin laus í október 1985, en
þá hafði hún afþlánað tuttugu og
tvo mánuði af dóminum.
Það leið hins vegar ekki langur
tími þar til aftur var farið að ræða
hver mistkök það hefðu verið aö
dæma Mabel Galhgan svo mildi-
lega.
Meðan hún hafði setið inni hafði
dóttirin, Ursula, búið hjá frænku
sinni en eftir að Mabel var orðin
frjáls fluttist dóttirin heim til móð-
ur sinnar. En þeim kom ekki vel
saman. Ef til vih gat Ursula ekki
gleymt því að móðir hennar hafði
orðiö foður hennar að bana.
Mabel f jtarf sem aðstoðar-
kona viC^mgemingar en mikinn
hluta af frístundum sínum sat hún
að sumbh á „The Shepherd", krá í
nágrenni heimihs þeirra mæðgn-
anna. Margir undruðust hve góð
ráð hún hafði því oft eyddi hún
talsverðum peningum í. áfengi, að
minnsta kosti miðaö við það sem
tahö var að hún hefði í laun.
Skýringin á því var líklega sú að
af og til veitti hún karlmönnum
vissa persónulega þjónustu gegn
greiðslu. Og miðvikudaginn 11.
febrúar 1987 hafði hún sést með
tveimur mönnum sem höfðu verið
afar örlátir viö hana svo hún var
talsvert mikið undir áhrifum
áfengis þegar hún kom heim um
miðnætti.
Mabel Galligan.
Cormac Galligan.