Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 44
56 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. Kvikmyndir Hilmar Karisson Vinirnir Davis (Steve Martin) og Mack (Kevin Kline) ræða vandamál þess fyrrnefnda. Chill fyrst upp í huga manns, enda þær tvær mynda hans sem eru persónulegastar, auk þess sem í þeim báöum er fjallað á jafnan hátt um nokkrar persónur. Heimaborg Kasdans, Los Angeles, er sögusviö- ið í Grand Canyon. Sjö persónur koma mest viö sögu, þjónin Mack og Claire, vel stæð millistétt- arhjón, hamingjusöm á yfirborðinu en undir niðri er tómleiki í Sambandi þeirra, bílaviðgerö- armaðurinn Simon sem bjargar Mack úr lífs- hættu kvöld eitt, maður með mjög ólík lífs- viðhorf, systir hans sem býr í stanslausri hræðslu um börn sín í hrörlegu hverfi þar sem glæpagengi ráða öllu eftir að dimma tekur, Da- vis, vinur Macks, framleiðandi ofbeldisfullra kvikmynda sem frelsast um stundarsakir þegar hann verður fyrir skotárás, og skrifstofustúlk- umar tvær, Dee og Jane, einmana konur í stór- borg í leit að hamingju. Líf þessara persóna tvinnast saman í áhrifa- mikiUi kvikmynd þar sem komið er við flesta strengi mannlegra tilfinninga, auk þess sem stórborgin Los Angeles með allri sinni marglitu yfirborðsmennsku og glæpum er í hnotskum. Með nafni myndarinnar, Grand Canyon eða Miklagijúfri, er vitnað til óspfiltrar náttúrannar sem getur beðið borgarbúans ef hann vill. Hjá Mack haíði það aUtaf verið ætiunin að fara með soninn að sjá Grand Canyon en aldrei orðið af því. Simon hafði aftur á móti komið þangað og lýsir því í mjög góðu atriði milU hans og Macks hvemig skilningurinn á lífinu eflist við að sjá mikilfengleik náttúrannar. Boðskapur myndar- innar felst í lokaatriöinu þar sem íbúum stór- borga er hreinlega sagt að njóta þess sem landið býður upp á í stað þess að Ufa í eilífri hræðslu sem getur birst margvíslega og er oftast fylgi- fiskur þess að búa í stórborg á borð viö Los Angeles. Grand Canyon er fyrst og fremst hlý og mann- leg, leikur aUur til fyrirmyndar og sérlega góð tónlist James Newton Howard fellur vel að heUdinni. Þótt takist að leysa sum vandamál einstakra persóna í lokin eru mörg alvarleg vandamál sem hafa komið upp á yfirborðið óleyst en Kasdan skUur okkur eftir í voninni um betra líf án þess að vera nokkuð að predika. í heUd er Grand Canyon góð kvikmynd og auðvelt að skUja úrskurð dómnefndarinnar á kvikmyndahátíöinni í Berlín sem valdi hana bestu myndina. Eitt langt atriði gat ég ekki feUt mig við. Það er draumasena hjónanna Macks og Claire sem þrátt fyrir að vera vel gerð er yfirboröskennd, væmin og óþörf. GRAND CANYON Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Handrit: Lawrence Kasdan og Meg Kasdan. Kvikmyndun: Owen Roizman. Tónlist: James Newton Howard. Aóalhlutverk: Danny Glover, Kevin Kline, Steve Mart- in, Mary McDonnell, Mary-Louise Parker og Alfre Woodward. Bíóborgin - Grand Canyon: ★★★ Mannlíf og kraftaverk Grand Canyon er fimmta kvikmyndin sem Lawrence Kasdan leUístýrir. Að baki era Body Heat, The Big ChiU, SUverado, The Accidental Tourist og I Love You to Death, ólíkar myndir sem sýna þó hversu snjaU handritshöfundur og leikstjóri Kasdan er. Hann hefur einnig skrifað handritið að þeim öUum nema þeirri síðastt- öldu. Ef bera á Grand Canyon saman við ein- hveija fyrri mynda Kasdans kemur The Big Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Leikferð Þjóðleikhússins um Norður- og Austurland: KÆRA JELENA Samkomuhúsið á Akureyri: I' kvöld kl. 20.30, sun. 21. júní kl. 20.30. Aðgöngumiðar i miðasölu Leikfélags Akureyrar, simi 24073, opið 14-18 alla virka daga nema mánudaga. Valaskjálf, Egilsstöðum: Mánudag 22. júni kl. 21. Þriðjudag 23. júni ki. 21. Miðapantanir í Hótel Valaskjálf, simi 11500. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Simi680680 ifi :on ' ÞRUGUR REIÐINNAR Byggtásögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI STORA SVIÐIÐ KL. 20 Laugard. 20. júni. Næstsíðasta sýning. Uppselt Sunnud. 21. júni. Allra siðasta sýning. Uppselt. ATH. Þrúgur relðlnnar verða ekki á Ijölun- um í haust. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frákl. 13-17. Miðapantanir i síma alia virka daga frá kl. 10-12. Simi 680680. Faxnúmer: 680383. Leikhúslínan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Andlát Lína Knútsdóttir, Meistaravöllum 21, andaðist á heimili sínu 18. júní. Guðrún Elisabet Björnsdóttir, Deildarási 18, lést 17. júní. Oddný Gisladóttir, Þangbakka 8, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 18. júní. Guðjón Hjartarson, Álafossi, lést 18. júní. Hjalti Jakobsson garðyrkjubóndi, Laugargerði, Biskupstungum, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 18. júní. Tryggvi Sigurðsson frá Bakka, Þórs- höfn, Einholti 8c, Akureyri, lést 18. júní. Guðmunda Jónsdóttir, áður að Öldu- götu 53, andaöist að Hrafnistu aðfaranótt 19. júní. Anna Benónýsdóttir, Grænuhlíð 14, lést í Landspítalanum 18. júní. Bjarni Þorsteinsson húsasmíða- meistari, Bogahlíð 15, Reykjavík, lést að morgni 17. júní. Guðbjörg Bergsdóttir, Grundargerði 11, andaðist í Vífilstaðaspítala 17. júní. Jardaifarir Þorgerður Karlsdóttir, Steinúm 6, Djúpavogi, lést á heimili sínu 16. júní sl. Utförin fer fram frá Djúpavogs- kirkju mánudaginn 22. júní kl. 14. Tilkyimingar Perlan Opið hús í PeHunni í dag. Kynning veröur á Ferðavakanum. Tölvur á tækniöld Dagana 2.-6. september nk. veröur haldin viðamikil tölvusýning í Laugardalshöll- inni undir yfirskriftinni Tölvur á tækni- öld. Það er félagið Tölvusýning ’92 sem heldur sýninguna en í félaginu eru tölvunarfræðinemar við Háskóla íslands. í tengslum við sýninguna verður haldin ráöstefiia og einnig gefið út blað. Mun blaðið koma út viku fyrir sýningu og rntm þetta vera stærsta blað sem gefið er út um tölvumál hér á landi. Nú þegar hafa um 30 fyrirtæki lýst áhuga á að taka þátt í sýningunni. Nánari uppl. í síma 694760. Loftárás á Seyðisfjörð islensk-rússneskir kvikmyndadagar standa nú yfir í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. í dag, laugardag, kl. 17 verður sýnd heim- Udarmynd um Eisenstein og Besin-engið og kl. 19 verður VerkfaU sýnd. Sunnudag- inn 21. júni verða myndirnar Beitiskipið Potjomkin og Október sýndar, þriðju- dagskvöldið 23. júni verður Gamalt og nýtt sýnd, þögul og óhljóðsett mynd. Karl Olgeirsson leikur undir á píanó meðan á sýningu stendur. Sumarhátíð á Kópavogshæli Dagana 21.-27. júni verður hin árlega sumarhátið haldin á KópavogshæU. Þessa viku leggur heimUisfólk að mestu niður vinnu tíl að taka þátt í hátíðarhöld- unum. Margt verður tU gamans gert t.d. sýnir Þjóðdansafélag Reykjavíkur dans, farið verður í Viðeyjarsiglingu, Þing- vaUaferð, Bjöm Thoroddsen sýnir iist- Uug og margt fleira. Allir eru velkomnir. Ferðafélag íslands Sunnudaginn 21. júni kl. 21.30 verður far- ið í sólstöðusiglingu að Lundey. Brottfór frá Grófarbryggju (gamla Akraborgar- bryggjan). Siglt verður með ms. Ámesi. Þriðjudaginn 23. júní kl. 20 verður Jóns- messuganga og Jónsmessubál á Selatöng- um. Gengið frá NúpshUð niöur að Sela- stöðum. Brottfór ffá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Miðvikudagskvöldið 24. júní verður síðasta kvöldferðin tU umhirðu í Heiðmerkurreit Ferðafélags- ins. Euroventure sumarið 1992 Nú í sumar býðst 14 og 15 ára unglingum að taka þátt í gagnkvæmum skiptum miUi Sviss og Sslands. Þann 5. juli koma hingað tíl lands 4 svissneskir unglingar tíl að dvelja á heimili íslensku þátttak- endanna í þrjár vikur. Þann 27. júlí fara unglingamir svo saman til Sviss þar sem íslendingamir munu dvelja á heinjUi svissnesku unglinganna í þrjár vikur. Prógrammið kostar 70.000 kr. Einungis em tvö pláss laus og er umsóknarfrestur tU 22. júní nk. Allar uppl. í sima 25450. Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarskóla Kópavogs var sUtiö 22. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Þar með lauk 29. starfsári skólans. í vetur stund- uðu 467 nemendur nám við skólann en þar af vom 117 í forskólanum. Nemandi í píanóleik, Jósep Gíslason, tók lokapróf í 8. stigi og var Kári Gestsson kennari hans. Jósep er 6. píanónemandinn sem lýkur þessum áfanga. í vetur vom haldn- ir 36 tónleikar innan skólans og hafa þeir ekki áður veriö fleiri. Skólanum lauk með vorprófum og árlegu kynning- amámskeiði fyrir böm. Gjöf til HL-stöðvarinnar Við flutning HL-stöðvarinnar sl. haust í nýtt húsnæði íþróttahúss fatlaðra þurfti að stórauka tækjakost endurhæfingar- stöðvarinnar. Verkstjórasamband íslands ákvað í vor að færa í þessu skyni HL-stöðinni 500 þúsund kr. að gjöf. Það var formaðurinn, Kristján Jónsson, sem afhenti gjöfina. Leikfélag Reykjavikur. Borgarleikhús. Félag heyrnarlausra Dregið var í happdrætti heymarlausra 17. júní sl. Vinningar komu á eftirfarandi númer: 7801, 18455, 16056, 16925, 15373, 4297,13952,19217,2685,11316,13350,17458, 4935, 16594, 17238, 7775, 8495, 7048, 6987, 6209,19541,11059,18366,19468,19042,4743, 11618,517,101,8325,4616,7720,2299,16305, 18900,14692,8284,15420,19807,3870,13922, 7445. Frestur til að sækja vinninga er 1 ár. Tapaðfundið Svartur leðurjakki var skilinn eftir í íbúð á Öldugranda eöa Skerjagranda eftir ball á Rauða ljóninu aðfaranótt sunnudagsins 14. júni. Uppl. í síma 11035. Lítil, bröndótt læða Lítil, bröndótt læða með hvítar afturlapp- ir tapaðist frá Keilugranda laugardaginn 13. júní sl. Uppl. í síma 17763. Loppi ertýndur 14. júní sl. tapaðist kötturinn Loppi frá Þverási 49. Hann er mjög stór, bústinn, svartur en með hvítt trýni, hvita bringu og hvítar loppur. Hann er með bláa ól um hálsinn. Uppl. í síma 722937. Folda ertýnd Hún er brúnleit, yijótt læða og tapaðist frá Bollagötu 12 sl. laugardagskvöld. Fiimandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 612613 eða í Kattholt. Tónleikar Tónleikar í Norræna húsinu Mánudagskvöldið 22. júni kl. 20 halda Guðrún Edda Gunnarsdóttir messósópr- an og Steinunn Bima Ragnarsdóttir pianóleikari tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskrá verða verk eftir Monteverdi, Ravel, Crumb, Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Hinir vinsælu þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns hefiast næstkom- andi þriðjudag, 23. júni, kl. 20.30. Tónlist- armaður kvöldsins er píanóleikarinn Pavol Kovac sem hefur getið sér orðstír sem framúrskarandi konsertpíanisti. Félag eldri borgara Félagsvist í Risinu á morgun, sunnudag, kl. 14 og dansað í Goðheimum kl. 20. Pét- ur Þorsteinsson lögffæðingur verður til viðtals á þriðjudag nk. e.h.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.