Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. 19 Menning ® listahátíð í Reykjavík: Lífið er klisja Það er ekki ýkja margt líkt með verkunum tveimur, „May B“ og „Cortex" sem Maguy Marin og dansflokkur hennar fluttu okkur á listahátíð, nema hvað bæði eru þau við endi- mörk dansins og taka til umfjöllunar viðvar- andi tilvistarkreppu mannsins. En af henni hafa Frakkar miklar áhyggjur sem kunnugt er. í „May B“ túlkaði Maguy Marin þessa kreppu með tilvísun í Beckett en í „Cortex", sem frumflutt var á þriðjudagskvöldið, erum við að mestu leyti í hugmyndaheimi hennar sjálfrar. „Cortex" er stranglega uppbyggt og ágengt - aggressíft - í háttbundinni fram- vindu sinni en inniheldur samt dijúgan skammt af ljóðrænni innlifun, alvöru sárs- auka og farsakenndri meinfyndni. Hér er viðfangsefnið áþján erfðaiögmáls- ins, allir þeir eiginleikar sem við hljótum í arf og getum ekki hrist af okkur, hvemig sem við reynum, heldur geymum við þá 1 heila- berkinum, „cortex" á læknamáli. Með dansi, látbragði, ræðuhöldum, ljósasjói og alls kyns hjóðefíektum rekur Maguy Marin lífsins gang. Við verslum af vana, klæðum okkur og aíklæðum af vana, tjáum okkur af vana, giftum okkur og elskumst af vana - allt er fyrirfram ákveðið. Alls staðar þar sem eitt- Ballett Aðalsteinn Ingólfsson hvað óvænt gerist, meðaljón giftist ekki með- algunnu, breytir út af munstrinu á einhvern hátt, virðist voðinn vís. Með beinagrindur í eftirdragi Þessi dapurlega niðurstaða er sérstaklega Maguy Marin (Mynd C.Bricage) áréttuð í löngu atriði, einum of löngu fyrir minn smekk, þar sem fáklæddir dansaramir paufast eftir gólfmu með fjölda beinagrinda í eftirdragi. Þetta er í rauninni það eina sem hægt er að setja út á uppfærslur Maguy Marin, það er að hún teygir lopann um of í sumum atriðum. Eins og fram kom í „May B“ er Maguy Marin ekki með neina aukvisa á sínum snær- um. Danshópur hennar er svo vel samæfður og fjölhæfur að unun er á að horfa, jafnvígur á slappstikk sem hugljúf ástaratriði. Eitt fal- legasta atriðið í verkinu er tvídansar, dans- aðir undir ástarjátningiun úr frönskum og amerískum bíómyndum. Hingaðkoma þessa danshóps hlýtur að telj- ast einn af hápunktum þessarar hátíðar. Hún er sérstaklega mikilvæg einmitt nú þegar nokkrir íslenskir dansarar em að reyna fyr- ir sér í dansleikhúsi. Með þennan tjaldvagn ert þú viss um þottþétt ferðalag. Þú tjaldar öllu, fortjaldi og svefntjöldum á sviþstundu og nýtir tímann í lífs- l gleðjandi verkfekki heilabrot um \ hvemig súlur raðist saman!). > / eldhúskassa er gaseldavél og | J vaskur. M Verð kr. 409.500,- Við hjá Gísla Jónssyni & Co. höfum nýlega flutt alla starf- semina f stærra og rúmbetra húsnæði í BFldshöfða 14. Við bjóðum þér að líta^ við hjá okkur nú um helgina og skoða '92 árgerðirnar af Camp-let tjaldvögnum og Hobby hjólhýsum. Að auki höfum við ágætt úrval ferða- vöru og fortjöld fyrir hjólhýsi og bíla. Bjóðum hagstæð greiðslukjör, 25% útborgun og eftirstöðvar á allt að 30 mánuðum. Opið allar helgar f sumar. Grunnútgáfan af Camþ-let þar sem allir kostimir birtast: áfast fortjald og eldhúskassi, tvö sjálfstceð svefntjöld o.fl. o.fl. Verð kr. 342.800,- Umboðsaðilar: B.S.A. hf. Akureyri, sími 96-26300, Bílasalan Fell, Egilsstöðum, sími 97-11479 Flaggskiþið frá Camþ-let. Sann- kallaður lúxustjaldvagn m.a. með innbyggðum ísskáþ, eldavél og l vaski með rennandi vatni. Toþþ- \ urinn í tjaldvögnum. U Verð kr. 454.100,- iiii Bíldshöfði 14 Sími 91-686644 TRAUSTUSTU TJALD- VAGNARNIR ERA ERUÍ BÍLDSHÖFÐA 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.