Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992.
41
Helgarblaðið
íslenskttónlistarsumar 1992 er hafið:
Endurútgáfur
verða áberandi
„Við buöum í fyrsta skipti í fyrra
upp á íslenskt tónlistarsumar.
Átakiö tókst með slíkum ágætum
aö sala hljómplatna fjórfaldaðist
miðaö við sumarið á undan. Þar
af leiðandi ætlum við að endurtaka
leikinn aftur í sumar og höfum
enga ástæðu til að ætla annaö en
að viðtökumar verði jafn góðar og
í fyrra,“ segir Steinar Berg ísleifs-
son, útgefandi og formaður félags
hljómplötuframleiðenda.
Islenskt tónhstarsumar 1992
hófst formlega með alíslenskunj
stórtónleikum í Laugardalshöll að
kvöldi sextánda júní. Aðsókn var
frábær. Steinar Berg bendir á að
þar hafi strax verið að finna merki
um aö sumarið veröi vel heppnað.
„Það hefur margoft verið reynt að
efna til íslenskra tónleika í Höllinni
sextánda eöa sautjánda júní en að-
-sóknin hefur aldrei verið neitt
til að hrópa húrra fyrir fyrr en
nú.“'
Það eru Félag íslenskra tónlistar-
manna, hljómplötuframleiðendur
og STEF, Samband tónskálda og
eigenda flutningsréttar, sem
standa að íslensku tónlistarsumri.
Kostnaði vegna átaksins er haldið
í algjöru lágmarki eins og í fyrra.
Tónlistarmenn og útgefendur sjá
síðan sjálfir um að koma sér á
framfæri og vekja athygli á sér og
sínu. í fyrra var nánast eini kostn-
aðurinn við að prenta á boh og
veggspjöld.
íslensk uppfinning
íslenska tónhstarsumarið er ís-
lensk uppfmning, ef svo má aö orði
komast. Átak í líkingu við það hef-
ur ekki fariö fram neins staðar
annars staðar svo að vitað sé.
„Við erum mjög stoltir af árangr-
inum og höfum kynnt hann fyrir
kohegum okkar erlendis," segir
Steinar Berg. „Viö ákváðum í fyrra
að prófa að skapa íslenskan tónhst-
armarkað á öðrum tíma en bara
fyrir jóhn. Reyndin undanfarin ár
hefur því miður verið sú aö þaö
hefur verið nánast ómögulegt aö
gefa út plötur á öðnun tíma en á
haustin.
Árangurinn varð stórkostlegri en
við hefðum þorað að vona. Við
fengum líka frábæran stuðning út-
varpsstöðvanna. Sérstaklega stóð
rás tvö sig vel. Þar var ákveðiö að
fimmtíu prósent tónhstar, sem
leikin var, skyldu vera íslensk.
Þegar fólk fékk að hringja og velja
sér óskalög var reyndin sú að allt
að níu lög af hveijum tíu voru ís-
lensk. Okkar tónhst á því svo sann-
arlega hljómgrunn meðal þjóðar-
innar. Aðrir fjölmiðlar fylgdu í
kjölfar rásar tvö. Við erum að vona
aö við fáum svipaðan stuðning út-
varpsstöðvanna í sumar og í fyrra.
Að auki held ég að ég megi segja
að smásöluverslunin í landinu sé
samstihtari núna en áður,“_heldur
Steinar Berg áfram. Það er meiri
samstaða og eining en á fyrri árum
mihi þessara samkeppnisaðila um
heildarmarkmiöiö, aö gera íslenskt
tónhstarsumar sem veglegast. Til
dæmis er ljóst að mjög htið verður
í boði af erlendu efni á næstu mán-
uðum. Það sem selst hefur á þessu
ári eru plötur með Nirvana, Queen
og Red Hot Chili Peppers. Aðrir titl-
ar hafa varla verið með í sam-
keppninni. Þaö eru engir sterkir
erlendir titlar til viðbótar á leiðinni
þannig að það er, virðist mér, sam-
staða um að íslensk útgáfa muni
bera uppi sumarið í hljómplötu-
verslunum landsins."
Annað yfirbragð
Það sem fyrst og fremst ein-
kenndi íslenska tónhstarsumarið í
fyrra var annars vegar platan GCD
með Bubba Morthens, Rúnari Júl-
íussyni og félögum þeirra og hins
vegar önnur plata hljómsveitarinn-
ar Stjórnarinnnar. Þær voru lang-
söluhæstu plötur sumarsins og
dansleikja- og hljómleikahald GCD
og Stjórnarinnar vakti sömuleiðis
mikla athygh. Dálítið kemur út af
nýju efni i sumar. Safnplötur Skíf-
unnar og Steina eru uppfullar af
nýju efni með þekktum og óþekkt-
um hstamönnum. Þá hefur Stjóm-
in gefið út sína plötu, Sáhn hans
Jóns míns er komin með plötu þar
sem blandað er saman nýju efni og
eldra og Todmobile verður með
nýja tónhst og hljómleikamúsík í
bland á sinni plötu.
Það sem fyrst og fremst mun ein-
kenna sumarið eru endurútgáfur
eldri platna á geisladiskum. Skífan
og Geimsteinn senda ahnokkrar á
markaðinn og Steinar mun fleiri.
„Sumar þessar útgáfur eru aukn-
ar og endurbættar," segir Steinar
Berg. „Ég get nefnt sem dæmi að á
fyrstu Trúbrotsplötunni verður
bætt við lögum af tveimur tveggja
laga plötum sem hljómsveitin gaf
út og einu lagi að auki sem aldrei
fyrr hefur komið út á plötu. Það
er lagið Breyttu bara sjálfum þér
eftir Gunnar Þórðarson og Þorstein
Umsjón:
Ásgeir Tómasson
Eggertsson. Á Grýluplötunni verða
fjögur lög til viðbótar sem voru á
fyrstu plötu hljómsveitarinnar.
Sérstakur bækhngur fylgir Stuð-
mönnum með fjölmörgum upplýs-
ingum þannig að það er heilmikil
vinna lögð í margar þessar útgáf-
ur.“
Móttökur margra þeirra endur-
útgefnu titla, sem þegar eru komn-
ir út, hafa verið mjög góðar. Fyrsta
plata Þursaflokksins og Sturla með
Spilverki þjóðanna hafa selst mjög
vel. Búast má við góðri sölu ýmissa
annarra titla sem ýmist eru ný-
komnir út eða aö koma á næstu
vikum. Skífan kemur tíl að mynda
með tvær fyrstu plötur Brunaliðs-
ins á næstu dögum, tvær sólóplötur
Björgvins Hahdórssonar verða
endurútgefnar á einum diski,
Geimsteinn hefur sent frá sér
fyrstu plötu Áhafnarinnar á Hala-
stjörnunni. Steinar endurútgefur á
fyrri hluta ársins milh þijátíu og
fjörutíu titla. Fyrirtækið á útgáfu-
rétt á öllu sem Fálkinn, SG-hljóm-
plötur og íslenskir tónar gáfu út á
hönum árum og áratugum svo og
því sem komið hefur út hjá fyrir-
tækinu sjálfu í sautján ára sögu
þess.
Útvarp
Unnendur eldri tónhstar verða
því ekki afskiptir á íslensku tónhst-
arsumri 1992. Plötur, sem endurút-
gefnar verða á geisladiskum, verða
sennhega nálægt fimmtíu talsins.
Útvarpsplötusnúðar fagna sjálfsagt
líka. Það heyrir nánast sögunni th
að sphaöar séu vinylplötur í út-
varpi. Endurútgáfa erlendra platna
Todmobile, Síðan skein sól og Ný
dönsk komu fram á alislenskum
stórtónleikum i Laugardalshöll að
kvöldi sextánda júní.
DV-myndir RaSi
hefur verið í miklum blóma und-
anfarin ár. Því var ekki seinna
vænna fyrir íslenska útgefendur
að slást í hópinn. Æth einhver stöð-
in að spha annað hvert lag íslenskt
á íslensku tónhstarsumri ætti
verkið að verða mun auðveldara í
ár en í fyrra. Það er að segja ef stöð-
in bindur sig ekki nær eingöngu
við að leika nýja tóihist.
Steinar Berg Isleifsson segir enga
ástæðu th annars en að búast við
góðu sumri. Viðtökurnar í fyrra
gefa að hans mati thefni th bjart-
sýni:
„Við fjórfólduöum söluna í fyrra
miðað við árið á undan og höfum
enga ástæðu th annars en að ætla
að við náum jafnvel betri árangri
í sumar en í fyrra," segir hann víg-
reifur.