Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992.
9
Vísnaþáttur
Útlagar
sem kom-
ust heim
Grímur Thomsen, 1820-96, er eitt
af höfuðskáldum okkar, um margt
sérstæður og merkilegur. Um ævi
hans og skáldskap hefur margt verið
ritað. Meðal þeirra sem gleggst hefur
fjallað um hann er dr. Sigurður
Nordal. Síðustu heildarútgáfu á ljóð-
um Gríms og úrvali þýðinga, sem út
kom 1969, fylgir ritgerð eftir Nordal.
Þaðan eru gripnar nokkrar setning-
ar. Síðan koma tvö stutt kvæði
Gríms, ort undir ferhendum hætti.
Formáli Nordals er að nokkru leyti
erindi sem hann flutti í Reykjavík
15. maí 1920 á aldarafmæh skáldsins:
„Þegar hundrað ár eru liðin frá
fæðingu rithöfundar, er skilningur
manna á honum og bókum hans
venjulega kominn í sæmilegt horf og
dómamir famir að jafna sig. Ritskýr-
endur og bestu lesendur hafa þá haft
tíma til að kynna það mat verkanna
sem almenningur viðurkennir.
Grímur Thomsen hefur ekki enn
þá hlotið þennan jöfnuð dóma og
skilnings, þó að nú sé öld hðin frá
fæðingu hans. Að vísu á hann sér
marga vini - og þá ekki af lakara
taginu, sem vænta mátti, því að hvert
skáld kýs verkum sínum vini eins
og hver maður sjálfum sér. Sumir
þeirra taka hann jafnvel fram yfir
öh önnur íslensk skáld. Ef þeir fara
þar feti of langt, er það vegna öfga á
hinn bóginn. Því aö enn má heyra
margan snápinn fara niðrandi orð-
um um kvæði Gríms. Hitt er þó sár-
ara, hve htiö þau eru lesin og sjaldan
með þau farið. Því fer fjarri, að Grím-
ur hafi enn í alþjóðar vitund hlotið
þann sess meðal íslenskra skálda,
sem framtíðin mun vísa honum til.
Hann flaskar á sumu, sem venju-
lega þarf ahs ekki að geta um í rit-
dómum og ritskýringum. Af þessu
leiöir, að fjöldi lesenda hefur þóst
bær um að hthsvirða Grím. Er ekki
von, að þeim mönnum, sem lesa
kvæði th þess að dhla hlustartólun-
um, mikhst önnur eins lýti og rangar
áherslur, sundurklofm orð, ófull-
komin stuðlasetning og skothent
rím? Þegar slíkar vihur eru taldar á
fingrum, að dæmi skólakennara, er
varla von að skáldið hljóti háa ein-
kunn. Er það ekki líka sjálfsagt, úr
því maður yrkir ljóð á annað borð,
að formið sé lýtalaust? Nei, það er
að vísu æskilegt, en ekki vitund sjálf-
sagðara en að hann sé stórskáld að
hugsun og ímyndun. Það væri góðra
gjalda vert, ef heilmikiö af íslenskum
Ijóðum væri svo hneykslanlegt aö
búningi, að engum dytti í hug að fara
með þau, svo að minna af efnisleysu
og endheysu læddist inn í minni fólks
í sauðargæru hagmælskunnar. Lýt-
unum á formi Gríms er ekki th neins
að neita. En einmitt það neyðir mann
th þess að snúa við blaðinu og segja,
að fyrst hann þrátt fyrir þau geti
verið annað eins skáld, þá sé þetta
ysta borð ekki slíkt aðalatriöi sem
almennt er tahð.
í öhum bókmenntum mun leitun á
jafnmiklu ljóðskáldi sem Grímur
var, er hefur átt jafnörðugt meö sum
einfoldustu atriði þess forms, sem
hann iðkaði.
Og þegar inn úr ysta borði kemur,
þarf Grímur engrar vamar við. Hann
á sér eitt af því, sem sjaldgæfast ér:
Þaö ættarbragð sths og hrynjandi,
að hvert vísuorð hans er auðkennt,
án þess að nokkum tíma verði aö
thgerð."
Jónas Hallgrímsson
Þú sem áður foldar fljóð
fógrum ljóðum gladdir,
og th hreysti hraustum óð
hugi drengja kvaddir,
hefur nú fljóða og hölda sál
hryggt úr öllum máta;
þeir sem íslenskt mæla mál,
munu þig allir gráta.
Úr fjörugu máh fegri sprett
fékk ei neinn af sveinum;
hjá þér bæði hpurt og létt
lá það á kostum hreinum.
Þú gast látið lækjamið
í Ijóðum þínum heyra,
sjávarrót og svanakhð,
sanda bárur keyra.
Gast í brag við björgin foss
bráðum látið sinnast,
og hendingamar heitum koss
hveija við aðra minnast.
Náttúrunnar numdir mál,
numdir tungur íjalla,
svo að gastu stein og stál
í stuðla látið faha.
íslands varstu óskabam,
úr þess faðmi tekinn
og út á lífsins eyðihjam
örlaga svipum rekinn.
Langt frá þinna feðra fold,
fósfru þinna ljóða,
ertu nú lagður lágt í mold,
hstaskáldið góða.
Þáttastjóri biður sér vægðar vegna
tilreiðslu þessarar thvitnunar meist-
ara Nordals. Hér er fijálslega farið
með röðun málsgreina vegna pláss-
ins, þó meiningu ekki ruglað. Þess
er getið á öðmm staö að í kvæði
Gríms um Jónas Hahgrímsson verð-
ur skáldinu það á að beygja rangt
sögnina að nema. Höfundur formál-
ans felur ekki þau mistök. En hann
dregur úr hörku dómsins. Sjálfur var
dr. Grímur þungur á bárunni og ekki
mhdur nema í viðskiptum við dýrin.
Hann var stór í lund og ekki vin-
sæh. Annað kvæðiö, sem ég vel nú
th birtingar, er um óskólagenginn,
fátækan fræðimann og rímnaskáld.
Ekki kennir þar hroka þjóðskáldsins
og menntamannsins. Daði Níelsson,
1809-56. Hann varð úti í bóksöluferf
í Eyjafirði, nærri heimahögum.
Daði Níelsson
Sá, þótt væri hann sjálfmenntaður,
sögu var hann dyggur þegn,
sannkahaður sagnamaður,
sannleikanum trúr í gegn.
Eigi fyrir. hefð né hrósi
hann að sínu starfi vann;
hann að sannleiks leitaði ljósi,
leitaði vel og margt hann fann.
Hinu hðna heitt hann unni
hugah, að ei gleymdist það;
maklegan í minningunni
mörgum bjó hann samastað.
En - á lífsins útigangi
enginn hæh Daða bjó;
loksins einn á víðavangi
varð hann úti í frosti og snjó.
Nein ei framar neyð hann pínir,
norðanbylur lukti hvarm,
' og fannar sveiptur silfurlíni
sofnaði hann við móður barm.
Þessir þættir verða aö vera hóflegir
að lengd. Meira efdr Grím síðar.
Jón úr Vör
Fannborg 7, Kópavogi
-/UPmw^!f í BÍUV^
OG VIÐ SROSUM í UMFERÐ//^
ypéflech RCD-3000
LflSCfí TfífíCn NG SySTCM CD-S flCflDV
" SHUF P.SCN SDK
hSSTg
U-JU
ACD 3000 LW/MW/FM sterió hljómgæði. Geislaspilari. 30 stöðva
minni magnari 2x25 wött. Geislaspilari lagaleitara o.fl.
Útgangur fyrir kraftmagnara.
ARC180 AlvörutækiMW/FMsterióútvarpogsegulband.2x25wött. Upplýstur
stafrænn gluggi. Sjálfvirk spólun á snældu. Tenging fyrir CD geislaspilara.
Útgangur fyrir fjóra hátalara með fullkomið steró innbyrgðis.
ARC 716 L MW/FM sterió hágæða útvarp með segulbandi.
Sjálfvirkur leitari á bylgju og „skanner" sem finnur allar rásir og spilar brot af
hverri. - Stafrænn gluggi er sýnir bæði bylgjulengd og klukku.
ARC 710 MW/FM sterio útvarp og segulband. Sjálfvirkur leitari og „skanner“,
magnari 2x12 wött. Frábær hljómgæði. Tækið er með klukku og sérstaklega
skemmtilegri lýsingu í tökkum.
vers
'dÞess að hlusW
bíltæki.
Heimílistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
■ i samtuttífujto