Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 4
FÖSf UÖÁGUR' 26. JÚNÍ 1992.
Fréttir
Árni Samúelsson kvikmyndahúsaeigandi:
Beðinn um að hressa upp á
bíómenninguna í Finnlandi
„Það var haft samband við mig frá
Finnlandi og ég beðinn um að að-
stoða þá við að lagfæra kvikmynda-
húsin þar," sagði Árni Samúelsson
kvikmyndahúsaeigandi við DV.
Árni sagðist hafa farið út til Finn-
lands að beiðni tiltekins fyrirtækis
og skoðað ein 14 kvikmyndahús í
Helsinki og Tamperen.
„Mér leist ekki nógu vel á það sem
ég sá enda er aðsóknin að daprast
með hverju árinu," sagði Árni. „Það
veitir hreint ekki af því að púkka upp
á þessi bíó þarna. Það er svo margt
sem þarf að gera til aö gera þau aðl-
aðandi. Þeir eru voðalega aftarlega á
merinni með húsin sjálf, svo og alla
þjónustu svo sem sælgætissölu og
annað þvíumlíkt. Bíómenningin
þarna er eins og hún var hér fyrir
svona fimmtán árum.
Þeir voru búnir að frétta af þessum
glæsibíóum hér og vildu fá að vita
hvernig við færum að þessu. Það
getur vel verið að ég fari út aftur til
að segja þeim það."
Árni sagði að í Finnlandi væru
50-60 kvikmyndahús. Ætlunin væri
að hann aðstoðaði við að koma ein-
hverjum hluta þeirra til betri vegar.
Þó væri ekkert fastákveðið í þessum
efnum enn. Það ætti að skýrast síðar
í sumar hvort af þessu yrði eða ekki.
-JSS
Kristin Halldórsdóttir og Gunnlaugur Jósefsson, hugmyndasmiður og hönnuður Ferðavakans, virða tölvuna fyrir
sér á kynningu í Perlunni DV-mynd Hanna
Tölvukerf i fyrir ferðamenn
Svokallaðir Ferðavakar, tölvuvætt
rjpplýsingakerfi fyrir ferðamenn,
liafa nú verið settir upp víðs vegar
um landið. Ferðavakinn er á fimm
tungumálum og auðveldar ferða-
mönnum að skipuleggja ferðalög sín
sjálfir.
Þetta tölvukerfi samanstendur af
tölvu, prentara, geisladrifi og 17"
snertiskjá. í tölvunni má fá almennar
upplýsingar, upplýsingar um sam-
göngur, gistingu, veitingastaði, ferð-
ir, leigur og fleira. Einnig er boðiö
upp á lifandi myndir af öllum helstu
náttúruperlum íslands af geisladiski.
Alls verða settir upp 11 Ferðavak-
ar. Stefnt er að því að fjölga stöðun-
um á næsta ári.
-GS
Umhverfisráðuneytið:
H varf akútar draga úr
eyðslu um 5 til 10%
„Eldsneytisnotkun bíla með
hvarfaúta minnkar að jafnaði um 5
til 10% þegar miðað er við nýlega
bíla án hvarfakúta. Sé hins vegar
miðað við eldri bíla með háþrýstum
vélum fyrir blýbensín er eldsneyti-
snotkun bíla með hvarfakúta svip-
uð." Þetta segir meðal annars í frétta-
tflkynningu frá umhverfis- og dóms-
málaráðuneyti, þar sem gagnrýni á
hvarfaúta er svarað.
Það eru aðallega tveir menn sem
hafa gagnrýnt reglugerðina opinber-
lega. Einar Valur Ingimundarson
efnaverkfærðingur hefur sagt að
kútarnir séu gagnslitlir hér á landi
þar sem svo kalt er í veðri og að þeir
auki eldsneytiseyðslu verulega.
Tryggvi Þ. Herbertsson iðnrekstrar-
fræðingur hefur sagt aö kostnaður
þjóðfélagsins af hvarfakúrunum sé
um 15 milljarðar króna.
í frétt ráðuneytanna segir að ekki
sé vitað um neinn annan búnað eða
aðferð til að draga frekar úr skaðleg-
um áhrifum útblásturs frá bílum en
með hvarfakútum. Þá segja talsmenn
ráðuneytanna að flestir, ef ekki allir,
bílaframleiðendur geti nú boðið bfla
með hvarfakútum og ekki sé vitað
að bflar hafi hækkað í verði þeirra
vegna. Þar sem hvarfakútar eru víða
orðnir hluti af raðsmíði bfla séu bílar
án kútanna dýrari en með þeim.
Þá segja ráðuneytin að útihitastig
hafi nánast engin áhrif á virkni
hvarfakúta.
Umhverfis- og dómsmálaráðuneyti
vísa gagnrýni þeirra Einars Vals og
Tryggva á bug og segja reyndar að
menn ættu að kynna sér staðreyndir
og fyrirliggjandi gögn betur áður en
svo róttæk gagnrýni er sett fram.
í viðtali við Einar Val Ingimundar-
son í DV í fyrradag misritaðist ein
setning þar sem rætt var um aukna
eldsneytisnotkun. í blaðinu stóð að
aukningin væri mest ef sjálfvirkur
skynjari væri í útblæstrinum. Þetta
á aö vera þveröfugt, það er að aukn-
ingin er minnst, en ekki mest með
sjálfvirkum skynjara.
„Það er ekki rétt að reglugerðin sé
sett af umhverfisráðuneytinu," sagöi
Jón Gunnar Ottósson í umhverfis-
ráðuneytinu. Hann sagði að reglu-
gerðin hefði verið sett af heilbrigðis-
og tryggingaráðherra á árinu 1989.
Jón Gunnar vísar gagnrýni Einars
Vals á bug og segir persónulegar
árásir hans á starfsmenn ráðueytis-
ins ekki svaraverðar og að þær lýsi
best þeim sem setur þær fram.
„Það eina sem umhverfisráðuneyt-
ið gerir er að fresta gildistöku í þrí-
gang og breyta þessum reglum þann-
ig að þær nái ekki yfir gamla bfla,
heldur aðeins nýja. Hvarfakútar eru
ekki nefndir í reglugerðinni heldur
er sett hámark á útþlástur skaðlega
efna frá bílum."
- Er hægt að verjast því með öðrum
búnaði en hvarfakútum?.
„í dag eru hvarfakútar besta fáan-
lega tæknin. í reglugerðinni er ekki
sagt hvaða tækni menn nota. Ef ann-
að kemur fram er sjálfsagt að nota
það."
- Þannig að hvarfakútar geta verið
bráðabirgðalausn?
„Við serjum tíára hámarksreglur á
útblástur mengandi efna frá bflum,"
sagði Jón Gunnar Ottósson.
Perlan veldur rekstrartapi hjá Hitaveitunni:
Engin ástæða
að örvænta
segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri
„Þetta reikningslega tap, sem kem-
ur fram hjá Hitaveitunni, er bara
tímabundið ástand. Það er engin
ástæða til að örvænta fyrir hennar
hönd því hún stendur mjög vel og er
í bullandi framkvæmdum. Ef ekki
hefðu komið til vaxtagreiðslur af lán-
um og aðrar fjármagnshreyfingar
hefði hún skilað 200 milljón króhum
í hagnað," segir Markús Orn Antons-
son borgarstjóri.
Rekstrartap varð á Hitaveitu
Reykjavíkur á síðasta ári og vantaði
171 mflljón krónur upp á til að endar
næðust saman. Þetta tap er nánast
einsdæmi í sögu Hitaveitunnar því
oftast nær hefur hún skilað hagnaði
og verið skuldlaus. Skuldir veitunn-
ar voru í árslok um 1,3 mflljarðar og
má rekja stóran hluta þeirra til Perl-
unnar en hún fór um 300 milljónir
fram úr áætlun á síðasta ári. Reiknað
er með hundrað milljón króna
rekstrartapi hjá veitunni á næsta ári.
Tekjur Hitaveitunnar reyndust um
2,5 milljarðar og rekstrarkostnaður-
inn var 2380 mifljónir, þar af námu
afskriftir 1173 milljónum. Eigið fé
veitunnar um síðustu áramót nam
14,5 mflljörðum og eigriir voru metn-
ar á tæpa 16 milljarða.
Að sögn Gunnars Kristinssonar
hitaveitustjóra má að stærstum
hluta skýra rekstrartapið meö mildri
veðráttu á síðasta ári og samdrætti
í byggingaframkvæmdum á veitu-
svæðinu. Því hafi tekjur veitunnar
orðið minni en gert var ráð fyrir. Þá
segir hann kostnað vegna fram-
kvæmda veitunnar hafa orðið meiri
en ráðgert var sem aftur hafi kallað
á lántökur með tilheyrandi kostnaði.
„í upphafi ársins reiknuðum við
með 60 milljón króna tapi en þegar
upp var staðið reyndist það ríflega
110 mflljón krónum meira. Tekjurn-
ar urðu minni og kostnaður fór fram
úr áætlun, einkum þó vegna Perl-
unnar. Það tekur sinn toll. Við mun-
um hins vegar reyna að snúa þessu
við eftir fóngum. Ég á ekki von á
neinum tilburðum í þá átt að hækka
gjaldskrána. Við lifum bara með
þetta," segir Gunnar. -kaa
1
Alvarlegt umferðar-
slys í Bolungarvík
Hlynur Þór Magnúason, DV, laafirdi:
Alvarlegt slys varð í Bolungarvík
eftir hádegi á hriðjudag. Máður,
sem kom á hjóli ráður Traðarstígs-
brekkuna, lenti á bfl sem kom ak-
andi Miðstrætiö og meiddist svo
mjög að bann var fluttur með
sjukraöugi á Borgarspítalann í
Reykjavflc að lokinni læknisrann-
sókn á Isafirði.
Maðurinn sem slasaöist er Jón
Friðgeir Einarsson byggingameist-
ari. Hann yar á leið í vinnu eftir
hádegiþegar slysið varð; fékk ntik-
ið höfuðhögg og vankáðist víð
áreksturinn. Þegar í stað var hlúð
að honum á staðman og kaflað á
sjúkrabfl og lækni. Bíða þurfö
meira en 20 mínútar eftir sjúkra-
bflnum og liflu skemur eftir lækn-
inum. Hvassviðri var og hiö við
frostmark. Sjúkrabíllinn var tfl
retðu í innan viö 50 metra fjarlægð
frá slysstaðnum en samkvæmt
heimildum blaðsins virtist enginn
vita hvér ætti að aka bílnum eða
yfirleitt bver ætti að gera hvað
þrátt fyrir boðunarkerfi sem sagt
er bæöi nýtt og rullkomið.
Jón Friðgeir var fluttur tíl rarav
sóknar á Piórðungssiúkrahúsiö á
ísafirði. Hann reyndist meö hefla-
hristing, glóðarauga og andlitsbein
voru brotín. Brot við gagnauga og
kinnbein gengið inn og einnig var
hann fingurbrotinn. Iáðan hans er
bó eför atvikum góð.
Ný kaupskrárnef nd
_ /
-sme
Utanríkisráðherra hefur skipað
nýja kaupskrárnefnd til aö fjalla um
kjaramál íslenskra starfsmanna
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Nýja kaupskrárnefndin er skipuð
Óskari Hallgrímssyni, forstöðu-
manni vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytísins, sem verður
formaður nefndarinnar. Auk hans
eru í nefridinni Ragnar Halldórsson,
stjórnarformaður Islenska álfélags-
ins, og Guðmundur Gunnarsson,
yaraformaöur Rafiðnaðarsambands
íslands.
A næstu dögum verður tekin
ákvörðun um starfshættí nefndar-
innar.
-bjb