Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992. Smáauglýsingar - Sínú 632700 Fatnaður i miklu úrvali, gott verð. Póstsendura. X & Z barnafataverslun, Skólavörðustíg 6B (gegnt Iðnaðarhús- inu), sími 91-621682. Eigum til mikið úrval af glæsilegum undirfatnaði á frábæru verði. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14. Myndalistar 250 kr. Erum á Laugavegi 8, sími 28181. ¦ Sumarbústaóir Til sölu þessi óvenjuvandaði, fullbúni ca 50 m2 heilsársbústaður með svefn- lofti, tilbúinn til flutnings, byggður af Eyþóri Á. Eiríkssyni byggingar- meistara. Engin skipti. Húsið er til sýnis í Borgartúni 33. Sími 682956. I Skorradal. Til sölu glæsilegt, nýtt 45 m2 sumarhús með 25 m2 svefnlofti, húsið er fullbúið með innréttingu. Upplýsingar gefur Pálmi Ingólfsson, sími 93-70034. Vinnuvélar Til sölu Atlas Copco XAS-125, dísil- skrúfuloftpressa, árg. '90, sérlega r ljóðlát, aðeins 640 klst. notkun. Uppl. i síma 91-45976 eða 31668. Bílar til sölu Fyrir ísl. veðráttu. Chevrolet van, árg. '75, með lyftanlegum toppi, gasmið- stöð, 2 gashellum, vaski, vatni, kæli- skáp o.fl. S. 91-44736 og 985-28031. MAN Ikarus, árgerð '80, til sölu, með de luxe innréttingu, tvöfalt litað gler, 360 Benz mótor, 32 sæta, skipti koma til greina. Uppl. í síma 91-673810 á daginn og- 91-667565 á kvöldin. Toyota Litace, árg. '88, til sölu, ekinn 75 þúsund km, bensínbíll, sætisbekkur aftur í. Upplýsingar í síma 91-689818 og 91-25101 næstu daga. Ford Econoline XLT 4x4, árgerð '88, til sölu, einn fallegasti og mest útbúni bíllinn, er með nánast allt sem hugann getur dreymt um. Nánari upplýsingar á Bílamiðstöðinni, Skeifunni 8, sími 91-678008. Körfubíll, með ajnerískri Rangers körfu, 16 metra lyftigeta, til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Uppl. í síma 91-74743,33927 og 91-652818 kl. 13-17. Sportbill. Einn sá glæsilegasti. Nissan 280 ZX turbo, 6 cyl., bein innspýting, árg. '83, ath. skipti. Uppl. í síma 91-642190, Bílasala Kópavogs. Verið velkomin. Til sölu vörubifreið. Benz 1117, árg. '86, ekinn 98 þús. km, pallur og sturtur, bíll í toppstandi. Uppl. í símum 92-68260, 92-68279 og 91-17382. M. Benz 307 húsbill, árg. '80, til sölu, ekinn 124 þúsund km. Til sýnis og sölu á Borgarbílasölunni. Ymislegt Skráning í 1. kvartmilukeppni sumarslns til Islandsmeistara fer fram í félags- heimilinu Bíldshöfða 14. laugard. 27.6. kl. 15-19. Keppendur mæti kl. 10 til keppni. Ath. ekki skráð á keppnisdag. • Kvartmíluklúbburinn, sími 674530. Nýir sláttutraktorar, 12 ha., 40" sláttu- vél, 6 gírar áfram, mælar, góð Ijós, rafstart, yfirstærð af dekkjum, stgrverð 139 þús. Tækjamiðlun Is- lands, Bíldshöfða 8, sími 91-674727 eða 91-656180. ¦rally ¦ mcnoss \\KLUBBURINN Lokaskráning fyrir rallikrosskeppni 5. júlí verður í félagsheimili aksturs- íþróttaklúbbanna, Bíldshöfða 14, mánudaginn 29. júní frá kl. 20 til 22. Stjórnin. $ Menning Óháð hátíð Undanfama daga, eða frá 13. þ.m., hefur staðið yfir í Reykjavík listahátíð sem aðstandendur kalla Loftárás á Seyðisfjörð - óháð Ustahátíð. Upphaflega hugmyndin að þessu framtaki mun hafa verið sú að sýna fram á þörfina á því að koma á fót fjöllistahúsi þar sem allar listgreinar hefðu að greiðan aðgang og var Iðnó helst nefht í þessu sambandi sem heppilegt. Hugmyndin vatt fljótiega upp á sig og varð á endanum heil listahá- tíð, með uppákomur víðs vegar um bæinn þótt ekki hafi reynst mögulegt að þessu sinni að nýta Iðnó, af ýmsum ástæðum. Undirritaður taldi hvorki meira né minna en 50 atriði í efnisskránni og kennir þar ýmissa grasa: myndhstarsýningar, tónleikar, gjörningar og spuni, kvikmyndir, dans, ljóðalestur, barnadagskrá og leiklist. Lögð er áhersla á að kynna ungt, íslenskt listafólk sem lítt eða ekki hefur komið fram eða fengið list sína kynnta áöur. Á vegum óháðrar listahátíðar voru haldnir tónleikar í Galleríi Ingólfsstræti á þriðjudaginn var. Tónleikana hófu þau flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara og léku þau sígaunalög frá Mið-Evrópu eftir ýmsa höfunda. Leikur þessa þrí- eykis var hið mesta ánægjuefni og léku þau þessa léttu dagskrá af mikilh samhæfni og listfengi. Þá tók við ljóðalestur þar sem þeir Jón Stefánsson og Þorsteinn Vilhjálmsson lásu eigin ljóð en Gunnar Kvaran sellóleikari tók við að því loknu og lék hann Svítu nr. 1 í G-dúr eftír Bach. Gunnar hefur undanfar- in ár verið að fægja og móta túlkun sína á svítum Bachs og var leikur hans þetta kvöld frábær og gaman að heyra hve persónuleg túlkun hans á þessu verki er orðin. Eftir ljóða- og sögulestur þeirra Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og Torfa Ólafssonar söng Sigríöur Elliða- Tónlist Askell Másson dóttir við meðleik Vilhelminu Ólafsdóttur píanóleik- ara 3 lög eftír Óskar Guðmundsson, blökkumanna- sálrninn Old Man River og aríur eftir Gliick og Bizet. Lög Óskars Guðmundssonar eru ósköp hugljúf en vantar sérkenni og frumleika. Hlutur píanósins er aukinheldur of tilbreytingarlaus. Sigríður er ung söngkona með hljómmikla rödd. Hún er músíkölsk en nokkuð skortir á öryggi hennar og þjálfun ennþá. Henni hættir m.a. til að fókusera of lágt á háa tóna og „break" raddarinnar er enn of skýrt. Samspil þeirra Sigríðar og Vimehnínu var sæmilega gott. í heild var þetta hin skemmtilegasta uppákoma. Laugarásbió: Töfralæknirtnn: * * Undraland í hættu Sean Connery gengur í svefni í gegn um mynd sem sárlega þarfnast hæfileika hans til þess að halda at- hygli áhorfendanna. Þessi mynd er mikil vonbrigði fyrir þá sem bjuggust við miklu af fjögurra milljóna handriti Tom Shulman (hét áður The Stand en varð að víkja fyrir rétti Stephen King á nafninu), leikstjór- anum sem hefur gert góða hluti hingað til og að sjálf- sögðu Connery. Útkoman er misheppnuð og það vant- Kvikmyndir Gísli Einarsson ar alveg eitthvað bitastætt til að gera myndina að góðri skemmtun. Sagan segir frá því þegar dr. Rae Crane (Bracco) kemur í frumskóg Amazon til þess að aðstoða dr. Ro- bert Campbell (Connery) við rannsóknir en hann hafði ekki látið heyra frá sér í mörg ár og allir voru tilbún- ir að afskrifa hann. Ekki aldeilis. Hann er búinn að gera merkustu uppgötvun tuttugustu aldarinnar en á í vandræðum með að fullvinna hana. Ekki bætir úr skák að frumskógarparadísinni hans, þar sem hann býr í sátt og samlyndi við innfædda, er ógnað af vega- lagningarvinnuhópi sem færist nær með hverjum degi. Það sem er að hér er að sagan er fátækleg. Connery og Bracco eru einu leikararnir og handritið býður ekki upp á mikinn samleik fyrst ástarsöguþættinum er sleppt. Þær skírskotanir sem sagan er með auka ekki á skilning á einu eða neinu, hvorki regnskóginum né ábyrgðinni sem felst í því að kollvarpa menningu innfæddra. Þau gera lítið annað en að þvælast um skóginn þveran og endilangan og Connery fær síðan nokkur atriði þar sem samviskan kvelur hann. Bracco stendur sig ágætlega en persóna hennar er vægast Sean Connery og Lorraine Bracco fara meö aöalhlut- verkin í myndinni. sagt óþolandi borgarbam sem kvartar og kveinar stanslaust fyrsta hálftímann en á endanum lærir hún að slaka á og öðlast virðingu fyrir fumskóginum, hin- um innfæddu og að sjálfsögðu Connery. Leikstjórinn, McTiernan, hefur gert tvær yfirburða hasarmyndir en honum er um megn að vinna úr þess- um efnivið. Meira að segja tökurnar af frumskóginum eru óspennandi. Það er helst áhrifamikil tónlist Goldsmith sem eykur á vídd sögunnar en á endanum er það sagan sjálf sem veldur ekki verkinu. Medicine Man (Band.-1992) 106 min. Handrit: Tom Shulman (Dead Poets), Sally Robinson, Tom Stoppard (Russia House, Emplre of the Sun) eitir sögu Shul- man. Leikstjórn: John McTiernan (Die Hard, Predator, Hunt for Red October). Tónlist: Jerry Goldsmith (Sleeping With the Enemy, Total Recall, Russia House). Leikarar: Sean Connery, Lorraine Bracco (Goodfellas, Some- one to Watch Over Me, Switch). Háskólabíó: A sekúndubroti: * Vi Of urmenni í tímahraki Feitur og pattaralegur Rutger Hauer leikur enn einn ofurtöffarann (bihð milh hetjanna og brjálæöinganna er alltaf að minnka) sem er lögga og fær hýjan félaga (þetta kallar maður frumlegt) til fcess að hjálpa sér að eltast við raðmorðingja í London árið 2008 (breyta svohtið til) sem hefur gaman af því að rífa hjörtun úr fólki með handafli og bíta í þau. Hauer fær alltaf haus- verk þegar raðmorðinginn er nærri og nýi félaginn er raðmorðasérfræðingur þannig að þeir eru fullkom- jö teymi. Svo blandast inn í þetta ægilega þung og al- varleg ástarsaga milh Hauer og Kim Catrall. Þegar fór að hða á myndina fannst mér hún bara alveg í lagi. Húmorinn var góður, sérstaklega hjá Duncan sem er samsuða af svo mörgum klisjum að hann er bara reglulega fyndinn. Catrall er alltaf sæt og leikur vel til einskis, Hauer er í lagi, restin la la, en svo kom reiðarslagið. Endirinn er svo lélegur að hann gerði út af við mynd- ina og það sem hafði verið þolanlegt að sirja undir var nú orðið argasta tímasóun. Eftir að hafa beðið eftir því að fá að vita hvaö þeir væru eiginlega að eltast við, eitthvað sem hafði ofurkrafta, ofurhraða, ofur- hljóðlátt og jafnvel ósýnilegt og ég veit ekki hvað meira þá gat ég ekki annað en hlegið. Endalokin voru síðan snögg og útskýrðu ekki neitt enda hafði einhver Kvikmyndir Gísli Einarsson annar leiksrjóri tekið við. Eg var kominn út á sekúndu- broti. Split Second (Bresk - 1992) 91 min. Leikstjóri: Tony Maylam. Leikarar (Rlddle of the Sands, The Burnlng). Lelkarar: Rutger Hauer (Wedlock, Blade Runner), Neil Dunc- an, Kim Catrall (Bonfire of the Vanities, Mannequln, Star Trek IV)-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.