Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 26. JUNI 1992.
13
Sviðsljós
Leikskólabörn sungu á 17. júni skemmtun á Fáskrúðsfirði.
Sungið 17. júní
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Sautjándi júní hátíðahöldin á Fá-
skrúösfirði hófust með skrúðgöngu
og að henni lokinni var samkoma á
skólavelh. Ræðu dagsins flutti Þröst-
ur Sigurðsson sveitarstjóri og 17. júní
hlaup Leiknis fór fram að venju.
Keppt var í 7-8 ára, 9-10 ára og 11-12
ára flokkum stúlkna og drengja.
Séra Þorleifur Kjartan var með
helgistund og kirkjukórinn söng.
Ingólfur Hjaltason, formaður Ung-
mennafélagsins Leiknis, afhenti
Baldri Björnssyni fagurlega útskor-
inn stein frá Álfasteini á Borgarfirði
eystra og blómvönd í viðurkenning-
arskyni, en Baldur var gerður að
heiðursfélaga Leiknis. Hann er einn
af stofnendum félagsins og hefur ver-
ið í því óslitið í rúma hálfa öld, eða
frá stofnun þess.
Margt var sér til gamans gert á
hátíðinni, m.a. sungu börn úr leik-
skólanum Kærabæ og um kvöldið
var útidansleikur á skólavellinum
og var þar margt ungmenna.
Uthlutað úr minningarsjóði
um Jean Pierre Jacquillat
Fyrir stuttu var úthlutað úr
minningarsjóði Lindar hf. um Jean
Pierre Jacquillat. Var það Þóra
Einarsdóttir söngkona sem hlaut
styrkinn en þetta var í fyrsta skipti
sem hann var veittur og var hann
að upphæð 600.000 krónur.
Síðustu fjögur ár hefur Þóra
stundað söngnám við Söngskólann
í Reykjavík undir handleiðslu Ólaf-
ar Kolbrúnar Harðardóttur. í fyrra
lauk hún stúdentsprófi af tónlistar-
braut Menntaskólans við Hamra-
hlíð en mun í haust hefja nám við
Guildhall School of Music and
Drama í London.
Jean Pierre Jacquillat, sem lést
af slysfórum þann 11. ágúst 1986,
var aðalbJjómsveitarsrjóri Sinfó-
níuhljómsveitar íslands 1980 til
1986. Við lát hans kom upp sú hug-
mynd hjá stjórnarmönnum Lindar
að komið yrði á fót sérstökum
minningarsjóði í hans nafni. Er
hlutverk sjóðsins að styrkja tón-
listarfólk til að afla sér aukinna
menntunar og reynslu á sviði tón-
listar.
Cecile Jacquillat, ekkja Jean Pierre Jacquillat, óskar Þóru Einarsdóttur
til hamingju með styrkinn. Bak við þær stendur Erlendur Einarsson,
formaður minningarsjóðsins. DV-mynd BG
BÁRUSTÁL
Sígilt form-Litað og ólitað
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000
ISLAND ER LAND
ÞITT!
SVARSEDILL
Vertu með í skemmtilegum fjölskylduleik þar sem glæsileg
verðlaun eru í boði! Stilltu á FM 957 og hlustaðu eftir nánari
upplýsingum um ÍSLAND ER LAND ÞITT!
Svar no. 1
Svar no. 2
Svar no. 3
Svar no. 4
Svar no. 5
Svar no. 6
Svar no. 7
Svar no. 8
Svar no. 9
Svarno. 10
Nafn
Heimilí
Staður
Póstnúmer
SvarseðiUinn sendist 1
FM 957 - ÍSLAND ER LAND ÞITT!
Gerðuberg l 111 Reykjavík
Skilafrestur rennur út þann 14. júlí n.k.
Dregiðverðuríbeinniútsendingu 15.júlí
FM*F957
.. .ferðumst meira um landfö okkar!
ÞAÐ ERU
SÖGUR I
rórnantískar
SÍMANUM ÞINUM
leleworld ísland
Nú er gaman ísímanum
Hringdu ísíma 9910 99 og þú heyrir spennandi og rómantíska sögufyrir 39,90 á mínútu.