Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992.
33
Veiðivon
2
LaxáíAðaldal:
II
laxa
múrinn rof inn
ÍM^^iv
Tryggvi Þóröarson með 20 punda laxinn stuttu eftir löndun hans í Brúarhyl
í Laxá í Aöaldal. Laxinn veiddi Tryggvi á flugu sem faðir hans, Þóröur
Pétursson, hnýtti og hannaði, Dodda rauða númer 8.
DV-mynd Þórarinn
„Á þessari stundu eru komnir 200
laxar og það hafa veiðst tveir 20
punda, annar hjá okkur en hinn í
Nesi," sagði Orri Vigfússon er við
spurðum um Laxá í Aðaldal í gær-
kveldi.
„í fyrra var meðalþyngdin 9 pund
en núna eru það 12 pund," sagði Orri
ennfremur
„Veiðin gekk ágætlega hjá okkur
og við fengum 15 laxa, sá stærsti var
20 pund," sagði Þórarinn Sigþórsson
en hann var á bökkum Laxár fyrir
fáum dögum.
„Það var Tryggvi Þórðarson 13 ára
sem veiddi fiskinn og landaði alveg
einsamall. Hann hefur ótrúlega mik-
inn áhuga á veiði hann Tryggvi og
ég spái því að hann verði orðinn
15-20 ára mesti veiðimaður landsins.
Hann er stórkostlega efnilegur. Lax-
inn tók fluguna Dodda rauða númer
8 og var hann 30 mínútur að landa
laxinum. Við lentum í miklu mold-
roki og þetta var ekkert veiðiveður
á timabiU," sagði Þórarinn í lokin.
Það verður gaman að sjá hvort spá,
sem Sportveiðiblaðið birti fyrir
skömmu, þar sem Laxá í Aðaldal er
spáð efsta sætinu í sumar, rætist.
Eins og er eru-Þverá, Kjarrá og Norð-
uráefstar. -G.Bender
Leirvogsá:
11 laxar á fyrsta veiðidegi
„Við erum hressir með þessa opun
í Leirvogsánni þetta sumarið, það
komu 11 laxar í dag og hann var 10
pund sá stærsti en sá minnsti 3,5
pund," sagði Guðmundur Magnús-
son í Leirvogstungu í gærkveldi.
Veiðin hófst í Leirvogsá í gærmorg-
un.
„í fyrra veiddist 1 lax og 3 regn-
bogasilungar. Veiðimenn sáu fisk um
alla á en þessir fiskar veiddust frá
Ketiihyl niður í sjó," sagði Guð-
mundurennfremur. -G.Bender
Bylgja Þrastardóttir með væna
bleikju af silungssvæði Svínafossár
fyrir fáum dögum. Hún mun eflaust
renna fyrir fisk á veiðidegi fjölskyld-
unnar. DV-myndir ÞÞ
Veiðidagurfjölskyld-
unnar á sunnudaginn
Á sunnudaginn verður haldinn
veiðidagur fjölskyldunnar en það eru
Landssamband stangaveiðifélaga og
Ferðaþjónusta bænda sem standa
fyrir þessum veiðidegi.
í 20 veiðivötnum verður boðið upp
á ókeypis veiði. Vötnin eru Hreða-
vatn í Norðurárdal, Vatnasvæði
Lýsu í Staðarsveit á Snæfellsnesi,
Haukadalsvatn í Haukadal, Hnausat-
jörn í Þingi, Höfðavatn á Höfða-
strönd, Hestvatn í Grímsnesi, Vest-
mannsvatn í Reykjadal, Ekkuvatn í
Fellum, Úlfljótsvatn í Grímsnesi,
Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðs-
ins, Keifarvatn, Geitabergsvatn, Þór-
isstaöavatn, Eyrarvatn, Langavatn,
Elliðavatn, Botnsvatn við Húsavík,
Langavatn við HveraveUi og
Kringluvatn sunnan við Kringluvatn ,
og Vesturós Héraðsvatna í nágrenni
Sauðárkróks.
Amarvatnsheiði
opnuð í morgun
„Við ætlum að opna Arnarvatns-
heiðina í fyrramálið (í dag) og eigum
von á einhverjum veiðimönnum
fyrstu dagana. Það hefur verið mikið
spurt um heiðina," sagði Snorri Jó-
hannsson á Augastöðum í gærkveldi.
Dagurinn er seldur á 1900 kr. en
helgin er á 3000 kr. Þetta er sama
verðogífyrra. -G.Bender
Meiming Tilkyimingar
Haskólabíó - Lukku-Láki: *
Mislukkaður Láki
Langt er síðan hætt var að þýða Lukku-Láka bækur yfir á íslensku en
ég er viss um að af minni kynslóð eru margir aðdáendur. Þeim er eindreg-
ið bent á að forðast þessa sjónvarpsuppfærslu og halda fast í bernsku-
minningarnar.
ítaíir hafa tekið sig til og gert sjónvarpsseríu um Lukku-Láka og er
upphaf seríunnar líka dreift í bíó til þess að krækja í aukaaura. Verst
fyrir bíógesti að það skuli ekki búið svo um efnið að það henti sem kvöld-
skemmtun.
Sagan sprettur beint upp úr síöum bókanna og hefst á því að landnem-
ar setjast að á sléttunni og slá upp fyrirmyndarbænum Daisy Town með
Kvikmyndir
Gisli Einarsson
miklum myndarbrag. Fljótlega gerast sumir heldur snöggir til með byss-
una og brátt fær bærinn á sig orð sem hið mesta lastabæli. Enginn þorir
að vera skerfari fyrr en Lukku-Láki kemur í bæinn ríðandi á ...? Nú
var mér nóg boðið. Fararskjóti og betri helmingur Lukku-Láka, sem fylgdi
honum gegnum súrt og sætt í yfir 30 bókum, hefur fengið nýtt nafn, sem
er honum ekki samboðið, og ég ætla ekki einu sinni að hafa eftir. Hver
sá sem hefur lesið, þó ekki væri nema eina Lukku-Láka bók veit að Jolly
Jumper, vitrasti hestur vestursins, heitir Léttfeti á íslensku. Þýðandinn
myndarinnar hefur ekki svo mikið sem tekið upp eina af hinum einstak-
lega skemmtilega þýddu Lukku-Láka bókum.
Hvað um það, myndin er hvort sem er vonlaus og það mun enginn fara
á hana nema krakkar sem hafa sennilega aldrei lesið upprunalegu sögurn-
ar og svo kemur þáttaröðin í sjónvarpi og þessi spagettí-útgáfa Lukku-
Láka mun skemmta nýrri kynslóð sem veit ekki hverju hún missti af.
Iþróttaf élag fatlaðra
Aðalfundur Iþróttafélags fatlaöra í
Reykjavlk var haldinn 30. maí sl. á 18 ára
afmæli þess. Öll aðstaöa félagsins gjör-
breyttist til batnaðar við opnun íþrótta-
húss þess í Hátúni 14, en það var vígt 1.
sept. sl. Á vegum félagsins eru þar æfing-
ar í boccia, bogfimi, borðtennis, fótbolta,
frjálsum íþróttum og lyftingum, sem
áhugasamir og færir þjálfarar sjá um, en
sundið er eina greinin sem æfð er utan
íþróttahúss félagsins. Símon E. Sig-
mundsson, Vesturgötu 7, Reykjavík, arf-
leiddi félagið að öllum eigum sínum til
helminga á móti Reykjalundi, höfðingleg
gjöf sem vissulega kemur sér vel.
Rauði kross íslands
Myndin Mannréttindi í verki er mynd
sem Rauði krossinn hefur látið þýða og
gefið út með íslensku tah. Myndin er
gerð af breska Rauða krossinum og fjall-
ar um störf sendifulltrúa Alþjóðaráðsins
á átakasvæðum, en þeirra hlutverk er
meðal annars að hafa eftirUt með að
Genfarsáttmálarnir séu haldnir. Sýning-
artími myndarinnar er 18 mínutur. Hún
er til sölu á skrifstofu RKÍ og jafnframt
til útláns úr bóka- og myndbandasafni
Fræðslumiðstöðvar RKÍ.
Hana nú í Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt verður
af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað
molakaffi.
Hjartagangan1992
yerður um land allt laugardaginn 27. júní.
í fyrra var gengið á um 30 stöðum og
tóku um 4000 manns þátt. í ár verða alls
níu félagssamtök sem standa að
göngunni. Á höfuðborgarsvæðinu verður
gengið um Elliðarárdal og verður lagtaf
VERSLUN VEIÐMANNSINS
VEIÐILEYFI í EYSTRI RANGÁ.
LAUGAVEGI 178, SIMAR 16770 - 814455, FAX 813751
stað frá Mjódd á tímabilinu kl. 14-16. Mun
Markús Orn Antonsson, borgarstjóri í
Reykjavík, ávarpa göngufólk kl. 14.
Hjartagangan er farin í fjáröflunarskyni
og því ekkert þátttökugjald.
Rjómabúið Baugsstöðum
verður opnað laugardaginn 27. júní og
verður opið um helgar í sumar frá kl.
13-18. Rjómabúið hóf starfsemi sína 1905
og starfaði nær óslitið til 1952. Vatnshjól-
ið og tækin í vinnslusalnum munu snú-
ast þegar gesti ber að garði og minna á
lóngu liðna tíma. Úppl. í síma hjá Hrefnu
98-21469, Kristínu 98-22117 eða Sigurði
98-63369.
Jónsmessumót Ungl-
ingareglunnar
verður haldið í Galtarlækjarskógi laug-
ardaginn 27. júní nk. Mótið hefst kl. 13
með boltakasti. Mótinu lýkur laust fyrir
kl. 20 með afhendingu verðlauna fyrir
þrautir. Mótið er opið öllum börnum á
aldrinum 6-14 ára. Sætaferðir verða til
og frá flestum kaupstöðum suðvestur-
hornsins. Þátttöku þarf að tilkynna í
síma 19944.
Félag eldri borg-
ara í Reykjavík
Gönguhróífar leggja af stað frá Risinu
kl. 10 laugardagsmorguninn 27. júni.
Kristniboðsmót í Vatnaskógi
Helgina 26.-28. júní stendur Samband ís-
lenskra kristniboðsfélaga fyrir árlegu
kristilegu móti í Vatnaskógi. Mót þetta
hefur verið haldið um áratugi í Vatna-
skógi og er yfirskrift þess í ár: Leitið fyrst
ríkis hans. Mótið er öllum opið og eru
næg tjaldstæði og hægt að fá gistingu í
svefnskálum í Vatnaskógi meðan hús-
rúm leyfir.
Big foot
Almenningi gefst nú kostur á að skoða
Big foot trukkinn og verður hann til sýn-
is við Kringluna frá kl. 15-18 i dag, föstu-
dag.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Sumarferðin verður farin laugardaginn
4. júlí nk. Farið verður frá Húsmæöra-
félagshúsinu, Baldursgötu 9. Farið verð-
ur um Borgarfjarðarbyggðir. Uppl. hjá
Sigríði 14617, Þuríði 81742 og hjá Bergrós
39828."
Leikhús
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Leikferð Þjóðleikhússins um Norður-
og Austurland:
KÆRA JELENA
Húsavik: Samkomuhúsið.
íkvöldkl.21.
Miðapantanir í Samkomuhúsinu, simi
41129.
Ólafsf jöróur: Samkomuhúsid.
Laugardag 27. júní kl. 21.
Miðapantanir i Félagsheimilinu dag-
lega (rá 17-19 ísíma 62188.
Varmahlið: Miðgarður
Sunnudag 28. júni kl. 21.
Miðasala við innganginn.
Blönduós: Félagsheimilið.
Mánudag 29. júni kl. 21.
Miðasala við innganginn.
Alþjóðlegur styrkur
Nýlega var Lofti Erlingssyni veittur al-
þjóðlegur styrkur, í a.m.k. eitt ár, til að
stunda framhaldssöngnám við Royal
Northern College of Music í Manchester.
Er þetta í fyrsta skipti sem íslendingi
hlotnast sá heiður að fá styrk nl að
stunda nám við konunglegan breskan
tónlistarháskóla. Loftur hefur komið
viða fram sem einsöngvari, meðal annars
í hlutverki Umbertos í Ráðskonuríki og
Fígaró, í Þáttum úr Brúðkaupi Fígarós,
sem hvort tveggja voru nemenda-
uppfærslur á vegum Söngskólans. Þá
hefur hann farið nokkur einsöngshlut-
verk hjá íslensku óperunni, m.a. í Ævin-
týrum Hoffmanns.
70 ára afmæli
Dagana 25.-28. júní nk. ætla Flateyringar
að minnast 70. ára afinælis hreppsins.
Fjölbreytt dagskrá verður_þessa dága, t.d
mun samkór Vestur-Isafjarðarsýslu
flytja syrpu af lögum úr óperettum eftir
Franz Lehar í útsendingu Svend Sanby,
textann þýddi Guðmundur Ingi Krist-
jánsson. Stjórnandi kórsins er Ágústa
Ágústsdóttir og undirleikari er Sr. Gunn-
ar Björnsson. Einnig verður dansleikur,
varðeldur og margt fleira.
Háskólahátíð
verður haldin í Háskólabíói laugardaginn
27. júní nk. kl. 14, þar sem kandidatar
verða brautskráðir. Athöfhin hefst með
þvi að Blásarakvintett Reykjavíkur leik-
ur. Háskólarektor, Sveinbjörn Björns-
son, ræðir málefni Háskólans og ávarpar
kandidata. Deildarforsetar afhenda
kandídötum prófskírteini. Að þessu sinni
verða brautskráðir 522 kandidatar.
Tapaðfundið
Síamsköttur,
fress tapaðist frá Kársnesbraut 21c,
Kópavogi, 14. júní sl. Finnandi er vin-
samlegast beðinn um að hringja í sima
41009, 40545 eða 45051.
Brúðkaup
Þann 27. júní nk. kl. 16 verða gefin saman
í hjónaband í Neskirkju af séra Guö-
mundi Óskari Ólafssyni Guöný Lilja
Guðmundsdóttir og Ingi Ingason.
Heimili þeirra er að Hjarðarhaga 42,
Reykjavik.
Tóiúeikar
Bubbi Morthens
heldur tónleika á Valsvellinum 27. júní
nk. kl. 16 og veröur aðgangur ókeypis.
Það er vegna samnings sem Bubbi hefur
gert við Visa Island sem gerir honum
kleift að bjóða landsmönnum upp á
ókeypis tónleika.