Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 32
Ul FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 63 27 00 FOSTUDAGUR 26. JUNI 1992. SjómaðuráÓlafiHF: Bjargaðisteftir aðtrillasökk Sjómanni af trillunni Ólafi HF 449 ?~--vúr Hafnarfirði var bjargað um borð í Þyt HF í nótt eftir að mikill leki hafði komið að trillunni sem er tré- bátur. Loftskeytastöð hringdi til Tilkynn- ingaskyldu SVFÍ um klukkan hálftvö í nótt og var Landhelgisgæslu þá gert viðvart. Nálægum bát, Þyt HF, fleiri bátum og togaranum Viðey var stefnt á staðinn sem var um 15 mílur norð- ur af Garðskaga. Þytur kom fyrstur að Óláfi en um svipað leyti var þyrla Gæslunnar komin á vettvang. Sjó- maðurinn var þá tekinn um borð í Þyt en síðan var ákveðið að freista þess að draga bátinn til hafnar. Eftir um 2 klukkustunda tog, um klukkan 4 í nótt, sökk Ólafur. Komið var með -^•skipverjann heilan á húfi til Hafnar- fjarðarímorgun. -ÓTT Yfir20ærdauðar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Bayidur í Skagaflrði og Eyjafirði hafa unnið að því hörðum höndum eftir óveðrið að ieita að fé á afréttum sínum og fundið yfir 20 dauðar ær. Skagfirðingarnir fóru á Kálfárdal í gær og fundu 15 dauðar ær. Þeir ~~?* grófu fjölda úr fönn og það og annað fé sem safnast hafði saman gátu þeir rekið á betri staði. . Bændur í Grýtubakkahrepþi í Éyjafirði fundu 8 dauðar ær í leiö- angri sínum í fyrrakvöld. Annar leið- angur fór til leitar í gærkvöldi. StefánJónhættir Stefán Jón Hafstein hefur sagt upp sem forstöðumaður rásar 2. í morgun .vildi hann hvorki neita þessu né játa og því síður segja hvað tekur við hjá.- honum. Heimildir DV segja ástæð- una vera mikinn niðurskurð á fjár- Yeitingumtilrásar2. -sme ^ Helgarblaðiðífrí Forsvarsmenn Helgarblaðsins hafa ákveðið að gefa útgáfu blaðsins frí fram á haust. Ástæðan er gjaldþrot Útgáfufélagsins Bjarka hf. sem gaf út Þjóðviljann sáluga. Helgarblaðs- menn hafa haft tæki og tól Bjarka á leigu og ætla að endurskoða útgáfu- málsínísumar. -bjb Síðastatárið Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mun hætta að framleiða brennivín í dag. Síðdegis í dag verður síðasta ^__^opinbera blandan sett á flösku. Héð- "'an í frá mun framleiðslan verða í höndumeinkaaðila. -kaa LOKI Verður ekki fjölmenni við minningarathöfnina í Ríkinu? Tveir björguðust eflir að Káraborg HU 77 sökk í nótt: Vissum að við vor- um f undnir þegar f luovélin kom - sagði skipstjórinn, nýkominn úr þyrlnnni í morgun „Við komumst strax i gúmmíbát- inn en náðum ekki að senda neyð- arkaJl um talstðð. Ég reyndi eins og ég mögulega gat, bæði símann og talstöðina, en það var ekkí hægt. Þetía bar mjög skjótt að," sagðí Ástvaldur Pétursson, skipstjóri á Káraborg HU 77, sem sokk um 45 mílur suðsuðvestur af Reykjanesi í nótt Tveir menn voru um borð, Ástvaldur og Hörður Andrésson úr Garðabæ. Þyrla Landhelgis- gæslunnar kom með sjómennina heila á húfi til Reykjavíkur um klukkan 8.30 í morgun. „Viö vorum Mnir að ieggja lín- una á ellefta timanum i gærkvöldi. Siðan fórum við að sofa eins og við erum varár. Svo vaknaði ég við gangtniflanir í vélinni og fór þá í rólegheitum aftur í. Þá sá ég hvers kyns var og öskraði á Hörð. Mikill sjór var kominn aftur í og yið réð- um ekki við neitt. Höröur hentí flotgðöunum upp. Maöur vissi ekk- ert hvað gerðist. Við megum kall- ast heppnir að sleppa. Þegar svona gerist stendur mað- ur ráðþrota og reynir bara að forða sér," sagði skipstjórinn. Ástvaldur hefur verið á Kára- borginnií tvö ár og segir hana hafa reynst mjög vel. Þegar Ástvaldur og Hörður voru komnir í gúmmí- bátínn í nótt víssu þeir ekkért hve- hær hjáip bærisL Þeir vissu aðeins að þeir höfðu ekki náð að senda neyðarkall. Kall kom þó í gegnum sjáifyirkan neyðarsendi gúmmí- Mtsöjs um klukkan 4 í nótt og bar st tii stjórnstöðva SVFI og Landhelg- isgæslunnar. Flugvél flugmála- stjómar var þá send á vettvahg. Hún fann gúmmíbát sjómannahna klukkán 6.43 og var þyrla Gæsl: unnar þá þegar send á vettváng. Á þeirri stundu varð ljóst að einhver var í nauðum staddur. Þó var ekki hóst um hvern eða hverja var að ræða, hvort bátur hefði sokkið eða hvort flugvél hefði farið í hafið. „Við biðum bara rðlegir og töluð- um saman eins og við erum vanir ef eitthvað bjátar á. Um leið og við sáum flugvélina sendum við blys. Þá vissum við að það var búið að finná okkur. Þetta er erfiít en aðal- atriðið er að vera heill og kominn aftur," sagði Ástvaldur. ¦ÓTT Lögreglan hafði afskipti af ungum manni þegar hann lét sig fljóta á vindsæng á milli örfiriseyjar og Akureyjar undir hádegi í gær. Þegar bátur lögreglunnar nálgaðist manninn hafði hann skriðió upp á sker með farkost sinn en hélt för sinni síöan áfram áður en hann var tekinn upp í bát lögreglunnar og færður í land. Afskipti voru höfð af sama manni við svipaða iðju fyrir skömmu. Lögreglan ákvaö því að bjóða honum að fá að vera með í næstu bátaæfingu sinni. DV-mynd S Veðrið á morgun: Léttskýjað * sunnan- 1 lands J Á hádegi á morgun verður norðvestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi. Á Norðurlandi verða skúrir eða slydduél en léttskýjað syðra. Hití verður á bilinu 2 tíl 14 stig og hlýjast sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Sjávarútvegsráðherra: Bjóst aldrei við miklu af f undi hvalveiðiráðsins „Ég bjóst aldrei við miklu af fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þessar fréttir staðfesta einungis þann grun sem legið hefur í loftinu, að ráðið myndi ekkert gera," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra við DV. Ýmislegt bendir til þess að á árs- fundinum, semhefstí byrjunnæstu viku, verði ekki gengið til atkvaaða- greiðslu um hvort heimila eigi tak- markaðar hvalveiðar. íslendingar hafa sagt sig úr ráðinu og sitja því aðeins einn dag á ársfundinum. „Mitt mat var að við hefðum svo oft orðið fyrir vonbrigðum með störf ráðsins að rétt væri að skera á þetta núna," sagði Þorsteinn. „Allt hefur þetta komið á daginn, nú síðast með þeim tíðindum að ráðið muni ekkert gera. Við höfum lagt kapp á að tryggja stöðu okkar með öðrum hætti. Við erum aðilar að nýstofnuðu Norður-AUantshafsráði. Við munum leggja áherslu á að koma samningi þess í framkvæmd og setja á fót þær nefndir og stofnanir sem hann gerir ráð fyrir." Aðspurður um hvenær gera mætti ráð fyrir að íslendingar gætu hafið hvalveiðar á nýjan leik, kvaðst Þor- steinn ekki geta tímasett það. -JSS Ríkisstjórnin í fjárlagavinnu Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun. Til umfjöllunar var gerö fjárlaga fyrir 1993 en til stendur að loka fjárlagarammanum á næstunni. Samkvæmt heimildum DV liggja út- gjaldaóskir einstakra ráðherra fyrir en fram undan er niðurskurður á þeim. Mestur mun hann verða í heil- brigðisráðuneytinu en þar stefnir í raunaukningu útgjalda milli ára þrátt fyrir óvinsælar aðhaldsaðgerð- ir að undanförnu. Samkvæmt gild- andi fjárlögum fara 44 milljarðar til heilbrigðis- og tryggingamála í ár. -kaa 39sluppuúr brennandi rútu 32 börnum, 6 leiðbeinendum og bíl- stjóra tókst að forða sér úr alelda rútu á Kambabrún í gær. Rútan er gjörónýt eftir. Hópurinn hafði verið í skemmti- ferð í Hveragerði. Ein 7 ára telpa fékk snert af reykeitrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.