Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Side 4
4 MÍÐVIKUDAGÚR 22. JtJLÍ 1992. Fréttir Bjöm Líndal aðstoöarbankastjóri Landsbankinn hefur búið sig undir áföll - og er enn að - 600 milljonir á afskriftareikning það sem af er þessu ári „Það er rétt aö hafa í huga að í árslok 1991 voru 80 prósent af út- lánum Landsbankans til annarra en sj ávarútvegsfyrirtækj a, “ sagði Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, þegar hann var spurður hvort niðurskurður í þors- kveiðum kæmi ekki til með að verða Landsbankanum erfiður en 60 prósent allra sjávarútvegsfyrir- tækja eru með viðskipti í Lainds- bankanum. „Opinberir aðilar eru með 17 pró- sent útlána Landsbankans, ein- staklingar eru með 22 prósent og verslun 16 prósent svo nokkur dæmi séu tekin. Engu að síður hafa menn viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og staða afskriftarsjóðs hjá bankanum í árslok 1991 var 2.600 milljónir króna þrátt fyrir að á því ári hafi 1.100 milljónir króna end- anlega verið afskrifaðar. Á fyrstu sex mánuöum þessa árs hefur Landsbankinn lagt 600 milljónir til viðbótar í afskriftasjóðinn. Þetta sýnir að bankinn hefur búið sig undir áföll og er enn að. Samhhða er sífellt unnið að athugun á stöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Það er að mínu mati rangt að alhæfa mikið um aögerðir bankans á næstu misserum. Hvert fyrirtæki hefur sitt sérkenni sem talka verður tillit til,“ sagði Bjöm Líndal. Þaö liggur fyrir aö mörg sjávarút- vegsfyrirtæki munu eiga í veruleg- um erfiðleikum á þessu ári. Niður- skurður í þorskveiðum veröur eflaust til þess að flýta fyrir vand- anum. Arnar Sigurmundsson, formaður Félags fiskvinnslustöðva, hefur sagt í samtali við DV að hætta sé á fjöldagjaldþrotum í sjávarútvegi og fplksflótta í framhaldinu. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt í samtali við DV að ríkisstjóm- in standi frammi fyrir erfiðum ákvöröunum og hægt sé að taka ákvörðun sem geti leitt tíl þess aö atvinnulíf í heilu byggðunum geti hmnið. Það sem gerst hefur á Bíldudal getur því allt eins verið upphafið að öðm og meira. Þó svo leigu- samningur hafi verið gerður við Útgerðarfélag Bflddælinga um þrotabú Fiskvinnslunnar er sá samningur aðeins tfl haustsins og mikfl óvissa er um hvað tekur við þegar samningurinn rennur út. Nokkuð öruggt er aö kröfuhafar, en þar er Landsbankinn efstur á blaði, munu sækja að fá sem mest út úr gjaldþroti Fiskvinnslunnar. Helstu verðmæti þrotabúsins em 70 prósent eignarhluti í fiskiskip- unum Sölva Bjamasyni og Geysi. Landsbankinn er tfl dæmis með mikfl veð í Sölva Bjamasyni. Takist heimamönnum ekki að kaupa skipin og veiðiheimfldimar er framtíð Bíldudals í mikilli óvissu. Jón Bjömsson, formaður verkalýðsfélagsins á Bíldudal, og Einar Þ. Mathiesen sveitarstjóri hafa báðir sagt í samtali við DV að þeir sjái ekki fram á að heimamenn geti keypt veiðiskipin og kvótana. -sme Það var fríður hópur tvibura sem kom saman að Varmalandi um helgina. DV-mynd Setma Baldvinsdóttir Tvíburamót að Varmalandi Fjölskyldumar sem hittust að Varmalandi um helgina vom frá- bmgðnar flestum öðmm fjölskyld- um á ferðalagi að því leyti að í hópn- um vora tuttugu tvíburar. „Þetta er í annað skipti sem tvíburaforeldrar fara í tjaldferðalag saman,“ segir Selma Baldvinsdóttir úr Garðabæ sem sjálf á átta ára gamlar tvíbura- dætur. „Það er bæði skemmtilegt og gagnlegt því foreldramir skiptast á skoðunum um ýmislegt sem viðkem- ur uppeldi tvíbura.“ Tvíburamir, sem skemmtu sér saman að Varmalandi, voru úr öllum landshlutiun en hefðu gjarnan mátt vera fleiri og eldri, að sögn Selmu. „Elstu tvíburamir vora átta ára en þeir yngstu sem komu við vora fjög- urra mánaða. Það hefði verið gaman ef unglingar hefðu líka verið með. Þaö er ýmislegt varðandi unglingsár- in sem við sem eigum yngri böm veltum fyrir okkur. Það hefði einnig verið gaman að hitta fullorðna tvi- bura.“ Undanfarin þrjú ár hafa tvíbura- foreldrar á höfuðborgarsvæðinu komið saman einu sinni í mánuði og miðlað hver öðrum af reynslu sinni. Selma leggur á það áherslu að konur sem gangi með tvíbura séu einnig velkomnar á fundina sem haldnir era síðasta miðvikudag hvers mán- aðar í Vitanum í Hafnarfirði og Fjörgyn í Grafarvogi. „Það vakna svo margar spumingar og sumar verða jafnvel óttaslegnar. Það er hins vegar ákaflega skemmtilegt að vera tví- buramóðir." ibS í dag mælir Dagfari Presturinn kærir Presturinn í Reykholti hefur höfð- að mál á hendur ríkisstjóminni tfl að hnekkja bráðabirgðalögunum. Bráöabirgðalög ríkisstjómarinnar vora sett tfl að koma í veg fyrir aö presturinn í Reykholti fengi launa- hækkun umfram það sem hinn al- menni launamaður í landinu hefur sætt sig viö. Bráöabirgöalögin segja að taka eigi mið af þjóðfélagsað- stæðum hverju sinni þegar Kjara- dómur kveður upp dóma um kjör og kaup embættismanna. Það varð tfl þess að Kjaradómur tók tfl baka fyiri ákvörðun sína um launa- hækkanir til prestanna og dæmdi þeim lúsarlaunin sem aörir fá. Þessu reiddist presturinn í Reyk- holti. Hann vill ekki sætta sig við að fá það sama og aörir. Hann vill fá meira og segir aö prestar séu alveg máttlausir og veijulausir gagnvart svona yfirgangi. Sem má tfl sanns vegar færa. Prestar hafa lengi skírskotaö tfl Guðs, enda hef- ur Guö margoft bænheyrt presta af skiljanlegum og stéttvísum ástæðum. En nú hafa klerkamir gefist upp á Guöi almáttugum og biöla tfl Kjaradóms, enda er Kjara- dómur alla jafna traustari en guðs- trúin þegar kemur að lífskjörum. Hvorld prestar né sóknarböm lifa af guðsorðinu einu saman og sú bábflja er löngu afsönnuð að hægt sé að metta fimm hundrað manns á einu brauöi. Presturinn í Reykholti höfðar ekki tfl guðslaga þegar hann fer 1 mál við rikisstjómina. Hann höfð- ar tfl siðferðflegra raka, enda getur hann ekki séð aö brýna auðsyn hafi borið tfl að kippa tfl baka launahækkuninni sem búið var að dæma prestastéttinni. Stjómar- skráin segir aö því aðeins megi setja bráðabirgðalög að brýna nauðsyn beri til. Hver var þessi . brýna nauðsyn aö lækka launin hjá prestum? Ekki hafa þeir krónumar eða tekjumar tfl skiptanna! Eða er það í þágu almannahagsmuna að prestar lepji dauðann úr skel og hafi ekki til hnífs og skeiðar? Á að drepa prestana úr hor og hungur- sneyð á undan þeirra eigin safnað- arbömum? Hver á þá að jarða? Presturinn í Reykholti segir að prestar séu vopnlaus aðili. Þetta þurfti klerkur ekki að taka fram. Allir vita að prestar ganga vopn- lausir í prédikunarstól og bænin er bitlaust vopn þegar ríkisstjómir era annars vegar. Þær duga vel gagnvart sauðsvörtum almúgan- um og guðhræddum lýðnum en harðsvíraðir ráðherrar þekkja ekkert annað en vopn og vopna- brak og þess vegna verður presta- stéttin að tefla formanni sínum úr Reykholti tfl að skylmast við ríkis- stjómina í dómssölum réttarins. Það veröur hver aö heyja sitt stríð með þeim vopnum sem tfltæk era. Nú þegar presturinn í Reykholti heyr sitt stríð í nafni drottins og réttarins og launanna, sem hann ekki fékk, verður forvitnflegt að fylgjast með þróun málsins. Ef dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu aö ríkisstjómin hafi fariö aö lögum með því að afturkalla launahækkunina til prestanna fæst staðfesting dómsvaldsins á þeirri brýnu nauðsyn stjómarskrárinnar aö laun presta megi ekki hækka. Þá má búast viö því að klerkamir grípi tfl þeirra vopna sem hingað tfl hafa þeim ekki verið tfltæk. Presturinn í Reykholti mun ekki sitja þegjandi undir því að þjóðar- hagur krefjist þess að hannþúi viö sultarlaun. Ef hins vegar dómurinn kveður upp þann dóm að ríkisstjórnin hafi ekki haft rétt tfl að svipta klerka launum, sem búiö var að dæma þeim, mun bijótast út ný borgar- styijöld þar sem launþegar í land- inu munu grípa tfl sinna eigin vopna í réttlátri reiði yfir því að guðsmönnunum séu dæmdar launahækkanir sem aðrir hafa ekki fengið. í báðum tilvikum er hætt við að málshöfðun prestsins í Reykholti eigi eftir aö draga örlagaríkan dilk á eftir sér. Þannig mun íslenska prestastéttin, sem hingað tfl hefur haft það fyrir aöalstarf aö boða sátt og frið í heimi hér, efna til þeirra átaka meðal landsmanna aö eldar munú loga og deflur rísa, langt út fyrir gröf og dauða þessar- cu- þjóðar. Þá fer að verða spurning um það hvorum megin Guð muni fylkja hði. Styður hann þjóna sína í launabaráttunni eða mun hann ætla þeim það hlutverk Krists að krossfestast í þágu málstaöarins? Það kemur í ljós í bæjarþinginu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.