Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
13
dv__________________________________________________________________________________Fréttir
Bolungarvík:
Næg atvinna en blikur á lofti
Um þessar mundir er næg atvinna
í Bolungarvík og daglega hringir
flöldi manns á skrifstofu Bolungar-
víkurbæjar og vill komast þangað og
vinna. Hins vegar er húsnæði af
skomum skammti og verður að vísa
fólki frá af þeim sökum. En blikur
eru á lofti. Ef þorskkvótinn verður
skorinn niður - um allt að 150 þús-
und tonn í þorski eins og rætt hefur
verið um - má búast við alvarlegum
tíðindum frá Bolungarvík.
Vitað er að eitt helsta fyrirtæki
bæjarins, Einar Guðfinnsson hf., hef-
ur oft staðið traustari fótum en fyrr
á árinu fékk Bolungarvíkurbær 50
milljónir króna að láni hjá Byggða-
stofnun og endurlánaði fyrirtækinu
svo það gæti gert upp hluta af við-
skiptaskuld sinni við bæjarsjóð.
Einnig greiddi það skuldir sem höfðu
myndast við ýmsa aðra aðila.
Að sögn bæjarstjórans, Ólafs
Kristjánssonar, tók bærinn veð í
skipum fyrirtækisins, Heiðrúnu og
Dagrúnu, en slík veð hafði bærinn
ekki haft. Bæjarsjóður ætti því að
vera sæmilega tryggur með sitt ef
illa fer. Ólafur sagði að bæjarsjóður
hefði verið búinn að fallast á að út-
vega aðrar 50 milljónir til viðbótar
strax í janúar en sett vom fram skil-
yrði sem Ólafur sagði að Einar Guð-
finnsson hf. hefði ekki náð að upp-
fylla.....eða teldi sig ekki þurfa á
að halda.“
En hvað gerist hjá bæjarsjóði ef
kvótinn verður skorinn niður við
trog? „Fyrirtæki hér þola það ekki.
Bæjarfélagið verður af tekjum og
dregið verður úr viðskiptum við
þjónustuaðila. Þetta gæti leitt til at-
vinnuleysis þegar líður á árið og í
byijun næsta árs. En ég er mjög
ánægður með að forsætisráðherra
hefur nú tekið undir það sjónarmið
okkar Vestfirðinga að það verði að
taka tillit til þeirrar sérstöðu sem
ríkir á Vestfjörðum og vissulega á
þetta líka við um hluta Norður-
lands,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Hvað varðar Einar Guðfinnsson hf.
og skertan kvóta sagði Ólafur að
skertur kvóti hlyti að skapa míög
alvarlega stöðu, „svo ég segi ekki
meira."
En hefur orðið að skera niður fé til
framkvæmda vegna stöðu fyrirtækja
í Bolungarvík. Ólafur sagði svo ekki
vera en hitt væri svo aftur annað
mál að afborgun vegna lánsins til
Einars Guðfinnssonar hf. væri ekki
komin til framkvæmda. „Það mun
að sjálfsögðu hafa áhrif næstu árin
ef illa fer,“ sagði bæjarstjórinn í Bol-
ungarvík.
-ask
Ferðamannastraumurinn ’91
Erlendir
ferðamenn
til landsins
fyrstu sex
mánuðina
Erlendir ferða-
menn í júní: 21.653
Frakkland: 930
Sviss: 1049
Bretland: 1729
Bandar.: 2434
3802
Norðurlönd: 9044
Erlendir ferðamenn, sem komu til íslands í júni, urðu alls 21.653. í júní á
síðastliðnu ári urðu þeir 22.251. Heildarfækkunin er 2,7 prósent. Gistinætur
eru samt um 18 til 20 þúsund færri nú vegna fækkunar ferðamanna frá
meginlandi Evrópu og Bretlandi.
Erlendir ferðamenn:
Gistinætur 18 til 20
þúsund færri
núeníjúníífyrra
Þrátt fyrir að heildarfækkun er-
lendra ferðamanna í júní miðað við
sama mánuð í fyrra sé aðeins 2,7
prósent eru gistinætumar 18-20 þús-
undum færri í júní í ár. Er þá miðað
við ferðamenn frá meginlandi Evr-
ópu og Bretlandi sem venjulega
dvelja hér 13-14 nætur hver. Þessir
ferðamenn era 1400 færri í júní í ár
heldur en í júní í fyrra. Erlendum
ráðstefnugestum frá Norðurlöndun-
um hefur hins vegar fjölgað um 800
í júní í ár miðaö við júní í fyrra.
„Ráðstefnu- og fundargestimir eru
fyrst og fremst bundnir við höfuð-
borgarsvæðið. Nýting á hótelum í
Reykjavík var því mjög góð í júní.
Gistinæturnar sem vantar eru að
mestu leyti á landsbyggðinni," segir
Magnús Oddsson hjá Ferðamálaráði
íslands. „Það var greinileg tilfærsla
á markaðnum í júní en júlí virðist
ætla að verða venjulegri."
Framboð á gistirými er meira í ár
en í fyrra að sögn Magnúsar. Hann
telur þó of snemmt að segja hversu
miklu meira það er því það sé að
opnast þessa dagana.
Heildarfækkun erlendra ferða-
manna fyrstu sex mánuði ársins
miðað við sama tíma í fyrra er 2,4
prósent. -IBS
Útsölurnar eru i fullum gangl núna og sums staðar er örtröðin svo mlkil
að hleypt er inn í hópum. Þaö er svo annað mál hvort hægt er að gera
góð kaup alls staðar. DV-myndGVA
Islendingar flykkjast til útlanda:
Samdráttar verður ekki vart
- 4500fleiriutanenásamatímaífyrra
Islendingum í utanlandsferðum
heldur áfram að fjölga en á sama
tíma fækkar íslendingum sem ferð-
ast um eigið land. Birgir Þorgilsson
ferðamálastjóri segir að fyrstu sex
mánuði ársins hafi 4500 fleiri íslend-
ingar farið utan en á sama tíma 1991.
Aukningin er 8%.
„Þetta er ekki alveg í takt við um-
rætt hallæri í þjóðfélaginu," sagði
Birgir í samtali við DV. „Hins vegar
eru utanlandsferðir afar ódýrar um
þessar mundir og að sjálfsögðu hefur
það sitt að segja. En menn gleyma
gjaman því að það er afar þýðingar-
mikið að fá íslendinga til að ferðast
um landið. Sennilega eru þeir jafn-
þýðingarmikill hópur og útlending-
arnir." Birgir tók undir það að inn-
lendir ferðafrömuðir ættu að leggja
meira kapp á að fá sína eigin lands-
menn til að ferðast um landið og
hann tók þaö fram að samvinna á
milli aðila í ferðaþjónustu þyrfti að
vera meiri. „Það er ekki ósennilegt
að á ársgrundvelli eyði íslenskir
ferðamenn á ferð um landið jafn-
miklu og útlendingamir," sagði Birg-
ir að lokum.
-ask
sssSmX
0 KAUKTADUR
2. hæð / mjódd
VMIKUOIRDUR
MARKAÐUR VIÐ SUND