Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992. 15 EES og umhverf ismálin „Sigling eftir hefðbundnu spori, sem EES-samningurinn gerir ráð fyrir, mun óhjákvæmilega magna þessi vandamál..." segir m.a. í greininni. Efnahagsstarfsemi iðnríkja með síaukinni framleiðslu, orkunotkun og neyslu hefur leitt af sér um- hverfisvandamál sem farin eru að ógna tilvist lífs á jörðinni og setja frekari efnahagsvexti skýr tak- mörk. Sigling eftir hefðbundnu spori, sem EES-samningminn ger- ir ráð fyrir, mun óhjákvæmilega magna þessi vandamál og það á einnig við um hliðstæða þróun annars staðar í heiminum. Þróunin innan EB og myndun EES eru liður í harðnandi sam- keppni helstu viðskiptablokka í heiminum. Aíleiðingar þeirra átaka munu magna enn frekar and- stæður milh ríkra þjóða og fátækra (norðurs og suðurs). Litlar líkur eru á að svonefndir GATT-samn- ingar leiði til lausnar á því misrétti og til þurfi að koma gjörbreyttar samskiptareglur þar sem m.a. verði tekið tillit til umhverfisþátta með allt öðrum hætti en hingað til. Umhverfismálin aukaatriði „Fjórfrelsið", þ.e. óheftur mark- aður án tillits til þjóðernis og landamæra þjóðríkja í Vestur- Evrópu, er grundvöllur EES-samn- ingsins og kveðið er ákvarðandi á um það í samningnum og bókunum og viðaukum sem honum fylgja. Ákvæði er varða umhverfismál er að finna í fáeinum óskuldbindandi yfirlýsingum í formála samnings- ins og í ákvæðum samkvæmt 73.-75. grein og XX viðauka, sem og takmörkuðum „öryggisráðstöf- unum“ skv. 112.-114. grein. Mögu- leikar fyrir framsækna stefnu í umhverfismálum eru afar tak- markaðir samkvæmt samningnum og að sama skapi er þrengt að svig- rúmi aðildarríkja til sjálfstæðrar stefnumörkunar í umhverfismál- um. Kröfum EFTA-ríkjanna um var- anlegar imdanþágur að því er KjaHarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður snertir umhverfismál var nær öll- um hafnað, eins og raunar kröfum um undanþágur á öðrum sviðum. Umhverfissjónarmiðum var líka í afar takmörkuðum mæli haldið til haga í samningaviðræðunum af hálfu EFTA-ríkjanna þar sem efna- hagslegir þættir sátu í fyrirrúmi. Hin almenna stefna samkvæmt EES-samningnum leiöir af sér vax- andi orkunotkun, aukið álag á aðr- ar náttúruauðlindir og vaxandi notkun tilbúinna efna í fram- leiðslu. Þá lögleiðir samningurinn ákvæði EB á sviði líftækni, sem eru afar umdeild, m.a. út frá siðrænum viðhorfum og vegna ófyrirsjáan- legra afleiðinga sem þau geta leitt til í umhverfinu. Vaxandi mengun vegna innri markaðar Útreikningar, sem gerðir hafa verið, m.a. á vegum EB („Task force 1989“), benda til aukinnar mengunar af völdum innri mark- aðar EB fram til ársins 2010 sem nemur 12-14% af köfnunarefnisox- íðum (NOx), 8-10% af brenni- steinsdíoxíði (S02) og 20% af koldí- oxíði (C02). EES-samningurinn, sem bætir EFTA-ríkjunum við innri markað EB, mun gera þessa þróun enn óhagstæðari. Þau svið þar sem innri markaður EB og EES-samningurinn munu hafa óhagstæð áhrif, aukna meng- un og aðrar hættur fyrir umhverfið í för með sér, eru m.a. eftirtalin: - samgöngur, sbr. m.a. deilumar um aukna umferð gegnum Alpana. - orkumál, þar sem ný EB-löggjöf er í undirbúningi og ráðgert er að skilgreina orku sem vöru og opna fyrir óhefta samkeppni. Þetta getur m.a. ýtt undir kjamorku sem orku- gjafa í mun ríkara mæli. - úrgangur, m.a. hættulegra efna og umbúða, sem tilhneiging er til að skilgreina sem vöru og þannig er opnað fyrir óhefta flutninga milli landa, sbr. nýfallinn dóm EB- dómstólsins gegn Belgum. Þetta getur m.a. átt við um geislavirkan úrgang. - aukefni í matvæli og tilbúin efni þar sem skilgreiningar og kröfur EB eru til muna veikari en t.d. í Noregi, þar á meðal varðandi efni sem talin eru geta valdið krabba- meini. Áhrifin á eignarráð á landi og landgæðum em svo kafli út af fyrir sig en ljóst er að í þeim efnum gjör- breytir samningurinn aöstæðum hérlendis að því er rétt útlendinga varðar. Yfirborðsleg umfjöllun Umfjöllun íslenskra stjórnvalda, að því er varðar áhrif EES-samn- ingsins á umhverfi, hefur verið handahófskennd og yfirborðsleg. Af skýrslum og greinargerðum umhverfisráðuneytis mætti ætla að áhrifin væru að flestu leyti hag- stæð. Þar er hins vegar lítið sem ekkert fjallað um spuminguna um yfirráð yfir landi og landgæðum og öðmm náttúruauðlindum. Ljóst er að á nokkmm sviðum þyrfti að setja ný lög og endurskoða íslensk lagaákvæði til að uppfylla ákvæði EES-samningsins og væm sumar þessara breytinga jákvæð- ar. Hins vegar hafa íslensk stjórn- völd knúið á um og fengið tíma- bundnar undanþágur frá nokkrum ákvæðum EB-laga á þessu sviði, m.a. að því er varðar mengun og förgun úrgangs. Þá ber einnig að hafa í huga að kostnaður vegna aðgerða í umhverfismálum, sem kveðið er á um í samningnum, fell- ur samkvæmt núverandi verka- skiptingu í mörgum tilvikum á sveitarfélög en ekki á ríkið. í umhverfismálum, sem á öðrum sviðum, getum við íslendingar leit- að fordæma erlendis og lögleitt þær breytingar hér á landi sem við telj- um til heilla horfa. Við þurfum því ekki aðild að EES til að ná þeim fram. Að hinu leytinu takmarkar samningurinn svigrúm þjóðarinn- ar til sjálfstæðra ákvarðana í um- hverfismálum eins og á fiölmörg- -um öðrum sviðum. Hjörleifur Guttormsson „I umhverfismálum, sem á öðrum svið- um, getum við Islendingar leitað for- dæma erlendis og lögleitt þær breyting- ar hér á landi sem við teljum til heilla horfa. Við þurfum því ekki aðild að EES til að ná þeim fram.“ Kjaradómur sér sig um hönd Með tveimur úrskurðum meiri- hluta Kjaradóms, dags. 26. júní sl, var ýmsum æðri embættismönn- um ríkisins svo og prestum þjóð- kirkjunnar ákvörðuð laun. Dómar þessir; sem voru af sumum nefndir sprengja, voru gerðir óvirkir sem slíkir með útgáfu bráðabirgðalaga hinn 3. júlí sl. eftir að þrír lögmenn höföu lýst því yfir að þeir teldu skilyrði til útgáfu bráðabirgðalaga ekki vera fyrir hendi. Heimiid til útgáfu bráðabirgða- laga er í sfiómarskránni og henni hefir oft verið beitt hér á undan- fömum árrnn og áratugum og laga- lega er þetta víst í lagi en þetta sfiómtæki mun að mestu óþekkt annars staðar en hér. Aðstæður í þjóðfélaginu Hinn 12. júlí sl. kvað Kjaradómur upp nýja úrskurði eins og kunnugt er. Þar var öllum sem undir dóminn heyra úrskurðuð 1,7% hækkun launa frá 1. ágúst nk. Dómurinn túlk- ar bráðabirgðalögin þannig að að- stæður í þjóðfélaginu nú leyfi ekki meira en 1,7% hækkun á launum þeirra sem undir Kjaradómsákvarð- anir heyra. Bráðabirgðalöggjafinn hefir þó varla ætlast til þess því þá hefði hann eins getað ákveðið 1,7% launahækkvm í lögunum sjálfum. Úrskurðir Kjaradóms frá 26. júní sl. hafa ekki að ófyrirsytfiu verið nefndir sprengja. í fyrsta lagi komu KjaUarinn Ólafur Stefánsson viðskiptafræðingur þeir forsætisráðehrra algjörlega á óvart að hans sögn enda þótt bæði fiármála- og félagsmálaráðuneyti tilnefni menn til setu í Kjaradómi. í öðm lagi er í gildi sátt á almenn- um vinnumarkaði um 1,7% kaup- hækkun sem var í engu samræmi við úrskurði Kjaradóms. í þriðja lagi era afkomuhorfur þjóðarbús- ins þannig að grundvöllur er vart fyrir meiri kauphækkun á almenn- um vinnumarkaði. Á hinn bóginn hafði það ákvæði að taka tillit til afkomuhorfa þjóðarbúsins verið fellt niður úr lögunum um Kjara- dóm árið 1986. Það má því til sanns vegar færa að úrskurðir Kjara- dóms hinn 26. júní sl. hafi verið Alþingi sjálfu að kenna og Kjara- dómur ekki gert annað en ákvarða laun í samræmi við þau lög sem hann starfaði eför. Ljóst er að þau lög þarfnast endurskoðunar og hef- ir fiármálaráðherra þegar hafist handa um málið. Gildandi lög Samkvæmt 6. gr. laga nr. 92/1986 um Kjaradóm skal dómurinn gæta innbyrðis samræmis í launum „Líklegt er að það ýti undir ójöfnun tekjuskiptingar ef laun æðstu embætt- ismanna eru látin elta laun þeirra sem mest bera úr býtum 1 einkageiranum.“ „Ljóst er að tekjuskiptingin hefir orðið ójafnari á undanförnum árum .. “ - Úr fréttabréfi Þjóðhagsstofnunar frá 25. júni sl. þeim sem hann ákveður og að þau séu á hveijum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Með bráða- birgðalögunum var 2. og 3. mgr. bætt við svohljóðandi: „Ennfremur skal Kjaradómur við úrlausn mála taka tillit til stöðu og þróunar kjaramála á vinnumark- aði, svo og efnahagslegrar stöðu þjóðarbúsins og afkomuhorfa þess. Telji Kjaradómur ástæðu til að gera sérstakar breytingar á kjöram einstakra embættismanna eða hópa skal þess gætt að það valdi sem minnstri röskun á vinnumark- aði.“ í forsendum síðari úrskurða Kjaradóms er bent á að ósamræmi felist í þessum ákvæðum. Lög til frambúðar Fljótt á litið virðist eðlilegt að laun æðstu embættismanna séu í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta tahst með tilliti til starfa og ábyrgð- ar, eins og segir í lögunum, en fleira kemur til. Þannig virðist óhjá- kvæmilegt að við ákvörðun launa samkvæmt Kjaradómi sé höfð hlið- sjón af launum annarra ríkisstarfs- manna en þeirra sem Kjaradómur tekur til. Auk þess verður að taka tillit til aðstöðu ríkisstarfsmanna, svo sem varðandi starfsöryggi og lífeyrisréttindi. Ljóst er að tekjuskiptingin hefir orðið ójafnari á undanfömum árum, sbr. m.a. athugun Þjóðhags- stófnunar á dreifingu atvinnu- tekna 1986 og 1990, sem nýlega var birt. Sú athugun nær reyndar ekki til eignatekna en hver getur sagt sér sjálfur hvaða áhrif háir vextir hafa á tekjuskiptinguna. Líklegt er að það ýti undir ójöfnun tekjuskipt- ingar ef laun æðstu embættis- manna era látin elta laun þeirra sem mest bera úr býtum í einka- geiranum. Ólafur Stefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.