Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Stuðlað að þjóðahreinsun Fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Rússlandi sagði nýlega á fundi, að Eistlendingar skyldu flýja yfir til Svíþjóðar áður en það yrði of seint, því að annars yrðu þeir fluttir nauðugir til Síberíu. Þetta var Vladimir Zhir- inovskíj, sem nýtur töluverðs fylgis í Rússlandi. Boris Jeltsín var á hátindi yinsældanna, þegar hann vann Zhirinovskíj í forsetakosningum. Nú gengur allt á afturfótunum hjá Jeltsín, þannig að ekki er unnt að treysta því, að í næstu forsetakosningum vinni hann sigur á fulltrúa þjóðemissinnaðra öfgamanna. Annar þekktur og áhrifamikill stjórnmálamaður í hópi rússneskra þjóðernissinna er Viktor Alksnis. Hann sagði nýlega í útvarpi til rússneskumælandi fólks í Eystrasaltslöndunum, að Rússland mundi brátt geta innlimað þau. Hann fylgist vel með árangri Serba. Öfgamenn í Rússlandi eru hrifnir af þjóðahreinsunar- stefnu Serba. Þeir sjá, að Serbar komast upp með að taka landsvæði, þar sem þeir eru í miklum minnihluta, og reka íbúana á brott með ógeðslegum ofbeldisverkum. Þetta vilja þeir líka gera á valdasvæði Rússlands. Opinberlega hafa þeir hótað íbúum Eystrasaltsríkj- anna, að þeim verði smalað til Síberíu, ef þeir hafi sig ekki á brott til Svíþjóðar. Sama þjóðahreinsunarstefna kemur fram gegn Moldóvum við landamæri Rúmeníu og gegn mörgum tugum minnihlutahópa í.landinu. Fleiri eru þeir, sem fylgjast með þjóðahreinsun Serba í Króatíu og Bosníu. í KákasusQöllum beijast Armenar og Azerar og reka almenning á brott til skiptis. Nýstofn- að Slóvakíuríki mun senn fara að beita ofbeldi gegn ungverskum minnihluta við landamæri ríkjanna. Ekki þarf að leita svona langt frá Serbum til að finna árangurinn af útþenslustefnu þeirra. Þeir eru í miklum minnihluta í Kosovo, en eru farnir að beita þjóðahreins- un gegn albanska meirihlutanum. Sami hryllingur er á byijunarstigi gegn Ungveijum í Vojvodina. Allt byggist þetta á, að þjóðernissinnaðir hryðju- verkamenn sjá, að Vesturlönd láta þetta kyrrt liggja, en senda hjálparstofnanir til að taka ábyrgð á fólkinu, sem hrakið er á brott. Haldnir eru fáránlegir friðarfund- ir út og suður, en ekkert raunhæft gert í málinu. Slobodan Milosevic ætlar að komast upp með það í Kosovo og Voyvodina, sem hann hefur komizt upp með í Króatíu og Bosníu. Hið sama ætlar hinn rússneski Zhirinovskíj að gera í Eystrasaltsríkjunum og Moldóv- íu, er hann kemst til valda í næstu forsetakosningum. Forsenda alls þessa er japl og jaml og fuður þeirra, sem ráða ríkjum á Vesturlöndum, einkum helztu ráða- manna Evrópusamfélagsins og Bandaríkjanna. Þetta eru lúðar, sem hvorki sjá siðleysið né óhagkvæmnina í að leyfa Serbum að halda uppteknum hætti í Bosníu. Herveldi Vesturlanda eiga að lýsa algeru siglinga- og flugbanni á Serbíu og Svartfjallaland, banna flug her- véla Serba, eyða flugvöllum þeirra og öðrum hemaðar- lega mikilvægum stöðum. Þau eiga að hervæða Bosníu- menn gegn Serbum. Þetta er augljós skylda þeirra. Miklum árangri má ná án þess að taka þátt í skæru- hemaði á landi. Með ofangreindum hernaðaraðgerðum Vesturlanda er um leið sagt við Slobodan Milosevic og Vladimir Zhirinovskíj og alla aðra, sem áhuga hafa á að-hefja þjóðahreinsun, að það dæmi gangi-ekki upp. Hingað til hefur fát og fálm ráðamanna Vesturlanda þvert á móti stuðlað að því að efla þann ásetning Serba að beita þjóðahreinsun hvarvetna við landamæri sín. Jónas Kristjánsson „Enda verða ríkisfyrirtæki aldrei gjaldþrota," segir Árni m.a. i grein sinni. Jafnvægi í ríkisflármálum: Útgjaldavandi Undanfarið hefur farið fram mikil umræða í fjölmiðlum um af- komu ríkissjóðs og hvaða árangri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks hefur náð í því aö koma á jafnvægi í ríkisfjármálum. Þó ekki hafi náðst að fullu sá árangur sem að var stefnt hefur náðst markverður árangur í því að hemja útgjöld og útgjaldaaukningu ríkis- ins. Þetta sést greinilega þegar borið er saman við útgjaldastefnu síö- ustu rikisstjómar. Það þarf hins vegar að ná meiri árangri ef takast á að lækka vexti enn frekar og losa fé til þess að auka hagvöxt hér á landi. Grundvallarmunur Það er sennilega rétt sem haldið hefur verið fram og skýrt með kenningunni um almannaval (Public Choice) að fullt jafnvægi í ríkisfjármálum og varanleg lækk- un ríkisútgjalda náist ekki meö niðurskurði í fjárlagagerð heldur verði að gera grundvallarbreyting- ar á veíferðarkerfinu og opinber- um rekstri. Ástæða þessa er sá grundvallar- munur sem er á hagsmunum emb- ættismanna og ríkisstarfsmanna annars vegar og starfsmanna í hinu almenna atvinnulífi (einka- geiranum) hins vegar. Þannig hef- ur stjómandi í atvinnulífinu allt aðrar aöstæður til þess aö fá vilja sínum framgengt heldur en stjórn- málamaðurinn sem kjörinn er til þess að stýra hinu opinbera. Atvinnulífið Stjómandi fyrirtækis setur fyrir- tækinu markmiö um afkomu og væntanlegan hagnað í samvinnu við eigendur. Ef starfsmaður fyrir- tækis í atvinnulífinu neitar að framfylgja skipunum stjómanda þannig að markmiðum fyrirtækis- ins verði ekki náð, er hann rekinn. Hafi stjómandinn ekki dug í sér til þess að reka starfsmanninn, t.d. vegna hræðslu við verkalýðsfélag eða umfjöflun í dagblöðum, leiðir það af sér að markmiðunum verður ekki náð, fyrirtækið tapar pening- um, verður á endanum gjaldþrota og bæði stjómandinn og starfsmað- urinn missa vinnuna og eigendur tapa hlutafé sínu. Þannig fara hagsmunir starfs- mannsins, stjómandans og eigand- ans þegar tfl lengri tima er litið KjaUarinn Árni M. Mathiesen saman. Þessir aðilar geta bitist um kaup og kjör, hversu mikið hvor um sig á að bera úr býtum, en af- koma fyrirtækisins og framtíð þess skiptir þá alla verulegu máli. Hið opinbera Þessu er öðmvísi farið hjá opin- berum fyrirtækjum. Embættis- menn og aðrir stjómendur hjá hinu opinbera hafa launakjör í samræmi við hvað þeir hafa mikla ábyrgð, ekki eftir afköstum eða afkomu deildarinnar eða stofnunarinnar. Ábyrgðin felst aðallega í manna- forráðum, með öðrum orðum hvað þeir hafa marga starfsmenn. Emb- ættismennimir hafa því hag af því að hafa sem flesta starfsmenn. Starfsmennirnir hafa ekkert á móti því aö vera aöeins fleiri en nauð- synlegt er því þeim mun þægilegra verður starfið. Þetta hentar líka stéttarfélaginu vel því þá verða félagamir fleiri og fleiri borga gjöld til félagsins, í or- lofssjóðinn o.s.frv. Þannig að jafn- vel þótt einhveijum detti í hug að koma upp afkastahvetjandi kerfi með færri starfsmönnum og meiri framleiðni og hærra kaupi fyrir þá sem eftir em leggjast bæði yfir- menn og stéttarfélag á móti. Síðan er nauðsynlegt að þjónust- an sé ókeypis fyrir neytandann eða sem allra mest niöurgreidd af rík- inu þvi þá verður eftirspurnin meiri og starfsöryggi starfsmanna meira. Enda verða ríkisfyrirtæki aldrei gjaldþrota. Stjórnmálamaðurinn Stjórnmálamaðurinn sem ætlar að breyta þessu getur gefið starfs- mönnum ráðuneytisins fyrirskip- anir, sem þeir reyna að fara eftir, hann getur sett á fót nefndir til þess að hagræða hjá einstökum fyrirtækjum og deildum. Allir eru af vilja gerðir til þess að framfylgja skipunum stjómmálamannsins, því ef þeir gera það ekki þá verða þeir reknir. Nei, þeir verða ekki reknir. Það var ekki þeim að kenna að ekki tókst að ná markmiðunum. Það voru starfsmenn sem stjóm- málamaöurinn talaði aldrei við og vissi jafnvel ekki af. Einhvers stað- ar neðar í kerfinu. Voru ekki líka mótmæli frá verka- lýðsfélaginu og hagsmunaaðilum þannig að þetta borgaði sig ekki fyr- ir stjómmálamanninn, hann tapaöi bara atkvæðum á þessu? Ef stjóm- málamaðurinn lætur sér ekki segj- ast er bara að bíða og sjá hvort ekki komi einhver meðfærilegri eftir næstu kosningar. Óviðunandi ástand Það ástand sem að ofan er lýst er óviðunandi bæði fyrir kjósendur (skattgreiðendur) og stjómmála- menn. Því verða að koma til grund- vallarbreytingar sem breyta hags- munum þeirra sem hér á við og breyta þeim kröftum sem á við- komandi orka. Um það verður fjall- aö í annarri grein. Árni M. Mathiesen 3. þingmaður Reykjaneskjördæmis „ ... jafnvel þótt einhverjum detti 1 hug að koma upp afkastahvetjandi kerfi með færri starfsmönnum og meiri framleiðni og hærra kaupi fyrir þá sem eftir eru leggjast bæði yfirmenn og stéttarfélag á móti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.