Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992. 15 Ríkið er ekki sjálfstætt Greinarhöfundur telur sölu á framleiösludeild ÁTVR t.d. falla undir hug- mynd sem sé fáránleg. Margt er merkilegt sagt um ríkið og ríkisvaldið sem slíkt. Stundum er það ranglega álitið sjálfstætt og stundum jafn ranglega í höndum nokkurra ráðherra. Stundum telst það ranglega óvinur vinstri stefnu og stundum er það ranglega talið samnefnari fyrir „sósíahsma“. Allt fer þetta eftir hagsmunum þeirra sem tala eða skrifa, fáfræði þeirra eða jafnvel tilraunum tii að blekkja fólk. Ríkisvald er skilyrt af sögu lands- ins, hagkerfi og stjórnarformi. Það er vettvangur flókinnar baráttu sem getur skilað sér í mótsagna- kenndum athöfnum ríkisvaldsins. Það gengur oftar erinda þeirra sem vilja varðveita og efla ríkjandi hag- kerfi en hinna sem vilja umsnúa því. Ríkisstjórnir geta aldrei ráöið ríkisvaldinu. Til þess er embættis- mannakerfið of flókiö og ráðríkt, hagsmunatengsl valda- og peninga- manna utan þess við innviðina of sterk og sjálfvirknin of mikil. Mest- öli lagasetning, er snýr að efna- hagslegum og félagslegum þáttum, tekur fyrst og fremst mið af hags- munum ráðamanna i efnahagslff- inu sem nýta ríkið til að greiða sér götuna. Ríkisrekstur á íslandi Ríkisvaldið á íslandi er alveg jafn skilyrt aðstæðum og sögu og í öðr- um evrópskum löndum. Hér var efnahagskerfið smátt og veikt í upphafi og áhrifamiklir stjórn- málamenn til með sérstæða hug- myndafræði. Kratismi (t.d. áhersla á almannatryggingar og samvinnu auðvalds og verkalýðs), rómantísk og þjóðleg fjöldastefna (t.d. af teg- und Hriflu-Jónasar) og samvinnu- stefna hluta Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks vógu þungt. Veik- burða kapítalismi og hugmynda- bræðingurinn ýttu undir óvenju víðtækan ríkiskapítahsma. At- vinnurekendur og stjórnvöld beittu ríkinu th þess að drífa upp KjaBaiinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur margvíslega starfsemi með sameig- inlegu fjármagi eða ríkisfé ein- göngu. Enginn getur neitað því að margt hjálpaði mjög við að koma landinu inn í 20. öldina. Fólki var talin trú um að ríkisfyr- irtækin væru þess og samkenndin með því varð yfirleitt mikil, m.a. vegna ágæts árangurs, póstur, út- varp, sími, vegir, bankar, samgöng- ur á sjó að hluta, áburöur, orka, sjúkrahús, skólar o.fl. urðu „al- menningseign“. Óþarfi er að tíunda kosti í rekstri fyrirtækja á þessu sviði en gagnrýni hefur þau ekki skort. Hvað er gagnrýnt? Gangrýnin beinist aö mörgu: Lé- legri eða dýrri þjónustu og of mik- Uh samkeppni við einkaaðila. Auð- vitað er margt tíl í henni. Ríkisfyr- irtæki skortir oft aðhald enda virkt lýðræði af of skomum skammti hérlendis og fuhtrúalýðræðið ekki aðeins svifaseint og verkhtið, held- ur einnig hlutdrægt. Þyngst vegur þó áróður fyrir einkavæðingu vegna hreinna gróðahagsmuna á metimum. Þá á ég t.d. við gagnrýni á almenna tilvist fyrirtækja, stans- lausa klifun á ógagni af þeim og endalausa mærðarrollu um kosti einkareksturs. Stanslausar endur- tekningar um „báknið", makráða „blýantsnagra", „taprekstur" og „óhagkvæmni" á að gera opinber- an rekstur tortryggUegan og óeðli- legan, allt í einu nú. Það er alveg Ijóst að ríkisfyrir- tækin hafa oftast byggst upp af fé almennings af þvi að hinir „dug- legu“ kapítalistar máttu sín lítils og eins að „tap“ af þeim er ekki reiknanlegt með einföldum frá- drætti. Fjárfestingar í heUbrigðis- þjónustu, skólum og samgöngum eru svo ijölþátta að tap eða hagnað- ur em ekki hugtök sem skipta þar máli. Þjónusta, t.d. við dreifðar byggðir, getur vel borgað sig þótt reikningslegt tap verði á tUteknu fyrirtæki. Einmitt af því þjónustan leiðir til þess að byggðirnar skila margföldu framlagi tU sameigin- legra sjóða, miöað við þéttbýhð. Verjum ríkisrekstur að mestu Kostir við ríkisrekstur af sjónar- hóh alþýðu manna er þessi: Fram- leiðsla stendur traustum fótum og hætta á gjaldþroti og áhættubraski er vart fyrir hendi: Trygg atvinna. Þjónusta stendur öllum til boða án tillits tíl efnahags: Aukið jafnrétti. Menningarstarfsemin er bundin við að efla íslenskt efni: Aukin fiöl- breytni og styrkari menning. Allt taliö um almenningshlutafé- lög í þessu sambandi er hlægUegt þegar þess er gætt að 60-70% ís- lendinga eru ekki aflögufær í slíkt og því ekki heldur í stöðu til að hafa nokkur áhrif á slík hlutafélög. Ekki má gleyma því að oft er aUs ekki um að ræða fyrirtæki í um- talsverðri samkeppni, sbr. Guten- berg. Það er heldur ekki ávallt svo að þjónusta sé léleg eða dýr þrátt fyrir að aðeins eitt ríkisfyrirtæki sé um hituna, sbr. Póst og síma. Máhð er því þetta: Almenningur í landinu á að verja langflest ríkis- fyrirtæki og stofnanir, undir merkjum jafnaðar og almanna- frelsis. Þaö þarf að ríkisvæða nokk- ur stór en ótraust fyrirtæki en setja um leið ný lög sem opna reksturinn miklu betur fyrir fólki. Það þarf að setja strangari lög um samkeppni og fiölda fyrirtækja í hverri grein og skyldur eigenda vegna gjald- þrota. Ég býst þó við að ekki þurfl að ríkisvæða sjoppur og reykvísk iðnfyrirtæki, en sjoppurnar eru nefndar í gamni til mótvægis við einkavæðingarsóninn. Sú hug- mynd er álíka fáránleg og salan á Gutenberg og framleiðsludeUd ÁTVR. Ari Trausti Guðmundsson „Mestöll lagasetning, er snýr aö efna- hagslegum og félagslegum þáttum, tek- ur fyrst og fremst mið af hagsmunum ráðamanna í efnahagslífinu sem nýta ríkið til að greiða sér götuna.“ Viljaleysi er allt sem þarf í nútíma þjóðfélagi eru margar freistingar og þeir sem eru duglegir faUa fyrir þeim öUum. Við hinir föllum fyrir eins mörgum og viö höfum þrek tU. En fólk er ekki fyrr búið að venja sig á einhverja vitleysu en það vih fara að reyna að hætta henni. Þá eru sett á fót námskeið meö nál- arstungum og nikótínplástrum. Og vegna þess hvað mannskepnan get- ur vanið sig á marga voðalega ósiði gæti hún verið á námskeiðum alla daga vikunnar ef hún þyrfti ekki að vinna fyrir soðningunni og inn- kaupaferðum tU útlanda. Sumir reyna að hætta að reykja, aðrir aö drekka og til eru jafnvel þeir sem reyna að hætta aö borða og fara í aUs konar megrunarkúra sem gagnast aö vísu ákaílega fáum þótt búið sé að lofa öUum þátttak- endum góðum árangri á mettíma. AUt kostar þetta peninga, hver sem árangurinn verður, nema ef menn ætla að reyna að venja sig af því að vaska upp. Það geta menn gert fyrir ekki neitt heima hjá sér. Þrek Til að venja sig á ósiðina þarf mikið þrek. TU dæmis þarf alveg gríðarlegt þrek tíl að venja sig á reykingar. Það er svo erfitt að til- einka sér þennan slæma ávana að það geta það ekki nálægt þvi aUir. í fyrstu verður mönnum óglatt, þeir standa á öndinni langtímum saman, verða grænir í framan og ætla að kafna úr hósta. Þeir eru stöðugt með óbragð í munninum og bragðskynið brenglast svo að Kjállariiin Bendikt Axelsson kennari erfitt með að stunda vinnu annars staðar en hjá hinu opinbera. Það sama má segja um kaffið. Ég held að þaö sé ekki ofsögum sagt að kaffi sé einhver alversti drykkur sem til er á jarðríki. Það er álíka vont og terpentína. Samt sem áður hefur íslenska þjóðin staðið á þambi frá því sautján hundruð og eitthvað. En þetta viðurkennir ekki nokkur maður. Þvert á móti er því haldið fram að kaffi sé ákaflega gott og því betra sem það er verra. - Ekkert er betra en sterkt kaffi og sígaretta að morgni dags, segir fólk sem er komið með andarteppu af of miklum reykingum og maga- sár af kaffiþambi. Þrautin þyngri En þegar fólk er búið að venja sig „En þegar fólk er búið að venja sig á einhvern ósið með gríðarlegu vilja- þreki og ómældum þjáningum neyðist það oft til að venja sig af honum aftur. Og það getur orðið þrautin þyngri.“ þeir vita eiginlega aldrei hvort þeir eru að borða eitthvað gómsætt eða óæti. En afkomendur víkinganna gef- ast ekki upp og fyrr en varir eru þeir famir að reykja tvo pakka á dag án þess að finna fyrir því. Sum- ir reyndar þrjá eða fióra. Þeir eru kallaðir stórreykingamenn og eiga á einhvern ósið með gríðarlegu viljaþreki og ómældum þjáningum neyöist það oft til að venja sig af honum aftur. Og það getur orðið þrautin þyngri. Aó vísu sagði Mark Twain að það væri enginn vandi aö hætta að reykja. Hann hefði gert það þúsund sinnum. Og vafalaust er lítill vandi að venja sig af ósiðun- „Þvert á móti er því haldið fram að kaffi sé ákaflega gott og þvi betra sem það er verra.“ um ef maður gerir það nógu oft. Hins vegar hefur mörgum reynst erfitt að venja sig af hinu og öðru í eitt skipti fyrir öll. Sumir hafa tröllatrú á námskeið- um og þeir, sem eru hættir aö njóta þess að standa á öndinni allan guðslangan daginn, fara á reyk- inganámskeið. Ég þekki ekki nokk; urn mann sem hefur haft gagn af þeim. Enda eru þeir sem ég hef haft spurnir af með viljasterkari mönnum. Þeir hafa sem sagt þrek til að halda áfram að láta sér líöa illa. Hins vegar þekki ég nokkra sem hafa hætt að reyKja og drekka af sjálfsdáðum og eru þeir með vilja- lausari mönnum. Á þeim hefur sannast kenningin: Til að hætta einhverju sem er óhollt og vont er viljaleysi aUt sem þarf. Benedikt Axelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.