Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992. Fréttir______________________________________________________________________________dv Jöfhunargjald verður sett á vegna húshitunar: Samstaða hef ur tekist um fjármagnstekjuskatt niðurskurðurinn 1 heilbrigðis- og tryggingamálum er yfír tveir miUjarðar Þingmenn Sjáfstæöisflokks, sem eiga sæti í fjárlaganefnd og efnahags- og viöskiptanefnd, hittust um helg- ina þar sem þeir ræddu fjárlagavinn- una en eins og DV hefur skýrt frá hefur reynst mun erfiöara að koma saman fjárlögum en gert var ráð fyr- ir og þegar er sýnt aö fjárlög verða ekki lögð fram fyrr en einhveijum dögum seinna en aö var stefnt. Heimildir DV úr Sjálfstæðisflokki segja að þar á bæ hafi nánast ekkert verið rætt um breytingar á virðis- aukaskattinum. Þrátt fyrir það eru þingmenn með skoðanir á máhnu. Helst virðist stefna í átök um ein- staka þætti, svo sem skattlagningu á húshitun og gistingu. Innan beggja stjómarflokkanna er talað um að tekið verði upp jöfnunar- gjald vegna þeirrar hækkunar sem leggst á húshitun vegna virðisauk- ans, þannig að hægt verði að greiða niður kyndikostnað þar sem hann er dýrastur, það er á þeim stöðum sem nota rafmagn til hitunar. Ekki er búiö að útfæra með hvaða hætti þetta jöfnunargjald verður. Þá óttast menn að hótel og aðrir gististaðir þoli ekki virðisaukaskatt. Halldór Blöndal samgönguráðherra vildi lítið um þetta ræða - annað en aö hann hefði skipað nefnd til að leita leiða til að lækka verð í ferðaþjón- ustu. Innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins eru sterkar raddir sem segjast ekki geta sætt sig viö tveggja þrepa virðisauka án þess að matvæli verði í neðra þrepinu en svo virðist sem það sé tómt mál að tala um. Það eru nokkur atriði önnur en þau sem hér hafa verið tahn sem ekki er samstaða um. Þó hefur tekist sam- staða mihi stjórnarflokkanna um að fjármagnstekj uskattur verði tekinn upp í áföngum og að fyrsti áfangi komi til framkvæmda strax á næsta ári. Með þessu verða fjármagnstekj- ur, það er bæði af bréfum og pening- um, skattlagðar jafnt á við eigna- skatta. Beinn fjármagnstekjuskattur verö- ur ekki tekinn upp núna en með þessu er ekknaskatturinn svokallaði sagður heyra sögunni th. Sem dæmi má nefna að nú sleppur fólk ekki undan skatti ef það selur húsið sitt og setur peninga í banka eöa verð- bréf. Eitt þeirra atriða, sem margir stjómarliða virðast vera mótfallnir, er skerðing á fæðingarorlofi. Kvennahstakonur hafa lýst sig alfar- ið á móti þessum hugmyndum. Eitt þeirra mála, sem hvað mestur ágreiningur er um mihi stjórnar- flokkanna, er skólagjöld. Þar eru kratar á móti en sjálfstæðismenn meö Ólaf G. Einarsson í fararbroddi segja krata þá þurfa að þola annan og ekki síður sársaukafullan niður- skurð á móti. Flestir þeir ráðherrar sem DV ræddi viö sögðust búnir að ganga frá niðurskurðartillögum í sínum ráðu- neytum en þeir vhdu ekki ræða um hversu mikið verður skorið niður - og ahs ekki hvað verður skorið nið- ur. „Þetta verða niðurskurðarfjár- lög,“ sagöi einn þeirra. Heimildir DV herma að í heilbrigðis- og trygginga- málum verði skorið niður um rúma tvomilljarða. -sme Fjölmenni sótti sýningu Hundaræktarfélags íslands I Laugardalshöll I gær. Besti hundur sýningarinnar var valinn Fróði fró Götu. Edda Sigurösson, eigandi hundsins, sýnir hann hér aö lokinni keppni. DV-mynd Rasi Framtíö Miklagarös ræðst á fimmtudag: Óvissa um öf lun 350 milljóna króna hlutafjár „Ég get ekki talað mikið um þaö hverjir ætli að kaupa hlutafé í Milda- garði eða hve mikið. Stjómarfundur Sambandsins næstkomandi fimmtu- dag mun taka Miklagarðsmáhð til umræðu og það verður væntanlega lokaumræða. Fyrst þá mun verða ljóst hvemig th tekst,“ sagði Sigurð- ur Markússon, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufé- laga, við DV. Th að mæta rekstrarvanda Mikla- garðs hf„ sem hefur verið vemlegur síðustu ár, hefur verið ákveðið að auka hlutafé félagsins um 350 mihj- ónir króna. í DV á laugardag vísuðu Sigurður og Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, á bug fréttum um aö Landsbankinn hefði hafnað beiöni Sambandsins um 400 mihjóna króna lán th að rétta hlut Miklagarðs. - Heldurðu að þessi björgunarth- raun takist? „Ég er nokkuö bjartsýnn á að það takist að afla nýs hlutafjár en hvort upphæðin veröur 350 mhljónir eða eiihiver önnur verður ekki Ijóst fyrr en eftir fundinn á fimmtudaginn." - Hvað gerist ef ekki tekst að safna thætluðu hlutafé? „Ég vh ekki reyna aö svara þeirri spumingu fyrr en ég sé hvað kemur út úr umræddum stjómarfundi." Á aðalfundi Sambandsins í sumar var gerð stefnumarkandi samþykkt þar sem segir að stefna beri að dreif- ingu eignarhalds í hinum nýju hluta- félögum sambandsins, sex að tölu, þar á meðal Miklagarði. Þannig fari enginn einn aðili með meira en þriðj- ung eignarhalds í hverju einstöku félagi. Sambandið á mikinn meirihluta í fjórum þeirra, Samskipum, Jötni, Miklagarði og íslenskum skinnaiðn- aði en um það bh helming í íslensk- um sjávarafurðum og Goða. Ef sala meirihlutaeignar Sambandsins gengur eftir verður Sambandið ein- ungis samband kaupfélaganna, eins og það var upphaflega, og eignar- haldsfélag með mun minna umleikis en nú. Engin tímamörk hafa verið sett varðandi sölu á meirihluta í fé- lögunum sex. Segir Sigurður að um nokkurra ára ferh sé að ræða. „Við erum byrjaðir að selja hluti af félögunum en ekki er mikhl skrið- ur á sölunni. Undanfarið hefur staðið yfir sala á hlutabréfum í Samskipum sem gengur samkvæmt varlegri áætlun Landsbréfa, sem sjá um söl- una, og tekur mið af hiutabréfamark- aðnum eins og hann er núna.“ -hlh Frísvæði á Suðumesjum: Bnhver tregða er í fjármálaráðuneytinu „Við erum að brenna á tíma. Hug- myndinni um frísvæði á Suöumesj- um hefur verið vel tekið í utanríkis- og iðnaðarráðuneytunum en mér finnst eins og einhver tregða sé í fjár- málaráöuneytinu. Menn era uggandi um að ekkert verði af þessu ef svona heldur fram,“ sagöi Oddur Einars- son, framkvæmdastjóri Atvinnuþró- unarfélags Suöumesja. Suðumesja- menn hafa unnið að því að frísvæði veröi komið upp þar sem iðnaöur, verslun og önnur þjónusta njóti tolla- og skattafríðinda. Útfærsla á frí- svæðinu er th athugunar hjá fjár- málaráöuneytinu og em Suðumesja- menn orðnir óþreyjufuhir eftir af- greiðslu ráðuneytisins. Vonir hafa staðið th að koma frísvæðinu á um næstu áramót þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðiö tekur ghdi, EES-samningurinn. Um frísvæði sem þessi ghda sér- stakar reglur hvað varðar tollmeö- ferð, skattlagningu og fleira. Sem dæmi má nefna fniðnaðarsvæðið Shannon á írlandi. Fyrirtæki á svona svæðum flytja gjaman inn hráefni th að vinna úr því og flytja síðan út, aht tollfijálst. Meginástæðan fyrir áhuga Suður- nesjamanna er erindi bandarísks tölvufyrirtækis sem hefur sýnt áhuga að hefja starfsemi á frísvæði á EES-svæðinu og er með ísland þar efst á blaði. Fyrirtækið og umboðsað- ih þess á íslandi, Aco hf„ hafa sýnt útreikninga sem sýna hagkvæmni þess að athafnast á frísvæði á Suður- nesjum. Utanríkisráðuneytið og iðn- aðarráðuneytið hafa skoðað þessa útreikninga og segir Oddur við- brögðin hafa veriö jákvæð. Flösku- hálsinn er hins vegar í fjármálaráðu- neytinu. Að sögn Odds er nýleg reglugerð um frísvæði ástæðan fyrir tregðunni. Reglugerðin byggist á lög- um um tolla. „Reglugerðin byggist á gömlum hugmyndum um gaddavírsgirðingu og tohhhð í kringum frísv^eði sem hafa tíðkast th þessa. Núna era að- stæður hins vegar að breytast, jafnt vestan hafs sem austan, með nýjustu tækni. Efdrht tohyfirvalda fer bara fram í gegnum tölvur og girðingar eða tohhhð er óþarfi. Th aö útfæra hugmyndir Bandaríkjamannanna þarf að breyta þessari reglugerð. Það stendur eitthvaö í mönnum í fjár- málaráðuneytinu. Ef máhð dregst lengi gæti farið svo að bandaríska fyrirtækið missi áhugann og fari eitt- hvað annað,“ sagöi Oddur. Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hefur verið í sambandi við tvö önnur erlend fyrirtæki í iðnaði sem hafa sýnt áhuga á að starfa á frísvæði. Ekki náðist í fjármálaráðherra vegnaþessamáls. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.