Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992.
Fréttir
. Atvinnumálanefnd ríkisins og aðila vinnumarkaðarins:
Hllögur okkar tilbúnar
fyrir næstu mánaðamót
segir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, formaður nefndarinnar
„Við höfum unnið mikið að þess-
um málum í sumar og ekki síst upp
á síðkastið og við stefnum að því að
leggja tiUögm- okkar fyrir ríkis-
stjómina fyrir mánaðamót," sagði
Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í
samtali við DV. Hann er formaöur
atvinnumálanefndar sem komið var
á laggimar að loknum kjarasamn-
ingum í vor.
Olafur Davíðsson sagði að þær til-
lögur sem ríkisstjómin hefði nú lagt
fram um vegaframkvæmdir og fleira
heíðu verið til umræðu hjá atvinnu-
málanefndinni ásamt mörgu öðm.
Hann sagðist ekki geta á þessu stigi
greint nákvæmlega frá því sem
nefndin ætlar að leggja til við ríkis-
stjórnina. Hann sagði þó að í þeim
væm tillögur varðandi sjávarútvegs-
mál og þá einkum með langtíma-
markmið í huga.
DV hefur heimildir fyrir því að
meðal tillagna í sjávarútvegi, sem
koma munu frá verkalýðshreyfing-
unni, sé að frystitogurunum verði
gert að stunda veiðar í minnst 4
mánuði á ári á djúpslóð utan fisk-
veiðilögsögunnar. Einnig að unnið
verði að því að fá erlend fiskveiði-
skip til að landa hér afla sínum í mun
ríkari mæli en verið hefur. Þá mun
að öllum líkindum verða lagt til að
kvótaskerðing þeirra skipa, sem selja
afla sinn á erlendan markað, verði
hækkuð úr 20 prósentum, eins og nú
er, í 25 prósent. Með því vonast menn
til að fleiri skip landi afla sínum á
markaði hér heima.
Óvíst er hvort samstaða næst um
þetta í nefndinni en þessar tillögur
munu eigi að síður fljóta með til rík-
isstjórnarinnar.
Samkvæmt sömu heimildum er
urgur í fulltrúum verkalýðshreyf-
ingarinnar í nefndinni vegna þess að
ríkisstjómin tók út aöaltiUögur
hennar um vegaframkvæmdir og
fleira og gerði að sínum áður en
nefndin hafði lagt tillögumar form-
lega fyrir ríkisstjómina. Þeir ásaka
ríkisstjórnina fyrir aö hafa fleytt
ijómann ofan af tillögum nefndar-
innar og gert að sínum.
Hlutverk atvinnumálanefndarinn-
ar, sem í eiga sæti fulltrúar frá ríkis-
stjórninni og aðUum vinnumarkað-
arins, er að koma með tillögur í at-
vinnumálum vegna vaxandi at-
vinnuleysisílandinu. -S.dór
Hann var að rífa nýtilega hluti úr tveimur bilflökum viö Draupnisgötu á
Akureyri. Ekki er aö sjá aö bítflökin séu þess eðlis aö i þeim sé margt
nýtilegt en þó máttl hirða úr þeim vélina og ýmsa aöra hluti. DV-mynd gk
Nýtt fyrirkomulag í starfi og kennslu í héraðsskóla:
Rúmlega 100 prósent
aukning í Reykholti
„Hér em komnir 64 nemendur sem
er rúmlega 100 prósent aukning frá
því á síðustu önn. Krakkamir eru
ýmist frá höfuðborgarsvæðinu, Suð-
umesjum, Suðurlandi, Eyjafirði, Eg-
iisstöðum og 5 em frá Núpsskóla í
Dýrafirði. Flestir nemendumir em á
fyrstu tveimur framhaldsskólaártm-
um, 16-18 ára. Viðbrögðin við auglýs-
ingum okkar hafa því verið mjög
góð. Þessi hópur, sem er kominn
hingaö í sveitarómantíkina til að
læra í friði, er með alls konar félags-
líf í huga. Við erum nú um helgina
með fyrstu veisluna af þremur fyrir
jól. Þá munu eldri nemendur hafa
langborö með flnum mat fyrir þá
yngri. Þetta verður busaveislan,"
sagði Oddur Albertsson, nýr skóla-
stjóri héraösskólans i Reykholti, í
samtali við DV.
Oddur segist vera mjög ánægöur
með þær góðu viðtökur sem skólinn
fékk eftir að auglýst var nýtt fyrir-
komulag í starfi og kennslu í
skólanum.
„Þetta mun verða tilraun mín til
að láta nemenduma sjálfa taka lýð-
ræðislegan þátt í öllu hér, þeir munu
að miklu leyti sjálfir bera ábyrgð á
öllu hér sem áöur var í höndum
gæslumanna. Kennaramir em átta
en þrír nemendur munu sitja á kenn-
arafundunum. Þessi aðferð er til að
slá á uppreisnargimi," sagði Oddur.
Aöeins hluti skólahúsnæðisins í
Reykholti er í notkun. í raun getur
heimavistin tekið við 130 nemendum.
Albert segir að búiö sé að bóka nám-
skeiðahópa í hluta af vistunum í vet-
ur. Þannig nýtist húsnæðið betur. Á
fjárlögum var gert ráð fyrir að skól-
inn í Reykholti yrði í fullum rekstri.
-ÓTT
Ólafur Ragnar um flárlagagerð rlkisstjómarinnar:
Eins konar hálf kák
frá degi til dags
- hefði viljað sjá hátekjuskatt eins og í öðrum löndum Vestur-Evrópu
„Grundvöllurinn að efnahags-
stefnu ríkissljórnarinnar er brost-
inn og hún hrekst stefnulaus í efna-
hags- og atvinnumálum. Aðgérðir
stjómarinnar em eins konar hálf-
kák frá degi til dags. Ráðherramir
hafa ekki einu sinni stuðning í eig-
in þingflokkum fyrir því sem þeir
em að tilkynna á blaðamannafund-
um,“ segir Ólafur Ragnar Gríms-
son, formaður Alþýðubandalagsins
og fyrverandi íjármálaráðherra.
Máli sínu til stuðnings bendir
Ólafur Ragnar á að fyrir rúmu ári
hafi ríkisstjómin gert það að hom-
steini efnahagsstefnu sinnar að
eyða hallanum á ríkissjóði á tveim-
ur árum. Staðreyndin sé hins vegar
sú að í ár stefni hallinn í 10 til 12
milljarða og á því næsta gerir ríkis-
stjómin ráð fyrir minnst 6,2 millj-
arða halla á ríkissjóði.
„Þetta er hærri hallatala en
nokkur ríkisstjóm hefur sýnt í fjár-
lagafrumvarpi til þessa,“ segir Ól-
afur Ragnar.
Að sögn Ólafs hefði Alþýðu-
bandalagið valið þá leiö í fjárlaga-
gerðinni að taka um 10 prósenta
hátekjuþrep í teKjuskatti á tekjur
sem em yfir 400 þúsund krónur hjá
hjónum og yfir 200 þúsund krónur
hjá einstaklingi. Slík skattlagning
sé til staðar í öllum öðrum löndum
Vestur-Evrópu og gæti árlega skil-
að ríkissjóði 3 til 4 milljörðum í
tekjur. Með slíkri skattlagningu
skapist meiri möguleikar til að fjár-
magna aögerðir í atvinnulífi og
létta undir með hinum tekjulægri
heldur en með breyttum virðis-
aukaskatti en sú breyting kalli á
7500 króna viðbótarútgjöld hjá vísi-
tölufjölskyldunni.
„Ég hélt að það væri þjóðarsátt
um að efla innlenda menningu og
fjölmiðlun á tímum aukinnar al-
þjóðlegrar opnunar. Þar em hinar
íslensku rætur sem gera okkur
kleift að vera þjóð á tímum vaxandi
alþjóðlegrar samkeppni. Leið ríkis-
stjórnarinnar felur hins vegar í sér
aðför að útgáfu íslenskra bóka og
samkeppnisstöðu íslenskra fjölm-
iðla gagnvart erlendu fjölmiðlaefni.
Þá er það mjög sérkennileg ákvörð-
un að hækka hitunarkostnaö
landsmanna um 15 til 20 prósent á
sama tíma og rafmagnið rennur
verðlaust frá Blönduvirkjun."
-kaa
Kristín Ástgeirsdóttir:
Sérkennileg vinnubrögð
við fjárlagagerðina
- segir ríkisstjómina á vilfigötuin í niðurskurðarstefiiu sinni
„Það er afar sérkennilegt hvem-
ig ríkisstjómin vinnur að fjárlaga-
gerðinni. Hún er að tilkynna úti í
bæ um skiptingu fjár sem Alþingi
ætti með réttu að ákveða. Hingað
til hefur gengið mjög illa að ná sam-
an þessum fjárlögum og það sýnir
best hver staðan er í ríkissfjóm-
inni. Almennt séð er ég mótfallinn
þeirri niðurskurðarstefnu sem hún
beitir því hún skilar ekki langtíma-
árangri. Fjárþörfin er einfaldlega
barin niður en auðvitað sprettur
hún upp jafnóðum," segir Kristín
Ástgeirsdóttir, fulltrúi Kvennalist-
ans í efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis.
Kristín segist skilja það sjónar-
miö ríkisstjómarinnar aö vilja afla
ríkissjóði aukinna tekna. Hins veg-
ar sé þaö gagnrýnisvert að pening-
amir skuli alltaf vera sóttir í vit-
lausa vasa. Þá segist hún vantrúuð
á að ríkisstjómin geti aukið tekj-
umar með aukinni sölu eigna á
næsta ári. Annars vegar komi sam-
drátturinn í veg fyrir það og hins
vegar sé sala ríkiseigna mjög um-
deild.
„Meðan ríkisstjómin setur ekki á
fjármagnstekjuskatt, hátekjuskatt
og lúxusskatta, getur maður ekkert
tekið mark á svona tillögum. Þrátt
fyrir samdráttinn er mikil eyðsla í
gangi því það er ákveðinn hópur
sem hefur nóg af peningum. Til
hans þarf að ná.“
Kristín kveðst fagna því aö ríkis-
stjómin ætli að veita fjármunum í
að auka vinnu en óttast að boðaður
niðurskurður komi í veg fyrir
mikla ávinninga í þeim efnum. Þá
segist hún fagna því að til standi
aö lækka virðisaukaskattinn, sér-
staklega ef það verði til þess að
lækka allt of hátt matvælaverö í
landinu. Á hinn bóginn kveðst
Kristín alfarið mótfallin því að
lækkunin verði fjármögnuð með
því að láta aðrar greinar borga,
einkum bókaútgáfu og fjölmiðlun.
Varðandi þá niðurskurðarstefnu
ríkistjómarinnar segir Kristín að
mun æskilegra væri að fara hægar
í sakimar. Sem dæmi nefnir hún
að umferðarslys kosti um 10 millj-
arða á ári í heilbrigðisþjónustunni.
Þá upphæð mætti lækka verulega
með fýrirbyggjandi aögerðum, svo
sem aukinni fræðslu og hækkun
ökuleyfisaldurs. Slíkar aðgerðir
segir hún vænlegri til árangurs en
ómarkvissan niðurskurð.
-kaa