Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. 5 Fréttir Eignir Sambands íslenskra samvinnufélaga: Allar nema tvær óþekkt stærð á verðabréf amarkaði Stærsta eign sambandsins er 32 prósent hlutur þess í Olíufélaginu hf. Hann er metinn bókfærö eign í síðasta ársreikningi Sambandsins 1.168.978 krónur. Nafnverö hluta- bréfanna er aftur á móti ekki nema 189 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Landsbréfum eru hlutabréf í Olíufélaginu nú seld á genginu 4,40 en hefur hæst farið í 4,60. Og sam- kvæmt genginu 4,40 er hlutur Sam- bandsins því ekki nema rúmar 870 milljónir króna. Þama skeikar nærri 300 milljónum miðað við bókfærða eign. Sambandið á 98 prósent í Samskip- um. Þar er nafnverð eignarinnar skráð í ársreikningi 884 milljónir króna. Hlutabréf í þeim eru nú seld á genginu 1,12 sem þýðir að þau eru virði um 990 milljóna króna sem er aðeins hærra en bókfært verð þeirra sem er 956 milljónir króna. Vegna mikils taps á rekstri Samskipa á fyrri hluta þessa árs er talið að gengið hafi lækkað nokkuð. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbréfum er gengi hlutabréfa í öllum öðrum fyrirtækjum Sam- bapdsins algerlega óþekkt stærð sem engin leið er að segja hvers virði eru fyrr en þau hafa verið metin. Rekstur flestra þeirra hefur gengið heldur brösuglega enda tap Sam- bandsins fyrstu átta mánuði þessa árs 239 milljónir króna. Það er því líklegt að þungt verði fyrir fæti hjá hinu nýja eignarhaldsfélagi Lands- bankans að selja þessar eignir á því verði sem þær standa að veði fyrir. -S.dór Jámblendiverksmiðjan á Grundartanga: Þrjátíu manns verður sagt upp - áfall fyrir Akranesbæ, segir bæjarstjórinn „Þetta horfir afar illa við okkur og er mjög mikið áfall fyrir Akranes en ekki síður fyrir sveitirnar í kring. Þetta eru mjög slæmar fréttir," segir Gísh Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, um væntanlegar uppsagnir starfsfólks í Jámblendiverksmiðj- unni á Gmndartanga. Gísli sagðist hafa heyrt að allt að 30 starfsmönnum kynni að verða sagt upp en það væru ekki staöfestar tölur. Jón Sigurðsson, forstjóri Járn- blendiverksmiðjunnar, vildi ekkert segja um hversu mörgum yrði sagt upp. Hann sagði að tillögur um nið- urskurð yrðu að vera komnar fram fyrir mánaðamót. Mikil endurskoðun fer nú fram á rekstri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og heimildarmenn DV í fyrirtækinu staðfestu að til stæði að um 30 starfsmönnum yrði sagt upp. Starfsmenn em nú 180 en vom, þegar mest varð, um 195. Annar ofn verksmiðjunnar hefur nú verið stöðvaður og ráðgert er að stöðva hinn eftir mánaðamótin næstu. Við- haldi ofnanna verður sinnt eins og venja er á þessum árstíma en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvemig framleiðslu verður háttað fram að áramótum. Rót erfiðleikanna nú er að verö á kísiljárni hefur verið mjög lágt allt þetta ár en lengi vel var vonast til l.deUdkvenna: Breiðablik meistari Knattspyrnusamband íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna kæmmáls Stjörnunnar gegn ÍA í 1. deild kvenna. Niðurstaðan í málinu er sú að Stjarnan dregur kæru sína til baka og því er Breiðablik íslands- meistari 1992. Blikastúlkur fá bikar- inn aíhentan í lokahófi knattspymu- manna á Hótel íslandi í kvöld. -BL Alþingi í frí Tveggja vikna hlé var gert á störf- um Alþingis í gær. Þingið kemur saman eftir tvær vikur. Þinghaldið hefst á stefnuræðu forsætisráðherra. -sme ■ ____________________________ Kringlan: Opiðásunnudag Verslanir í Kringlunni verða opnar á sunnudögum fram til jóla, i fyrsta sinn á morgun. Flest þjónustufyrir- tæki hússins og hluti verslana verða þó ekki opin á þessum reynslutíma. Opið er frá 13 til 17. Á inorgun verð- ur gestum meðal annars boðið upp á tísku-ogdanssýningu. -kaa rekstrarbata. í ágúst brást sala síðan algjörlega og þá var ákveðið að grípa til róttækra aðgerða og niðurskurðar á framleiðslukostnaði. Liður í endurskoðuninni er að gera samanburð á sambærilegum verk- smiðjum til að sjá hversu mörg tonn megi framleiða á starfsmann við ítr- asta samdrátt. -Ari Eitt af því sem fylgir slátrun sauðfjár á haustin er að ganga frá gærunum á sem bestan hátt svo að ullin verði sem verðmætust. Þessir hressu karlar hafa þann starfa hjá sláturhúsinu á Akureyri 'að handleika gærurnar eftir kúnstarinnar reglum. DV-mynd gk ...nei aldeilis ekki, I7 Q ÞETTA ER OKKAR ÁRLEGA O HLJOMTÆKJASAMSTÆÐA VERÐ ÁÐUR 55.00 FISHER 25" STEREO SJÓNVARPS- TÆKI VERÐ ÁÐUR 99.950 28"STEREO SJÓNVARPS- TÆKI VERÐ ÁÐUR 108.775 MYNDBANDSUPPTOKUVEL VERÐ ÁÐUR 66.611 HLJOMTÆKJASAMSTÆÐA VERÐ ÁÐUR 61.056 • • SJONVARPSMIÐSTOÐIN HF ^ OniA SIÐUMULA 2 • 68 90 90 Opið laugardaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.