Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. 15 Foringjakreppan mikla Kreppan mikla á millistríðsárun- um féU með ógnvænlegum þunga á almenning víða um heim fyrst og fremst vegna rangra ákvarðana og stefnuleysis kjörinna forystu- manna sem höíðu engar lausnir, engin ráð, og gátu ekki einu sinni leynt ráðleysi sínu fyrir almenn- ingi. Núverandi forystumenn ríkis- stjóma í Ameríku og Evrópu eru af sama tagi. Þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð á meðan Róm brenn- ur; standa máttvana frammi fyrir öflugri röst fjármálalegra hremm- inga sem geta fyrr en varir steypt heiminum í efnahagslegt og stjórn- málalegt öngþveiti. Og öllum al- menningi á Vesturlöndum er orðið Ijóst að foringjarnir eru klæðalaus- ir. Vandamálin í fjármálum og efna- hagsmálum eru mikil og erfið. En sem stendur er foringjakreppan mikla þó alvarlegasta ógnimin við framfarir og stöðugleika í heimin- um. Þeir sem nú standa við stjórn- völinn eru nefnilega af því tagi, svo notast sé við lýsingu spaks manns nýverið á Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, að þeir geta tekist á við allt nema það sem skiptir máli - það er að segja vandamálin. Lifir Saddam Bush? Vestur í Bandaríkjunum, eina risaveldi heimsins nú sem stendur, hefur forystuleysið í innanlands- málum verið aigjört, enda virðast kjósendur jafnvel á þeim buxunum að henda Bush út úr Hvita húsinu í refsingarskyni. Fari svo sest hann á bekk með Herbert Hoover sem horfði úrræðalaus á kreppuna miklu gera verulegan hluta Banda- ríkjamanna að fátækiingum. Bush er að mörgu leyti forseti af sama taginu og Hoover - maður sem hefur slíkt ofnæmi fyrir ríkis- afskiptum í efnahagsmálum að hann getur hvorki hreyft hönd né fót þegar virkilega er þörf fyrir nánast fóðurlega leiðsögn tfl að skapa traust og vekja með'þjóðinni von um betri tíð. Franklin Roose- velt, sem felldi Hoover í kosningum árið 1932, gaf almenningi slika von. Það er ekkert að óttast nema óttann sjálfan sagði hann og gaf þjóðinni trú á að hægt væri að sigrast á vandamálunum. Slíkt er Bush gjör- samlega inn megn. Á ferli sínum sem forseti hefur Bush fyrst og fremst afrekað að skapa samstöðu um stríðsaðgerðir gegn slátraranum í Bagdad, Sadd- am Hussein. En honum tókst jafn- vel að klúðra þvi máli á endasprett- inum. Saddam er því tryggur í sessi sem blóði drifinn einræðisherra og getur í friði kálað andstæðingum sínum. Kannski verður hann leng- ur á valdastóli en Bush sem hikaði á örlagastundu. Það yrði kald- hæðni aldarinnar. Thatcher saknað Margt má segja misjafnt um rík- isstjórn Margrétar Thatcher en eitt er þó víst: Síðan nánustu sam- staiifsmenn hennar sviku hana í sígildum Brútusstíl og hröktu úr embætti hefur Bretland verið án leiðtoga. Súkkulaðidrengirnir, sem tóku við af henni, hafa haldið dauða- haldi í ruglað kerfi evrópsks fast- gengis sem Thatcher hafði fyrir löngu sýnt fram á að væri sem lam- andi spennitreyja fyrir breskt efna- hagslíf. Fyrir aðeins örfáum dögum kallaði John Major skoðanabræður hennar í þessu efni „skottulækna" og hélt fast við stefnu sem hefur haft í for með sér stöðnun og sam- drátt í bresku efnahagslífi og óbærflega aukningu atvinnuleysis og þeirrar eymdar sem því fylgir. Nú hefur hann sjálfur neyðst tfl aö grípa tfl skottulækninganna og tekið pundið út úr evrópska mynt- bandalaginu. En þótt stefna hans sé í rúst eftir að hafa lamað efna- hagslífið lætur hann opinberlega eins og hann hafi einungis verið að skipta um skyrtu og telur fárán- legt aö hann eigi að segja af sér. Bretar sigla því enn um sinn þjóð- arskútunni leiðtogalausir. Meginland í uppnámi Á meginlandinu horfir Kohl kanslari sem dáleiddur á vaxandi upplausn í sameinuðu Þýskalandi og Francois Mitterrand forseti á víðtæka andstöðu franskra kjós- enda við Evrópusamrunann og andúð á þjösnaskap Þjóðverja í fjármálum. Og Giuliano Amato, ít- alski forsætisráðherrann, er svo máttvana gagnvart gífurlegum efnahagsvanda að hann falast eftir að fá að stjóma með tilskipunum í Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri nokkur ár - sem í reynd þýðir að lýðræðið sé lagt tfl hiiðar. Örlög Mitterrands, slægasta stjómmálarefs álfunnar, ráðast væntanlega nú um helgina þegar Frakkar greiða atkvæði um Maas- tricht-sáttmálann. Það má segja honum tfl hróss að efdr að Danir höfnuðu þessum sáttmála, sem franskir Kjósendur hafa reyndar komist að raun um að er gjörsam- lega óskiljanlegur, ákvað hann ótfl- neyddur að leggja málið undir dóm þjóðarinnar. Aðrir foringjar í Evr- ópu eru svo hræddir viö óvinsældir eigin stefnu að þeir þora ekki einu sinni að spyija almenning álits - frekar en íslenskir ráðamenn í EES-málinu. Mitterrand er sá eini evrópskra leiðtoga sem er svo sannfærður um réttmæti stefnu sinnar að hann trúip því að honum takist að sann- færa meirihluta landsmanna um að fylgja sér. Takist það hefur Mitt- errand unnið meiri háttar afrek, líklega það síðasta á ferli sínum, því hann er sjúkur maður og há- aldraður. Pólitískt hugleysi Mitterrand sýnir í það minnsta pólitískt hugrekki sem er af skorn- um skammti í Evrópu um þessar mundir. Lítið fer til dæmis fyrir slíku í Þýskalandi þar sem Kohi og Bundesbank senda reikninginn vegna skyndisameiningar þýsku ríkjanna til annarra landa í stað þess að greiða hann sjálfir með hækkun skatta. Þetta pólitíska hugleysi kemur fram í hávaxta- stefnu sem valdiö hefur eymd og volæði í þeim nágrannalöndum þar sem forystumenn hafa ríghaldið í fastgengisstefnuna. Það er alltaf óráðlegt að horfa blint á söguna og gera ráð fyrir að hún endurtaki sig. Hins vegar verð- ur að læra af mistökum fyrri tíma. Foringjakreppan nú er nánast spegflmynd þess leiðtogaleysis og pólitíska hugleysis sem átti svo mikinn þátt í að hrinda af staö og magna heimskreppuna. Það er þvi ljóslega mikfl hætta á ferðum. Dýr andlitslyfting Talandi um leiðtogakreppu. Það virðist skammt í sólsetur hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga. Samvinnuhreyfingin hófst hér á landi sem tilraun fátækra bænda tfl að kaupa nauðsynjar á lægra verði en kaupmenn buðu og selja afurðir sínar á hærra verði. Hún festi hér rætur vegna þess að þetta ætlunarverk tókst. Það tókst fyrir framgöngu frumherja sem lögðu allt í sölumar. Manna eins og Jak- obs Hálfdánarsonar sem í vetrar- kuldum afgreiddi vörur tfl bænda úr moldargryfju og skúrræksni sem ekki var einu sinni fokhelt en varið gegn veðri og vindum með dúkum úr messuljaldi Bárðdæl- inga. Slíkur hugsjónaeldur knúði for- ingja og sjálfboðaliða áfram víða um land fram eftir öldinni. En það er fyrir löngu búiö að slökkva á síðasta loga hugsjónanna í aðal- stöðvum Sambandsins. Þar á bæ hefur því lengi verið haldið fram að Sambandið sé og eigi að vera í viðskiptum en ekki hugsjónastarfi. Sem væri út af fyrir sig í góðu lagi ef þeir gætu sýnt árangur af viðskiptastarfi sínu - þ.e. lægra vöruverð til neytenda og hagnað. En það er nú öðru nær. Bullandi tap alls staðar, líka í greinum þar sem aðrir skila hagn- aði, og oft hærra vöruverö en hjá samkeppnisaðilum. Fyrirtæki, sem eitt sinn hafði um þriðjung alls innflutnings til lands- ins, tókst að stórtapa á þeim við- skiptum. Hagkaup veitti hins vegar landsmönnum hagkvæmara verð - og græddi vel á því. Einstaklingur fór af stað með eina Bónusverslun, bauð neytendum enn lægra vöru- verð en Hagkaup og gerði verslanir sínar að stórveldi á fáeinum miss- erum. Forystumenn Sambandsins höíðu hins vegar forystu á ýmsum sviðum. Þeir mokuðu tfl dæmis meiri peningum í óhæfa stjórnend- ur en dæmi voru til um í íslands- sögunni. Og það stjórnendur sem voru haldnir slíkri veruleikafirr- ingu að þegar mest lá við að draga úr skuldasöfnun og óþarfa fjárfest- ingum fannst þeim mestu máli skipta að Sambandshúsið gamla, höfuöstöðvar samvinnuhreyfing- arinnar mestan hluta aldarinnar, væri ekki nógu „glæsilegt andlit" fyrir stórveldið sem þeir héldu sig stjórna. Þess vegna byggðu þeir höll fyrir hátt í einn milljarö króna. Þaö er langur vegur frá moldar- gryfiu Jakobs Hálfdánarsonar á Húsavík tfl hallarinnar á Kirkju- sandi. Gryíjan kom fátækum bændum að góðum notum á sínum tíma. Höllin hlýtur hins vegar þau örlög ein að verða grafhýsi Sam- bandsins. En það hlýtur auðvitað að muna miklu að geta dáið drottni sínum með fint andlit. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.