Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. Kvikmyndir__________________________________________ Bitter Moon, ný kvikmynd Romans Polanski: Skuggahliðar sálar- lífsins kannaðar Nákvæmlega þijátíu ár eru liöin frá því fyrsta kvikmynd Romans Polanski í fullri lengd, Knife in the Water, var tekin til sýningar. Ellefu kvikmyndum síðar er að koma ný mynd frá Polanski, Bitter Moon, en handritið skrifaði Polanski ásamt Gerard Brach og John Brownjohn sem lengi hafa unnið með honum og er handritíð skrifað eftir skáldsögu Pascal Bruckners, Lunes de Fiel. Á þessum þrjátíu árum, sem liðin eru frá fyrstu kvikmynd, hefur Rom- an Polanski verið mikils metinn kvikmyndagerðarmaður þótt stund- um hafi á móti blásið. Hann er mik- ill stílistí, fer eigin leiðir og er með mjög persónulegan smekk í kvik- myndagerð. Ejölbreytni hefur einkennt feril Polanskis og hefur hann jafnt fengist við klassískar bókmenntir, leynilög- reglusögur, ævintýrasögur og sál- fræðiþrillera svo eitthvaö sé nefnt. Persónumar í myndum hans eru oft í sálarkreppu og Polanski er meistari Hugh Grant og Emanuelle Seigner í hlutverkum sinum í Bitter Moon. Á innfelldu myndinni er Roman Pol- anski að störfum. í að rugla áhorfandann með alls kyns fléttum sem stundum er erfitt aö átta sig á. Nóg er um slíkt í Bitter Moon. sem hefur hið klassíska þema, ástar- samband manns og konu. Polanski fer sem fyrr ótroönar slóðir og fljót- lega í myndinni fer hann að kanna dimmar hliðar sálarlífs aðalpersón- anna. Fjórar aðalpersónur Bitter Moon gerist um borð í skemmtiferðaskipi og kynnumst viö fyrst Bartdaríkjamanninum Oscar, sem er í hjólastól. Hann tekur ungan Englending, Nigel, tali og segir hon- um að mikil ástríða sé búin að eyði- leggja líf hans. Sú sem völd er að miklum þrengingum í sálarlífi hans er eiginkona hans, Mimi, og í svip- myndum til fortíðarinnar fáum við innsýn í líf þeirra tveggja á ýmsum stígum, líf sem byggist á ást, hatri, leiðindum, tilfinningaskorti, eðlilegu sem og óeðlilegu kynlífi og sjálfstor- tímingu. Sagan um Oscar og Mimi hefur mikil áhrif á Nigel og eiginkonu hans, Fionu, og dragast þau ósjálfr- átt inn i líf Oscars og Mimi, án þess að gera sér grein fyrir að þau eru aðeins peð í hættulegum og ástríðu- fullum leik þeirra hjóna. Eins og áður sagöi er Bitter Moon byggð á skáldsögunni Lunes de Fiel, en eins og Polanskis er von og vísa fer hann mjög fijálslega með efhi bókarinnar þannig að sagan verður nánast hans eigin og dulúðin og kyn- ferðisleg þráhyggja sem einkennir myndina kannast þeir viö sem fylgst hafa með ferli Polanskis. Aðalhlutverkin eru fjögur. í þau hefur Polanski vahð franska, banda- ríska og breska leikara. Bandaríski leikarinn Peter Coyote leikur Oscar. Hann hefur oftast leikið traustvekj- andi persónur í myndum eins og E.T., Outrageous Fortune og Jagged Edge. Allt annað er upp á teningnum hér, Oscar er langt í frá að vera traustvekjandi persóna. Coyote segir að hann hefði örugglega aldrei tekið að sér aö leika Oscar hefði ekki Pol- anski, sem hann telur meðal merk- ustu leiksljóra samtímans, verið við stjómvölinn. Enski leikarinn Hugh Grant leikur Nigel. Þessi ungi leikari á að baki tvær eftirminnilegar kvikmyndir, Maurice og Impromptu, en í þeirrí síðamefndu lék hann tónskáldið Chopin. Eiginkona Romans Polanski, Em- manuelle Seigner, leikur Mimi. Hún er frönsk og lék einnig aðalhlutverk- ið í síðustu mynd Polanskis, Frantic, á móti Harrison Ford. Fjórða aðalhlutverkið, Fionu, leik- ur enska leikkonan Kristin-Scott Thomas sem er þekktust fyrir leik sinn í The Handful of Dust sem er meðal betri kvikmynda sem komið hafa frá Englandi á síðustu árum. Viðburðaríkur ferill Roman Polanski fæddist í París 1933 en hann ólst upp og hlaut Kvikmyndir Hilmar Karlsson menntun í Póllandi. Æska Polanskis var hroðaleg. Þegar hann var átta ára vom foreldra hans settir í útrým- ingarbúðir nasista þar sem móðir hans dó. Sjálfur lenti hann á flakki um Pólland og varö vitni aö mörgum hræðilegum atburðum ásamt því að lenda sjálfur í höndum nasista sem meðal annars notuðu hann sér til skemmtunar. Er ekki aö efa að þessi ár hafa markað djúp för í sálarlíf Polanskis og sú hræðsla sem er svo einkennandi fyrir persónur í kvik- myndum hans er ömgglega tilkomin vegna þessarar lífsreynslu. Hugur Polanskis stóð snemma til leiklistar. Hann var aðeins 14 ára þegar hann kom fyrst fram sem leik- ari og tvítugur lék hann í kvikmynd Andrzej Wajda, A Generation. Lék hann í fieiri myndum fyrir Wajda. Polanski lauk námi frá hinum virta kvikmyndaskóla í Lodz. Meðfram náminu þar leikstýrði hann stutt- myndum sem vöktu athygli. En það er síðan með Knife in the Water sem Polanski vekur heimsathygli. Mynd- in hlaut gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Leið Polanskis lá síðan yfir sundið tíl Englands þar sem hann leikstýrði næstu þremur kvikmyndum sínum, Repulsion, Cul de sac og The Fear- less Vampire Killers. Fyrsta kvik- mynd Polanskis í Bandaríkjunum var Rosemary’s Baby, 1968, mynd sem í dag er talin meðal klassískra hryllingsmynda. Á næstu árum flakkaði Polanski um hinn vestræna heim í gerð mynda, gerði Mackbeth í Englandi, What á Ítalíu, The Tenant í Frakklandi og Chinatown í Banda- ríkjunum, en sú mynd var tilnefnd til ellefu óskarsverölauna. Chin- atown var síðasta myndin sem hann geröi vestanhafs. Polanski var ákærður fyrir mök við stúlku undir lögaldri og flúði frekar en að mæta við réttarhöldin. Hefur hann síðan búið í París. Fyrsta kvikmynd hans eftir þennan atburð var Tess sem hlaut mikið lof gagnrýnenda og var meðal annars tilnefnd til margra óskarsverðlauna og fékk þau fyrir bestu kvikmyndatökuna. Fimm ár liðu þar til hann leik- stýrði næstu mynd sinni, Pirates, gamansamri sjóræningjamynd með Walter Matthau í aöalhlutverki. 1988 leikstýrði hann síðan þrillernum Frantic sem fékk góöar viðtökur. Á síðari árum hefur Roman Pol- anski í ríkum mæh snúið sér að leik- sviöi og sett upp sýningar í París og Múnchen sem vakið hafa heimsat- hygli. Má nefna uppfærslu hans á Amadeus og óperunum Ævintýri Hoffmans og Rigoletto. Bitter Moon er alveg ný kvikmynd og er verið að frumsýna hana um þessar mundir víða í Evrópu og verð- um viö hér á landi engir eftirbátar því Stjömubíó mun taka hana til sýningar síðast í þessum mánuöi. -HK DV Kínverskmynd hlýtur gullljónið íFeneyjum Kínverska kvikmyndin Sagan af Qui Ju var valin besta kvik- myndin á Kvikmyndahátíöinni í Feneyjum sem lauk um síðustu helgi og hlaut hún gullljónið. Myndin íjallar um kotbændur og er leikstýrt af hinum þekkta leik- sljóra Zhang Yimou. Sérstök verölaun dómnefhdar fóra til ít- ölsku kvikmyndarinnar Dauði stærðfræðingsins frá Napólí, sem leikstýrt er af Mario Martone. Besti leikarinn var valinn Jack Lemmon fyrir leik sinn i Gleng- arry Glen Rose og besta leikkon- an Gong Li fyrir leik sinn í Sagan af Qui Ju. Þxjár kvikmyndir hlutu silfurljónið, spánska mynd- in Jamon, jamon, franska mynd- in Un Coeur en Hiver og rúm- enska myndin Hótel de lux. Altman safnar fríðuliði ínýjamynd Robert Altman er aftur kominn í þá aðstöðu að geta valið og hafn- að og nú er hann að láta gamlan draum rætast og kvikmynda nokkrar smásögur Raymond Carver undir heitínu Short Cuts. Altman endurtekur leikinn frá The Player og fær marga þekkta leikara til að leika misstór hlut- verk í myndinni. Þeir sem þegar hafa samþykkt eru Tim Robbins, Bruce Davison, Jack Lemraon, Matthew Modine, Jennifer Jason Leight, Andie MacDowell, Anne Archer, Lori Singer og Fred Ward. Myndin mun að öllu leyti gerast 1 Los Angeles. OliverStone stendurí stórræðum Oliver Stone stendur í stórræð- um eins og svo oft áður. Nú er verið að kvikmynda lokakafla Vietnam trílógíu hans, When Heaven and Earth Changed Place með Haing S. Ngor og Joan Chen í aðalhlutverkum. Ngor er þekkt- astur fýrir leik sinn í annarri Vietnammynd, Killing Fields. Fyrri tvær myndirnar I seríu Stones era Platoon og Born on the Fourth of July. Auk þess hefur Stone verið önnum kafinn við að kvikmynda einn hluta af nýrri sjónvarpsseríu sem gerist í Los Angeles árið 2000. í þeim hluta, sem Stone leikstýtrir, leika David Wamer og Angje Dickinson aðal- hlutverkin, Gamansöng- leikurumlífið í Hollywood James L. Brooks, sem ekki hef- ur leikstýrt kvikmynd síðan hann gerði BroadcastNews, 1987, er að byrja tökur I’U do Anything sem verður sjálfsagt ein dýrasta kvikmyndin sem sýnd verður á næsta árl. Um er að ræða kvik- rnynd í söngleikjaformi þar sem þemaö er lífið þjá listamönnum í Hollywood. Brooks sem undanf- arin ár hefur aö mestu haldið sig við sjónvarpið og er meðal annars einn framleiöandi hinna vinsælu þátta um Simpson íjölskylduna þykir taka mikla áhættu með mynd þessari, en þær fáu söng- leikjamyndir, sera geröar liafa veriö undanfarin ár, hafa aliar kolfallið. Aðalleikarar eru Nick Nolte, Anjelica Huston, Albert Brooks, Tracey UUman, Mary Louise Parker, Julie Kavner og hin fimm ára Whittni WrighL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.