Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. Trúaður fram- kvæmdamaður - Tómas A. Tómasson í augum vina og samstarfsmanna „Tommi var mjög bráðþroska í öllu tilíiti. Við byrjuöum á aö fikta við að reykja í ellefu ára bekk. í tólf ára bekk var Tommi kominn á fast með skólasystur okkar. Það var mikil ást,“ segir Tómas Á. Einarsson tann- læknir um Tómas A. Tómasson veit- ingamann sem keypti Hótel Borg á dögunum. Nafnamir voru sessunautur í Melaskóla í fjögur ár frá eUefu ára aldri. Þeir halda enn sambandi og í vetur unnu þeir að því að koma gömlu bekkjarfélögum sínum saman í tilefni áf því að þijátíu ár eru liðin síðan þeir kláruðu bamaskólapróf. Elín Thorarensen var kennari þeirra í Melaskóla. Henni var boðið í 30 ára afmælið sem haldið var í Hard Rock og síðan var farið í Ömmu Lú á eftir. „Báðir staðimir eru glæsilegir og Tómasi til sóma,“ segir Elín. „Tómas var einstaklega góður nemandi og yfirvegaður eins og bekkurinn í heild. Þó ég sé ekki vel kunnug í veitingahúsarekstrinum tel ég að Hótel Borg hefði vart getað fengið betri veitingamann og hún er því í góðum höndum. Ég óska Tómasi til hamingju með kaupin um leið og ég þakka honum og bekknum í heild þann hlýhug sem þau hafa sýnt mér.“ Alinn upp hjá Ömmu Lú Tómas Andrés Tómasson er fædd- ur 4. aprO 1949. Móðir hans er Katrín Fjeldsted en faðir hans Thomas A. Downey sem búsettur er í Bandaríkj- unum. Tómas er alinn upp hjá afa sínum og ömmu, Lárusi Andrési Fjeldsted og konu hans, Lovísu Ág- ústsdóttur. Tómas Einarsson tann- læknir segir að félagar Tomma hafi alltaf verið velkomnir heima hjá afa hans og ömmu. „Lovísa sýndi okkur mikla þolin- mæði og var ákaflega góð við okkur. Móðir Tomma sendi honum reglu- lega sælgæti frá Ameríku og við nut- um góðs af. Ég man sérstaklega eftir Hershey’s súkkulaðinu sem okkur þótti ákaflega gott,“ segir Tómas. „Þegar hún kom íslands fékk Tommi að velja sér eina gjöf. Ellefu ára bað hann um viskífleyg, sem var í laginu eins og lítil bók, og fékk hann. í fyrsta á Þingvöllum," segir Jórunn Viðar, píanóleikari og tónskáld. Lárus, eig- inmaður Jórunnar, var móðurbróðir Tomma. „Tommi var ósköp indæll og laglegur drengur. Hann var aldrei að reyna neitt teygjuhopp hjá mér. Hann reyndi þó einu sinni að klifra upp á skúrþak en datt niður og lær- brotnaði. Þess vegna var ég svo hissa þegar hann fór í þetta teygjuhopp." Jórunn segir að Tommi hafí snemma haft tilhneigingu til þess að. vera góður veitingamaður. Þegar amma hans veiktist hugsaði Tommi um afa sinn. „Hann dekkaði alltaf upp borð, mjög fallega með silfri og flnasta stelli. Svo matreiddi hann fyrir afa sinn og bar það svo fallega fram,“ segir Jórunn. „Hann sauð egg handa honum og það var alveg mátulegt. Amma Lú hafði áhyggjur af því hvað yrði úr drengnum hennar en ég sagði að hann yrði góður kokkur." Tók átta ár að klára fjóra bekki Að loknu námi í gagnfræðaskóla lá leið Tomma í Verslunarskóla ís- lands. Það tók hann reyndar átta ár að klára fjóra bekki enda var hann með mörg járn í eldinum. Árin 1965 og 1966 kláraði hann fyrsta og annan bekk og hætti svo. Hann tók tii við námið í Versló aftur 1971 og lauk jafnframt matsveinsprófi frá Hótel- og veitingaskóla íslands. Með fjóröa og síöasta bekk var hann í fullri Tommi hefur alltaf verið veikur fyrir glæsilegum bílum. bekk kom hann með viskífleyginn í skólann, missti hann í gólfið og það var mikið uppistand.“ Fékk skot í augað Tómas segist vel muna eftir slysinu þegar Tommi eyðilagði í sér augað. Þetta var að sumarlagi og Tommi var í byggingarvinnu, þá 14 ára gamall. í kaffitímanum voru strákamir að leika sér með loftriffil og skjóta í mark. Loftriffillinn stóð á sér og Tommi þurfti að athuga það nánar og kíkti upp í hlaupiö. Um leið hljóp skotið af sjálfu sér úr byssunni og beint í augaö. „Hann lá lengi á sjúkrahúsi með bundið fyrir bæði augun. Okkur þótti þetta hræðilegt því það var lengi hætta á að hann yrði blindur á báð- um augum,“ segir Tómas. Hæfileikamir komu snemma í ljós „Tommi er hálfgerður fóstursonur minn. Hann var nokkur sumur með minni fjölskyldu í sumarbústaðnum vinnu í flugeldhúsi Loftleiða á Kefla- víkurflugvelli. Sótti skólann fióra daga og vann í fióra daga. Hermann Ragnar Stefánsson réð Tomma til sín árið 1972. Tommi var þá matsveinn hjá Loftleiðum á Kefla- víkurflugvelli. Þar vann líka dóttir Hermanns, Henný, sem hlaðfreyja og flugfreyja. „Ég var að leita að manni til að hjálpa mér með veislur og samkvæmi sem dansskólinn var leigöur undir um helgar. Tommi kom til okkar og stóð sig afburðavel. Sá um veislumar og pantaði inn. Hann lagði á ráðin um matseðla og stjómaði veislunum. Hann gekk vel frá öllum hlutum og við áttum ánægjulegt og gott sam- starf. Síðan þá hefur hann verið einn af mínum uppáhaldsvinum," segir Hermann Ragnar. Stjómsamur en notalegur „Tommi er duglegur, samvisku- samur og gott að lynda við hann í alla staði. Hann er mjög sérstakur, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. 39 Tommi fyrir utan Hard Rock að prófa teygjuna áður en hann fór stökkið fræga hlýr og notalegur og á auðvelt með að umgangast fólk. En hann er stjómsamur og það er bara af hinu góða. Ég kunni vel við það.“ Þegar Tommi hætti hjá Hermanni keypti hann Matarbúðina í Hafnar- firði. Sá rekstur gekk illa og lokaði hann fljótlega. Það var fyrsta alvar- lega áfall hans í rekstri. Tommi verður fyrst nafnkunnur veitingamaður þegar hann tók við Festi Grindavík sem hann rak frá 1. maí 1974 til ársloka 1977. Þá var Festi aðalskemmtistaðurinn og ungt fólk af Suðurnesjum og Reykjavík flykkt- ist í Festi. Eiríkur Álexandersson, 'sem nú er útibússtjóri íslandsbanka í Keflavík, var þá sveitarstjóri í Grindavík. Hann réð Tomma sem framkvæmdastjóra að félagsheimil- inu Festi og áttu þeir gott samstarf. Grindavíkoflítil „Reksturinn gekk strax vel í hönd- unum á honum og skilaöi hagnaði. Hann er áhlaupamaður og gefur sig allan í það sem hann er að gera. Hann þarf að hafa eitthvað krefiandi fyrir stafni og svo leið að því að Grindavík var ekki nógu stór fyrir Tomrna," segir Eiríkur Alexanders- son. Eiríkur segir frá þvi að eitt sinn hafi Tommi leitað ráða hjá honum varðandi bílakaup. Þá hafði Tommi svartan Benz í sigtinu og bar kaupin undir Eirík. „Ég réð honum eindreg- ið frá því að kaupa bílinn og studdi það mörgum rökum. Tommi stóð upp, gekk að dyrunum og sneri sér við og þakkaði mér fyrir ráðlegging- amar. Spurði svo hvort mér væri ekki sama þó hann færi ekki eftir þeim. Hann hafði mikla ánægju af bílnum þann stutta tíma sem hann átti hann en ég hafði samt rétt fyrir mér,“ segir Eiríkm'. Þegar Tommi var framkvæmda- stjóri í Festi fékk hann Konráð Adolphsson hjá Stjórnunarfélaginu til að halda Dale Camegie námskeið sem allir frammámenn bæjarins sóttu. Hann varð síöan aðstoðarmað- ur á Camegie-námskeiðunum. Framkvæmir hugmyndimar „Tommi er einn af þessum sjald- Matreiðslumaðurinn Tommi lagði allt undir þegar hann opnaöi Tommaborg- ara en tókst að selja landanum eina milljón hamborgara. gæfu mönnum með ótrúlegt hug- myndaflug og framkvæmir hug- myndimar. Þeir sem hlusta á Tomma fyllast allir eldmóði þegar hann fer að taka flugið. Hann er langt á undan sinni samtíð. Það er svo mikill lífskraftur í Tomma og eitt- hvað sem knýr hann áfram til að skara fram úr. Hann er nú búinn að sýna þaö gegnum árin aö hann stend- ur við það sem hann segir,“ segir Konráð Adolphsson. „Tommi er góður vinur vina sinna og alltaf þegar þú kemur til hans tek- ur hann þér opnum örmum og vill allt fyrir þig gera. Hann er traustur og man eftir þér.“ Ætti að leysa Davíð Oddsson af Konráð vill fá fleiri athafnamenn á borð við Tomma og gefa ráðamönn- um frí. „Við ættum að láta Davíð Oddsson í Hard Rock og láta Tomma taka við starfi hans i smátíma. Hann myndi koma lífi og fiöri í íslenskt atvinnulíf sem er alveg að deyja út og sérstaklega út af nöldri og kvein- stöfum í forráöamönnum þjóöarinn- ar. í krepputali þurfa menn að vera jákvæðir og tala um tækifærin. Tommi væri kjörinn í að benda mönnum á nýjar leiðir." Árið 1977 fór Tommi með fiölskyldu sína, eiginkonu og tvo syni, -til Flórída að læra hótel- og veitinga- rekstur. Hann lauk BS prófi í Inter- nátional Hotel Management. Tommi lagði ekki mikla rækt við skólanámið en stundaði veitingastaði mikið. Að beiðni sonanna, Yngva Týs og Tóm- asar Áka, var öðru hvoru farið á MacDonald’s eða Burger King. Þá fannst Tomma matreiðsla á ham- borgurum eitthvað það mest niður- lægjandi sem menn gátu unnið við. Sú skoðun átti eftir að breytast. Sú skoðun átti eftir að breytast. Eftir óreglutímabil fór Tommi í áfengismeðferð árið 1980 og þegar út úr henni kom var ekki um auðugan garð að gresja í atvinnu. Hann átti að heita sprenglærður í hótelfræðum en enginn vildi hann í vinnu. Hann aðstoðaði vin sinn við aö koma ham- borgarastaðnum Winny’s á laggimar og uppgötvaði að hann kunni ýmis- legt fyrir sér í gerð hamborgara effir dvölina í Ameríku. Hamborgara- bakterían Upp úr þessu fékk Tommi ham- borgarabakteríuna og lagði allt und- ir. Hann og þáverandi kona hans, Helga Bjamadóttir, bjuggu á skrif- stofunni á væntanlegum Tommastað á Grensásveginum í 10 mánuði enda fór allt þeirra fé 1 að koma Tomma- borgumm af stað. Þann 14. marz 1981 opnuðu þau fyrsta Tomma staðinn og landinn tók við sér í hamborgara- átinu. Veitingastaöir undir heitinu Tommaborgarar urðu aUs sex. Það var ekki nóg og Tommi opnað skemmtistaðinn VUlta, tryUta VUla við Skúlagötu og Pottinn og pönnuna með Úlfari Eysteinssyni og Sigurði SumarUðasyni. Milljón hamborgarar Eftír að hafa selt eina milljón ham- borgara seldi Tommi allt sitt á ný 1983 og fór í vettvangsrannsókn til Bandarríkjanna í eitt ár. Þegar heim kom hafði hann enn nýjar hugmynd- ir að veitíngastað og úr varð Hard Rock Café í Kringlunni sem var opn- aður í júlfiok 1987. Hann hélt upp á fimm ára afmæU Hard Rock í ár með því að vera fyrstur manna til að stökkva úr teygju hérlendis, svo sem frægt er orðiö. Það var mikið um dýrðir þegar Amma Lú tók tíl starfa árið 1990. Staðurinn þykir sá glæsUegastí sem sögur fara af á jslandi. Enn virtist Tommi hafa framkvæmt rétta hug- mynd á réttum tíma. Amma Lú er nefnd í höfuðið á ömmu Tomma, Lovísu, og staðinn prýðir málverk af henni. Sama ár opnaði Tommi Glaumbar í Tryggvagötu. Á sterka trú Tommi er mikiU trúmaður og er aðstoðarmeðhjálpari í Grensás- kirkju. Hans nánasti vinur er Hall- dór Gröndal, sóknarprestur í Grens- ásprestakaUi. Þeir hafa þekkst í mörg ár enda kollegar þvi HaUdór er fyrr- um veitingamaður. „Tómas á gífurlega sterka trú í hjarta sínu og er góður bænamaður. Við höfum rætt og iðkað saman trúna. Svo bauð hann fram sína þjón- ustu fiér í kirkjunni sem er alveg sérstakt. Ég held hann hafi komið í hveija einustu messu í mörg ár. Hann hefur góðan skilning á kristí- legri vakningu sem kom hér upp úr 1972 enda opinn og framsýnn maður. Hann elskar drottín sinn, viU þjóna honum og gerir það,“ segir séra Hall- dór Gröndal og er Uka ánægður með veitingamanninn Tomma. „Það sem Tómas tekur sér fyrir hendur gerir hann vel. Þess vegna varð ég ógurlega glaður þegar ég heyrði að hann hafði keypt Borgina. Ég bað mikið tíl guðs um að það mættí verða mikU blessun, af því að ég treystí honum tíl að reisa hana við. Þetta hefur líka persónulega þýðingu fyrir mig. Faðir minn var þarna yfirþjónn og þama steig ég tólf ára mín fyrstu spor í veitinga- bransanum sem pikkaló sem kallað var á þeim árum.“ Leynd þörf fyrir viðurkenningu Á dögunum keyptí Tommi Hótel Borg sem hann ætlar að reka sem hótel og veitingastað. Viðmælendur DV voru sammála um að Tommi þrifist best þegar ögrunin væri mest. Þegar fyrirtæki hans eru komin á lygnan sjó fer honum að leiðast og hann viU takast á við eitthvað nýtt. „Ég hef einhveija leynda þörf fyrir viðurkenningu. Ég treysti á sjálfan mig en aðaUega á guð almáttugan," segir Tómas A. Tómasson veitinga- maður sem eftírleiðis verður kennd- ur við Borgina. JJ/IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.