Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. 19 Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími 91-62 33 00 Þegar foreldrar Toms skildu vann móðir hans hörðum höndum til að sjá fyrir honum og þremur dætrum. Nú hefur hagur hennar vænkast vegna velgengni sonarins. Sviðsljós Vatnsleikfimi Tom Cruise var settur í tossabekk Leiðbeinanda námskeið í vatnsleikfimi verður haldið í sundlaug Kópavogs laugardaginn 26. sept. og hefst kl. 10.00. Upplýsingar og skráning fer fram í síma 93-71276 næstu daga. Iris Grönfeldt xi í'Y'LGTR 2JA ARA ÁLYRÍÐ Nú gefst þér tækifæri til að eignast góða ritvél fyrir skólann. Walther ritvélin er létt og meðfærileg en umfram allt sterk. Síðumúla 23 - 108 Reykjavík - Sími: 91-679494 Vestm Akranes: Bókaverslun Andrésar Níelssonar Kirkjubraut 54 Akurevri: Bókabúbin Edda Hafnarstræti 1 00 E.S.T. hf Glerárgötu 30 Egilsta&ir: Bókabúb Siqurbjörns Brynjólfssonar Fellabæ ísafjörbur: Póllinn hf. Abalstræti 9 Höfn: Gullsmíbaverslunin Hafnarbraut 33 Keflavík: Nesbók Hafnargötu 36 annaeyjar: Evjaradíó SKÓIavegi 4 Það voru fáir sem trúðu því að eitt- hvaö yröi úr Tom Cruise þegar hann var unglingur. Bernska hans var erf- ið, hann var orðblindur og settur í tossabekk. Þegar hann var orðinn 21 árs var hann orðinn stjama. Þar sem íjölskylda Toms flutti oft búferlum vegna atvinnu fóður hans gekk Tom í fimmtán skóla. „Ég var alltaf nýi strákurinn í bekknum. Ég talaði aðra mállýsku en börnin á staðnum og það tók enginn eftir fötl- un minni. Kennaramir héldu bara að ég væri á eftir,“ sagði Tom nýlega í tímaritsviðtali. „Það var litið svo á að ég væri bæði heimskur og latur og ég skammaðist mín hræðilega fyr- ir að vera settur í tossabekk." Tom, sem nú er þrítugur, segir að það hafi verið móðir hans sem upp- götvaði aö hann var orðblindur og hún hafi hjálpað honum til að takast á við vandann. „Ég er kominn svolít- iö áleiðis en orðaforðinn er enn léleg- ur. Hann fer þó batnandi." Þegar Tom var þrettán ára skildu foreldrar hans. Tom segir móður sína hafa unnið hörðum höndum til að sjá fyrir syninum og þremur dætr- um. Hún hafi stundum komið heim grátandi af þreytu. „Ég reyndi að hjálpa mömmu eins og ég gat. Ég sló gras, afgreiddi í sjoppu og seldi jóla- kort. Þegar ég átti afgangspening fór ég í bíó.“ Tom segist alltaf hafa verið í nán- um tengslum við móður sína og syst- ur. „Ég tjáði systrum mínum þegar ég átti í vandræðum vegna vin- stúlkna. Það er líklega vegna tengsla minna við systur mínar sem mér finnst égskilja konur og treysti þeim betur en'körlum," segir Tom. Hann fékk áhuga á leiklist er hann fékk hlutverk í skólaleikriti. Tom lærði leiklistá New York en gekk illa aukabrúðkaupsferðir eins og við köllum þær því þó vinnan sé núkil- væg fyrir okkur þá er hjónabandið enn mikilvægara." HAUSTFERÐ UM SUÐURLAND ELDGJÁ, LAKAGÍG/R & KIRKJUBÆJARKLAUSTUR ÞRIGGJA DAGA HÓTELFERÐ 25. - 2 7. SEPTEMBER Ferðaskrifstofa íslands efnir til haustferðar um Suðurland dagana 25. - 27. september 1992. Föstudagur 25. september: Brottförfrá Ferðaskrifstofu íslands kl. 9:00. Ekin verður Fjallabaksleið og kotnið við í Landmannalaugum og Eldgjd á leiðinni austur á Kirkubæjar- klaustur. Gist á Hótel Eddu Kirkjubæjarklaustri. Laugardagur 25. september: Fariðfrá Kirkjubæjarklaustri kl. 9:00, ekið inn að Laka og Lakagígar skoðaðir. Á leiðinni til baka verður m.a. Fjaðurárgljúfur skoðað. Gist á Hótel Eddu Kirkjubæjarklaustri. Sunnudagur 27. september: Farið verður frá Kirkjubæjarklaustri kl. 10:00 ogfarinn Meðallandshringurinn og síðan ekið til Reykjavíkur með viðkomu í Byggðasafninu á Skógum. Áætlaður komutími til Reykjavíkur kl. 18:00. Verð 17.700 krónur á mann. * Innifalið: Gisting í tveggja manna herbergi með baði í 2 nætur • 2 morgunverðir • 2 nestispakkar • 2 kvöldverðir • allur akstur og leiðsögn. Við tökum á móti pöntunum og veitum nánari upplýsingar hjá: Ferðaskrifstofu fslands, Skógarhlíð 18, sími 91-62 33 00. FERÐASKREFSTOm ÍSLANDS * Aukagjald fyrir gistingu {eins inanns herbergi 1.700 krónur. að fá hlutverk fyrir tólf árum. Hann sló hins vegar í gegn í Risky Busi- ness 1983. í kjölfarið fylgdu Rain Man, Born on the 4th of july, Cockta- il og Days of Thunder. Fyrir kvik- myndina Far & Away fékk hann hvorki meira né minna en 12 milljón- ir dollara. Eiginkona Toms er Nicole Kidman sem leikur á móti honum í Far & Away. Hann kveðst hafa orðið ást- fanginn af henni þegar hann sá hana í spennumyndinni Dead Calm. Hann bauö henni að leika á móti sér í Days of Thunder og á meðan á tökum stóð fóru þau að vera saman. „Það er dásamlegt að vinna saman. Við eigum svo margt sameiginlegt að það er eins og við séum ein og sama persónan. Við finnum á okkur hvaö gleður hitt.“ Tom er ekki hrif- inn af því að þau séu aðskilin meðan á vinnu stendur. Hann kennir ein- mitt slíkum aðstæðum um aö fyrra hjónaband hans og leikkonunnar Mimi Rogers fór út um þúfur. „Nic er besti vinur minn. Við fórum oft í Nicole Kidman og Tom Cruise gera sér far um að viðhalda rómantíkinni i hjónabandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.