Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. 45 Þórunn Lárusdóttir, fegurðardrottning Norðurlanda 1992, og móðir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir, fegurðardrottn- ing íslands 1958. Þær mæðgur eiga það einnig sameiginlegt að vera hrifnar af leikiistinni og getur verið að Þór- unn feti i fótspor móður sinnar í þeim efnum. Fegurðardrottningamar Þórunn Lárusdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir: Fegurð og leik- listaráhugi „Hefði mamma ekki hjálpað mér hefði ég ekki vitað í hvora löppina ég átti að stíga. Hún hjálpaði mér aö pakka ofan í ferðatöskurnar og veitti mér góð ráð. Þar kom reynsla hennar svo sannarlega að góðum notum. Ég hafði til að mynda ekki hugmynd um að ég þyrfti að hafa með mér dragt. En maður varö að vera alveg tipp- topp allan daginn alla dagana og það vissi mamma allt um,“ segir Þórunn Lárusdóttir, nýkjörin fegurðar- drottning Norðurlanda. Þær mæðgur, Þórunn, 19 ára, og Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona eiga það sameiginlegt að hafa báðar verið kjömar fegurðardrottningar, en það eru 34 ár á milli titlanna. 1958 var Sigríður kjörin fegurðardrottn- ing íslands, þá rétt 17 ára gömul. Sig- ríður býr því yfir reynslu sem hún gat miðlað áfram til dóttur sinnar. Sú reynsla virðist hafa komið Þór- unni að góðum notum. Hressar og kátar Þómnn var nýkomin heim þégar DV hitti þær mæðgur í vikunni. Hún mætti til vinnu í hljómplötuverslun Skífunnar strax daginn eftir að hún kom heim frá keppninni í Finnlandi og var að átta sig. Hún var þreytt en einnig mjög lukkuleg þar sem unn- ustinn, Georg Bergþór Friðriksson, mætti með trúlofunarhringa þegar hann tók á móti drottningunni sinni. Hann hafði reyndar keypt þá fyrir keppnina en en trúlofunin átti sér stað í bílnum við Leifsstöð. „Það er alveg óskapleg vinna sem fylgir því að taka þátt í svona sam- keppni. Ég þurfti að mæta á kynning- ar, blaðamannafundi og auðvitað alltaf að vera mjög vel til höfð. Til aö vera alltaf tipp-topp þurfti ég að vakna snemma á morgnana, mála mig, setja í mig rúllur og fleira. Til þess hafði maður enga sérstaka hjálp en við Heiðrún Anna Bjömsdóttir, sem einnig tók þátt í keppninni, hjálpuðumst mikið að. Það gladdi okkur því óneitanlega undir lok keppninnar að það skyldi umtalað hve hressar og kátar við værum allt- af.“ - En hvernig varð þér nú við að heyra nafnið þitt kallað upp í úrslit- unum? „Mér brá alveg ofsalega. Ég hafði hreppt ljósmyndafyrirsætutitilinn, Miss Press, sem blaðamenn og ljós- myndarar völdu, og þóttist nokkuð góð að hafa hreppt hann.“ Til Hollywood Móðir Þórunnar, Sigríður Þor- valdsdóttir leikkona, man einnig þá tilfinningu að heyra nafnið sitt kallað upp í úrslitum fegurðarsamkeppni. Þá, 1958, vora hlutimir hins vegar öðruvísi og kröfumar til stúlknanna aðrar. En Sigríður naut góðs af titlin- um. Hún fór til Bandaríkjanna stuttu síðar til að taka þátt í keppninni ungfrú alheimur, Miss Universe. Henni gekk ipjög vel, komst í hóp 15 útvalinna sem kepptu um titilinn. Þá var það besti árangur íslenskrar fegurðardísar á erlendri gmndu. En Sigríður ætlaði sér annað og meira en að taka þátt í þessari keppni. „Ég fór í keppnina til að komast til Bandaríkjanna og læra meira í leik- list. Ég hafði útskrifast sem leikkona og hárgreiðsludama sama ár og ég sigraði hér heima en hugurinn stefndi á leiklistarskóla í Hollywood. Fór svo að ég dvaldi í Bandaríkjun- um í fimm ár, kom rétt heim til ís- lands til aö fá dvalarleyfið fram- lengt. Ég var þrjú ár í Hollywood og síðan tvö i Dallas í Texas,“ sagði Sig- ríður. Hún veiktist fyrir nokkrum áram en hefur náð sér mjög vel. En Þórunn og Sigríður eiga fleira sameiginlegt en fegurðina. Þómnn útskrifaðist af raungreinabraut MH í vor og hana langar í læknisfræði. En listagyðjan kallar. Leiklistará- hugi Þórunnar er mikill og einnig áhugi á söng. „Mig langar líka að verða leikkona, get- varla gert upp hug minn,“ segir hún. Þómnn hefur sungið með íslensku óperunni, í Nóaflóðinu og Carmen. Þá lék hún af og til í Þjóðleikhúsinu þegar hún var yngri og með leikfélag- inu í Mosfellsbæ. Tónlistin lætur Þómnni ekki ósnortna en hún blæs í trompet eins og faðir hennar, Láms Sveinsson, og systur, Ingibjörg og Hjördís Elín. Þá spilar hún einnig á píanó. En nú bíður önnur fegurðarsam- keppni. Þórunn fer áleiðis til Japans 5. október til að taka þátt í keppninni Miss Intemational. „Ég lit meira á þá keppni sem skemmtilegt ævintýri en ég ætla að reyna mitt besta og er alveg til í slaginn. Mamma ætlar líka að hjálpa mér að pakka,“ segir Þór- unn og kímir. -hlh Þórunn varð þriðja i keppninni um titllinn Ungfrú ísland 1992. Móðir hennar og systur, Ingibjörg, t.h., og Hjör- dís Elín, samtagna henni ásamt unnustanum, Georg Bergþóri. DV-mynd Hanna Þórunn og systur hennar blása í trompet með pabba, Lárusi Sveinssyni trompetleikara. SÖLUSTARF - SNYRTIVARA Heildverslun óskar eftir að ráða kraftmikla sölumann- eskju í heils dags starf (helst vana) við sölu á snyrti- og gjafavöru. Áhugasamar leggi inn upplýsingar um aldur og fyrri störf til DV fyrir 23. sept., merkt „w-71531“. FASTEIGN IASALA lögfræðingur, sem hefur si arfað sjálfstætt að lög- fræðistörfum í 25 ár og hef fasteigna-/skipasölu jafnfra ur í hyggju að fara út í mt málflutningsstörfum öinurn, osKar eiiir ao ía sem skiptafræðínga eða aðra m< un. Eignaraðild að fasteigi soiumenn ivo unQu vio- ið sambæriiega mennt- lasölunni kæmi vel til greina að fengnum góðun i reynslutíma. Nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir sta rfsemina er fyrir hendi. Snyrtimennska, góð framkc ma og heiðarleiki skil- yrði. Umsóknir um aldur 0{ } fyrri störf sendist DV, merkt „W-7103", fyrir 25. s ept. nk. Viltu verða fyrirsæta! Módelskóli Jönu heldur námskeið fyrir þær/þá sem vilja læra að sitja fyrir hjá Ijósmyndara. Námskeiðið stendur yfir í 3 daga og verðurtekiðfyrir:, snyrting, litir, framkoma, stíll og lýkur með Ijósmyndatöku. Anna og útlitið Upplýsingar í s. 682270,98-34255 Reykjavíkurprófastsdæmi vesíra Laugarneskirkju v/Kirkjuteig 105 Reykjavík Innritun fermingarbarna vorsins 1993 í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra fer fram vikuna 20.-26. september. Óskað er eftir að foreldr- ar komi með börnunum til innritunar. 1 Áskirkju þriðjud. 22. sept. kl. 17. í Bústaðakirkju miðvikud. 23. sept. kl. 17-18. f safnaðarheimili Dómkirkjunnar þriðjud. 22. sept. kl. 17. í Grensáskirkju sunnud. 20. sept. að lokinni messu og miðvikud. 23. sept. kl. 14-17. í Hallgrímskirkju þriðjud. 22. sept. kl. 16. í Háteigskirkju fimmtudaginn. 24. sept. kl. 16. í Langholtskirkju 21.-25. sept. kl. 9-12 og 13-17 alla dagana. í safnaðarheimili Laugameskirkju þriðjud. 22. sept. kl. 17-18. í Neskirkju mánud. 21. sept. og þriðjud. 22. sept. kl. 18 báða dagana. í Seltjarnameskirkju miðvikud. 23. sept. kl. 15-17. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Toyota Corolla Touring 1992 1600, 5 gíra, 5 dyra, svartur, ekinn aðelns 150 km. Verð 1.500.000 stgr. ^ N0TAÐIR BÍLAR BYGGIR Á TRAUSTI HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Ljósmynd: Fríða Jónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.