Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 30
42 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Afmæli Dagný Haraldsdóttir Dagný Haraldsdóttir fulltrúi, Akur- gerði 1, Kópaskeri, er fertug í dag. Starfsferill Dagný fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík 1969 og vann síðan við ýmis skrif- stofu- og afgreiðslustörf til 1983. Þá hóf hún störf hjá Pósti og síma. Síð- ustu árin hefur hún verið fulltrúi á Póstgíróinu en er nú í árs leyfi frá störfum. Dagný hefur tekið drjúgan þátt í félagsstörfum. Hún starfaði í mörg ár með Leikfélagi Keflavíkur og var formaður þess í þijú ár. Þá hefur hún starfað í Alþýðubandalaginu frá þvi hún flutti til Reykjavíkur 1981, gegnt þar ýmsum trúnaöar- störfum, setið í stjórn félagsins, ver- ið miðstjómar- og landsfundarfull- trúi og viö kosningastjóm AJþýðu- bandalagsins í Reykjavík í tvennum kosningum. Fjölskylda Dagný giftist 13.9.1975 Guðmundi Axelssyni, f. 21.5.1953, útgerðar- manni. Hann er sonur Axels Ey- jólfssonar og Sigriðar Guðmunds- dóttur í Keflavík. Dagný og Guö- mundur skildu. Sambýlismaður Dagnýjar er Steinar Harðarson, f. 8.4.1944, sveit- arstjóri í Öxaríjarðarhreppi. Hann er sonur Harðar Ólafssonar, vél- stjóra í Reykjavík, og Guörúnar Ingimundardóttur húsmóður. Systkini Dagnýjar eru Marta Har- aldsdóttir, f. 29.5.1954, bankastarfs- maður í Keflavík, gift Hirti Fjeldsted, starfsmanni á Keflavík- urflugvelh, og eru börn þeirra Hjörtur, Bjarki og Anna Björk; Helga Haraldsdóttir, f. 20.5.1958, starfsmaður við Seljaskóla, gift Guðmundi Baldvinssyni, starfs- manni Kirkjugarða Reykjavíkur, og em börn þeirra Haraldur og Erla Maggý; Haraldur Haraldsson, f. 15.2. 1961, bifvélavirki í Keflavík. Foreldrar Dagnýjar: Haraldur Guðmundsson, f. 18.8.1930, d. 21.3. 1991, iðnverkamaður í Keflavík, og kona hans, Erla Siguröardóttir, f. 3.12.1929, starfsmaður við Sjúkra- hús Keflavíkur.. Ætt Haraldur var sonur Guðmundar, múrara í Reykjavík, Guðmundsson- ar, b. í Sölkutóft á Eyrarbakka, Magnússonar, b. á Heimalandi í Flóa, Jónssonar, b. á Heimalandi, Jónssonar, b. í Syöri-Gröf, Magnús- sonar. Móðir Guðmundar í Sölku- tóft var Rannveig Jónsdóttir, b. á Ragnheiðarstöðum, Bjarnasonar. Móðir Guðmundar múrara var Halldóra, systir Svanhildar, móður Sigurgeirs biskups, fóður Péturs biskups. Halldóra var dóttir Sigurð- ar, b. og formanns í Neistakoti á Eyrarbakka, Teitssonar. Móðir Sig- urðar var Guðrún, systir Ólafar, langömmu Jóns, föður Hannesar Jónssonar, fyrrv. sendiherra. Guö- rún var dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í Holti í Stokkseyrarhreppi, Bergssonar, b. í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættfóð- ur Bergsættarinnar. Móðir Guðrún- ar var Ólöf Jónsdóttir, hálfsystir Þorkels, langafa Salóme Þorkels- dóttur alþingismanns og Sigrúnar, móður Ragnheiðar Þórarinsdóttur, borgarskjalavarðar. Móðir Haraldar var Marta Þor- leifsdóttir, múrara í Reykjavík, Árnasonar, hreppstjóra í Grænu- mýrartungu, Einarssonar, b. í Há- túni á Vatnsleysuströnd, Jónssonar. Móðir Mörtu var Helga Helgadóttir, sjómanns í Kötluhól, Árnasonar. Meðal systkina Erlu má nefna Sig- urð Sigurðsson, fyrrv. íþróttafrétta- mann, og Hrefnu, móður Böðvars Valgeirssonar, framkvæmdastjóra Atlantik-ferða. Erla er dóttir Sigurð- ar, kaupmanns í Þorsteinsbúð í Dagný Haraldsdóttir. Reykjavík, bróður Hildar, móður Guðna rektors. Sigurður var sonur Sigurðar, útvegsb. í Seli í Reykjavík, Einarssonar, af Bollagarðaætt. Móðir Hrefnu var Elísabet Böðvars- dóttir, bakara í Hafnarfirði, Böð- varssonar og Sigríðar Jónasardótt- ur, b. í Drangshlíð, Kjartanssonar, prests í Ytri-Skógum, Jónssonar. Móöir Jónasar var Sigríður Jafets- dóttir, stúdents á Ytri-Skógum, Högnasonar. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Sigurðardóttir, prests á Heiði í Mýrdal, Jónssonar. Móðir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir, eldprests, Steingrímssonar. Dagný verður á Blikastíg 3 þann 26.9. nk. Snorri Gunnlaugsson Snorri Gunnlaugsson, skrifstofu- maður og umboðsmaður DV á Pat- reksfirði, Aðalstræti 83, Patreks- firöi, er sjötugur í dag. Starfsferill Snorri fæddist á Brekkuvöllum á Barðaströnd og ólst þar upp til níu ára aldurs en flutti þá með foreld- rum sínum til Patreksfjarðar þar sem hann hefur búið síðan. Snorri sótti ungur mótoristanám- skeið og var við vélgæslu, fyrst til sjós en síðar í landi við frystihús á Patreksfirði. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Patreksflarðar á sjöunda áratugnum, var þar fyrst lagermað- ur, síöan verslunarstjóri og loks gjaldkeri kaupfélagsins. Þá starfaði hann hjá Sláturfélagi Vestur-Barða- strandarsýslu í tvö ár en hefur sl. þijú ár stundað almenn skrifstofu- störf hjá Skipaafgreiðslunni á Pat- reksfirði. Snorri hefur verið uniboðsmaður DV og Morgunblaðsins á Patreks- firðisíðustuárin. Snorri sat í stjóm HPP á Patreks- firði um árabil og sat í stjóm Verka- lýðsfélagsins á staðinum, auk þess sem hann tekur virkan þátt í starf- semi Bridgefélagsins á Patreksflrði. Fjölskylda Snorri kvæntist 6.3.1960 Lám Ágústu Halldórsdóttur Kolbeins, f. 31.1.1938, aðalbókara Eyraspari- sjóðs á Patreksfiröi. Hún er dóttir Halldórs Kristjáns Eyjólfssonar Kolbeins, prests í Vestmannaeyjum, og konu hans, Láru Ágústu Ólafs- dóttur Kolbeins, húsmóður og kenn- ara. Börn Snorra og Lám eru Lára Ágústa Snorradóttir, f. 9.9.1960, bankamaöur hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, gift Hirti Sævari Steinarssyni, bifreiðasmiði og sjó- manni, og eiga þau tvö böm, Þor- stein Sævar og Láru Ágústu; Helga Snorradóttir, f. 26.6.1964, húsmóðir og skrifstofumaður í Reykjavík, gifi Ásbirni Helga Árnasyni, skipa- tæknifræðingi hjá Eimskipafélagi íslands, og eiga þau tvö börn, Haf- dísi Ernu og Snorra; Halldór Krist- ján Snorrason, f. 27.11.1965, húsa- smiður á Patreksfirði, og er kona hans Joanne C. Malone húsmóðir og eiga þau einn son, Eyjólf Kristo- pher. Systkini Snorra em Anna Gunn- laugsdóttir, f. 1919, saumakona í Reykjavík; Margrét Gunnlaugsdótt- ir, f. 1926, húsmóðir og verkakona á Patreksfirði, var gift Magnúsi Árna- syni verkamanni sem lést 1988 og eru böm þeirra tvö; Jóhanna Gunn- laugsdóttir, f. 1929, húsmóðir í Hafn- arfirði, gift Herði Guðmundssyni húsasmiði og eiga þau þrjú böm; Kristín Gunnlaugsdóttir, f. 1933, húsmóöir í Reykjavík, var gift Val- geiri Jónssyni rafvirkja sem lést 1988 og eru böm þeirra þijú. Foreldrar Snorra vom Gunnlaug- ur Kristófersson, f. 26.5.1896, d. 3.6. 1979, bóndi á Brekkuvöllum og síðar verkamaður á Patreksfirði, og kona hans, Sigríður Þuríður ólafsdóttir, f. 24.2.1896, d. 2.12.1987, húsfreyja. Bróðir Gunnlaugs er Eiríkur skip- herra er varð hundrað ára nú á dögunum. Annarbróöir Gunnlaugs Stefán Ólafur Jónsson Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, til heim- ilis að Bugðulæk 12, Reykjavík, er sjötugurídag. Starfsferill Stefán fæddist að Sandfellshaga í Öxarfiröi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugum 1946-41, lauk kennaraprófi frá KÍ1947 og stundaði nám í starfs- vali og starfs- og námsvalsráðgjöf við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfh 1963-64. Stefán var kennari við Laugames- skóla í Reykjavík 1947^63 og 1964-65, stundakennari við KHÍ1966-76, námsstjóri í þjóðfélagsfræði og starfsfræðslu 1965-68, fulltrúi á fræðslumálaskrifstofu 1968-71, full- trúi í menntamálaráðuneytinu 1971-74 og deildarsfjóri verk- og tæknimenntunardeildar frá 1974. Stefán fór kynnisferö til Dan- merkur og Noregs á vegum UMFÍ og kynnti sér þar starfsíþróttir og æskulýðsstarf1952. Hann var leið- beinandi UMFÍ í starfsíþróttúm 1952-64, var umsjónarmaður nám- skeiða fyrir endurmenntun kenn- ara, sat í stjóm Sambands bindind- isfélaga í skólum 1946-47, sat í sam- viimunefnd bindindismanna frá 1946 og um árabil, í stjóm Ung- mennafélags Reykjavikur 1948-51, í stjóm UMFÍ1949-61, var formaður Kennarafélags Laugarnesskóla 1951-53 og frá 1957 og um árabil, sat í Umferðarráði frá stofnun og til 1978, auk þess sem hann hefur setið í ýmsum stjómskipuðum nefndum um menntamál, dagvistun, æsku- lýðsmálogfleira. Stefán samdi, ásamt Kristni Bjömssyni, Kennslubók í starfs- fræðslu 1966. Hann samdi ritið Nám að loknum gmnnskóla 1977 og sá um útgáfu á tuttugu og fimm smárit- um um starfsíþróttir, auk þess sem hann samdi sum þeirra og þýddi önnur. Fjölskylda Stefán kvæntist 1.1.1953 Elínu Vilmundardóttur, f. 9.11.1929, kenn- ara. Hún er dóttir Vilmundar Gísla- sonar og Þorbjargar Guðjónsdóttur, ábúenda í Króki í Garðahverfi. Börn Stefáns og Elínar em Krist- ín, f. 24.2.1955, tónlistarkennari í Kópavogi; Þorbjörn Tjörvi, f. 16.6. 1962, rekstrarhagfræðingur í Ar- kansas; Jón Þrándur, f. 3.1.1966, rekstarhagfræðingur. Systkini Stefáns: Ámi Jónsson, f. 19.1.1914, landnámsstjóri ríkisins, kvæntur Ingibjörgu Lárasdóttur húsmóður; Hrefna Jónsdóttir, f. 18.1.1916, húsmóðir í Borgamesi, gift Alfreð Búasyni afgreiðslu- var Hákon í Haga, alþingismaður. Gunnlaugur var sonur Kristófers, b. á Brekkuvelli, Sturlusonar, b. í Vatnsdal, Einarssonar. Móðir Gunnlaugs var Margrét Hákonar- dóttir, b. á Hreggsstöðum, Snæ- bjömssonar. Sigríður var dóttir Ólafs, b. í Mið- hlíðáBarðaströnd. Snorri verður erlendis á afmælis- daginn. Stefán Olatur Jónsson. manni; Sigurður Jónsson, f. 10.11. 1917, oddviti í Sandfellshaga, kvænt- ur Ingibjörgu Jónsdóttur húsfreyju; Friðrik Júlíus Jónsson, f. 5.10.1918, yélvirki á Kópaskeri, kvæntur Önnu Guðrúnu Ólafsdóttur hús- móður; Ragnheiður Þyrí Jónsdóttir, f. 19.4.1921, spítalaráðskona í Reykjavík; Guðmunda Herborg Jónsdóttir, f. 9.7.1926, d. 18.10.1990, lengst af búsett í Kaupmannahöfn. Foreldrar Stefáns vora Jón Sig- urðsson, f. 19.12.1984, d. 1.2.1971, b. í Sandfellshaga, og kona hans, Krist- ín Helga Friðriksdóttir, f. 11.8.1884, d. 2.4.1970, húsfreyja. Stefán tekur á móti gestum laug- ardaginn 26.9. frá kl. 15.00-18.00 í Hótel- og veitingaskóla íslands. afmælið 23. september 60 ára Guðrún £. Norðdahl, Stórholti 17, Reykjavík. Guðrún verður 1 kvöld hjá synl sínum og tengdadóttur aö Klyfiaseli 10, Reykjavík, eftir kl. 20.00. 85 ára Guðmundur Jónsson, Vallargötu 23, Keflavík. Ögmutxda ögmundsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 80 ára Guðmunda Kristjúnsdðttir, Kópavogsbraut 1 B, Kópavogi. Sigmundur Karlsson, Kleppsvegi 32, Reykjavík. Ingibjörg Sveinsdóttir, Stekkjargerði 1, Akureyri. Geir Guðnason, Nesgötu 33, Neskaupstað. Þuríður Jónsdóttir, Efstalundi 7, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Björg- vin Hjartarson. Þau taka á mótl gestum aö heimli sínu nk. laugar- dag,26.9.,millikl. 17.00 og 19.00. Ásta Torfadóttir, Brekku, Tálknafjarðarhreppi. Guðlaug Hróbjartsdóttir, Hofteigi 6, Reykjavík. Vernharður Guðmundsson, Fífuseli 4, Reykjavík. 50 ára Elinborg Guðmundsdóttir, Hringbraut 115, Reykjavik. Elínborg tekur á raóti gestum að Aflagranda 40, sunnudaginn 27.9. nk. milli kL 15.00 og 18.00. Stefán Magnússon, Hólalandi 4, Stöövarflrði. Hólmfríður Eyjólfsdóttlr, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. Baldvin Ásgeirsson, Furulundi 15 C, Akureyri. Birgir Öm Birgisson, Efstalandi 24, Reykjavík. Guðflnna Svava Sigurjónsdóttir, Hjallabrekku 14, Kópavogi. Svanbiidur Alexandersdóttir, Miðvangi 27, Hafnarflrði. Stefán Aðalsteinsson, Melgerði 24, Reykjavík. 40 ára Helgi Þorvarðarson, Logafold 92, Reykjavik. Ólöf Fálína Sigurðardóttir, Heilsuhæli NLFÍ, Hverageröi. ÚJfár Magnússon, Blönduhlið 33, Reykjavik. Guðmundur Jónsson, Blöndubyggð 3, Blönduósi. Þóra Heigadóttir, Jöklaseli 29, Reykjavík. Þór Elis Pálsson, Grandavegi 4, Reykjavík. Guðbjörg Garðarsdóttir, Garðastræti 15, Reykjavík. Inga Erlingsdóttir, Austurströnd 10, Seltjamamesi. Uebckka Sigrún Guðjónsdóttir, Teigagerði 2, Reykjavik. Jónas Steinþórsson, Sundabakka 7, Stykkishólmi. Kúnar Björgvinsson, Lækjarási 8, Reykjavík. Hjálmar Helgi Ragnarsson, Bámgötu 40, Reykjavík. Anne Guðmunda Gísladóttir, Borgartanga 2, Mosfellsbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.