Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. m Endurmenntunamámskeið Háskóla Islands: A annað hundrað manns hafa skráð sig í Merming Lars-Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins, og Bjarni Daníelsson, skólastjóri MHÍ, með hluta af koparnum á milli sín. Þak Norræna hússinsnotað til listsköpunar Þegar Norræna húsið var byggt var sett á það koparþak. Kopar- inn hiefur ekki staðist íslenska veðráttu og hefur koparinn nú verið flarlægður og settur pappi í staðinn, en efsta lagið verður samt með koparþynnu til að breyta ekki úthti hússins. Það er von manna að pappinn dugi betur en margoft haíði verið reynt að ráða bót á þaklekanum en án ár- angurs. Mestur var þaklekinn í bókasafninu og suma rigningar- daga fylltust margar fötur af vatni og starfsfólkið varð að breiða plast yflr bækurnar til þess að forðast vatnsskemmdir. í vor komu til landsins ekkja Alvars Aalto og Elissa Aalto arki- tekt og gáfu þau samþykki að skipt yrði um þakklæðningu, þar sem koparinn var sprunginn á mörgum stöðum. Norræna ráð- herranefndin veitti aukafjárveit- ingu, eina milljón danskra króna, til viðgerðarinnar, en að sögn Lars-Áke Engblom, forstjóra Norræna hússins, var þaklekinn mjög mikill síðastliðinn vetur. Koparþakið fær nú nýtt hlut- verk, því að sú hugmynd kom upp á stjómarfundi Norræna hússins að nýta mætti koparinn af þakinu til dæmis til að skapa úr honum listaverk. Haft var samband viö Bjarna Daníelsson, skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, og þáði hann koparinn með þökkum. -HK Stnfómuhljómsveitin: OsmoVanska nýraðalhljóm- sveitarstjóri Undirritaður hefur verið samn- ingur við Osmo Vánská, nýjan aðalhljómsveitarstjóra Sinfóniu- hljómsveitar íslands, til tveggja ára. Mun hann taka við starfi 1. september 1993. Osmo Vánská er hljómleikagestum að góðu kunn- ur en hann hefur nokkrum sinn- um stjómað Sinfóníunni við góð- an orðstír. Vánská er fæddur 1953- og er af þeirri kynslóð finnskra hljómsveitarstjóra sem hafa vak- ið heimsathygli á seinustu ámm. Eftir að Vánská vann hina alþjóð- legu Bescanon keppni fyrir unga hljómsveitarstjóra hefur hann stjórnaö helstu hljómsveitum Norðurlanda svo og hljómsveit- um víða um heim. Hann hefur verið aöalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsaveitarinnar í Lathu í Finnlandi síðan 1988, auk þess sem hann hefur stjómað talsvert af upptökum fyrir BIS útgáfufyr- irtækiö og var upptaka hans ásamt fiðluleikaranum Leonidas Kavakos á fiðlukonsert Sibelius- ar tilnefndur sem besti geisla- diskur ársins 1991 hjá tímaritinu Gramophone. -HK Eins og undanfarin ár gengst End- urmenntunarstofnun Háskóla ís- lands fyrir kvöldnámskeiðum sem öllum em opin. Menningarnám- skeiðin em mörg og er skráning þeg- ar hafin. Það er á mörgum sviðum sem hægt er að sækja fróðleik enda námskeiðin fjölbreytt. Þegar er mikil eftirspum í námskeiö sem nefnist Brennu-Njáls saga og em komnir á annað hundrað þátttakendur, sem sýnir að enn er mikill áhug á fom- bókmenntum okkar. Leiðbeinandi á þessu námskeiði er Jón Böðvarsson, fyrrverandi íslenskukennari í MH og skólameistari Fjölbrautaskóla Suðumesja, nú ritstjóri Iðnsögu ís- lendinga. Hefur hann búiö til prent- unar skólaútgáfur af Brennu-Njáls sögu og Kjalnesinga sögu. Auk þess sem efnisþráður Njálu verður rakinn og skýrður er fjallað um efnistök, sögugerð, sögusvið, staðháttalýsing- ar, liklegan ritunartíma sögunnar, lífsviðhorf og hugmyndaheim höf- undar. Þá verður farið í ferð á sögu- slóðir í Rangárvallasýslu. Nokkur önnur námskeið á sviði menningar eru í boði. Má þar nefna Tónsmíðar Mozarts. Þar mun Guð- Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari sigraði í keppninni um Tónvak- ann, tónlistarverðlaun Ríkisútvarps- ins 1992. Hún tekur við verðlaunun- um á sérstökum hátíðartónleikum í Háskólabíói 26. nóvember. Leikur hún við það tækifæri einleik í selló- konsert í h-moll ópus 104 eftir Anton- ín Dvorák með Sinfóníuhljómsveit íslands. Verða verlaunin, 250 þúsund krónur, afhent á tónleikunum. Auk þess verða geröar útvarpshljóðritan- ir með leik Bryndísar Höllu á næsta ári. Bryndís Halla er 27 ára gömul. Hún hóf nám í sellóleik hjá Gunnari Kvar- an en sótti síðan framhaldsnám til Bandaríkjanna í New England tón- listarháskólanum í Boston og síðar einkatíma í Amsterdam. Haustið 1990 var hún ráðin leiðandi sellóleik- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands og gegnir hún þeirri stöðu í dag. Dómnefnd keppninnar skipuðu auk Guömundar Emilssonar, tónlist- arstjóra Ríkisútvarpsins, þau Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari, Bjöm Th. Ámason, skólasijóri og formaður Félags íslenskra hljóm- listarmanna, Gunnar Kvaran selló- mundur Emilsson, tonlistarstjóri RÚV, rýna í nokkur fegurstu verka Mozarts og skyggnast ásamt þátttak- endum á bak við tjöldin í von um dýpri skilning og ánægju. Túlkun og tjáning tilfinninga í myndlist. Leiðbeinandi á þessu nám- skeiði er Gunnar Árnason, heim- spekingur og kennari í listheimspeki við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands. Á námskeiðinu verður meðal annars íjallað frá ýmsum hliðum um hið rótfasta viöhorf að myndlist sé ætlað að tjá tilfinningar listamanns: ins sem og aö miðla til og vekja hjá áhorfandanum tilfinningar. Skoðað- ar verða fornklassískar og róman- tískar hugmyndir um þetta efni, auk viðhorfa í nútímamyndlist. Á námskeiðinu Er til kvenlegur ritháttur? mun Helga Kress, prófess- or í almennri bókmenntafræði, fialla um bókmenntir, konur og kynferði. Þar verður meðal annars fiallað um undirstöðuatriði femínískra bók- menntafræða, rætt verður um hug- takið kvenleiki í ráðandi menningu karla og lesin verða valin íslensk og erlend bókmenntaverk frá 20. öld, einkum styttri textar eða kaflar úr leikari, John A. Speight, söngvari og formaður Tónskáldafélags íslands, Rut Magnúsdóttir, söngkennari og framkvæmdastjóri Tónlistarfélags- ins, og Sigursveinn K. Magnússon, skólastjóri og formaður stjómar Sin- fóníuhljómsveitar íslands. AUs tóku 44 tónlistarmenn þátt í keppninni, 23 léku eöa sungu í hljóð- veri Ríkisútvarpsins og af þeim voru Njálu verkum, ásamt nokkrum greinum og fræðiritum um efnið. Guðbergur Bergsson rithöfundur verður leiðbeinandi á 'námskeiði um spænskar bókmenntir. Þar veröur fiallað um nýju epíkina eða frásagn- arlistina í spænskum samtímaskáld- skap með hliðsjón af undirstöðu hennar, Don Kíkóta. í lokin verður fiallað um spænska ljóðlist frá 1900- 1992. Hér hefur aðeins veriö stiklað á námskeiðum á sviði menningarmála, en önnur forvitnileg námskeið er einnig boöið upp á, til dæmis Þrír meistarar siðfræðinnar, Aristoteles, Kant og Mill, þar sem Vilhjálmur Árnason dósent er leiðbeinandi, og Alheimurinn og við: Þættir úr stjörnufræði og heimsmynd okkar fyrr og nú. Leiðbeinendur þar eru Guðmundur Amlaugsson, fyrrver- andi rektor, og Gunnlaugur Björns- son stjarneðlisfræðingur. Eins og fyrr segir eru námskeið þessi öllum opin og era einu sinni í viku, 6-10 vikur. Flest þeirra byrja snemma í október. -HK 8 valdir til aö koma fram í beinni útsendingu á Sumnartónleikum Rík- isútvarpsins sem haldnir vora á fimmtudagskvöldum í ágúst. Bryn- dís Haila Gylfadóttir var valin úr þessum hópi en hún lék á útvarps- tónleikum 27. ágúst og með henni Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanó- leikari. I listasalnum Nýhöfn i Hafnarstræti stendur nú yfir málverkasýning á verkum eftir Guðbjörgu Lind sem unnin eru með olíu á síðustu tveimur árum. Þetta er sjötta einkasýning Guðbjargar en hún hefur einnig tekið þátt i samsýn- ingum hér heima og erlendis. Á myndinni er Gubjörg Lind fyrir framan eitt málverk sitt. DV-mynd BG Bryndís Halla Gylf adóttir sigr- aði í keppninni um Tónvakann Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari ásamt Guðmundi Emilssyni, tónlistar- stjóra Ríkisútvarpsins, og Tómasi Tómassyni, starfsmanni tónlistardeildar Rfkisútvarpsins, en þeir sáu um skipulag og framkvæmd keppninnar. Rithöf- undargegn Stofnuð hefur verið hreyfingin Rithöfundar gegn lestrarskatti. í yfirlýsingu frá samtökunum seg- ir meðal annars aö tilefnið sé ráðagerðir stjórnvalda um stór- aukna skattheimtu af bókagerð á íslandi. Þessi skattheimta mun fyrirsjáanlega koma harðast niö- ur á útgáfu íslenskra skáldrita, svo og allri útgáfu stórra og vand- aðra verka sem ekki seljast nema á löngum tima. Hún mun skaða bæöi prentlist og bókaútgáfu i landinu og geraþað mun örðugra en það er nú að rithöfundar dragi fram lífið með skrifum sínum. Rithöfundarnir sem skrifa undir þessa yfirlýsingu eru: Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guð- bergur Bergsson, Gyrðir Elías- son, Sigurður Páisson, Steinunn Siguröardóttir, Thor Vilhjálms- son, Þorsteinn frá Hamri og Þor- steinn Gylfason. Grænlenski leikflokkurinn Sílamuit mun halda sýningu í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi annaö kvöld. Sýnir flokkur- inn trommudansa, grímuleiki og segir hefðbundnar sögur af eski- móum á Grænlandi, Alaska og Kanada sem færðar hafa verið í leikbúning. í leikhópnum, sem staddur er hér á landi í tilefni fimm ára afmælis Norðvestur- landasamstarfsins, eru fiórir ungir grænlenskir leikarar. Leik- stjórinn, Lars Lövström, lærði í leikhússkóla Tukak-leikhússins sem er grænlenskt leikhús sem starfar á Jótlandi. í ráði er að Silamuit-leikhópurinn verði kjarninn í þjóðleikhúsi Græn- lands sem til stendur að stofna. Ingólfurskrifar lífssögu Báru Sigurjónsdóttur í fyrra skriíaði Ingólfur Mar- geirsson mest seldu bók ársins, Lifróður, þar sem hann ræddi við og skrifaði um lífshlaup Árna Tryggvasonar leikara. IngóJfur hefur unnið að nýrri bók sem kemur út fyrir jólin. Fjallar hann þar um lífshlaup annars þekkts Islendings, Báru Sigurjónsdóttur kaupmanns. Það er bókaforlagið Örn & Örlygur sem gefur bókina út. Hjá sama forlagi kemur einnig út ævisaga Helga Hallvarðsson- ar, skipherra hjá Landhelgis- gæslunni. Það er Atli Magnússon blaöamaður sem ræðir viö Helga og skrifar bókina. verðlaunanna Framlag íslands til evrópsku Felixverðlaunanna veröur í ár leikna kvikmyndm Svo á jörðu sem á himni eftir Kristinu Jó- hannesdóttur og heimildarmynd in Verstöðin ísland - ár í útgerð eftir Eriend Sveinsson. Aö mati dómnefndar er Svo á jörðu sem á himni áhrífamikið verk sem flétt- ar saman séríslenskan efniviö og evrópska og sammannlega skír- skotun. Um Verstöðina ísland segir i áliti nefndarinnar að hún dragi saman mikinn fr óðleik um líf í útgeröarbæ og lýsi því á metnaöarfullan hátt. Afliending verðlaunanna fer fram í Berlín í desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.