Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Utlönd fráekkiaðráða Grænlendingar fá ekki yfirráö yfir landgrunninu við eyjuna líkt og Færeyingar fengu fyrr í mán- uðinum. Lars Emil Joliansen, formaður grænlensku heima- stjórnarinnar, og Paul Schliiter, forsætisráðherra Ðana. hafa und- anfarið rætt raálið og nú er niður- staða fengin. xMálið er umdeilt S Grænlandi enLars Emil segir aö Grænlend- ingar hafi ekki ráð á að gæta og stjóma svo víöáttumiklum haf- svæðum sem fylgdu meðef þeir ættu að taka viö forræði laud- grunnsins af Dönum. Cari Bildtákaf- bátaveiðum meðsænska ftotanum Carl Biidt, forsætisráðhema Svíþjóöar, tók í gær þátt í leit að kafbáti í sænska skerjagarðinum. Bildt sagði eftir för sína að allt benti til að báturinn væri rúss- neskur og þykja það tíðindi því rússneski flotinn hefur haft hægt um sig síðustu mánuði. Bildt sagöi einnig að máhð hefði verið rætt við rússnesk stjóm- völd. Sviar hafa ekki borið fram mótmæh í Moskvu enda máhö ekki taliö eins alvarlegt nú og áður þegar Sovétmenn vora tíðir gestir i sænskri lögsögu. Hæstiréttur Svíþjóðar hefiir dæmt rúmlega fertugan mann i árs fangelsi fyrir að hafa nauögaö 14 ára gmalli dóttur sinnl. Undir- réttur hafði áður dæmt manninn í hálfs annars árs fangelsi fyrir nauðgunina en dómurinn var mildaður vegna þess að fram- burður dótturinnar þótti ekki sannfærandi að öllu leyti. Maöur þessi hafði áður setið af sér tíu mánaða fangavist fyrir kynferðisafbrot gegn dóttur sinni. Dómarar í hæstarétti urðu ekki sammála um dómsorð nú og viidi einn dómenda sýkna mann- inn. styrkfyrirsjó- Kent Kirk, sjávarútvegsráö- herra Dana, ætlar að sækja um styrk frá Evrópubandalaginu til arhólmi skaðann sem þefr hafa oröið fyrir meö banni á þorsk- veiðum í Eystrasaiti. Astand í atvinnumálum á eyj* unni er alvarlegt og er ætíunin ingi til að halda uppi atvinnu auk ss sem Evrópubandaiagiö kanna aö láta af hendl rakna. Svíar hafa nú á orði að sumariö sé ekki aðeins höið samkvæmt almanakinu heldur sé einnig enda og nú haustar að á þeim vettvangi einnig. Samkomulag hefttr orðið milli stjómar og stjómarandstöðu iun víðtækan niðurskurð á sænska veiferðar- kerfinu. RitzauogTT Kviödómur klofnar í afstööu fyrir meiðyröakæru PLO-stúlku: Mellor var víst meðstúlkunni - sex dómendur neita aö dæma fyrir aö segja sannleikann David Mellor, gleðimálaráðherra, verður enn að bíða þess aö réttur úr- skurði hvort sögur af sambandi hans við PLO-stúlkuna Monu verði dæmd- ar ómerkar. Höfða verður málið að nýju vegna þess að kviðdómur klofnaði i afstööu sinni í gær. Mona Bauwns, stúlkan sem kærði breska blaðið People fyrir skrif um samband sitt við Davrtl Mellor, verð- ur að höfða máhð að nýju ætli hún að fá blaðið dæmt fyrir meiðyrði vegna þess að kviðdómur klofnaði í tvo jafna hluta í afstöðu til máhns. Blaðið sagði frá því að Mellor, menningarmálaráðherra Breta, hefði á tímum Persaflóastríðsins ver- ið með Monu á Spánarströnd. Þar var mikið gert úr því að hún er dótt- ir eins af helstu leiðtogum Frelsis- samtaka Palestínu en þau studdu ír- aka í stríðinu. Mona sagði að blaðið heföi ófrægt sig með skrifunum en sex af tólf kvið- dómendum töldu að allt væri satt og rétt sem fram kæmi í blaðinu og því væri ekki hægt að dæma ritstjóra þess fyrir meiðyrði. Auk þess bentu þeir á að málið snerti Melior meir en Monu því það væri hann sem ætti undir högg að sækja í breskum fjölmiðlum en ekki hún. Ritstjóri People sagði fyrir réttin- um að frétt blaðsins heföi fjallað um dómgreindarleysi Mellors sem áhrifamanns í stjórnmálum en ekki hvort einhver PLO-stúIka væri að reyna að sleikja sig upp við breska ráðamenn. Mona er dóttir Jawid al-Ghossein, fjármálastjóra PLO. Fréttir af sam- bandi Mellors við hana hafa komið sér illa fyrir ráðherrann því hann er þegar illa flæktur í framhjáhalds- mál. Hann gengur almennt undir nafninu „gleðimálaráðherrann" og viðurkenndi í sumar að hafa átt í ástarsambandi við klámleikkonuna Antoníu de Sancha. Leikkonan hefur gefið skrautíegar lýsingar á samfömm sínum og ráð- herrans og fullyrt að hann hafi verið í búningi knattspymuliðsins Chelsea íbólinu.ÞvíneitarMellor. Reuter Fimmtán þjóöir undirrita samkomulag í París: Geislavirkur úrgangur ffær ekki að fara í haf ið Fimmtán þjóðir, sem hafa áhyggjur af mengun í Norðaustur-Atiantshafi, náöu samkomuiagi í gær um að banna losun geislavirks úrgangs í hafið. Umhverfisráðherrar, þar á meðal Eiður Guðnason, undimituðu nýjan sáttmála um vemdun sjávarins eftir tveggja daga fundi þar sem öll losun úrgangs í sjó er bönnuð. Bretar, sem féllust ekki á sam- komulagið fyrr en eftir strangar samningaviðræður, og Frakkar lýstu yfir rétti sínum til aö fara fram á endurskoðun eða hugsanlegt afnám banns við losun geislavirks úrgangs eftir fimmtán ár. Segolene Royal, umhverfisráð- herra Frakklands, sagði að bann við losun geislavirks úrgangs væri þýð- ingarmikill nýr Uður samkomulags- ins sem einnig felur í sér fyrri sam- þykktir um losun úrgangs og vemd- un lífríkis sjávar. „Hafið er viðkvæmt, enginn á það og of lengi hefur verið Utiö á það sem kjörinn ruslahaug," sagði hún og bætti við að Evrópulöndin viidu vera leiöandi í vemdun sjávar. Hún sagði að aðeins væri hægt að afnema bannið í framtíðinni ef ailar þjóðir sem undirrituöu það væra Bann við losun geislavirfcs úrgangs I hafið var samþykkt á fundi I París i gær. Símamynd Reuter sammála um að búið væri að finna leiðir til að losa geislavirkan úrgang sem væm ekki ekki hættulegar um- hverfmu. Bannið nær yfir úrgang sem er lít- ið geislavirkur eða geislavirkur í meðallagi þar sem þégar var bannað að losa míög geislavirkan úrgang í hafið um heim allan. Bannið verður að vera staðfest heima fyrir af þeim þjóðum sem undirrituöu það áður en það gengur í gildi. Talsmaður umhverfissamtaka grænfriðunga sagöi í gær að sam- komulagið væri stórt skref í rétta átt en bætti við að það væri synd aö Bretum og Frökkum heföi verið gefin undankomuleið frá samkomulaginu. Auk íslands undirrituð samkomu- lagið m.a. Þýskaland, Belgía, Bret- land, Frakkland, Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Reuter við Diskóflóa ■ hsbfftn I iKRriftll ' Tvö fiskiðjuver við Diskóflóa á Grænlandi eiga á hættu að það þurfi að loka þeim vegna hráefn- isskorts. Hér er um að ræða verk- smiðjurnar í Qeqertarsuaq og Aasiaat. Edvard Möller, bæjarstjóri í Aasiaat, hefur mótmælt lokun einmitt þessara verksmiðja. Hann bendir á að þeim sé lokað síðast allra að vetrinum og opn- aðar fyrst á vorin þegar isinn hverfur. Auk þess sé verksmiöjan í Aasiaat sú nýjasta við ströndina og því sú hagkvæmasta. Lengra inni á Diskóflóa í Iluliss- at og í Qasigiannguit eru þrjú fiskiðjuver. Royal Greenland á allar verksmiðjumar. SonurJohns Majorfærrauða spjaldið James Major, sautján ára gam- ail sonur Johns Major, forsætis- ráðherra Bretlands, var rekinn af velli í knattspyrnuleik í fína skólanum sínum. Á skrifstofu forsætisráðherrans er þrætt fyrir aö sonurinn hafi fengið rauða spjaldið fyrir orðbragð eins og dagblöð á Englandi hafa sagt frá. James er á lokaárinu i rándýr- um einkaskóla skammt frá Cam- bridge. BilGorbatsjovs stoliðíMoskvu Þjófar í Moskvu em búnir að stela einum af nýju bílunum hans Mikhaíls Gorbatsjov, fyrrum for- seta Sovétríkjanna. BOlinn var einn þriggja bOa sem Gorbatsjov stofnunin keypti eftir að lúxuskerra Kremlbónd- ans fyrrverandi var tekin af hon- um. Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti tók límúsínuna eftir að Go'rb- atsjov liafði gagnrýnt efnahags- stefnu hans. Nýja bOnum var stolið af bíla- stæði seint á sunnudag þótt svo eigi að heita aö stæöisins hafi verið gætt. myrtiríÁstralíu Lögreglan í Astralíu óttast að grimmdarlegt morð á tveimur ungum konum tengist hvarfi nokkurra bakpokaferðalanga í landinu á undanfórnum árum. Önnur kvennanna er breskur ferðalangur og haföi hennar ver- ið saknað. Lögregian fann lik Joanne Walters og annarrar konu sem talin er vera ferðafélagi hennar, Caroline Clarke, í grannri gröf í skóglendi suövestur af Sydney. Kvennanna haiði þá verið saknað í fimm mánuði. : varpsþátt um lyrrum ncimdiii Breska varnarmálaráðuneytiö ogsjónvai-pið BBCeru nú komin i hár saman vegna sjónvarps- þóttaraðar sera hófst í gærkvöldi um vandamál hermanna sem snúa aftur til borgaralegs lífs. í myndaflokknum er sagt frá tveimur fyrram fallhlífarher- mönnum sem eru að leita sér að vinnu. Ráðuneytið segir aðílokk- nrinn geri lítlð úr hermönnum og dragi úr þeim allan móð en því neítar BBC. „Við erum ekki að gera auglýsingamynd fyrir herinn," sagði talsmaður BBC. Ritzau og Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.