Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. 15 ímynduð vanda- mál þjóðarínnar Ekki eru nú margar vikur síðan að allt ætlaði um koll að keyra í íslenskum stjómmálum, elsti þing- maður eins stjórnmálaflokks segir af sér trúnaðarstöðum hans og umhverfist á svipaðan hátt og gerð- ist þegar ákveðið var að loka skóla vestur í Djúpi þar sem nemendur skorti og lítið eftir nema starfs- menn hans. Og hver var nú orsökin fyrir öllum þessum ósköpum? Jú, hún var sú að nú loksins hafði ábyrgur meirihluti íslenskra stjómmála viðurkennt opinberlega að þorskstofninn við landið væri að hruni kominn eftir margra ára ofnýtingu hans, þvert ofan í marg- ítrekaðar aðvaranir hinna fæmstu vísindamanna sem við eigum völ á. Stundarhagsmunir í fyrirrúmi Um þetta voru flestir stjórnmála- menn sammála og einnig hags- munaaðilar í sjávarútvegi, nema einstaka sem vildu hafa stundar- hagsmuni í fyrirrúmi. Þeir stjórnmálamenn, sem settu stundarhagsmuni á oddinn, voru þingmenn þeirra svæða þar sem löngu er vitað að útgerðarstaðir og vinnslustöðvar eru miklu íleiri en nokkurt vit er í. Við höfum nefni- lega enn einu sinni verið illyrmis- lega minnt á það aö þjóðin býr viö óhagkvæma og skipulagslausa byggðastefnu, sem er afsprengi af óábyrgu hagsmunakukli misvit- urra manna sem voru og eru at- kvæðaveiðarar að atvinnu. Æðibunugangurinn lognast út af Allur þessi hamagangur virðist nú hafa lognast út af og manni er KjaUaiinn Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri lífvænlegt viðurværi annars stað- ar? Skyldi það vera vegna þess að hagsmunaaðilar í fiskiðnaði hafi ákveðið að bæta nú framleiðslu sína og gera afurðirnar verðmætari með bættum gæðum og aukinni úrvinnslu sjávaraflans sem gæti mætt niðurskurðinum í aflamagni og helst betur? Eða skyldi það vera vegna þess að við höfum nú tekið á okkur rögg og ákveðið að refsa þeim aðilum harðlega sem leyfa sér að spilla eina sanna sameiginlega auði þjóð- arinnar, fiskinum sem í sjónum syndir við strendur landsins? Sama heygarðshornið Nei, nei, ekkert af þessu gerist. Ungur forsætisráðherra okkar, „Viö höfum nefnilega enn einu sinni - veriö illyrmislega minnt á það að þjóö- in býr við óhagkvæma og skipulags- lausa byggðastefnu sem er afsprengi af óábyrgu hagsmunakukli misviturra manna sem voru og eru atkvæðaveið- arar að atvinnu.“ eiginlega spurn, hvers vegna? Skyldi það vera vegna þess að við höfum nú í eitt skipti fyrir öll ákveðið að taka á byggðastefnu- vandamálinu og heíja markvissa aðstoð við íbúa þeirra staða sem um áratuga bil hafa hangið á hor- riminni og byggt tilveru sína á op- inberu sjóðakerfi til að finna sér sem virtist ætla aö verða æði bratt- gengur og ekki líklegur til að springa á fyrsta hjallanum, hann fór að impra á því að það þyrfti að hjálpa íbúum tiltekins byggðar- kjarna að koma sér fyrir annars staðar, en þessi tiltekna byggð hef- ur verið á vonarvöl um langan tíma. En það hefur greinilega ein- „Ungur forsætisráðherra okkar, sem virtist ætla að verða æði brattgeng- ur og ekki líklegur til að springa á fyrsta hjallanum, hann fór að impra á því að þaö þyrfti að hjálpa íbúum tiltekins byggðarkjarna að koma sér fyrir annars staðar..,“ segir höfundur m.a. í grein sinni. hver klappað á kollinn á honum og sagt honum að hafa sig hægan, alla vega var eins og stungið hefði verið á blöðru, hann nefndi það ekki meira. En hvað þá um bætta meðferð á þjóðarauðnum? Það er að nafninu til ríkisstofnun, sem eiginlega eng- inn veit hvað á að gera, stofnun sem ber heitiö Ríkismat sjávaraf- urða. Nú er með lögum búið að svipta hana nær öllu mati á sjávar- afurðum nema á síldarafurðum og grásleppuhrognum. Þessi stofnun er þvi ekki til stórra hluta nema að kosta peninga af almannafé. Starfsmenn þessarar stofnunar hafa þó í áraraðir tuðað og tuðað um bætta meðferð, en fæstir hlusta orðið á þetta nöldur enda fylgja því engar aðgerðir eða straff af neinu tagi. Og nú síðast í öllu fjargviðrinu yfir minnkandi aflaheimildum þá kemur sú frétt i fjölmiðlum, smá- letruð og eins og veriö sé að tala um daginn og veginn, að starfs- maöur fyrrnefndrar stofnunar hafi verið á fiskmarkaði í Bretlandi og skoðað íslenska fiskinn sem þar var á boðstólum og þá kemur i ljós að stór hluti af því sem á boðstólum er er óhæft til neyslu. Nei! Lausnin er augljós og gamal- kunn. Engin tilraun gerð til aö leysa vandamálið, því er bara velt yfir á alla jafnt þannig að jafnt þeir sem þokkalega hafa plumað sig og geta átt framtíðina fyrir sér og hin- ir sem ekki hafa átt sér viðreisnar von eru látnir sitja við sama borð. Benedikt Gunnarsson Umferðin og við Kjállariim Helgi Seljan fyrrv. alþingismaður „Tilbtssemi í umferðinni byggir ein- mitt á því að gera sér ljósa grein fyrir eigin annmörkum og afglöpum, eigin athugunarleysi og alls kyns vangá.“ Það er ekki að ófyrirsynju aö svo margir láta til sín heyra um hina ýmsu þætti umferðarmála. í raun eru þau mál málanna dag hvern, koma okkur öllum við, þar erum við ýmist þátttakendur eða áhorf- endur - eða hvoru tveggja. Við erum býsna dómhörð í allri umfjöllun okkar, rétt eins og aldrei komi neitt fyrir okkur, aldrei ger- um við neitt af okkur - það eru bara hinir. í reynd er hér aö finna í hnot- skurn alvöru vandamálanna í um- ferðinni: Það eru hinir sem eru fyr- ir okkur, hinir sem ekki sinna stöðvunarskyldu, ekki bíða þeir eftir grænu ljósi, þeir fara yfir á rauðu, sveifla sér milh akreina á ofsahraða, aka mörgum tugum kílómetra yfir hámarkshraða og svona utan enda. En þessir hinir eru jú ansi marg- ir og okkur því hollt að horfa í eig- in barm og aðgæta hvort við höfum ekki einhvem tímann villst af dyggðanna þrönga vegi einmitt inn á brautir hinna sem allt gera öfugt við það sem rétt er og skylt að gera. Jafnhhða því sem við gagnrýnum réttilega svo ótal margt, sem við verðum vitni að, mættum við hta í eigin barm og spyija sjálf okkur ýmissa áleitinna samviskuspum- inga. Hve oft höfum við gleymt gætninni góðu sem ævinlega skyldi í öndvegi höfð, hve oft hafa mínút- umar skipt máh, svo miklu jafnvel að öhum reglum hefur verið fyrir róða varpað, já, allt yfir í sekúnd- umar, sem „unnist" hafa við að bíða eftir grænu ljósi eða aðvífandi bíl, sem sýndist þó svo fjarri að máski mætti takast að vera á und- an? Hve oft, hve algengt hjá okkur eins og hinum? Þannig spurnir ut- an enda og mig uggir að samviskan segi einhvers staðar til sín. Það breytir samt ekki þvi hve þarflegt okkur öhum er að hafa opin augu fyrir og benda á þann aragrúa tilfella sem vekja augum manns ógn og skelfingu hverju sinni sem út í umferð er farið. Gætinn eldri maður og góður bíl- stjóri um leið sagði mér eitt sinn að undarlegur kvíði sækti að sér hveiju sinni sem hann æki af staö út í umferð dagsins, kvíðahrohur sem hyrfi ekki alveg fyrr en á áfangastað væri komið. Svo mun örugglega um fleiri sem, eins og hann, reyna af fremsta megni að fara eftir öhurn reglum, sýna ein- staka aðgætni, en eru þó alltaf í hættu, hættu sem oftar en einu sinni hefur snúist upp í óhapp, aUt yfir í slys. Sýnir hugarfarið A dögunum ók ég á fjölfarinni leið örhtið yfir hámarkshraða og á rúmri mínútu fóru tíu bílar fram hjá, þar af tveir sem flautuðu Ulskulega á mig af því ég var svona „hægfara" á vinstri akrein og ann- ar gerði sér það ómak - hvítflibba- drengur af uppakynslóðinni - að hægja á sér og gera mér ljóst með bendingum og sýnhega hresshegu orðbragði að ég ætti ekki rétt á þessari akrein á þessum hraða enda maðurinn greinUega á „upp- leið“. Saklaust dæmi miðað viö það sem augum mætir en sýnir hugarf- arið glögglega. TiUitssemi í umferðinni byggir Höfundur telur aö ýtnsir mættu sýna meiri aðgætni og tillitssemi í um- ferðlnni. einmitt á því að gera sér ljósa grein fyrir eigin annmörkum og afglöp- um, eigin athugunarleysi og aUs kyns vangá. Nóg virðist af þeim sem aldrei sýnast skenkja shkri hugsun sekúndubrot, sem alltaf og ævinlega eru í rétti, og svo eru auðvitað til menn sem eru hreinir ökuníðingar þar sem öryggi ann- arra er einskis metið. Ég hefi undanfarið séð og heyrt áminningar tíl bifreiðastjóra frá bifhjólamönnum að hka þeir. séu fólk og er það vel að við fáum slíka áminning. En bifhjólamenn mættu líka hta í eigin barm og gæta þess vel að þykjast ekki Fólk með stór- um staf, svo ógnvekjandi er oft hegðan þeirra - ekki síður en hinna er á bUunum aka. Þáttur áfengis Og enn er ótahnn sá þáttur er ég minni ævinlega á en það er þáttur áfengisins í ýmsum alvarlegum umferðarslysum og gleðiefni telst það hversu lögregla nú gerir að því gangskör reglubundið að útrýma þeirri voðavá er af þvi getur stafað þqgar aht fer saman: ógætnin, at- hugunarleysið og óráð vímunnar. Nú haustar að og húmar og smám saman nær myrkrið og veturinn meiri völdum. Aldrei framar en þá skyldum við öll sameinast um það að hindra sem aUra best þá voðavá sem ahtof oft glymur í eyrum okkar í skerandi sírenuvælinu eða í frétt- um fjölmiðlanna. Alveg sér í lagi skulum við minnast ungu vegfar- endanna á leið í og úr skóla eða í leikjum götunnar. Aðgætni og tíl- Utssemi eiga ahs staðar sama rétt- inn - forgangsrétt í raun ofar öUum beinhörðum umferðarrétti. Er ekki þess virði að setja þær í öndvegi í umferðinni? Er ekki þess virði að við gerum allt sem unnt er, minnug þess að líf getur legið við? HelgiSeljan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.