Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Spumingin Ert þú flughrædd(ur)? Sveinbjörn Ottesen verslunarmaður: Nei, mér líður vel í flugvél en er loft- hræddur. Magnús Þórðarson verkamaður: Nei, ég hef aldrei fundið fyrir því. Bogi Reynisson nemi: Nei, alls ekki en ég er voöalega hræddur við kven- fólk. Bryndís Eggertsdóttir, nemi í MH: Nei, alls ekki. Heiða Hannesdóttir framreiðslumað- ur: Nei, en ég finn fyrir lofthræðslu. Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir nemi: Nei, en ef ég er hátt uppi í stiga finn ég fyrir lofthræðslu. Lesendur Um skaðsemi lambakjötsáts Ekki eru allir á einu máli um það hversu hollt sé að neyta kindakjöts. Gunnlaugur Sveinsson skrifar: Nokkrir aðilar hafa ritað í þennan dálk til að svara hugleiðingu minni „Á sauðkindin ísland?“ Fyrst skrif- aöi HG og vildi kenna veðráttunni um eyðingu íslands. Það er rétt að oft eru veður válynd á íslandi, en ekki dregur það úr þeim hroðalegu náttúruspjöllum sem sauðkindin hefur valdið. Sigríður Pálsdóttir sendi mér einnig orð og efast um að Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, muni duga okkur launafólki í baráttunni við landbúnaðarmaf- íuna og sauðkindina. Efi Sigríðar er til kominn, að hennar sögn, vegna þess að Ögmundur sé í hrútsmerkinu og vilji því ekki styggja sauðkindina. Sigríður vitnar hér til rangra upp- lýsinga því ég hef fyrir því öruggar heimildir að Ögmundur eigi afmæli 17. júlí og sé því í krabbamerkinu. Foringi eins og Ögmundur áttar sig á því að til að hæta kjör alþýðunnar á ekki að skera niður fé til félags- mála heldur sauðfé. Ríkisstjórnin þyrfti heldur ekki aö skera niður fé á fjárlögum ef hún skæri niður sauðfé. Það er sauðféð sem heldur niðri lífskjörum félagsmanna BSRB og er á jötunni í hálftómum ríkis- sjóði. Sauðkindin er vistfræðilegt slys á ísiandi og sú mýta sem pólitíkusam- ir hafa reynt að halda að þjóðinni, að kjötið af kjötíjallalambinu sé bragðbesta lambakjöt í heimi, er upprunnin í sjálfbyrgingsfullum heimóttarskap og fáfræði. Eigi að auka lyst almennings á kindakjöti þarf að merkja hvert stykki með sláturdegi og upplýsing- um um hvaðan kjötið kemur. Dytti mönnum t.d. í hug að selja 3ja ára gamla mjólk sem nýmjólk? Ég hef snætt lambakjöt víða um heim og einu sérkenni íslenska lambakjötsins eru mörkennd fita, sem venjulega er orðin þrá og bragð- vond þegar kjötið hefur legið árum saman í frysti. Á það skal jafnframt bent hversu hætttilegt þetta kjöt er heilsu launamanna. Gömul fita af þessari gerð er rótin að fjölda æða- og hjartasjúkdóma. Líffræðingur segir mér að lambakjötsát geti t.d. verið mun hættulegra en reykingar. Við legu kjötsins í frysti árum saman myndist í fitunni mólikúl sem festist í blóögangi manna. Ég hef það fyrir satt að mötuneyti á vegum hins opinbera hafi notfært sér kindakjötsútsölur og keypt feikn- in öll af gömlu kindakjöti til að spara í rekstri. Með þessu er beint og óbeint verið að leggja þá launamenn, sem bundnir eru þjónustu shkra mötu- neyta, í gröfina. Aö lokum þetta: Hvernig væri um- horfs á íslandi ef hægt væri að breyta því lambakjöti, sem grafið hefur ver- ið á öskuhaugunum, aftur í gróður. Þetta kjöt er framleitt á kostnað landsins okkar sem er að fjúka á haf út. Efnahagsaðgerðir ríkisstj ómarinnar: Sýnum samstöðu og mótmælum Erla Ólafsdóttir hringdi: Hrædd er ég um aö vinsældir ríkis- stjómarinnar hafi hrapað heldur betur núna eftir að hún kynnti nýj- ustu efnahagsaðgerðimar. Skoðana- kannanir á vinsældum hennar myndu líklega sýna einhverja aðra niðurstöðu nú heldur en fyrir fáein- um vikum. Öllu má ofbjóða, og nú held ég að Davíð og félagar hljóti að hafa gengið skrefinu of langt. Það er ótrúleg bíræfni af þeim fé- lögum að ætla að hækka útgjöld heimilanna í landinu með því aö auka hitaveitukostnaðinn. Eg man ekki betur en forsætisráðherrann hafi sjálfur lofað öllu fogm í kosn- ingabaráttunni síöustu. Þá fór hann fógrum orðum um að vemda þyrfti hag ’ heimilanna og ekki skyldi hækka skattana. Þetta eru nú efnd- imar. Um kratana hef ég engin orð. Þeir em og hafa alltaf verið til alls vísir. En spurningin er: Hvert ætlar þessi stjórn að stýra þjóðarskútunni? M.ér sýnist hún stefna beint úpp á sker. Atvinnuleysi er nú vaxandi og er það mikið áhyggjuefni. Helst er þó að sjá að ríkisstjórnin vilji heldur ýta undir þá þróun heldur en hitt. Með því að hækka bækur í verði er ekki einung- is ráðist aö menningunni. Þetta þýðir minni sölu, sem aftur þýðir minni útgáfu sem hefur í fór með sér sam- drátt. Hvað er þetta annað en aukn- ing á atvinnuleysi. Ég skora á fólk að sýna samstöðu og mótmæla þessum efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar. Eru bátasjómenn einnota? Jóhann Sigurðsson skrifar: Varðandi sjómanninn sem missti framan af fætinum um borð í Nirði ÁR um daginn finnst mér það talandi dæmi um hvað yfirvöld geta verið treg og seinvirk. Engin deyfilyf mega vera í bátum undir 130 tonnum aö stærð. Hvað eru margir slíkir bátar til í flotanum sem í eru samtals á annað þúsund skip og bátar? Héldu þeir hjá Siglingamálastofnun að eng- inn myndi þurfa á deyfilyfjum að halda í framtíöinni þegar þeir settu reglumar? Böm eiga sjálfsagt betra meö að skilja en þeir að líklegra er að alvarleg slys gerist um borð í minni bátunum. Skipstjórinn á Aðalbjörginni kom réttum orðum að þessum hlutum. Hann sagði að þeir væru með 10 búnt af smokkum um borð, (til hvers?) tuttugu pör af einnota gúmmívettl- ingum, eymapinna og nokkrar magnyltöflur. Þetta er talandi dæmi. Ég held að þeir hjá Siglingamála- stofnun og þeir sem aö þessu standa verði að gjöra svo vel að hraða sér við að kippa þessum málum í lag áöur en fleiri slys verða. Ella gætu gerst hlutir sem yrðu ævarandi blett- ur á starfi þeirra sem hlut eiga að máh. Slysin gera ekki boö á undan sér. Hringið í síma 632700 mtllikl. 14 og 16 - eða skrifið Naín símanr, vcrður að lylgla bréfum Mikið hefur verið rætt um að bæta þurfi lyfjabirgðir um borð í bátum. Hinrik Bjarnason skrifan Höfundur íjölmiðlaumtjöllunar í DV si. fóstudag hefur fyrir til- beina ungs sonar síns orðið þess áskynja að erlent efni fyrir börn er talsett í Ríkisútvarpinu-sjón- varpi og svo sem mönnum er tamt ályktar hann tafarlaust aö þetta muni nýtilkomiö. Svo er ekki. íslenskt tal hefur verið sett við aht erlent efni fyrir yngstu böm- in allan þann aldarfjórðung sem Sjónvarpið hefur starfað og tal- setning fyrír aðra aldurshópa jókst hröðum skrefum aht til haustsins 1988. Þá var því marki náð að talsetja aht erlent efni, ætlað börnum sérstaklega, utan leikinna myndaflokka. Hefur sú skipan haldist siðan og síst fyrir- hugaður neínn samdráttur þar á. Vandræði Fínullar Björn Magnússon hringdi: Enn berast fréttir af vandræð- um fyrírtækisins Fínuhar sem nú er í Borgarnesi. Þarna hlýtur beinhnis að vera um eitthvert ahsherjarkiúöur að ræða. Þetta fyrirtæki hefur ekkert við að keppa nema sjálft sig. Samt sem áður er það nú gjaldþrota. Fróð- legt væri að vita um hina raun- vemlegu ástæðu fyrir þessum ósköpum. Þakkirtil hjúkrunarfólks Guðrún Hansdóttír hringdi: Sunnudaginn 13. september lenti ég inni á bráðadeild Landsp- italans. Oft hefur verið deilt á alla aöiia sem óvinnusama og stressvaldandi. Um tíma átti sú ádeila rétt á sér, en þegar ég kom á bráöadeildina nú fann ég strax ylinn og kærleikann sem breiddi faðm sinn á móti mér og varð ég afslöppuð, ekki stressuð. Ahir voru sem einn maður. Síðan fór ég á deild 32 A. Hjúkr- unarfólkiö þar kom á móti mér meö opinn og kærieiksríkan faðminn. Já, 'ahir sem einn. Þaö var kærleikur sem vert væri aö tala og skrifa um. Öllu þessu fólki biö ég blessunar Guðs og megi kærleikurinn lifa með því. Hvergi vildi ég aimars staðar vera ef á þyrfti aö halda. Við erum öU fólk og þarfir okkar þær sömu. Inrúlegar kveöjur og þakklæti til allra. Semjum viöKaiser Sigurjón hringdi: Það eru ánægjulegar fréttir sem berast af viðræöum Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra við álfyr- irtækið Kaiser Aluminium. Við ættum að drífa í að semja við það fyrirtæki. Þar virðist vera aivara á ferðinni. Alumax virðist hins vegar ætla að draga bæði haus á hala í mál- inu. En eftir þvi getum við ekki beðið. Okkur vantar álver - strax! Ekki hækka hitann Sólveig hringdi: Þetta ráðbrugg ríkisstjórnar- innar að afnema endurgreiðslu á virðisaukaskatti tíl hitaveitna kemur eins og þruma úr heið- skírulofti yfir launafólk. Viö, sem studdum þessa stjóm til verka, viljum einfaldlega ekki trúa að enn elgi að hækka útgjöld heimU- anna. Lengi má herða sultarólina en nú er hún víðast komin í innsta gat. Við getum ekki raeir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.