Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. 17 Herjólfur var smiðaður í Noregi, svo og fiskiskip á færibandi fyrir milljarða á ári hverju, segir m.a. i grein höfundar. Norðmanna María, kona nóbelskáldsins Knuts Hamsun, sagði að fátt væri eins háleitt og aö berjast við bolsje- vika. Hún var þá að réttlæta gerðir sínar og samlanda við að senda son hennar og unga menn til að berjast við hlið Þjóðveija á austurvígstöðv- unum. Norðmenn hafa lengi varað við hættunni í austri, ekki síst frændur sína, íslendinga. Varla má opna norskt dagblað án þess að þar megi lesa um hugsanleg átök út af hafsvæðunum norður af Noregi, kjarnorkuóhöpp eða ein- faldlega hernaðarmátt Ný-Rúss- lands í náinni framtíð. Norðmenn velta því og fyrir sér hvort þeir muni verða utangarðs í EB eða hvort NATO muni leysast upp líkt og Varsjárbandalagið. Óhkt íslendingum sem einangra sig frá Evrópu og vilja ekki taka á móti flóttamönnum eða vita yfir- höfuð af sameiginlegum Evrópu- vandamálum. Ef íslendingar ættu að bera sig saman við Svía ættmn við að taka við 1000 flóttamönnum frá Júgó- slavíu. Norðmenn spyija sig hins- vegar hvar þeir séu staddir í ljóna- gryfjunni og hafa aðeins tekið við á þriðja þúsund flóttamönnum. „Fleygið byssunum“ Sagði Knut Hamsun við ungu norsku hermennina viku eftir inn- rás Þjóðverja. Tveim mánuðum síðar gáfust Norðmenn endanlega upp. Norðmenn munu seint gleyma „elliafglöpum" skáldsins en ekki síst minnast þess hve illa þeir voru í stakk búnir til að mæta innrásarl- iðinu. Norðmenn hafa oft beitt landa sína harðræði til að sannfæra þá um hættuna af nágrönnunum í Evrópu. Það tók Norðmenn 8 ár eftir stríð að gera upp sakir við 30 þúsund föðurlandssvikara. Norð- menn hikuðu ekki við að láta virt- asta og mest lesna skáld sitt á geð- veikrahæli öðrum til yiðvörunar. Á sama tíma voru íslendingar í uppbyggingarvímu með nýfengið lýðræði og nutu dyggilegs stuðn- ings og hjálpar Norðmanna við að komast inn í hemaðarbandalagið NATO. Rússagrýla og viðskiptahagsmunir Getum við lært af reynslu Norð- KjaHarinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri manna? Eflaust sjáum við tleira en frændsemi í háttemi Norðmanna en þar sannast máltækið að frænd- ur em frændum verstir. Að sjálf- sögðu eru Norðmenn skyldir íbú- um N-Rússlands frá ómunatíð. Rétt eins og við emm skyldir Norð- mönnum en einkum írum, ef draga má ályktun af blóðflokkum. Norð- menn vilja halda Rússum í hæfi- legri fjarlægð, ekki aðeins á sviði hermála heldur og óttast þeir sam- keppni þeirra á markaðnum. Ibúar í N-Noregi mótmæltu ný- lega ódýrum rússneskum fiski úr Barentshafi á fiskmörkuðum sín- um. Á sama tíma véluðu þeir ís- lenska fiskeldismenn til að halda _ uppi háu verði á eldislaxi í Evrópu. Á síðasta ári vísuðu Norðmenn mörgum Rússum úr landi fyrir iðn- aðamjósnir. Skyldu þeir t.d. hræð- ast að rússneskir iðnaðarmenn selji íslendingum skip í náinni framtíð? Herjólfur var smíðaður í Noregi svo og fiskiskip á færibandi fyrir miUjaröa á ári hverju. Á sama tíma og vinna hraðminnkar hérlendis. Olíuágóðann nota Norðmennirnir til þessara viðskipta en þeir eru að verða í skjóh olíu ein auðugasta þjóð álfunnar. 10% undirboð hefur nægt og Norðmenn hafa tryggt sér milljarða viðskipti til að halda blómlegu atvinnulífi gangandi. Sendimenn óþarfir Leitun er að jafn óhagstæðum viðskiptajöfnuði milli landa. Til að kóróna það höldum við úti sendi- herra og ríkisfréttamanni í Noregi. Góður geymslustaður fyrir sendi- herra komna á efri ár. Enda kvað vera sumarfagurt í suöurfjörðun- um en nokkuð dýr kostur fyrir eyþjóðina. Nær væri að senda sendiherrann til landa sem við höf- um meira að sækja til eða selja. Reyndar væri nóg að hafa sameig- inlegan sendiherra fyrir Norður- lóndin ef ekki einnig fyrir Rússland í Danmörku. Með afnámi viðskiptahafta og vegabréfsskriffinnskunnar nægir að láta kaupsýslumenn, einstakl- inga og vináttufélög sjá um tengsl- in. Sendiferðir í nafni menningar á vegum skattgreiðenda eða ríkisfyr- irtækja ættu að afleggjast og greið- ast einungis af þeim er þær vilja og njóta. Vera fréttamanns ríkisút- varpsins er öhu óskiljanlegri en vera sendiherrans. Hann væri bet- ur kominn í Mið-Evrópu. Áhrif Norðmanna eru orðin óþarflega mikil á íslandi. Þáttur fjölmiðla í Hamsun og Tre- holtsmálinu var álíka ósjálfstæður og hjá okkur í Geirfmns- og Klúbb- máhnu. Upplýsingar láku frá lög- reglunni og síðan var skáldað og fyht í eyðumar til að sennilegur glæpur yrði dómtekinn (galdra- brennur nútímans). Mótsagna- kennt á tímum upplýsinga og frið- arverðlauna til handa Mikhaíl Gorbatsjov í Osló. Sigurður Antonsson „Leitun er að jafn óhagstæðum við- skiptajöfnuði milli landa. Til að kóróna það höldum við úti sendiherra og ríkis- fréttamanni í Noregi. Góður geymslu- staður fyrir sendiherra komna á efri áv, U EFTIRFARANDI MYNDMENNTA- NÁMSKEIÐ ERU í BOÐI HAUSTIÐ 1992 Hlutateikning, 3 kest. á viku í 11 vikur. Verð kr. 6.600. Teiknun og málun, 1. fl. og framhaldsflokkur, 4 kest. á viku. Verð kr. 8.800. Módelteikning, 1. fl. og framhaldsflokkur, 4 kest. á viku. Verð kr. 13.300. Stutt umhverfis- og haustlitanámskeið. Verð kr. 5.000. Teiknun og litameðferð f. unglinga. Verð kr. 4.500'. Upplýsingar í síma 12992 og 14106. Greiðsluáskorun Gjaldheimtan í Mosfellsbæ skorar hér með á gjald- endur í Mosfellsbæ, Kjalarneshreppi og Kjósar- hreppi, sem ekki hafa staðið skil á eftirfarandi opin- berum gjöldum, þ.e. tekjuskatti, útsvari, eignarskatti, sérstökum eignarskatti, kirkjugarðsgjaldi, gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra, sérstökum skatti á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði, aðstöðugjaldi, iðnlána- sjóðs- og iðnaðarmálagjaidi, slysatryggingu skv. 36. gr. almannatryggarl., slysatryggingargjaldi v/heimil- isstarfa, útflutningsráðsgjaldi, verðbótum af tekju- skatti og útsvari, sem voru álögð 1992 og féllu í gjalddaga 1. ágúst 1992 ásamt eldri gjöldum, að greiða þau nú þegar og eigi síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðn- um. Mosfellsbæ 23. sept. 1992 Gjaldheimtan í Mosfellsbæ NÁMSKEIÐ UM ÍÞRÓTTALÆKNISFRÆÐI •> Eins og áður hefur komið fram verður námskeið um íþróttalæknisfræði á vegum Ólympíunefndar íslands haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal dagana 1. til 3. okt. nk. Forstöðumenn verða læknarnir Birgir Guðjónsson og Sigurjón Sigurðsson. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 1. okt. kl. 17.15 og verður fram haldið á sama tíma daginn eftir en laugar- daginn 3. október hefst námskeiðið að morgni kl. 9.15. Námskeiðið stend**r yfir í 4-5 klukkustundir hvern dag með stuttu matarhléi. Námskeiðið er einkum ætlað læknum, sjúkraþjálfur- um og íþróttaþjálfurum. Gestur á námskeiðinu verð- ur prófessor Ingard Lereim frá Þrándheimi sem mun fjalla um mjúkpartameiðsli (soft tissue injury) og einnig um blóðdóping. Sérfræðingar í læknisfræði og sjúkraþjálfarar munu fjalla um helstu meiðsli sem fyrir koma hjá íþrótta- mönnum, meðferð þeirra og endurhæfingu. Fjallað verður ítarlega um lyfjamisnotkun í íþróttum, um reglur, töku sýna, líkamlegar afleiðingar og refs- ingar. Kynnt verða nýjustu viðhorf í kyngreiningu, bæði með tilliti til almennrar skoðunar og sérhæfðra litn- ingarannsókna. Þátttaka er ókeypis og hafa allmargar umsóknir um þátttöku þegar borist en heildarfjölda getur þurft að takmarka. Umsóknir um þátttöku berist til skrifstofu Ólympíu- nefndar íslands eða ISÍ í síma 813377 fyrir 29. sept- ember nk. Undirbúningsnefnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.