Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. Fréttir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Birgir Björgvinsson, stjórnarmaður í félag- inu, hittu skipstjóra Bakkafoss, Rolf Kolkmann (lengst til vinstri) að máli í gær og kröfðust skýringa á launum Filippseyinganna. DV-mynd BG Filippseyingamir á Bakkafossi: Verið að notfæra sér neyð manna „Skipstjórinn sýndi okkur pappíra þar sem fram kom að laun filipps- eysku skipverjanna væru um 55 þús- und krónur með yfirvinnu og öllu. Við getum auðvitað ekki sagt að maðurinn ljúgi en við erum ekki til- búnir að kyngja þessu. Það er greini- leg skítalykt af þessu og ljóst aö eitt- hvað óhreint er þama í pokahom- inu,“ segir Birgir Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Nokkrir stjórnarmenn frá Sjó- mannafélaginu fóm um borð í Bakkafoss þegar skipið lagðist viö Sundahöfn um hádegið í gær til að athuga hvað væri hæft í kæru sjö Filippseyinga um borð þess efnis að laun þeirra væru einungis 22-23 þús- und krónur á mánuði sem er mun lægra en lágmarkslaun alþjóða flutn- ingaverkamannasambandsins, ITF, segja til um. Að sögn Birgis ná laun Filippsey- inganna sjö ekki lágmarkslaunum ITF sem em um 70 þúsund krónur. „Samkvæmt þeim plöggum, sem skipstjórinn sýndi okkur, er samið örlítið undir lágmarkslaununum en við höfum grunsemdir um að í raun fái Filippseyingamir mun minna eða nálægt 23 þúsund krónum. Við get- um ekki kyrrsett skipið nema menn- imir komi til okkar og staðfesti þetta. Hins vegar er ljóst að ef þeir gerðu það myndu þeir sjálfsagt missa vinn- una ef þeir eru þá ekki þegar búnir að missa hana,“ segir Birgir. Það er þýskt útgerðafélag sem rek- ur Bakkafoss en Eimskip leigir það til flutninga fyrir sig. I 16 manna áhöfn skipsins em auk Fihppseying- anna 6 íslendingar og 3 Þjóðverjar. „Þetta mál kemur Eimskipum ekk- ert við en menn frá ITF munu skoða þetta þegar skipið kemur út en það siglir á morgun. Við verðum svo bara að athuga hvort það verður framhald næst þegar skipið kemur hingað til lands en við komumst að sannleikan- um fyrir rest,“ segir Birgir. Samkvæmt heimildum DV er oft í gildi nokkurs konar tvöfaldur samn- ingur fyrir menn frá fátækum lönd- um sem vinna á fragtskipum. Þeir em látnir skrifa undir einhverja pappíra til að uppfylla skilyrði ITF en fá svo borgað mun minna eða missa vinnuna ella. Jafnvel munu vera dæmi þess að skipstjórar hiröi hluta launanna en veiti áhöfn i stað- inn leyfi til að smygla vömm og áfengi til að drýgja tekjurnar. Að sögn Birgis fær Sjómannafélag- ið iðulega fréttir af lágum launum á leiguskipum. „Launin eru oft niður úr öllu valdi. Menn til dæmis frá austantjaldslöndunum, sem eiga ekki fyrir grautnum, eru sums staðar í vinnu bara upp á fæöi og eru því fegnir. Það er bara verið að notfæra sér neyð þessara manna með þessum hætti," segir Birgir. -ból Filippseying- arnir fá sömu laun og aðrir - segir Kolkmann, skipstjóri á Bakkafossi „Það er alls ekki satt að Filipps- eyingamir í áhöfninni fái lægri laun en þeir eiga að fá. Þeir fá mjög góð laun á þessu skipi. Hver Filips- eyingur fær um 55 þúsund krónur á mánuði og það fá allir sem era í sömu stöðu hér um borð sömu laun, án tillits til þjóðemis," segir Rolf Kolkmann, skipstjóri á Bakka- fossi, sem lagðist að bryggju við Sundahöfn í gær. „Ég frétti fyrst af þessu frá ís- lendingunum í áhöfninni. Þeir sögðu mér að það væm fréttir um laun Filippseyinganna í fjölmiðlum á íslandi. Þetta eru furðulegar ásakanir," segir Kolkmann sem er þýskur. Þeir Filippseyingar sem DV hitti að máli í gær um borð í Bakkafossi sögðust vera ánægðir og ekki hafa undan neinu að kvarta. „Við skrifuðum undir skjal á þriðjudagskvöldið þar sem kemur fram að við erum ánægðir með all- ar aðstæður. Það er enginn tvöfald- ur samningur í gangi hér og ég veit ekkert um þær kvartanir sem hafa borist til flutningaverka- mannasambandsins," sagði Filippseyingurinn Rudy Suson, há- setiáBakkafossi. -ból \ Bakkafoss kom til Reykjavíkur um hádegisbilið í gær. Grunur leikur á að sjö Filippseyingar í áhöfninni fái mun lægri laun en þeim ber sam- kvæmtsamningum. DV-myndBG í dag mælir Dagfari Arðvænt búðarhnupl Ljótt er'að heyra. íslendingar stela í verslunum fyrir einn og hálfan milljarð á ári. Hvorki meira né minna. Þetta þýðir að ef búðar- hnuplararnir skiluðu þýfmu frá síöustu fjórum árum og borguðu fyrir það mundu koma sex millj- arðar í kassann hjá kaupmönnum. Það jafngfldir fjárlagahallanum hjá Friðriki og bjargaði þjóðarhagnum. Þetta sýnir hvað búðarhnuplið er stórtækt og Dagfari lýsir aðdáun sinni og undrun að verslunareig- endur og kaupmenn standi undir þessum gripdeildum. Það munar um hálfan annan milljarð á ári og ekki mundi flskvinnslan bera sig eða útvegurinn ef fiski væri stolið fyrir þessa upphæð á ári hveiju. Kaupmenn hafa hins vegar lifað þessa þjófnaði af og það gera þeir ekki með því að afskrifa þýfið. Þeir leggja einfaldlega hærra á hina vöruna sem ekki er stohð og þann- ig borgum við hin, þessi heiðarlegu, fyrir stuldina og hnuplið og sitjum uppi með dýrari vöm, sem ekki er stolin, fyrir það eitt að við borgum fyrir hana. Þaö er sem sé verið að refsa stálheiðarlegu fólki fyrir þjófnaði annars fólks sem sleppur algerlega viö borgun og refsingu. Nú á auðvitað að þakka fyrir að eitthvað sé eftir í búðunum eftir að þjófarnir hafa látið greipar sópa um hillumar fyrir einn og hálfan milljarð, en það er auðvitað engin sanngimi í því að blásaklaust fólk gjaldi fyrir slíka verknaði og sleif- arlag búðareigenda að hafa hendur í hári þjófanna. Að vísu verður að viðurkenna að erfitt kann að vera að leita á hverjum og einum viö- skiptavini, en þegar helftin af þjóð- inni er farin að stunda búðarhnupl er auðvitað ástæða til að koma upp sams konar leitartækjum í versl- unum og þeir hafa á flugvöllunum. En ef kaupmenn taka ekki þjófn- aðina á sig og heiðarlegir viðskipta- ivnir em látnir borga fyrir það sem hinir stela, er þá ekki kominn tími til að leita til ríkisins og krefjast þess að það greiði niður það htla sem eftir er í búðunum þegar hinu hefur verið stohð? Annað eins hef- ur nú verið styrkt hér á landi og kaupmenn eiga að hafa vit á því að velta vandanum yfir á ríkið í staðinn fyrir að velta honum yfir á þessa örfáu sem enn ganga um búðimar í þeim eina tilgangi að kaupa fyrir það sem upp er sett. Annars hafa kaupmenn bmgðist við þessum vanda með sérstökum hætti. Þeir efndu til ráðstefnu um búðarþjófnaöi og ávísanafals og vonandi hafa sem flestir sótt þessa ráðstefnu ef ske kynni að þar væri hægt að læra búðarhnuphð til hht- ar. Öðruvísi er ekki hægt að skilja fundarboðiö en að þar fari fram kennsla í búðarhnuph. Menn geta ekki komið í veg fyrir búðarhnupl nema læra hvemig þaö fer fram. Kaupmenn vita sem sagt að ann- ar hver maður, sem kemur inn í verslanir þeirra, hyggst ná sér í vörur án þess að borga. En kaup- menn vita meir. í samtali við fram- kvæmdastjóra Kaupmannasam- takanna í DV í gær kemur fram að starfsmenn hggja einnig undir grun. Ýmist starfsmenn sem koma með vömrnar í búðimar, þeir sem telja og fara höndum um vörumar í búöinni, sem á mæltu máli er af- greiðslufólkið sjálft. Þetta er dálaglegur fjandi. Ekki er nóg með að viðskiptavinirnir séu þjóíkenndir heldur er starfsfólkiö líka með stelsýki og hnuplar öllu lauslegu meðan kaupmaðurinn sér ekki th. Þetta em grimm örlög og hræðilegur heimur. Búðirnar eru að verða gróðrarstía þjófnaða og gripdeilda og ef það er rétt að vörur hverfa fyrir einn og hálfan milljarð á ári þá sér Dagfari ekki betur en að aðrir þjófnaöir séu smámunir í samanburði við þessa glæpi. Inn- brot em bara gamanleikir og vopn- uð rán tíðkast ekki á íslandi, enda óþörf ef hægt er að stela öhu steini léttara án vopna og án eftirhts og án þess að hljóta aðra refsingu en aö borga það sem stohð var. Það kemur nefnhega fram í spjahinu við Kaupmannasamtökin að það þykir ekki taka því að draga menn fyrir dóm ef þjófnaðurinn nemur ekki nema sjö þúsund krón- um. Það er sem sagt ráðlegging frá lögreglunni að viðskiptavinir í verslunum, sem koma þangað th að stela, steh ekki nema því sem þeir eiga fyrir ef þeir eru gripnir! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.