Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 2
Fréttir FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. Skýrsla um saltfiskrannsóknir ekki birt: Sprautusaltaður f iskur kom alvarlega illa út - hér er um mjög alvarlegt mál að ræða, segir Jón Asbjömsson útflytjandi Saltfiskur til útflutnings frá íslandi er ýmist saltaður upp á gamla mát- ann eða þá sprautusaltaöur sem er tiltölulega ný verkunaraðferð. Jón Ásbjömsson saltfiskútflytjandi hefur haldið því fram að sprautusaltaður fiskur sé verri vara en pækilsaltað- ur. Þessu hafa frammámenn Sölu- sambands íslenskra fiskframleið- enda mótmælt. Jón Ásbjömsson segir aö í sjálfu sér sé ekkert við það aö athuga aö menn sprautusalti fisk og selji hann sem slíkan. Það sé hins vegar alvar- legt mál þegar sprautusöltuðum og pækilsöltuðum fiski sé blandað sam- an og seldur sem sama vara, undir sama merki. Það komi óorði á ís- lenska saltfiskinn á mörkuðum ytra vegna þess hve miklu lélegri vara sprautusaltaöi fikurinn sé. Deilan leiddi af sér að Jón óskaði eftir því við Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins að hún léti fara fram rannsókn á þessu. Það var gert og skýrsla samin um niðurstöðuna. Niðurstaðan er vægt sagt slæm fyrir sprautusaltaða fiskinn. Skýrslan var stoppuð af og skrifað utan á hana með tússpenna „Trúnaðarmál“. Sigurjón Arason hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins sagði í sam- tali við DV að ástæðan fyrir því að skýrslan hefði ekki verið birt væri sú að ekki hefði verið rétt staðiö að rannsókninni og verði hún endur- tekin. Hann sagði að meðal annars hefði það hráefni sem notað var ver- ið of gamalt. „Það hlýtur þá að hafa verið of gamalt fyrir báðar tegundimar því notað var sama hráefni í báðar verk- anirnar. Ég blæs á þessi rök,“ sagöi Jón Ásbjörnsson. Hann segir að sig gruni að skýrslan hafi ekki verið birt vegna þess hve sprautusaltaði fiskurinn kom illa út. Niðurstaðan henti ekki ráðamönn- um SÍF. Um niðurstöðu rannsóknanna í skýrslunni segir meðal annars að próteininnihald fisksins lækki niðúr í 13,5 prósent eftir tveggja daga verk- un við sprautusöltun á meðan pró- teininnihald pækilsaltaðs fisks hækki á sama tíma í 21,1 prósent. Fram til þessa héldu menn að þeir varðveittu betur próteininnihald fisksins með því að sprautusalta hann. Þá bætist mikiö vatn í fiskinn við sprautusöltun. Hann léttist við suðu um 9,5 prósent á meðan pækilsaltað- ur fiskur léttist ekki nema um 3 pró- sent. Við útvötnun léttist sprautu- saltaður fiskur um 24,5 prósent á meðan pækilsaltaður fiskur léttist um 18,8 prósent. Jón Ásbjörnsson segir aðþetta sýni að verið sé að selja mönnum vatn. Þá kom sprautusaltaður fiskur mun verr út í skynmati þess hóps manna sem tók þann þátt að sér. -S.dór Vaðandi síld. Það var gott hljóð i mönnum í gær þegar verið var að landa síld úr Sunnuberginu í Grindavíkurhöfn sem nýlega hafði lagst drekkhlaðið að bryggju. Sömu sögu var að segja af Háberginu sem einnig landaði í Grindavík í gær. Talsverður hluti af sildinni fer í vinnslu, meðal annars í Garði, þar sem hún verður flökuð. Fremst á myndinni er verið að losa síld- ina sem fer í vinnslu, hún fer f kör og upp á vörubil sem flytur hana á áfangastað. í baksýn sést leiðsla sem tekur sild úr afturlestinni en hún fer í bræðslu f Grindavík. DV-mynd GVA Lagafrumvarp lagt fram í dag: Greiðslufrestur á f asteignalán- um vegna fjárhagserf iðleika í dag mun Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um greiðslufrest á fasteignalánum vegna fjárhagserfið- leika. Kristinn sagði að frumvarpiö væri ekki síst flutt með tilliti til þess mikla og vaxandi atvinnuleysis sem nú er. Lög Húsnæðisstofnunar ríkisins gera ekki ráð fyrir að þetta sé hægt. Þaö er alveg sama hvort fjárhagserf- iðleikar stafa af atvinnuleysi eða veikindum, Húsnæðisstofnun ber að ganga að eign sé ekki staðið í skilum með afborganir og vexti án tillits til aðstæðna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Húsnæðisstofnun verði heimilt að veita lántakendum frest á greiöslu afborgana, vaxta og verðbóta að hluta til eða að öllu leyti, af lánum veittum til íbúðaöflunar úr Bygg- ingasjóði ríkisins, Byggingasjóði verkamanna og fasteignaverðbréf- um, sem húsbréfadeild Bygginga- sjóðs ríkisins hefur tekið við í skipt- um fyrir húsbréf. Gert er ráð fyrir að fjárhæðir þeirra afborgana sem veittur er frest: ur á skuli færast á sérstakan jöfnun- arreikning hvers láns og telst til höf- uðstóls lánsins og komi fjárhæðir til greiöslu eftir þeim ákvæðum sem eru 15. grein laga um greiöslujöfnun fast- eignaveðlána einstaklinga. -S.dór Reynlr Hugason, formaður Landssamtaka atvinnulausra: Vona að við komum að gagni - segist þó óska samtökunum sem fæstra starfsdaga „Eg er osköp ánægður og vona bara að við komum að einhverju gagni,“ sagði Reynir Hugason, for- maður Landssamtaka atvinnu- lausra, en samtökin voru stofnuð í gær. Reynir beitti sér manna mest fyrir stofnun samtakanna. Stofnfélagar eru rúmlega fimmtíu. Reynir segist óska þess að samtökin þurfi að starfa sem styst. Hann sagð- ist þó ekki hafa trú á að þau verði þarflaus - alla vega ekki fljótlega. „Ég er mjög ánægður og það er greinilegt að við eigum mikinn hljómgrunn. Það er mikill vilji meðal félagsmanna að starfa sem mest fyrir samtökin. Það er meðal okkar fólk úr öllum stéttum," sagði Reynir Hugason. Eitt af markmiðum samtakanna er að berjast fyrir réttindum sjálf- stæðra atvinnurekenda til atvinnu- leysisbóta. Það er ekki síst frá sjálf- stæðum atvinnurekendum sem sam- tökin gera sér vonir um að fá styrki til að standa straum af kostnaöi við rekstur samtakanna, en til stendur að opna aðsöðu sem allra fyrst. Reyn- ir Hugason sagðist allt eins vona að það tækist í dag. Á stofnfundinum kom meðal ann- ars fram gagnrýni á að verkalýðsfé-1 lög taka þóknun fyrir að afgreiöa atvinnuleysisbætur - eða toll - eins og það var nefnt á fundinum. Hjá fundarmönnum kom meöal annars fram að verkalýðsfélögin eru ekki sérlega vinsæl meöal atvinnulausra - og virðist stefna í átök þeirra á ; milli. -sme Rúmlega fimmtugur atvinnulaus arkitekt: Fyrirkvíðanlegt að saf na skuldum - hefur ekki rétt til atvinnuleysisbóta og hefur því engar tekjur „Ég hef engar tekjur," sagði at- vinnulaus rúmlega fimmtugur arki- tekt sem er atvinnulaus - og vill ekki láta nafns síns getið. „Það liggur í augum uppi að þetta er eríitt. Það er fyrirkvíðanlegt að safna skuldum. Ég skuldaði engum neitt áður en ég varð atvinnulaus. Ég fæ umslög í póstinum sem ég hef ekki séð árum saman. Það er ástæða fyrir því að ég vil ekki tala við þig undir nafni. Þeir sem eru tekjulausir eru stimplaðir sem varasamir menn ef þeir þurfa áö leita eftir fresti á greiðslum eöa eitthvað slíkt.“ „Ég finn vanmátt sem fylgir því að vera atvinnulaus. Ég er óöruggur og kvíðinn. Mér finnst sjálfum ég vera góður starfsmaður. Ég hef starfað sjálfstætt, það hafa menn leitað til mín ítrekað og þess vegna held ég að ég sé ágætur starfsmaður. Þegar þetta kemur í hausinn á manni fer maður að hugsa hvaö maður hafi gert rangt. Þetta er fimmta árið í röð sem samdráttur er í steypusölu og einhvers staðar kemur þaö niður, þaö kemur niður á byggingariðnað- inum.“ Nú eru úm 150 arkitektar starfandi hér á landi og nærri lætur að svipað- ur fjöldi sé í arkitektanámi erlendis. Atvinnuleysi virðist blasa við í stétt- inni. „Ég hef leitað að öðru sem ég tel mig hafa vit á. Ég treysti mér í margs konar vinnu en ég sé mig ekki moka skurði eða eitthvað ámóta. Vinna arkitekta er ranglega metin hér á landi. Það er eins og menn haldi að arkitektar geri ekki annað en tússa á blöð. Það er miklu meira. Við fáumst við skipulagsvinnu, áætlana- gerö, verkefnastjórnun, kostnaöará- ætlanir og fleira og fleira," sagði þessi rúmlega fimmtugi arkitekt. -sme i - segirfrainkvæmdastjóristórkaupmanna.Samskiphækkalíkaum6% „Þetta fyrirtæki viröist bara lifa ákvörðun Eimskipafélagsins að missa eitthvaö yfjr til samkeppnís- í eigin hagkerfi og þarf ekkert að liækka flutningsgjöld og þjónustu- aðilans?" segir Stefán. taka mark á nokkurri samkeppni. gjöld um 6% frá ogmeð 1, nóvemb- Stefán segir þessa hækkun eiga Bara svona eins og Palli sem var er. eftir að leiða til 3% hækkunar á einn í heiminum. Maður heföi Stefán sagði mikla reiði ríkja í almennu vöruverði í landinu. Enn- haldið að þessir menn störfuöu i röðura félagsmanna yfir hækkun- fremur hafi hann reiknað út að samkeppnisumhverfi og þyrftu að inni. Menn spyrðu sig hvort Eim- hækkunin muni skila Eimskipi um beygja sig undir markaðinn. Svo skip gæti hækkað verðið svona á 400 milljónum og fari því langleið- virðist alls ekki vera. Þetta er sigUngum sínum milli hafna er- ina í aö vega upp þá lækkun sem svona svipað og ef Alusuisse gæti lendis. varð vegna niöurfellingar jöfnun- hækkað heimsmarkaðsverö á álí „Forráðamenn Eimskips segja aö argjaldsins sem varð'um síðustu bara af því aö álver þeirra væru innflutningur hafi minnkað um mánaðamót. rekin með tapi,“ segir Stefán Guð- 10%. Innflutningur til landsins hef- Síðdegis í gær ákváðu svo Sam- jónsson, framkvæmdastjóri Félags ur hins vegar aðeins minnkað um skip að hækka einnig flutnings- íslenskra stórkaupmanna, um þá 6%. Þýðir það ekki að þeir eru aö gjöldsínum6%. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.