Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. 15 Opinberar vimuefnaveitingar: Brennivín á kostnað borgarans Þaö hefur varla farið fram hjá mörgum að íjárhagsstaða Reykja- víkurborgar fer nú versnandi eftir óhóflegar fjárfestlngar í gæluverk- efnum síðustu ára. Því skyldi mað- ur ætla að borgarstjórn Reykjavík- ur leitaði allra leiða til þess að skera niður ónauðsynleg útgjöld. Það vakti því sannarlega furðu margra og jafnframt hneykslan þegar meirihluti borgarstjórnar, með Markús Örn Antonsson borg- arstjóra í fararbroddi, vísaði frá tiUögu Ólínu Þorvarðardóttur um afnám áfengis- og tóbaksveitinga í veislum og móttökum borgarinnar á rúmhelgum dögum. Engin haldbær rök voru fyrir frá- vísuninni, engar málefnalegar um- ræður áttu sér stað og því hlýtur að hvarfla aö manni sá grunur að meirihluti borgarstjórnar eigi per- sónulegra hagsmuna að gæta í þessu máli. Borgarstjóri gerðist jafnframt svo ósvífinn að væna flutningsmann tillögunnar um skinhelgi án þess að gera minnstu tilraun til þess að réttlæta áfengis- og tóbaksveitingar borgarinnar eða taka upp málefnalegar umræður um tillöguna. Pólitískt hugleysi Eftir áðurnefndan gjörning í borgarstjóm Reykjavíkur hefur undirrituð orðið vör við mikla gagnrýni á störf meirihlutans. Sú gagnrýni er með öllu hafin yfir pólitík - enda var tillagan sem slík þess eðhs að allir borgarfulltrúar ættu að geta veitt henni brautar- gengi. En hvað gerðist? Sem fyrr tóku borgarfulltrúar meirihlutans afstöðu með borgarstjóra og sam- þykktu þannig áframhaidandi vin- og tóbaksveitingar. Enginn þeirra hafði sjálfstæða tískt hugleysi og undirgefni. Borg- arstjóra ferst því að tala um skin- helgi (hræsni) Ólínu Þorvarðar- dóttur. Hann ætti að líta sér nær. Áfengisneysla býður hættunni heim Sú sem þetta ritar hefur oft verið viðstödd opinberar móttökur á rúmhelgum dögum þar sem ómælt áfengi er veitt. Þar gildir einu hvert tilefnið er. í mörgum tilfellum em slík „boð“ haldin á tímabilinu 17-19 og þar af leiðir að flestir viðstaddir mæta beint úr vinnu sinni til þess að njóta veiganna á kostnað borg- arans. Og víst er að fæstir.slá hend- inni á móti ókeypis brjóstbirtunni. - Fyrir utan húsiö bíður bíllinn. Slíkar samkomur eru fjölmennar - enda eru flest nærliggjandi bíla- stæði yfirfull. Sömu bílastæði eru einnig sem næst auð þegar klukkan „ ... eftir stendur sú hryggilega stað- reynd að meirihluti borgarstjórnar vill halda áfram að drekka brennivín og reykja tóbak á kostnað almenn- ings... “ KjaHariim Ragnheiður Davíðsdóttir háskólanemi og þátttakandi í Áhugahópi um bætta umferðarmenningu skoðun á málinu. Þeir einfaldlega hlýddu yfirboðara sínum og herra. Þó má geta þess að meðal borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru læknar og forvígismenn íþrótta- og tómstundamála; fólk sem í starfi sínu hefur horft upp á skelfúegar afleiðingar áfengisneyslu; fólk sem á góðum stundum talar fjálglega um gildi þess að neyta ekki áfengis. Afstaöa þessara borgarfulltrúa hlýtur því að flokkast undir póli- fer að halla í átta. Hver er ástæðan? Drukku allir ávaxtadrykk? Ég læt glöggum lesendum eftir að geta í eyðurnar. Ábyrgðarleysi meirihlutans Við sem störfum ekki hjá ríki eða borg erum ekki vön því að neyta áfengis í vinnutímanum. Hvaö rétt- lætir það að ríki og borg noti skatt- peninga okkar til þess að veita áfengi og tóbak í veislum sínum? Opinber „móttökuhátíð“. m.a. í grein Ragnheiðar. „Slíkar samkomur eru fjölmennar," segir Varla þarf að minna á að nú stend- ur fyrir dyrum að skera niður fjár- magn til áfengisvarna auk þess sem fjöldi manns gengur atvinnulaus í Reykjavíkurborg. Það er því fullkomið ábyrgðar- leysi og jafnframt vanvirða við hinn almenna borgara að sólunda fé úr sameiginlegum sjóðum okkar í vímuefni - þó lögleg séu. Tillaga Ólínu Þorvarðardóttur var því ekki aðeins siöferðilega rétt - hún var líka tímabær í ljósi þeirra að- stæðna sem við blasa í þjóðfélag- inu. Hlutverk borgarfulltrúa Með því að vísa frá tillögu Ólínu hefur meirihluti borgarsljórnar ekki aðeins orðið sér til háðungar heldur hefur hann brugöist skyldu sinni gagnvart kjósendum sínum. Slík vinnubrögð hljóta að kalla á ýmsar spumingar. Er það ekki hlutverk borgarstjómar að gæta hagsmuna Reykvíkinga? Höfðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kannað vilja flokkssystkina sinna áður en tillögunni var vísað frá? Hvernig geta þeir réttlætt áfengis- og tóbaksveitingar við opinberar athafnir á kostnað hins almenna borgara? Og ef þeir telja sig geta þaö - hvar vom rökin fyrir frávis- uninni? Og að síðustu: Eru það viðtekin vinnubrögð meirihlutans, þegar rök skortir, að niðurlægja sam- starfsmenn sína með því að viðhafa ósæmileg orð um persónu þeirra? Enn hafa ekki fengist svör við þess- um spurningum, en eftir stendur sú hryggilega staðreynd að meiri- hluti borgarstjórnar vill halda áfram að drekka brennivín og reykja tóbak á kostnað almennings i borg þar sem félagsleg vandamál aukast með hverium deginum. Ragnheiður Davíðsdóttir Draumurinn um herlaust land Hin opinbera röksemd þeirra sem vildu hafa hér bandarískan her er gufuð upp. Rússarnir, sem herstöð- in átti aö veija okkur fyrir, eins og sagt var, eru orðnir nánustu bandamenn Bandaríkjanna sem áttu að „verja okkur". Eftir er bara hin röksemdin, að sumir stórgræða á hernum og margir aðrir hafa lífsviðurværi sitt af honum. Nú er herinn að draga saman í framkvæmdum sem þýöir kannski að þessi röksemd gufi líka upp. Einmitt á slíkum tímum ætti að vera hægt að rífa upp baráttuna gegn hemum. Nú getur heldur eng- inn sagt lengur að það sé bara fjar- lægur draumur að búast við því að herinn fari einhvem tíma. Herinn fer þó ekki af sjálfu sér. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja staöinn mikilvægan fyrir sig. Hins vegar ættu íslendingar nú að geta staðið saman um að hann fari, og það er fyrir mestu. Að missa vinnuna hjá hernum \ Það er sannarlega ekkert grín að missa vinnuna hvort sem er hjá hernum eða annars staðar. Hins vegar eiga viðbrögðin ekki að vera eins og hjá utanríkisráöherra, og hans líkum, sem grátbiðja herinn um að fá að byggja fleiri hernaðar- mannvirki. Atvinnuleysi vegna samdráttar á Vellinum sannar það sem við höfum í raun öll vitað. Við getum ekki treyst erlendu hemað- arveldi fyrir framtíð okkar. Við eig- Kjallarmn Ragnar Stefánsson jarðskjálttafræðingur „Herinn fer þó ekki af sjálfu sér. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja staðinn mikilvægan fyrir sig,“ segir Ragnar i greininni. „Einmitt á slíkum tímum ætti aö vera hægt að rífa upp baráttuna gegn hern- um. Nú getur enginn sagt lengur að það sé bara íjarlægur draumur að búast við því að herinn fari einhvern tíma.“ um aö treysta á okkur sjálf og byggja upp þá atvinnuvegi og þá vinnu sem er hagstæð fyrir okkur sjálf. Bandarískur her er ekki hér fyrir okkur. Hann er hér vegna markmiða bandarískra valdhafa og mun miskunnarlaust reka íslend- inga úr vinnu þegar það þjónar best þeim valdhöfum. Herinn skilur eftir sig rústir. Hann hefur með nærvem sinni á Suöumesjum rústað það atvinnulíf sem þar ér eðlilegast. Við eigum að gera þá kröfu til hersins að hann fari og að hann hreinsi til eftir sig. Að hann hreinsi olíuna og eitrið úr jarðveginum og stríðskumbaldana úr útsýninu. Það land, sem verður eftir, er þjóð- inni miklu dýrmætara en vilyrði um nokkurra ára launagreiðslur í viðbót. Spillingin af hernum Nærvera bandaríska hersins hef- ur haft slæm áhrif á samfélags- kennd íslendinga og sjálfstraust. í skjóli hersins hefur alist upp klíka auðmanna og valdamanna sem byggir auð og völd á nærvem hans. Þeir sjá þá einu framtíð að vera í slíku skjóli, hvort sem það er með aðildinni að EES (EB) eða með hemum. Þessi klíka veit að vegur hennar yrði lítill ef sú trú efldist með þjóðinni að hún gæti staðið á eigin fótum. Fyrir samfélagið er ekkert eins spillandi og það að upphefðin komi að utan en samfélagsþegnamir geti ekkert sjálfir. Slíkt dregur úr sköp- unargleðinni og drepur frumkvæð- ið. Mest af efnahagsvandanum, svokölluðum, er af þessum rótum runnið. Látum drauminn rætast Samtök herstöðvaandstæðinga hafa lengi staðiö ein og allt of fá- menn í baráttunni gegn hernum. Hinn 24. október halda þau árlegan landsfund sinn. Þessi fundur þarf að verða vendipunktur til að stór- efla baráttuna gegn hemum, bar- áttuna fyrir því aö láta drauminn rætast. RagnarStefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.