Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. i t Trillusjómaður fórst: Varlátinnerhann fannstísjónum Sjómaður úr Sandgerði fórst með ^lítilli trillu, Sæfara 391, skammt fyrir utan innsiglinguna við höfnina í gærmorgun eftir að hafa lent þar í mikilli kviku á báti sínum sem var aðeins rúmiega tvö tonn að stærð. Maðurinn var að fara í róður þegar slysið varð. Fólk á bryggjunni í Sand- gerði sá bátinn fara út. Þegar hann kom að bauju, ysta innsiglingar- merkinu fyrir utan höfnina, lenti hann í mikilli kviku með þeim afleið- ingum að hann fór á hliðina og sökk. Fólkið á bryggjunni bað skipverja á Freyju að fara út til að bjarga manninum af Sæfara. Báturinn hafði nýlokið löndun og sigldi út fyrir höfnina. Skipverjinn á Sæfara var í flotgalla en hann er jafnvel talinn “-"hafa fengið högg á sig og þannig misst meðvitund. Hann reyndist ekki með lífsmarki þegar skipverjar á Freyju náðu honum upp úr sjónum. Nokkru eftir að slysið átti sér stað var einnig kallað á björgunarsveitina Sigurvon í Sandgerði. Maðurinn sem fórst hét Halldór Sigurjónsson. Heimili hans var að Ásabraut 25 í Sandgerði. Hann var 25 ára og lætur eftir sig eiginkonu ogþrjúbörn. -ÓTT Eftirlýstirteknir meðmikiðaf verðmætum Þrír 18-20 ára menn af höfuðborg- arsvæðinu voru handteknir á Akra- nesi í nótt eftir að hafa brotist inn og stohð tækjum fyrir hundruð þús- unda króna í verslun í Stillholti. Snemma í morgun kom svo í ljós að mennirnir voru á bílaleigubíl, hvít- um Peugeot 205, sem lögreglan í Reykjavík leitaði að í gær vegna inn- brotamála. Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir við verslunina Máln- ^ingarþjónustuna í Stillholti á Akra- nesi í nótt og fór lögreglan að kanna málið. Hún veitti hvítum bíl eftirför sem var á leið út úr bænum. Við leit í bílnum kom svo í ljós að í honum var mikið af tækjum - tvö mynd- bandstæki, fjórir geislaspilarar, tveir stórir hátalarar, nokkur bílútvarps- tæki og eitthvað af sígarettum. Mennirnir voru umsvifalaust settir í fangageymslur. Þegar farið var að kanna málið kom í ljós að lögreglan í Reykjavík var að leita að sama bíl í gærmorgun eftir að tilkynnt var um aö grunsamlegir menn heföu verið að bjóða sígarettur til kaups sem grunur lék á að hefði verið stolið í innbroti. Máhð verður rannsakað —^jiánar í dag. Rannsóknin mun m.a. beinast að því hvort fíkniefnasala tengist aförotum þremenninganna. -ÓTT LOKI Þaðerheldurlint þetta Evróputippi! Guðmundur J. Guðmundsson eftir formannafund ASÍ: Ottast að bak slag komi í þetta Vemda verður láglaunahópana, segir Pétur Sigurðsson „Eg tel minni líkur á að þær hugmyndir sem aöilar vinnumark- aðarins hafa verið að ræða að und- anförnu komist í gegn. Hluti af at- vinnurekendum er svo gírugur að framkvæma þetta nær allt á kostn- að launþega að ég tel hætt viö að bakslag komi í þetta allt saman. í sjálfu sér get ég fallist á að viðræð- ur haldi áfram. í þeim viðræðum tel ég, og margir fleiri, að leggja berí áherslu á lengingu lána sjávar- útvegsins og aö vaxtalækkun verði iramkvæmd. Þá tel ég óhjákvæmi- legt að lagður verði á hátekjuskatt- ur og fjármagnstekjuskattur. Ég er hins vegar sannfærður um að ef á að létta á sjávarútvegsfyrirtækjum með því aö skattleggja almenning þá syngur allt í sundur. Kaupmátt- ur almennings er það lítill að ég tel slíkt ekki koma til greina. Ef þessi tilraun verður reynd þá er það skil- yrði að algert samkomulag verði um niðurstöðuna innan verkaiýðs- lueyfingarinnar og allra stjóm- málaílokkanna. ekki bara ríkis- stjórnarflokkanna. Það verða alhr að koma að þessu ef þetta á að tak- ast,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, eftir formannafund ASÍ í gær. Á fundinutn kynnti Ásmundur Stefánsson þær hugtnyndir sem upp hafa komið og ræddar hafa verið hjá aöilum vinnumarkaðar- ins að undanförnu. Þar’hefur verið ; rætt um lengingu lána, vaxtalækk- un, lækkun eða afnám aðstöðu- gjalda og afnám kostnaðarskatta af sjávarútvegsfyrirtækjum. Varð- andi lækkun eða afnám aðstöðu- gjalda hefur verið rætt um allt að 5 prósent hækkun á útsvari til að bæta sveitarfélögunum það upp eða hækkun á fasteignagjöldum. Guðmundur sagði að hugmynd- um sem Jón Baldvin Hanmbalsson heföi verið með á fundi í vikunni um að afnema orlofssjóðsgjöld, lækka gjald í sjúkrasjóði og félags- gjöld heföu menn alfarið vísað á bug. „Við höfum verið að semja um óbreytt kjör á erfiðum tímum und- anfarin ár. Því tel ég þessa tilraun eðlilegt framhald, ekki síst þar sem menn sjá ekki neinar markvissar tiltektir hjá ríkisstjóminni. Á fund- inum var farið yfir stöðuna og margar hugmyndir ræddar. Það er ljóst aö laun verða ekki lækkuð hjá meginþorra félagsmanna verka- lýösfélaganna. Það er hugsanlegt að fara skattaleiðir sem ekki koma við það fólk en eftir er að finna hvar mörkin verða sett í skatta- hækkunum ef til þeirra kemur. Ég er í sjálfu sér bjartsýnn á að þessi tilraun geti tekist ef aflir þeir sem verða að koma að málinu leggjast á eitt með óbrengluðu hugarfari, því hugarföri að halda okkur á floti. Og ég bendi á að það eru margar leiðir sem hægt er að fara og blanda af leiöum. Tvennt er þó alveg Ijóst; það er ekki hægt aö láta láglaunahópana taka þátt í þessu og það verður að ná til þeirra sem hærri hafa launin og meira mega sín,“ sagöi Pétur Sigurðsson, form- aður Alþýðusambands Vestfjarða, eftirfundinn. -S.dór Veðriðámorgun: ur-ogVest- urlandi Það verður austlæg átt á land- inu. Dálítil rigning á Austfjörðum og á Suðausturlandi en skúrir eða slydduél sunnanlands og vestan. Þurrt og nokkuð bjart í innsveit- um norðanlands. Hiti víðast á biiinu 2-5 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Brennuvargur laus: Hlóð bálköst og kveíkti í á gólfi Nýlistasafnsins Bálköstur var hlaöinn og eldur bórinn að í Nýlistasafninu við Vatns- stíg 3b í nótt. Sá sem þarna var að verki er talinn hafa komist inn um opnanlegt fag á glugga og farið inn til að kveikja í. Þegar slökkvilið kom á staðinn barst reykur undan þak- skeggi hússins. Reykkafari fór inn og sá að upptök reyksins voru í lok- uðu herbergi inn af sýningarsal. Þar haföi bálköstur greinilega verið hlað- inn. Eldurinn náði ekki að breiðast út en mikinn reyk lagði um húsið. Skemmdir urðu talsverðar. í nótt var einnig kveikt í rusla- tunnu við Laugaveg 33b, nánast á móti Nýlistasafninu. Að sögn slökkviliðs er greinilegt að brennu- vargur „með einhveija ónáttúru" gengur laus ef tekið er mið af íkveikjutilfellum síðustu vikna. RLR fer með rannsókn þessa máls eins og fleiri íkveikjumála sem átt hafa sér stað að undanförnu. -ÓTT t i i i i i i i i i EUROTIPS-pott- urinn þrefaldur Þrátt fyrir að tipparar frá fjórum löndum hafi gert sitt besta til að krækja í hinn sameiginlega EURO- TlPS-getraunapott tókst engum það ætlunarverk. í gær voru leiknir allir 14 leikirnir á EUROTIPS-seðiinum og voru úrslit mjög óvænt á nokkrum leikjanna. Fyrsti vinningur, sem er sameiginlegur öllum tippurum á ís- landi, Austurríki, Danmörku og Sví- þjóð, er orðinn 17 milljónir og mun örugglega ganga út í fjórða og síðasta EUROTIPS-seðlinum að hálfum mánuði liðnum. Engin röð var með 13 rétta á ís- landi en vinningar fyrir 12 rétta eru 61.090 krónur, fyrir 11 rétta 3.100 krónur og fyrir 10 rétta 400 krónur. -E.J. i i í í í í í Röntgentæknar | komnirtilstarfa ” Davíð Oddsson forsætisráðherra tekur á móti Magnúsi Gunnarssyni, formanni Vinnuveitendasambandsins, á fundi ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins í gær. DV-mynd GVA Röntgentæknar á Borgarspítala hafa ráðið sig til starfa á ný eftir þriggja vikna deilu við forráðamenn spítalans. í samkomulagi, sem gert var í gær, felst meðal annars að aðil- ar skuli vinna saman að gerð nýs kjarasamnings. Breytingar á vinnutíma koma ekki til framkvæmda eins og forráða- menn spítalans stefndu að í upphafi. Auk gerð kjarasamnings skal unnið að hagræðingarverkefnum á rönt- gendeildinni. -sme ÖFenner Reimar og reimskífur Powheti SuAurtandsbraut 10. S. 680490. i i i i i i i TVOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.