Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. 9 AUSTURSTRÖND 10 -170 SELTJARNARNESI ■ SÍMAR 611533 & 611633 - FAX 616415 ÚtIönd, Kelly lýsti angist og kvíða fyrir lát sitt Nú er komiö á daginn að Petra Kelly, fyrrum leiötogi græningja í Þýskalandi, lýsti angist sinni og kvíða í viðtali sex mánuðum áður en sambýlismaður hennar skaut hana til bana um síðastliðin mánaðamót. Hann svipti sjálfan sig lífi á eftir. Viðtalið við Kelly birtist í Sud- deutsche Zeitung í gær. Það var ekki birt fyrr vegna þess að í því þótti fátt fréttnæmt þegar það var tekið fyrr á árinu. Kelly talar í viðtalinu um áhyggjur sínar vegna þess hvað fólk í ýmsum heimshlutum má þola. Þá var hún enn ósátt við fyrrum flokksmenn sína vegna viðskilnaðar- ins við græningja. Hún segir að græningjar hafi valdið málstað sín- um miklum skaða með valdabaráttu og innbyrðisátökum. Nánir vinir Kellyar segjast ekki trúa að hún hafi ákveðið að fremja sjálfsmorð. Þeir segja að hún hafi allt til síðustu stundar verið baráttu- glöð og ekki látið á sig fá þótt á móti blési. Þetta fólk segir að sambýhs- maðurinn Gerd Bastian hafi myrt Kelly. Reuter Raynor Verksmiðju- hurðir 2ja og 3ja tommu þykkar Jennifer Flowers er enn og aftur búin að draga að sér athyglina i banda- rísku forsetakosningunum. Hún rifjar upp ástarsamband sitt við Clinton í viðtali við tímaritið Penthouse, stuðningsmönnum Bush forseta til mikillar ánægju. Simamynd Reuter Ákærður fyrir að ætla að skjóta Bill Clinton Lögreglan í Las Vegas í Bandaríkj- unum hefur Edward nokkum Bruce í haldi vegna þess að hann hótaði í síma að skjóta Bill Clinton, forseta- efni demókrata, þegar hann kæmi á kosningafund í borginni. Bruce verður ákærður fyrir morð- hótun og á yfir höfði sér allt að fjög- urra ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Bruce er fyrrum hermaður og barðist í Víetnam. Hann hefur átt við sálræn vandamál að stríða á undan- fómum árum. Hann er drykkjusjúkl- ingur og hefur gert nokkrar tilraunir til að fremja sjálfsmorð. Bmce hringdi í lögregluna og kvaðst tilneyddur að drepa Clinton rétt eins og aðrir hafi tekið að sér að drepa Kennedy-bræður. Reuter UTGAFUDAGURIDAG Skoðanakannanir sýna minnkandi mun á fylgi Bush og Clintons: Clinton með alla kjör- menn sem hann þarf Læsing og tvöföld þétting 27/8" þykk plasteinangrun Handfang og þrep Vinyl þéttilisti I álfestingu Verkver Skúlagötu 61a, 3. hæð Sími 621244 Fax 629560 - gamla viðhaldið, Jennifer Flowers, komin á ný í sviðsljósið eftir ítarlegt viðtal Innbakað lakk Tvöfalt gler Galvaniseruð stálklæöning með sléttri eða hamraöri málningaráferð Nýjustu skoðanakannanir í Banda- rikjunum sýna að George Bush for- seti er að draga á Bill Clinton í fylgi. Nú munar um 12% á þeim sam- kvæmt könnun hjá ABC-sjónvarps- stöðinni í gær. Það er minni munur en verið hefur lengi. Fyrir helgi var munurinn nær 20%. Ross Perot er spáð 16% fylgi og vinnur hann hægt og bítandi á. Könnun CNN-sjón- varpsstöðvarinnar' á sama tíma sýndi einnig fylgisaukningu hjá Bush. Bush hamrar nú á því á öllum kosningafundum að skoðanakann- anirnar gefi alls ekki rétta mynd af stöðunni og að hann eigi góða mögu- leika á að ná kjöri þegar alhr hafa gert upp hug sinn. Skoðanakannanir sýna að almenningur er mjög ósáttur við stöðu efnahagsmála enda byggir Clinton áróður sinn á því hann einn geti bætt þar úr. Skoðanakannanimar gefa vissu- lega ekki rétta mynd af stöðunni því slagurinn stendur um aö afla sér fylgis sem flestra kjörmanna. Það eru þeir sem á endanum velja forset- ann. Sigurvegari í hverju ríki fær alla kjörmenn þess. Höfum opnað aftur eftir breytingar Mikið úrval af haust- og vetrarskóm Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181 Dagblaðið Wall Street Joumal spáði því í gær eför nákvæma rann- sókn að Clinton fengi stuðning 321 kjörmanns en aðeins 61 kjörmaður stæði að baki Bush. Til sigurs þarf minnst 270 kjörmenn. Eftir því sem sagt er í blaðinu á Clinton vísan meirihluta í 24 ríkjum en Bush að- eins í níu. Úrsht eru talin óviss í öörum ríkjum. í gær gerðist það að Jennifer Flow- ers, konan sem Clinton á að hafa haldið við í 12 ár, komst aftur í sviðs- ljósið með ítarlegu viðtalið við tíma- ritið Penthouse. Þar riijar hún upp söguna um samband sitt við forseta- efnið og kryddar frásögnina með samfaralýsingum. Þetta kann að koma sér illa fyrir Clinton á loka- spretti kosningabaráttunnar ef and- stæðingar hans nýta sér máhð enn á ný. Reuter Tímarit fyrír alla á næsta sölustað • Askriftarsimi 63-27-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.