Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. Útlönd Tugþúsundir kolanámumanna mótmæla í Lundúnum: Rekið Major en ekki námumenn Ríkisstjórn Johns Major, forsætis- ráðherra Bretiands, lifði af miltil- væga atkvæðagreiðslu um lokun kolanáma landsins í þinginu í gær- kvöldi. Major neyddist til að fallast á að námunum yrði ekki lokað fyrr en eftir gagngera endurskoðun á stefnu stjómarinnar í orkumálum til að koma í veg fyrir uppreisn innan íhaldsflokksins. íhaldsmenn felldu með 320 atkvæð- um gegn 307 tillögu Verkamanna- flokksins um að fresta lokun allra kolanámanna 31 sem tilkynnt var um í síðustu viku. Þijátíu þúsund námu- menn hefðu misst vinnuna við þær aðgerðir og aðeins nítján námur hefðu staðið eftir í öllu landinu. í umræðunum í þinginu í gær til- kynnti Michael Heseltine iðnaðar- ráðherra, sem stóð á bak við upphaf- legu áætlunina, að sfjórnin hefði gef- ið enn meira eftir. Auk þeirrar 21 námu, sem þegar hefði verið hætt við að loka þar til endurskoðun orku- stefnunnar hefði farið fram, sagöi Heseltine að nokkrum hinna tíu, sem eftir væra, yrði haldið opnum í 90 daga á meðan málið væri skoðað. A meðan þingmenn ræddu kola- máhð tóku tugþúsundir námumanna og fjölskyldna þeirra þátt í mótmæla- göngu umhverfis Hyde Park í mið- borg Lundúna. Fólkið bar kröfu- spjöld þar sem m.a. mátti lesa: „Rekiö Maj- or en ekki námumennina". Vegfarendur klöppuðu námu- mönnum lof í lófa og ökumenn þeyttu bíiflautur sínar þeim til stuðnings. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir John Major sýndi skoðanakönnun í blaðinu European í gær að hann nýtur nú aðeins stuðnings 16 prósent þjóðarinnar. Enginn forsætisráð- herra hefur notið jafn lítilla vinsælda frá því farið var að kanna þær árið 1938. Reuter „Þetta er lika framtíðin mín,“ segir á skiltinu sem kolanámumaðurinn frá Jórvikurskíri og litill sonur hans héldu á við komuna til London í gær þar sem þeir tóku þátt i mótmælum gegn stefnu stjórnvalda. Simamynd Reuter Aðstoð við Færeyjar rædd í danska þinginu Beiðni Hennings Dyremose, fjár- málaráðherra Danmerkur, um 500 milljóna danskra króna lán til fær- eyskra stjómvalda, verður rædd í danska þinginu. Það verður gert að kröfu Framfaraflokksins sem ætiar í dag að leggja fram tillögu um að umsóknin til fj árhagsnefndarinnar verði dregin til baka. Milijónimar fimm hundrað, sem í íslenskum krónum eru á fimmta milljarð, eiga að koma í veg fyrir að til greiðslustöðvimar komi hjá Sjó- vinnubankanum, næststærstabanka Færeyja. Þess vegna er danska þing- ið í nokkurri tímaþröng. Tillaga Framfaraflokksins verður tekin til fyrstu umræðu á þriðjudag í næstu viku og til afgreiðslu næst- komandi fimmtudag. Ekki fyrr en eftir það getur fjárhagsnefndin sam- þykkt umsóknina, aðeins einum degi áður en greiðslustöðvun Sjóvinnu- bankans á aö ganga í gildi. Mikhr efnahagsörðugleikar steðja nú að færeysku samfélagi. Þeir era að hluta til vegna margra ára eyðslu um efni fram og að hluta vegna minnkandi tekna af sjávarútvegin- um. Fjárhagsnefnd danska þingsins hefur lýst undrun sinni á því að umsóknin, andstætt því sem sagði í fyrri upplýsingum frá fjármálaráöu- neytinu, felur ekki í sér kröfu um að lániö verði dregið frá framlagi Dana til Færeyja ef bankinn getur ekki sjálfur endurgreitt það. Færeysk stjómvöld leita nú leiða til að draga úr útgjöldum sínum og skha hallalausum fjárlögum, eins og gert var að skhyrði þegar Sjóvinnu- bankanum var bjargað frá gjald- þroti. Hugmyndir eru um að hækka virðisaukaskatt og skera niður laun opinberra starfsmanna um fimmtán prósent. Ritzau Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar „til verðlauna fyrir vel samin vís- indaleg rit og annars kostar til þess að styrkja útgáf- ur merkilegra heimildarrita". Heimilt er og að „veita fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum". Öll skulu rit þessi „lúta að sögu íslands, þókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum". Þeir sem óska að rit þeirra verði tekin til álita um verðlaunaveitingu skulu senda nefndinni eitt til þrjú eintök. Æskilegt er að umsögn viðurkenndra fræði- manna, sérfróðra um efni ritsins, fylgi. Framangreind gögn skulu send í forsætisráðuneytið, Stjórnarráðshúsinu, 150 Reykjavík, en stíluð til verð- launanefndarinnar, fyrir 1. desember næstkomandi. Reykjavík, 19. október 1992 Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Guðrún Ólafsdóttir, Sigurður Líndal og Valgerður Gunnarsdóttir GOODýYEAR VETRARHJÓLBARÐAR GOODýYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT m HEKLA FOSSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363 Söf nuðu hrísgrjónum fyrir sveltandi Sómali Frönsk skólabörn söfnuðu allt að átta þúsund tonnum af hrísgrjónum fyrir sveltandi íbúa Sómahu, nóg th að fæða eina og hálfa mhljón bama í hálfan annan mánuð. Söfnunin var skipulögð af franska mannúðarmálaráðuneytinu, í sam- vinnu við menntamálaráðuneytið, póstþjónustuna, frönsku ríkisjám- brautimar og bamasjóð Sameinuðu þjóðanna. Hrísgrjónin verða hutt endur- gjaldslaust með járnbrautum th Marsehle þar sem þau fara um borð í skip sem siglir með þau til Mogadis- hu, höfuðborgar Sómalíu. Skipið kemur á áfangastað þann 20. nóv- ember og munu SÞ sjá um að dreifa hrísgijónunum meðal bágstaddra. Pierre Bérégovoy forsætisráðherra bar lofsorði á söfnunina í þingi í gær. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.