Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992.
Afmæli
Sonja B. Jónsdóttir
Sonja Bima Jónsdóttir, dagskrár-
gerðarmaður og meðeigandi kvik-
myndafélagsins Nýja Bíós, Unnar-
braut 9, Seltjarnarnesi, er fertug í
dag.
Starfsferill
Sonja fæddist í Kópavogi en ólst
upp í foreldrahúsum í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá MH1977,
stundaði nám í heimspeki og bók-
menntafræði við HÍ, lauk þaðan
BA-prófi 1981 og stundaði síðan nám
í bókmenntafræði við háskólann í
Gautaborgl982.
Á unglingsárunum stundaði Sonja
verslunar- og bankastörf. Hún var
prófarkalesari við Morgunblaðið
1974-77 og við Alþýðublaðið 1977-78.
Sonja sá um unglingasíðu Helgar-
póstsins 1977, var blaðamaður á
Tímanum 1983, sá um útgáfu kven-
frelsisblaðsins Veru 1984, var blaða-
maður við NiÍTímann í nokkra
mánuði og fréttamaður við ríkis-
sjónvarpið 1985-88. Hún var kynn-
ingarfulltrúi Listahátíðar 1988. Þá
hefur hún stundað dagskrárgerð
fyrir ríkisútvarpið og ríkissjónvarp-
ið á síðustu árum og þýðingar.
Sonja stofnaði, ásamt eiginmanni
sínum og fleirum, kvikmyndafélag-
ið Nýja Bíó 1989 og hefur einkum
starfað viö það síðan.
Sonja sat í stjórn Samtaka áhuga-
fólks um alnæmisvandann og hefur
setið í varastjórn Samtaka um sorg
og sorgarviðbrögð.
Fjölskylda
Eiginmaður Sonju er Guðmundur
Kristjánsson, f. 15.6.1955, kvik-
myndagerðarmaður og fram-
kvæmdastjóri Nýja Bíós. Hann er
sonur Kristjáns Guðmundssonar,
brunavarðar í Reykjavík, og Hall-
eyjar Sveinbjarnardóttur móttöku-
ritara.
Dóttir Sonju: Harpa Rut Sonju-
dóttir, f. 29.1.1970, d. 15.6.1989, nemi.
Sonur Sonju og Guðmundar: Birk-
ir,f. 10.12.1991.
Systkini Sonju: Sigurgeir A. Jóns-
son, f. 28.7.1947, ríkistollstjóri í
Reykjavík, kvæntur Þóru Hafsteins-
dóttur bankastarfsmanni og eiga
þau tvö börn; ívar Jónsson, f. 27.5.
1955, dr. í félagshagfræði tækniþró-
unar og sérfræðingur á Hagstofu
íslands, kvæntur Lilju Mósesdóttur
hagfræðingi og eiga þau einn son;
Fannar, f. 7.4.1963, hagfræðinemi í
Árósum.
Foreldrar Sonju eru Jón Gunnar
ívarsson, f. 20.1.1927, skattendur-
skoðandi við Skattstofuna í Reykja-
vík, og kona hans, Guðrún G. Sigur-
geirsdóttir, f. 25.8.1926, iðnverka-
kona.
Ætt
Jón Gunnar er sonur ívars, verka-
manns á ísafirði, Jónssonar, sjó-
manns og verkamanns á ísafirði,
Jónssonar, b. í Hlíð í Kollafirði,
Jónssonar. Móðir Jóns á ísafirði var
Elísabet Einarsdóttir, b. í Hlíð,
Magnússonar og Önnu Guðmunds-
dóttur, b. á Kleifum, Einarssonar,
bróður Ásgeirs, alþingismanns í
Kollafjarðarnesi, ogTorfa, alþingis-
manns á Kleifum. Móðir ívars var
Guðrún ívarsdóttir, b. í Djúpadal,
Gíslasonar, b. á Víghólastöðum,
Helgasonar.
Móðir Jóns Gunnars var Stefanía,
systir Jóhanns ættfræðings. Stef-
anía var dóttir Eiríks, sjómanns í
Reykjavík, Einarssonar á Ysta-
Fróðholti, Eiríkssonar, Oddssonar.
Móðir Eiríks Einarssonar var Sig-
urbjörg Guðmundsdóttir frá Mykju-
Sonja Birna Jónsdóttir.
nesi. Móðir Stefaníu var Vigdís Ein-
arsdóttir vinnumanns, Einarssonar
og Sigríðar Einarsdóttur.
Guðrún er dóttir Sigurgeirs, sím-
ritara og síðar bakara í Reykjavík,
Björnssonar, b. á Gafli í Flóa, Mark-
ússonar. Móðir Guðrúnar er Fann-
ey Jónsdóttir í Bræðraborg í Seyðis-
firði, Teitssonar og Guðlaugar Jóns-
dóttur.
Sonja verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Jóhann S. Sigurðsson
Jóhann Sævaldur Sigurðsson ör-
orku- og eUilífeyrisþegi, Grundar-
götu 10, Siglufirði, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Jóhann fæddist á Dæli í Fljótum,
Skagafirði, og ólst upp í Fljótum.
Tólf ára bjó hann í Málmey og fór
þá fyrst til sjós á opnum trillubáti.
Um tvítugt fluttist hann svo til
Siglufjarðar og stundaði sjó-
mennsku á ýmsum skipum og bát-
um við Eyjafjörð og víðar, ýmist
sem háseti, kokkur eða vélgæslu-
maður.
í apríl 1957 slasaðist Jóhann illa á
togaranum Hafliða frá Siglufirði og
var eftir það óvinnufær í heilt ár.
Hann fór þó aftur á sjóinn og var
lengst af kyndari á bv. Hafliða.
Árið 1966 gerðist Jóhann svo
starfsmaður Síldarverksmiðja rík-
isins á Siglufirði og var þá aðallega
á vélaverkstæði fyrirtækisins.
Fimmtán árum síðar, 1981, lét hann
alveg af störfum vegna hjartasjúk-
dóms og hefur verið öryrki síðan.
Fjölskylda
Jóhann kvæntist21.4.1944 Sigur-
laugu Jónsdóttur, f. 16.5.1927, hús-
móður frá Siglufirði. Hún er dóttir
Jóns Kristjánssonar frá Lambanesi
í Fljótum og Stefaníu Guðrúnar
Stefánsdóttur húsmóður. Þau
bjuggu lengst af á Siglufirði þar sem
Jón vann allan sinn starfsaldur í
rafstöðinni.
Börn Jóhanns og Sigurlaugar eru:
Njörður Sæberg, f. 4.4.1945, múrara-
meistari, kvæntur Björgu Einars-
dóttur, húsmóður frá Móbergi í
Langadal, búsett á Siglufirði og eiga
þrjár dætur; Kristján Jóhann, f. 21.5.
1949, myndlistarmaður og kennari á
Akureyri, kvæntur Önnu G. Torfa-
dóttur og eiga þau þrjár dætur; og
Viðar Bergþór, f. 29.4.1955, vélstjóri
og vélvirki á Siglufirði, ókvæntur
ogbarnlaus.
Jóhann er yngstur sjö systkina,
þau eru: Jónína Kristín, f. 1.5.1906,
húsmóðir, var gift Kristjáni Frið-
rikssyni, f. 4.9.1890, þau bjuggu á
Ólafsfirði en eru nú bæði látin;
Grímur, f. 5.4.1912, d. 23.7.1984, fyrr-
um útvarpsvirki á Akureyri og síðar
í Reykjavík, var kvæntur Soffiu Sig-
urðardóttur, f. 3.8.1911; María, f.
7.8.1913, húsmóðir á Ólafsfirði, var
Jóhann Sævaldur Sigurðsson.
gift Jóhanni Jónssyni, f. 26.3.1906,
nú látinn; Gísli, f. 15.10.1916, kvænt-
ur Freyju Geirdal Steinólfsdóttur,
f. 18.12.1913; Sigurður Ásgrímur, f.
11.9.1919, d. 7.8.1938; og Stefán Ei-
ríkur, f. 6.2.1921, útvarpsvirki,
kvæntur Hönnu Gestsdóttur, búsett
íReykjavík.
Foreldrar Jóhanns voru Sigurður
Ásgrímsson, f. 26.6.1883, d. 1936, b.
og sjómaður, og Jóhanna Lovísa
Gísladóttir, f. 21.8.1881, d. 2.1.1973,
húsmóðir. Þau bjuggu í Fljótum í
Ólafsfirði en Jóhanna síðar hjá
Grími syni sínum í Reykjavík.
Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
skipstjóri, Hrauntúni 48, Vest-
mannaeyjum, er sextugur í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Hafnarfirði
en ólst upp í Reykjavík. Hann fór
ungur til sjós en lauk námi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1954.
Ári síðar flutti Guðmundur til
Vestmannaeyja og réð sig sem há-
seta og stýrimann á Jötunn VE273.
Tveimur árum síðar, árið 1957, varð
hann skipstjóri.
Guðmundur hóf útgerð árið 1959
með Hugin VE65 og gerir enn út bát
með sama nafni, Hugin VE55.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 17.5.1959
Kristínu Pálsdóttur, f. 5.5.1933, hús-
móður. Hún er dóttir Páls Jónasson-
ar og Þorsteinu Jóhannsdóttur.
Börn þeirra Guðmundar og Krist-
ínar eru: Guðmundur Huginn, f.
29.5.1960, skipstjóri, kvæntur Þór-
unni Gísladóttur og eiga þau soninn
Guðmund Inga; Bryndís Anna, f.
26.5.1961, gift Grími Gíslasyni og
eiga þau Kristínu Ingu, Ernu Ástu
og Gísla; Páll Þór, f. 29.1.1963, stýri-
maður, kvæntur Rut Haraldsdóttur
og eiga þau Harald og Kristrúnu;
og Gylfi Viðar, f. 31.8.1964, stýri-
maður, og á hann dótturina Sigrúnu
Bryndísi.
Systkini Guðmundar eru: Ragn-
heiður, húsmóðir í Reykjavík; Tóm-
as, stýrimaður í Vestmannaeyjum;
og Sæmundur, verkamaður í
Guðmundur Ingi Guðmundsson.
Reykjavík.
Foreldrar Guðmundar voru Guð-
mundur Þórarinn Tómasson, f. 31.1.
1903, d. 2.12.1945, sjómaður, og
Steinunn Anna Sæmundsdóttir, f.
26.11.1901, d. 28.9.1980, húsmóðir.
Guðmundur verður að heiman á
afmælisdaginn.
Birgitta Helgadóttir
Birgitta Helgadóttir.
Birgitta Helgadóttir, Hverfisgötu
9, Hafnarfirði, er fertug í dag.
Fjölskylda
Birgitta fæddist í Danmörku en
fluttist ung til íslands meö móður
sinni. Hún hefur unnið ýmis þjón-
ustustörf um ævina og er nú starfs-
stúlka hjá Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sambýlismaður Birgittu er Sig-
mundur Heiðar Valdimarsson, f.
24.4.1954, sjómaöur. Hann er sonur
Valdimars R. Jóhannssonar og Ráð-
hildar Ingvarsdóttur.
Birgitta og Sigmundur eiga þrjú
börn, þau eru: Svava, f. 15.2.1973, í
sambúð með Vilhjálmi A. Erlends-
syni, f. 15.4.1967; Guðlaug, f. 8.11.
1975; og Kristján, f. 27.4.1987.
Birgitta á sex hálfsystkini. Sam-
feðra eru: Jóhanna S., f. 19.3.1951;
ogBirgir, f. 19.5.1954. Sammæðra
eru: Gunnlaugur Hilmarsson, f. 8.11,
1956; Þorkell S. Hilmarsson, f. 20.12.
1957; Gunnar Þ. Hilmarsson, f. 3.10.
1960; og Hilmar Hilmarsson, f. 2.11.
1961.
Faðir Birgittu er Helgi Erling
Jacobsen, búsettur í Danmörku.
Móðir hennar er Sigríður Inga Þor-
kelsdóttir, f. 8.8.1930, þema á Hofs-
jökli. Hún býr á ísafirði ásamt
manni sínum, Kristjáni J. Kristjáns-
syni.
Til hamingju mec i daginn 22. október
80 ára Þjóðóífshaga 1, Holtahreppi. Vigdis Tryggvadóttir,
Brynjar Eydal, Hagamel 52, Reykjavík. Sessclja Ásmundsdóttir, Melabraut 27, Seltjarnamesf Brynjólfur Kjartansson, Dvalarheimilinu Höiða, Akranesi. Guðlaug O. Erlingsdóttir, Njáisgötu 90, Reykjavík. Sligcumö: 34j ReyjkjctVik. 50 ára Kristín St. Kristjánsdóttir, Knarrarbergi 5, Þorlákshöfn. Júliua Heiðar, Skaliagrímsgötu 7a, BorgarnesL Ragnheiður Ólöf Pálsdóttir, Fannarfdli 2, Reykjavík, Bryndis Guðrún Kristjánsdóttir,
75 ára
Hrefna Sigurjónsdóttir, Ægisgötu 20, Akureyri. Þórarinn Pálsson, Þrúövangi 26, Hellu. Erna Vilbergsdóttir, Laugarbraut 21, Akranesi. Eiríkur Sigfinnsson, Víkurbraut 13, Höfn í Hornafiröi.
70 ára Sunnubraut 5, Garðí.
Sigríöur Ingólfsdóttir, 40 ára
Þorgerður Jónsdóttir, Skaröshlíö I4c, Akureyri. Gunnlaugur Þ. Jónsson, Hliðarvegi 45, Siglufirði. Þórdís Þorkelsdóttir, Barmahlíö 17, Sauðárkróki. Stephen Róbert Johnson, Höföavegí 10, Höfh í Hornafiröi.
60 ára Látraseli 9, Reykjavík. Hjörtur Sigurðsson, Bergstaðastræti 68, Reykjavík.
Bagnar Pálsson, Skarðshlíö 40f, Akureyri.
Eðvarð Sigurgeirsson
Eðvarð Sigurgeirsson, hinn kunni
ljósmyndari og kvikmyndatöku-
maður Akureyringa, til heimilis að
Möðruvallastræti 4, Akureyri, er
áttatíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Eðvarð fæddist á Akureyri og ólst
þar upp. Hann lærði ljósmyndun hjá
bróður sínum, Vigfúsi ljósmyndara,
en þegar Vigfús flutti til Reykjavík-
ur um miðjan íjórða áratuginn tók
Eðvarð við ljósmyndastofu bróður
síns á Akureyri.
Eðvarð hefur tekiðfjölda ljós-
mynda og kvikmynda sem hafa mik-
ið sagnfræðilegt gildi. Af kvikmynd-
mn Eðvarðs má nefna mynd hans,
Á hreindýraslóðum, sem tekin var
í leiðöngrum þeirra Eðvarös og
Helga Valtýssonar rithöfundar árin
1939,1943 og 1944. Eðvarð var einnig
með og kvikmyndaði björgunarleið-
angurinum sem fór írá Akureyri á
Bárðarbungu þegar Geysir brotlenti
þar 1950. Þá má nefna kvikmynd
hans um Suður-Þingeyjarsýslu og
margar stórmerkar myndir hans frá
mannlífi og merkum atburðum á
Akureyri.
Eðvarð er heiðursfélagi Félags
kvikmyndagerðarmanna frá 1987.
Eðvarð keppti í knattspymu og
fijálsum íþróttum á yngri ámm og
er heiðursfélagi KA. Hann var
sæmdur fálkaorðunni 1988.
Fjölskylda
Kona Eðvarðs er Marta, f. 20.1.
1920, Jónsdóttir, daglaunamanns á
Akureyri, Stefánssonar.
Böm Eðvarðs og Mörtu era Egill,
Eðvarð Sigurgeirsson.
f. 1947, kvikmyndagerðarmaður í
Reykjavík, kvæntur Guðrúnu
Bjarnadóttur flugfreyju, og Elsa
Friðrika, f. 1954, hjúkrunarfræðing-
irn í Reykjavík, gift Bjarna Torfasyni
lækni.
Systkini Eðvarðs vom átta og em
fjögur þeirra á lífi: Páll, f. 1896,
kaupmaður á Akureyri, er látinn:
Vigfús f. 1900, ljósmyndari, er lát-
inn: Gunnar, f. 1902, píanókennari í
Reykjavík, er látinn: Hermínaf.
1904, tónlistarkennari í Tónhstar-
skóla Reykjavíkur: Jón, f. 1909,
fyrrv. skólastjóri Iðnskólans á Ak-
ureyri: Ágnes, f. 1912, sem lést ungl-
ingur: Hörður, f. 1914, ljósmyndari
í Vestmannaeyjum, látinn: og Har-
aldur, f. 1915, skrifstofumaður hjá
Akureyrarbæ.
Foreldrar Eðvarðs voru Sigurgeir
Jónsson, söngstjóri og organisti á
Akureyri, f. 25.11.1866, d. 4.11.1954,
og kona hans, Friðrika Tómasdóttir,
f.21.7.1872, d. 14.6.1953.
Eðvarð og Marta eru að heiman á
afmælisdaginn.