Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 Dráttarbeisli, kerrur. Ódýru, ensku dráttarbeislin á flestar gerðir bíla. Samþykkt af Bifreiðaskoðun Islands. Ásetning á staðnum. Póstsendum. Opið alla laugardaga. Víkurvagnar, Laufbrekku 24, s. 43911 og 45270. ■ Vörubílar ■ Jeppar Nissan King Cab, árg. '90, til sölu, blá- grár, 5 gíra, upphækkaður, á 33" dekkjum, vsk-bíll. Góður staðgreiðslu- afsláttur. Uppl. í síma 91-677599. ■ Ymislegt Ódýr gisting á Akureyri. Bjóðum gést- um á Akureyri annan valkost en venjulega hótelgistingu, glæsilegar einkaíbúðir með öllum þægindum á mjög sanngjömu verði. Studio-íbúðir, Strandgötu 13, 600 Akureyri, sími 96-12035, fax 96-11227. ■ Vagnar - kerrur Dráttarbeisli. Höfum til sölu vönduð og ódýr dráttarbeisli frá Brenderup undir flestar tegundir bifreiða, viður- kennd af Bifreiðaskoðun fslands. Ryðvarnarstöðin sf., Fjölnisg. 6e, 603 Akureyri, s. 96-26339, Ryðvörn hf., Smiðshöfða 1, Rvík, s. 91-30945. Bíll- inn, Bakkast. 14, Njarðvík, s. 92-15740. ■ Þjónusta Gifspússningar - flotgólf - alhliða múrverk. Löggiltur múrarameistari. Símar 91-651244 og 985-25925. Gerum föst verðtilboð. Daf 2105, nýinnfluttur, nýskoðaður, óvenju heillegur bíll, óryðgaður, ný dekk, 6 m pallur, Hab krani 1040. Verð kr. 950.000. Tækjamiðlun Islands, Bíldshöfða 8, sími 91-674727. ■ Bílar til sölu Útsala - MMC L-300 ’87. Til sölu góður bíll með mjög góðum staðgreiðslu- afslætti (skuldabréf), skipti ath. Uppl. í síma 91-54317. Aðalfundur Kvartmílukl. verður hald- inn í félagsh. Bíldsh. 14 24.10. og hefst stundvísl. kl. 10 f.h. Miðar á uppskeru- hátíð eru seldir í félagsh. kl. 10-15 til 22.10. Kvartmíluklúbburinn, s. 674530. Oplð hús í kvöid kl. 20 í Mörkinni 6. ÁRSHÁTÍÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGSINS LEIKNIS verður haldin föstudaginn 30. okt. að Ármúla 40. Forsala aðgöngumiða í félagsheimili Leiknis að Austurbergi 1 22. - 25. okt. Upplýsingar í síma 78050. Stjórnin FRYSTIKISTUR Á ÓMÓTSTÆÐILEGU VERÐI GRAM HF-210 Hæðxdýpt: 85x69,5 cm Breidd: 72 cm Rými: 210 lítrar Verð aðeins 33.970,- stgr. GRAM HF-319 Hæðxdýpt: 85x69,5 cm Breidd: 102 cm Rými: 319 lítrar Verð aðeins 39.990,- * FRYSTIKISTUR, 5 GERÐIR * FRYSTISKÁPAR, 5 GERÐIR Góðir grelðsluskilmálar: VISA og EURO raögreiðslur til allt að 18 mánaða, án út- borgunar. Munalán með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000,- á mánuði. /?an\x HÁTÚNI6A SÍMI (91) 24420 Merming DV-mynd Sveinn Sjálfsmynd eftir Alfreð Flóka. Frá sýningunni á Kjarvalsstööum. Fjarrænar f ígúrur og Flóki á Kjarvalsstöðum Kjarvalsstaðir hafa undanfarið staðið fyrir kynn- ingu á nýrri innlendri fígúratívri myndlist. Farand- sýningin Fígúra-fígúra sem inniheldur verk sex ungra íslenskra myndhstarmanna - Jóns Óskars, Huldu Hákon, Rjartans Ólasonar, Brynhildar Þorgeirsdóttur, Helga Þorgils Friöjónssonar og Svölu Sigurleifsdóttur - hefur farið til Gautaborgar og Edinborgar og er nú komin í heimaborgina. Gunnar Kvaran sá um val lista- mannanna og ritar inngang í sýningarskrá. Þar kemst hann að þeirri skilmerkilegu niðurstöðu að fígúran hafi fengið „nýtt hlutverk í líki vinnandi manns“ á kreppuárunum. Síðan hafi lítið farið fyrir blessaðri fígúrunni þar til fyrir áratug eða svo, utan hvað á sjö- unda áratugnum hafi hún af og til birst sem form og litur. Þröngar skorður Það er einkennilegt að forstöðumaður Kjarvalsstaða skuli takmarka svo útsýni sitt um hérlenda myndhst- arflóru í nútíð sem fortíð. Hvers vegna skyldi hann t.a.m. ekki gera ráð fyrir fígúrumeisturum á borð við sjálfan Flóka í söguskoðun sinni. Sýningin Fígúra- fígúa er ekki bundin við fyrri alda skilgreiningu á olíu- málverki, svo sú skýring dugir ekki. Eina sýnilega skýringin er sú að farandsýningu þessari hafi verið of þröngar skorður settar í upphafi. I stað þess að sýna þreidd og dýpt íslenskrar fígúrasjónar - með þvi að velja út frá innihaldi í stað efniviðs og sýna þar með t.d. grafíkverk, fjöltækniverk, myndbönd, mynd- skreytingar, leirverk o.fl. - er þessari sýnignu á hér- lendri hlutbundinni Ust stillt upp við vegg fremur íhaldssamrar skilgreiningar á málaralist þó svo að innihald hennar sé í raim runnið úr fjölskrúðugri jarð- vegi. Erótík og goðsagnir Það er forvitnilegt að bera saman erótík Flóka á sýningunni í austursal sem hneykslaði fyrir tíu, tutt- ugu og þrjátíu árum og erótík Helga Þorgils í vestur- salnum sem særði blygðunarkennd sumra í sumar. Ólíkt Flóka teflir Helgi Þorgils ekki saman sakleysi og undirlægjuhætti, hreinleika og djöfuldómi. Þvert á móti einkennast verk hans af kyrrð og áhyggjuleysi. Hið sama má raunar einnig segja um verk þeirra Kjart- ans Ólasonar, Jóns Óskars og Huidu Hákon. Þetta skýrist e.t.v. af því að verk þeirra hafa ekki eins bók- menntalegar, trúarlegar eða dramatískar skírskotanir og verk Flóka. Því verður þó ekki á móti mælt að hálfgrísk goð og hálfmenni eru fyrirferðarmikil í verk- um Helga og Kjartans og hjá Svölu Sigurleifsdóttur Myndlist Ólafur Engilbertsson er það egypska hátignin Nefertiti. Brynhildur Þor- geirsdóttir túlkar hins vegar sjálfsprottnar goðsagna- verur og hefur þar með töluverða sérstöðu á sýning- unni burtséð frá því að verk hennar eru þrívíð og standa á gólfi. Fjarlægt augnaráð Niðurstaða þessa samanburðar hlýtur að vera sú að verk þessara ungu fígúrumálara eiga talsvert sameig- inlegt. Fígúrumar sem þau þirta em flestar fjarlægar og fráhrindandi og fjarri því að vera tælandi og seið- andi eins og kvensniftir Flóka. Það hefði ekki verið úr vegi að grafast fyrir um orsakir þessa fjarræna augnaráðs í sýningarskrá og sýna mynddæmi frá ýmsum tímum og úr ýmsum geirum listalífsins. Þann- ig hefði t.a.m. verið hægt að ná betur utan um svo fyrirferðarmikið hugtak sem fígúran er í hérlendri myndhst þrátt fyrir allt. Ef eitthvað hefði mátt missa sig á þessari farandfígúmsýningu finnst mér það helst hin sjálfumglöðu og narkissísku portett Svölu af vina- hópi sínum og framsetning þessara verka hennar sýn- ist mér ekki vel ígranduö. Verk Brynhildar virka dálít- ið afskipt á sýningunni og það er engu hkara en að gleymst hafi að gera ráð fyrir þeim inni í salnum, þau pjóta sín þar engan veginn en hins vegar ágætlega frammi í anddyri. Vert er að vekja athygli á því aö báðum sýningunum, margumræddri sýningu sex lista- manna, sem kallast Fígúra-fígúra, og sýningunni á þeim verkum Alfreðs Flóka, sem Listasafn Reykjavík- ur eignaðist nýverið, lýkur báðum nk. sunnudag, 25. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.