Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. Spumingin Eyðir þú miklum tíma í að horfa á sjónvarp? Sigurpáll Scheving læknir: Nei, ætli ég eyði ekki tveimur tímum á dag að jafnaði. Hanne Fisker húsmóðir: Nei, ég horfi varla á fréttir. Steinunn Ásgeirsdóttir félagsráð- gjafi: Nei, alls ekki. Það eina sem ég horfi á eru fréttimar. Birgir Sveinsson verslunarmaður: Það er mjög misjafnt. Benedikt Kristjánsson verslunar- maður: Já, of miklum, svona 2-3 tím- um á dag. Þorkell Þorkelsson sendisveinn: Já, aUtaf á kvöldin ef eitthvað merkilegt er í bví. Lesendur Hátekjuskattur eykur atvinnuleysið Ein af aðgerðunum í efnahagsmálum sem nefndar hafa verið er að „sækja peningana þangað sem þeir eru“. Kristinn Þorleifsson skrifar: Undanfarna daga hafa menn tölu- vert rætt um leiðir til að spoma við atvinnuleysi. Þeir er leggja meira upp úr því að falla í kramið en leysa vandann, hafa þá oft lagt til að hiö opinbera grípi til „atvinnuskapandi aðgerða" eins og það er kallað. Er þá gjarnan slegið fram alls kyns tölum er eiga að sýna hve slíkt sé arðbært „þegar til lengri tíma er lit- ið“. Þegar þessir aðilar em spurðir hvemig þeir hyggist fjármagna töfra- lausnir sínar telja þeir því auðsvar- aö: við sækjum bara peningana þangað sem þeir eru með því að leggja á hátekjuskatt. Um langan aldur hafa margir full- yrt að það sé misrétti og almenningi mjög tÚ fjóns að sumt fólk hafi góðar tekjur. En skyldi það vera satt? Hvað er það sem hátekjumaðurinn gerir við sínar háu tekjur? Hann eyðir þeim. Hann kaupir vöru og þjónustu um allan bæ. Hann leggur eitthvað í banka sem lánar svo öðm fólki og hann kaupir hluta í fyrirtækjum sem þannig geta haldið áfram rekstri. Hátekjumaðurinn er ekkert sérstak- lega aö hugsa um að láta gott af sér leiöa en sú verður jafnan niðurstað- an. Ef ríkið leggur á „hátekjuskatt" getur það vissulega veitt þá peninga til að „skapa“ atvinnu. En þá peninga tekur það frá öðru fólki, frá því fólki sem missir vinnu sína vegna minnk- andi viðskipta. Þannig að sú vinna sem skapast á einum stað, tapast á öðmm. Ofan í kaupið kemur svo aö ríkið tekur fé frá rekstri sem gengur vel og setur það í rekstur, sem annað hvort gengur illa eða hefur ekki ver- ið til. Þannig eyðast verðmætin smám saman upp uns allir standa eftir slyppir og snauðir. Það er það eina sem fæst út úr „atvinnuskap- andi aðgerðum hins opinbera.“ Vísa á framtíðina Sævar Pétursson skrifar: Hver kannast ekki við auglýsingar á borð viö „Greiðslukort - greiöslu- máti nútímans"? - Einhverra hluta vegna er mjög höfðað til utanlands- ferða og hugsanlegrar notkunar greiðslukorta þar í stórum stíl. En hvers vegna? Skyldi liggja þar ein- hver sérstök ástæða að baki? Liggur gróðavonin kannski einmitt í notkun landans á greiðslukortum erlendis? Spyr sá sem ekki veit, en grunar það þó helst: Fyrir stuttu átti ég leið til Bretlands til undirbúnings að væntanlegu framhaldsnámi þar í landi. Fylgdu ferðinni ýmis útgjöld, þ. á m. pen- ingaúttekt upp á 596,23 ensk pund. Mest af útgjöldunum var greitt með Visagreiðslukorti og það í góðri trú um aö „pundið" væri rúmlega 100 kr. - að ekki sé nú talað um kr. 95 eins og undanfarið. En síöan kemur greiösluyfirht frá fyrirtækinu. Þá var Adam ekki í paradís lengur, held- ur einungis á „Visa-íslandi“, sem hefur mjög einkennilegan gjaldmiðil. Samkvæmt yfirlitinu er öllum greiðslum í sterlingspundum breytt í bandariska dollara, sem síðan eru yfirfærðar í íslenskar krónur. í þessu tilviki var „tapið“ vel á annan tug þúsunda og hefur vafalaust skipt milljónum hjá öllum hinum mörgu viðskiptavinum fyrirtækisins. - Nú væri fróðlegt að vita hvort þetta er leyfilegt, og á hvaða gengi þetta er reiknað hveiju sinni. Geta greiðslu- kortafyrirtæki sett sínar eigin reglur um yfirfærslur sem þessar eða setur einhver bankastofnun reglumar? Og hvað skyldi verða um mismuninr.? Auðvitað er það óforsvaranlegt að á greiðsluyfirliti skuli ekki sýnt hvaða gengi er notað. Ég þykist vita að þetta fyrirkomulag sé þeim mjög í óhag sem greiða sterlingspund með greiðslukorti í ferðum sínum til Bret- lands. Því miður er þetta enn eitt dæmið um hin „hálfopinberu" fyrir- tæki sem græöa ótæpilega á því að seilast með slíkum hætti í vasa þeirra sem fyrirtækin eiga í raun að þjón- usta og gæta hagsmuna. - Góðir ís- lendingar, við eigum að sneiöa hjá þeim fyrirtækjum sem bera hag við- skiptavina sinna ekki fyrir bijósti. Krefjumst réttlætis og vísum ekki á framtíöina. Göngustígnum lokað íbúar f nágrenni hjónagaröa stúdenta eru mjög óánægðir með að göngu- stíg á svæðinu skyldi hafa verið lokað. K.S. hringdi: Það er eitt atriði sem mig langar aö gera athugasemd við, þar sem það er viðkomandi íbúum til mikilla vandræða. Málum er þannig háttað að fyrir neðan hjónagarða stúdenta er nú ris- in nýbygging. Talsvert rask hefur fylgt framkvæmdunum sem vonlegt er. Á þessu svæði hefur um margra ára skeið legið gangvegur sem íbúar þess hafa notað mikið. Vegna fram- kvæmdanna við bygginguna var honum lokað með girðingu en jafn- framt lofað að annar slíkur yröi til- j búinn í sumar. Það átti nánar tiltekiö að vera eigi síöar en 1. júlí sl. Var þessi dagsetning samkvæmt loforði borgarverkfræðings. Nú eru liðnir mánuðir frá því að Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifið Nafn ogM'manr. vcrður afl fylgja bréfum stígurinn átti aö vera tilbúinn. En ekkert gerist, fólki til sárrar gremju. íbúamir hafa af þessumikil óþæg- indi eins og áður sagði. Þeir nota þennan stíg talsvert til að sækja í verslun á Grímsstaðaholtinu. En nú verða þeir að klöngrast utan vegar í kolniðamyrkri því þama er allt ljós- laust enn sem komið er. Það er von okkar að framkvæmd- um við göngustíginn verði hraðað þannig að íbúamir þurfi ekki að hafa meiri óþægindi af þessu máli en orð- ið er. Sveinn Amar skrifar: Ég er hjartanlega sammála le- sanda sem skrifar í DV15. októb- er sl. um dóminn yfir piltunum fjórum sem nauðguðu stúlku. Það er með ólíkindum að piltarair skuli ekki fá þyngri dóm. Brot þeirra er mjög alvarlegt og áttu þeir að dæmast samkvæmt því. Þess í staö fá þeir eins konar áminningu sem hefur í sjálfu sér enga refsingarlega þýöingu. Það er engin ástæða til aö þegja um þetta mál, svo alvarlegt sem það er. Þarna hefur verið gefiö hættulegt fordæmi. Ég vil hvetja fleiri til að láta í sér heyra. Söknum Dengsa Aðalheiður J. hringdi: Það var heill saumaklúbbur saman kominn um daginn til að horfa á þáttinn hans Hemma Gunn, Á tali. Hemmi stóö svo sannarlega fyrir sinu eins og viö mátti búast. Þátturinn var frá- bærlega skemmtilegur frá upp- hafi til enda. En eitt var það þó sem okkur fannst vanta. Það er sjálfur Dengsi. Við vfljum sjá hann í þáttunum hans Hemma því að þar á hann heima. Korthöfum mis- munaðíNesti Guðmundur Þór Sigurðsson hringdi: Ég fór í Nestj á leið minni i Kópavog um daginn. Ég ætlaði að greiða með Euro-greiðslukort- inu mínu fyrir það sera ég keypti. Þá tjáði afgreiðslustúlkan mér að það væri bai-a tekið Visa en ekki . Euro. Ég vildi ekki una þessu en spurði hana hverju þetta sætti. Hún vildi ekki gefa mér neina skýringu. . Mér finnst ekki réttlátt að þarna skuli einungis vera tekin Visa-greiðslukort, en ekki Euro. Með þessu er verið að misrauna korthöfum en slíkt á ekki að eiga sér staö. kærleikuriitn! Guðrún Jóhannesdóttir hringdi: Ég er afar ósátt viö kristilegu útvarpsstöðina, Stjörnuna. Þann- ig er að ég hringdi þangað til að biðja fólkið þar að biðja fyrir baminu mínu sem er 75 prósent öryrki. Stöðin hafði hvatt fólk til þess að hringja ef það vildi láta biðja fyrir einhverjum. Sá sem varð fyiir svörum í mínu tilviki sagðist ekki hafa neinn tima til fyrirbæna. Hann væri með spurningaþátt og gæti ekkert sinnt bón minni. Mér sáraaði þetta afskaplega því að mér fannst að þarna væri verið að loka á mig. Og ég skil ekki hvað verið er að biöja fólk að hringja inn með svona erindi ef enginn tími er til að sinna þvi. Ódýrt Príns póló á Manhattan? Magga hringdi: Ég sá í DV bréf frá konu sem kvartar undan því hve dýrt Prins póló sé hér. Hún segist hafa búið á Manhattan þar sem hún fái þessa ómissandi vöru á hluta þess verðs sem hún kosti hér. Nú langar mig til þess aö heyra í þessari konu. Eg á nefhilega vin- konu á Manhattan og dóttur í Georgíu. Ég verð að senda þeim báðum Prins póló reglulega þvi það er svo dýrt þaraa úti. Ef ég vissi hvar það væri selt svona ódýrt á Manhattan myndi ég losna við allar sendingar því vin- konan gæti keypt sér og sent dótt- ur minni líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.