Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SÍMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þensluhallinn Svonefndur þensluhalli segir meira um áhrif fjárlaga- frumvarps en títtnefndur „halli á fjárlögum“ eða rekstr- arhalh. Samanburður á Qárlagafrumvarpinu nú og fyr- ir ári sýnir, að nú stefnir í vaxandi þensluhalla. Rekstrarhalli verður á næsta ári rúmlega sex millj- arðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samsvar- andi halh í ár verður yfir níu milljarðar. í fljótu bragði gæti því htið út fyrir, að verið væri að minnka hallann. En það er tálsýn. Hallinn á fjárlögum hefur nær ahtaf orðið miklu meiri en hann átti að verða samkvæmt fjár- lagafrumvarpi. Útgjöld ríkisins hafa jafnan stóraukizt frá því sem ráðgert var í fj árlagafrumvarpi. Þess vegna fæst beztur samanburður nú sem fyrr með þvi að bera saman fjárlagafrumvarpið nú og fjárlagafrumvarpið í fyrra. Hahinn verður tveimur og hálfum milljarði meiri árið 1993 samkvæmt frumvarpinu nú en var í frum- varpi fyrir yfirstandandi ár. Þetta sýnir, að líkurnar eru mestar á vaxandi halla. Hér höfum við einungis litið á rekstrarhahann, en gleggri mynd fæst, þegar þensluhallinn er skoðaður. Þensluhahi mæhr, hve miklu fé ríkið, fyrirtæki þess og lánasjóðir dæla út í efnahagslífið umfram skatta og afborganir af lánum. Hér er stuðzt við útreikninga tíma- ritsins Vísbendingar. Lánsfjárþörf ríkisins, ríkisfyrir- tækja og sjóða verður um 50 milljarðar á næsta ári. Eftir að dregnar hafa verið frá greiðslur til útlanda, fæst brúttó-þensluhalh, sem nemur á næsta ári 24,8 mihjörðum króna. Þetta er 3,8 mihjörðum króna meira en samsvarandi halli var samkvæmt Qárlagafrumvarp- inu í fyrra. Þetta er að vísu lægra en áætlun fyrir yfir- standandi ár gefur th kynna, að brúttó-þensluhahi verði í ár, en eðlhegast er að bera frumvarpið nú saman við frumvarpið í fyrra, þar sem reynslan sýnir jafnan meiri eyðslu ríkisins en að er stefnt. Th þess að fá „hreinan þensluhalla“ eru innlendar afborganir dregnar frá brúttó-hahanum, og koma þá út 10,3 mhljarðar króna fyrir árið 1993 samanborið við 8,4 mhljarða, sem frumvarpið 1 fyrra gaf til kynna fyrir yfirstandandi ár. Þensluhallinn er því mun meiri en í fjárlagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár, hvernig sem á máhn er htið. Vísbending kemst að þeirri niðurstöðu, að ósennilegt sé, að slík þensla af völdum ríkisins nægi th að vekja verðbólguna upp að nýju. En þessi þensla ríkisins veld- ur að sjálfsögðu viðskiptahaha við útlönd og auknum erlendum skuldum. Þótt Þjóðhagsstofnun telji viðskiptahahann verða minni á næsta ári en í ár, sígur áfram á ógæfuhhðina í skuldsetningu þjóðarinnar. Nú er rætt um miklar breytingar á ríkjandi stefnu. Fj árlagafrumvarpið yrði þá hugsanlega aðeins sem uppkast og þyrfti að gerbreytast. Allar vangaveltur um frumvarpið verða að vera í því ljósi. En framangreindar upplýsingar um rekstrarhaha og þensluhaha, sem felst í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi, ættu að vera aðvör- un um, að ekki má lengra ganga í haharekstri. Erlend lán verða á næsta ári 53 prósent af landsframleiðslu okkar og greiðslubyrði nær 30 prósent af útflutnings- tekjum okkar. Eigi að létta álögum af atvinnurekstri í verulegum mæh, verður að koma th stóraukinn niðurskurður ríkis- útgjalda. Margt mælir með því, að slíkt sé nauðsynlegt, eigi að takast að verja gengi krónunnar. Haukur Helgason Greinarhöfundur segir efnahagsávinning íslendinga koma fram þegar á næsta ári, m.a. í sjávarútvegi, með umtalsverðum tollalækkunum á Evrópumarkaði. Ávinningurínn af evrópsku efnahagssvæði A þjóðþingum nágrannalanda okkar í Evrópu er nú víðast hvar verið að ganga frá fullgildingu samningsins um evrópskt efna- hagssvæði sem undirritaður var af hálfu ríkisstjóma í maí sl. Óvíða er deilt um þennan samning með sama hætti og hér á landi þótt inn- an aðildarríkja EB séu miklar deil- ur um Maastricht-samkomulagið. Mörgum hættir til að rugla sam- an Maastricht-samkomulaginu og EES-samningnum og virðast telja að fyrst svo hart sé deilt um hið fyrmefnda hljóti líka að vera mik- ill ágreiningur í Evrópulöndunum um EES. Því fer þó fjarri. Þar eru víðast litlar deilur um EES og litið á samninginn sem sjálfsagt fram- faramál. EES-samningurinn er fyrst og fremst viöskiptalegs eðlis og geng- ur hvergi nærri jafnlangt og Ma- astricht-samkomulagið sem snýst um stóraukið stjómmálalegt sam- starf aðildarríkja Evrópubanda- lagsins, m.a. á sviði utanríkis- og varnarmála, og jafnframt sameig- inlegan gjaldmiöil og seðlabanka. Einstætt tækifæri íslendingar hafa ekki hugsað sér að gerast aðilar aö Evrópubanda- laginu enda fylgja slíkri aðild póh- tískar skuldbindingar sem fela í sér afsal fullveldis í verulegum mæU. EES-samningurinn er hins vegar ákjósanleg millileið sem felur í sér að íslendingar fá notiö alls þess viðskiptalega og fjárhagslega ávinnings sem innri markaður Evrópubandalagsins hefur í för með sér án þess að taka á sig þá póUtísku ábyrgð og skuldbindingar sem aðUd aö bandalaginu sjálfu fylgja. Þessi samningur færir íslending- um í raun einstætt tækifæri til aö skipa tU frambúðar samskiptum sínum viö Evrópuþjóðimar með mjög svo hagfeUdum hætti. Með öUu er óvíst að sambærilegt tæki- færi gefst aftur síöar, t.d. eftir að hin EFTA-ríkin, öU eða flest, hafa gengið í EB en ólíklegt er að banda- lagið veröi yfirleitt til viðræðu um einhveija sérsamninga við íslend- inga fyrr en eftir það. Fari svo að öU hin EFTA-ríkin gangi í EB - en mörg ár geta Uðið þangað tíl samningar um það verða tíl lykta leiddir - er augljóst aö KjaHariim Geir H. Haarde formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins EES-samningurinn mun, að breyttu breytenda, í reynd verða tvíhUða samningur milU okkar og EB. Þá mun samningurinn um EES verða okkur traustur bakhjarl og sú skylda hvUa á samstarfsaðilum okkar innan EES að tryggja íslend- ingum viðskiptakjör og önnur sam- starfsskUyrði sem séu eigi lakari en í EES-samningnum felast. Ekkert ríki mun hins vegar telja sér skylt að tryggja þessa hagsmuni okkar ef við höfnum EES-samn- ingnum. Því er mikUvægt fyrir ís- land að gerast aðiU að þessum samningi nú þegar það stendur tíl boða. EES-samningurinn snýst í aðal- atriðum um að draga úr viðskipta- hindrunum og tryggja aukið frjáls- ræði í viöskiptum með vörur, þjón- ustu, íjármagn og frjálsa för vinnu- afls þótt í honum séu jafnframt ákvæði um aukið samstarf á sviði félags-, mennta- og umhverfismála auk fleiri svokaUaðra jaðarmál- efna. ÖUum má vera ljóst aö aukiö frjálsræði í milUríkjaviðskiptum leiðir til meiri samkeppni, bættrar alþjóðlegrar verkaskiptingar og meiri verðmætasköpunar. Um það snýst raunar heila málið. Efnahagsávinningur íslendinga Að því er íslendinga varðar beint mun ávinningurinn sumpart koma fram strax, t.a.m. í sjávarútvegi þar sem umtalsverðar toUalækkanir verða á Evrópumarkaði þegar á næsta ári, en sumpart síöar þegar atvinnuUfið hefur tU fuhs fært sér í nyt þá möguleika og þau tækifæri tU aukins útflutnings sem í samn- ingnum felast. Þjóðhagsstofnun hefur reynt aö leggja mat á þessi áhrif fyrir ís- lenska þjóðarbúiö og er frá því greint í þjóðhagsáætlun fyrir 1993 sem nýlega var lögð fram á Al- þingi. Þar kemur m.a. fram að vænta má bættra viðskiptakjara íslendinga því verðlag innfluttrar vöru frá efnahagssvæðinu gæti lækkað um allt að 3% í kjölfar auk- innar samkeppni á svæðinu. Sömu- leiðis má búast við lækkun vaxta hjá erlendum peningastofnunum og þjónustugjalda slíkra aðUa sem og tryggingafélaga. Samanlögð áhrif þessa gætu haft í fór með sér lækkun verðlags um aUt að 1,7% og raunvaxta þjóðar- búsins um 0,7%. Löng erlend lán þjóðarinnar voru í lok mars sl. rúmir 205 mUljarðar króna og þýð- ir slík vaxtalækkun því 1,4 mUlj- arða í minni vaxtakostnað. Kaup- máttur launa gæti aukist um 2-3% að mati Þjóðhagsstofnunar og landsframleiðslan um 1,5% bein- línis vegna EES-samningsins. Það samsvarar rúmlega 5,5 miUjörðum króna á ári og munar vissulega um minna eins og nú háttar tU. Geir H. Haarde „Öllum má vera ljóst aö aukið frjáls- ræði í milliríkjaviðskiptum leiðir til meiri samkeppni, bættrar alþjóðlegrar verkaskiptingar og meiri verðmæta- sköpunar. - Um það snýst raunar heila málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.